Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001 Fréttir I>V Þingmenn Vestfjarða munu funda um smábátamálin: Fjarri lagi að kalla saman þingið - segja Einar K. Guðfinnsson og Kristinn H. Gunnarsson varaformaður, sem þó greinir á um leiðir Fjölmenningarsetur Hörður Högna- son, formaður ísa- fjaröardeildar Rauða krossins, af- henti í gær Páli Pét- urssyni eina milljón króna að gjöf sem fara á í rekstur Fjöl- menningarseturs á Vesttjörðum sem opnað var við há- tíðlega athöfn í gær. Viðstaddir opn- unina voru auk ráðherra þingmenn og sveitarstjómarmenn og fomstu- menn i atvinnulífi á norðanveröum Vestfiörðum. Einar K. Guðfinnsson, fyrsti þing- maður Vestfirðinga og formaður sjávarútvegsnefndar, hefur fallist á þá hugmynd Karls V. Matthíasson- ar að kalla saman til fundar þing- menn kjördæmisins til að ræða um afleiðingar þess að smábátaútgerðin verði kvótasett frá og með 1. sept- ember næstkomandi. Verður fund- urinn haldinn við fyrsta tækifæri. Karl hefur lýst því yfir að hann telji að á slíkum fundi ættu þingmenn Vestfjarða að sameinast um þá kröfu að þingið verði kallað saman til þess að afgreiða lög um frestun á kvótasetningu. Það segja hins vegar bæði Einar K. og Kristinn H. Gunn- arsson, varaformaður sjávarútvegs- nefndar, ekki koma til greina. „Ég tel það fjarri öllu lagi að þing fari að koma saman núna, enda margt sem hægt er aö gera án þess að það sé gert. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að sú miðlunartillaga sem verið var að vinna með á lokadögum þings- ins myndi breyta mjög miklu ef hún yrði tekin upp á ný. Það myndi auka afla- hlutdeild I ýsu hjá þessum smá- bátaflota um heil 70% og það mun- ar um minna. Ég hef orðið var við það eftir að þingið fór heim að þrýstingur og óskir frá þeim mönnum sem eru að stunda þessa útgerð hefur aukist á að festa þessa tillögu í sessi. Bæði eykur hún aflahlutdeild en hún eyðir líka mikilli óvissu, sem ekki er síður mikilvægt," segir Einar K. Guð- fmnsson. Eins og fram kom í DV i gær er sjávarútvegsráðherra tilbú- inn að setja reglugerð um þessa til- lögu fari svo að um það komi skýr Kristinn H. Karl V. Gunnarsson. Matthíasson. og afdráttarlaus krafa frá smábáta- sjómönnum. Samkvæmt tillögunni átti að auka aflahlutdeild smábáta í ýsu um 1800 tonn og í steinbít um 1500 tonn en síöan hún kom fram hefur verið ákveðið að gefa veiðar á steinbít frjálsar. Einar K. segist geta séð fyrir sér ýmiss konar útfærslu á þessari tillögu þar sem steinbítur væri innan eða utan kvóta en aðal- atriðið sé að með þessu móti væri verið aö bjarga fjölmörgum störfum á Vestfjörðum, störfum sem að óbreyttu væru i mikilli hættu. Kristinn H. Gunnarsson hefur ekki mikla trú á að mál smábátasjó- manna verði leyst með miðlunartil- lögu og telur nánast útilokað að um slíkt myndi nást samstaða í stjórn- arflokkunum, þrátt fyrir yfirlýsingu sjávarútvegsráðherra í gær. Krist- inn er sammála Einari K. um það að til lítils væri fyrir þingmenn Vest- fjarða að óska eftir þingfundi nú. Kristinn segir að það hafi legið fyr- ir frá því í vor að ófremdarástand myndi skapast eftir 1. september og því hafi hann viljað fresta gildistök- unni um eitt ár á meðan menn hefðu tíma til að klára þá endur- skoðun á fiskveiðikerfinu sem nú er í gangi. Hann segir ljóst að í endur- skoðunarnefndinni liggi lausnin á þessu máli, stöðu smábátasjómanna verði að tryggja í þeirri niðurstöðu sem endurskoðunin leiði af sér.-BG Kvótasetning smábáta: Karl vill frestun Umdeilt lagaákvæði um kvótasetn- ingu á smábáta tekur gildi eftir einn mánuð.. Kvótasetningin er talin bitna mim harðar á Vestfirðingum en öðrum kjördæmum landsins. Ámi Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann vilji heyra frá smábátasjó- mönnum ef þeir vilji fara miðlunar- leiðina í smábátamálinu en hún gefur þeim 1.500 tonna aukningu í ýsu til viðbótar við frjálsar veiðar á steinbit. Karl V. Matthíasson, 2. þingmaður Vestfirðinga, hefur óskað eftir þvi við 1. þingmann Vestfirðinga, Einar K. Guöfmnsson, að þingmenn Vestfirð- inga komi saman vegna þessa. „Fundurinn verður í næstu viku. Ég vil að við þingmenn Vestfjarða sam- mælumst um þá tillögu að Alþingi komi saman sem fyrst til að endur- vekja tillögu um frumvarp til laga um frestun á kvótasetningu smábátaveið- anna á meðan verið er að endurskoða heildarlöggjöf um sjávarútveginn. 