Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Side 56
'íffÁFlRA' FR ÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Hveragerði: Stúlkur fyrir bíl Ekið var á tvær 13 ára stúlkur í Hveragerði í gærdag. Ekki er ljóst hváð olli slysinu en bifreiðin ók á hóflegum hraða í gegnum þorpið þegar hún lenti á stúlkunum. Þær sluppu án beinbrota en saumspor þurfti í skrámur og skurði. -EIR Hollendingur valt Hollenskur ferðamaður velti litl- urn jeppa við bæinn Haukholt í Hrunamannahreppi i gær. Fór jepp- inn út af og valt þar sem malbiki sleppir. Hollendingurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík. -EIR Bleikir skátar dv-mynd einar j. Skátarnir í Grafarvogi eru á ieiö á alþjóölegt skátamót í Svíþjóö þar sem allar þjóöir eiga aö vera í sínum lit. Skátarnir í Grafarvogi völdu óleikan og lituöu hár sitt allir sem einn í skátaheimilinu í Logafold í gærkvöldi. Þeim leiddist þaö ekki eins og sjá má. Hjartaáfall í Hlöðuvík - mikill viðbúnaður Þyrlu Landhelgisgæslunnar og björg- unarbáti frá ísafirði var stefnt i Hlöðu- vik á Hornströndum um kvöldmatar- leytið í gær. Þar hafði ferðamaður í gönguhópi fengið hjartaáfall og þurfti að komast til byggða hiö fyrsta. Mildi var að læknir var meðal göngumanna og gat hann hlúð að manninum á meðan beðið var hjálpar. Ekkert símasamband er við Hlöðuvík en samferðamenn mannsins komust í talstöð í neyðarskýli á staðnum. Tókst þeim aö ná sambandi við Vestmanna- eyjaradíó sem sendi neyðarkall þeirra áfram til réttra aðUa. Þyrlan fór í loftið skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöld og þá var bátur björgunarsveitarinnar kominn langleiðina á staðinn. Sam- kvæmt upplýsingum sem bárust lögregl- unni á ísafirði um svipað leyti var ástand ferðamannsins stöðugt. -EIR Sumarrok og rigning Þakplötur losnuöu af húsi í Krummahólum í rigningargjósti sem þá gekk yfir Reykjavík þar sem hún stendur hæst. „Þetta er sumarrok, undanfari haustsins sem brátt kemur til okkar,“ sagði varðstjóri lögregl- unnar í Reykjavík sem hafði í nógu að snúast í rigningunni í gær. „Það hafa orðið óvenjumarg- ir árekstrar í rigningunni enda skyggni eins og það er,“ sagði hann. -EIR Árni í Kanada Árni Johnsen flaug af landi brott á fimmtudaginn ásamt eig- inkonu sinni meö stefnuna á Kanada. „Frúin dreif hann út til að slaka á,“ sagði Breki Johnsen, sonur þeirra hjóna, sem gætir húss á meðan. „Þau ætluðu til Toronto og Halifax, skildist mér, og koma heim eftir fimm daga eöa svo.“ Ekki sagðist Breki vita hvort faðir hans hefði afhent forseta Al- þingis afsagnarbréf sitt sem þing- maður áður en hann hélt utan. Ekki náðist í Halldór Blöndal, forseta Alþingis, í gær en þá var hann á leið á Blönduós ásamt eig- inkonu sinni sem þar ætlaði að hitta gamlar vinkonur sínar. Sjálfur átti Halldór erindi á Hofs- ós. -EIR Forsætisráðherra segir sjálfstæðismenn axla ábyrgð með afsögn: Ríkið tapaöi tugum milljóna á Ólafi Ragnari - tók veð sem fjármálaráðherra og blekkti til að bjarga vinum sínum Davíö Oddsson. „Það getur eng- inn búiö til óskeikult kerfi sem útilokar svona óheillaat- vik. Kerfið er ekki þannig og verður aldrei þannig að menn geti ekki tekið neina hluti ófrjálsri hendi en það eru á hinn bóginn yfirgnæfandi líkur á að eftir nokkra mánuði eða misseri, þegar endurskoðunin og bókhald- ið fer í gang, þá komist slík at- ferli upp. Þaö er bara spurning um tíma,“ segir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, um mál Árna Johnsens alþingismanns. Davíð er haröorður í garð annarra stjórnmála- manna sem lent hafa í spillingarmálum. Hann tekur dæmi af Guðrúnu Albert Helgadóttur, fyrrverandi Guðmundsson. forseta Alþingis, og Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utan- ríkisráðherra. „Tók það ekki nærri tvö ár að koma upp um kjólakaup Guðrún- ar Helgadóttur fyrir peninga Al- þingis og þá endurgreiddi hún með nákvæmlega sama hætti og Árni Johnsen? Hún sagði ekki af sér. Jón Baldvin gaf manni úti í bæ áfengi sem var skrifaö á rík- ið. Hann endurgreiddi. Ekki sagði hann af sér,“ segir Davíð og heldur áfram aö rekja spillingar- mál þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og þáverandi Gísli S. Einarsson. Guðrún Helgadóttir. Johnsen. Jón G. Sólnes. fjármálaráðherra, er næstur. „Formaöur Alþýðubandalags- ins tók á sínum tíma sem fjár- málaráðherra veð sem allir sáu að var blekking til að afstýra því að vinir hans misstu húsin sín. Ríkið tapaði tugum milljóna. Ekki sagöi hann af sér. Gísli S. Einarsson, sem slær sér upp á því nú að sparka í liggjandi mann, meðan hann kallar hann vin sinn og félaga i hverju orði, skrifaði bréf út af bíla- umboði og notaði stöðu sina og Alþingis til að Jón Baldvin Hannibalsson. Olafur Ragnar Grímsson. styrkja málarekstur sinn og nefndi þar hvergi að hann væri eingöngu að draga taum fjöl- skyldu sinnar. Hann sagði ekki af sér,“ segir Davíð og bendir á að sjálfstæðismenn hafi axlað sína ábyrgð. „Þessir karlar sátu allir eins og ekkert hefði gerst og dæmin eru fleiri. Albert Guðmundsson, Jón Sólnes, Árni Johnsen, allir sjálf- stæðismenn, öxluðu á hinn bóg- inn ábyrgð." Opnuviðtal við Davíð er á bls. 28 og 37 -KB/rt Þjóðminjavördur getur stöðvað Kárahnjúkavirkjun ^ ‘ a slíkum en bendum á m minjastaðir sem verð- ur aö-rannsaka aður Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- Hallgrímsdóttir. minjavörður um Kárahnjúkavirkjun. Samkvæmt nýjum þjóðminjalögum er ljóst að þjóðminja- vörður getur stöðvað Kárahnjúkavirkj- Þjóðminjasafnið Vald til aö stööva virkjun. un ef skilyrði um rannsóknir á minja- stöðum verða ekki uppfyllt. „Það er ómögulegt að segja hversu mörg ár þetta tekur; það fer allt eftir fjármagni sem til verksins er veitt og hversu hratt er unnið. En ég geri fastlega ráð fyrir að skilyröi okkar verði uppfyllt." -Enefekki? „Það er önnur saga. Ég sé ekki fyrir mér að menn fari að eyða fomminjum að óathuguðu máli en hitt er eins ljóst að fomminjarannsóknir em bæði dýr- ar og tímafrekar,“ segir þjóðminjavörð- ur. -EIR Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 * sími 588 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.