1. september nk. taka lög gildi sem setja alla smábátana inn í kvótakerfiö," seg- ir Karl V. Matthíasson. Hefurðu trú á því að Alþingi muni fresta gildistöku laganna? „Já, annars væri ég ekki að þessu. Það var vilji til þess í vor hjá þing- mönnum fleiri flokka en stjórnarand- stöðuflokkanna. Stjórnarsinnar hljóta að sjá alvöru málsins." -GG DV-MYND EINAR J Musso-vandræöi Hlööver Hjálmarsson í Japönskum vélum situr uppi meö tvo dýrindis Mussojeppa sem hann fær ekki skráöa vegna þess aö þeir uppfylla ekki skilyröi reglugeröar þar um. Hann þarf því að rífa þá niöur í varahluti þótt bílarnir séu ónot- aöir. Þetta eru sams konar bílar og sonur Gísla S. Einarssonar alþingismanns og félagi hans fluttu hingaö til lands en skömmu eftir þann innflutning var reglugerö breytt. Þeir bílar komust því á götuna. Sú reglugerð gilti aöeins í hálfan annan mánuö. Hlööver situr því í súpunni og er byrjaöur aö rífa tvo nýja bíla. Ýmislegt gengið eftir í völvuspá á Dalvík: Spáði fyrir um mál Arna Johnsens Héraðsfréttablaðið Bæjarpósturinn á Dalvík birti um siðustu áramót spá völvu og var það í fnnmta sinn. Dal- víska völvan hefur reynst nokkuð sannspá, spáði gosi í febrúar, sem gekk eftir, og hörðum jarðskjálfa í ágúst en hann kom í júní. DV spurðist fyrir um nafn völvunnar hjá ritstjóra Bæjar- póstsins, Guðmundi Inga Jónatans- syni, en þar er farið með nafn hennar eins og ríkisleyndarmál. Á hveiju ári fara fram miklar bollaleggingar á Dal- vík um það hver þessi sannspáa völva sé en það hefur ekki borið neinn ár- angur til þessa. I spánni fyrir árið 2001 segir m.a.: „Sú mammons stýring sem er á nær öllum hlutum í dag á eftir að breytast, veröa stöðug. Þessi ágangur sem núna tröllríð- ur öllu kemur ekki til með að endast því allir þessir peningar sem fólk heldur að séu til eru ekki til og þegar upp verður staðið þá standa þeir skynsömu eftir. 3 DV-MYND BG Spádómurinn skoðaður Margir hafa oröiö til þess aö fletta upp í spádómi hinnar dalvísku völvu og hér má sjá Hörö Inga Stefáns- son, bókavörö á Amtsbókasafninu á Akureyri, kynna sér máliö. Það er engu líkara en einhver hafi augastaö á annarri hæð Kaupfélagsins til einhvers reksturs og verða margir glaðir að heyra og spenntir. Ef ég skoða þetta þá er þetta dálítið dult og þykir mér líklegt að þetta verði ein- hver loftbóla en þó er ekki gott að segja til um það. (Frumkvöðlasetrið kom þar sl. vor, innsk. bim.) Skíðafólk verður líka í sviðsljósinu. Stjama Björgvins Björgvinssonar er rísandi á árinu, nær þó ekki hámarki á þessu ári en það verða góðar fréttir af honum (varð ís- landsmeistari). Öm Amarson fer fremstur í flokki, ásamt knattspymu- mönnum okkar og ber þá helst að nefna Eið Smára Guðjohnsen sem verður á heimsmælikvarða og fær ótrúlegt tilboð frá stórliði. Hermann Hreiðarsson fer til stærra liðs og er á uppleið, loksins fer eitthvað að gerast hjá Stoke, þó svo að það gangi á ýmsu. Það sem fyrst kemur upp þegar litið er á landið í heild sinni er veður og jarðskjálftar. Það verður deyfð á tíma- bili yfir stjómmálum og Davíð Odds- son lendir í einhveijum vandræðum. Jörðin á eftir að skjálfa og það á eftir að gjósa, það era likur á jarðskjálfta sunnanlands fyrir vorið. Björk Guð- mundsdóttir á eftir að standa sig enn betur á árinu heldur en hún hefur gert, hún verður meira í fjölmiðlum. Einhver skandall eða ákvörðun sem hún tekur.“ Fjölmiðlafár vegna Ama Johnsens „Ámi Johnsen verður í sviðsljósinu i vor. Ég fmn fyrir þessu að þetta verði mikið fjölmiðlafár. Mikið blásið út og gott ef Ámi stendur ekki sterkur eftir. Eitthvað sem enginn bjóst við í upp- hafl. Islensk erfðagreining kemst hressilega í heimspressuna. Við fáum dágóðan fjölda af fréttamönnum til landsins af þessu tilefni," sagði völvan á Dalvík í ársbyijun. í ársbyijun hefur varla nokkur rennt grun fail Áma Johnsens. -GG Ungir beðnir um skilríki í vikunni fyrir verslunarmanna- helgina verður gert sérstakt átak í vínbúðum ÁTVR um að ungir við- skiptavinir sýni skilríki til að stað- festa aldur sinn. Samkvæmt áfengis- lögum ber afgreiðslufólki hjá ÁTVR að gæta þess að fólk yngra en tvítugt kaupi ekki áfengi. Rafmagn í stað olíu Skrifað hefur verið undir samn- inga milli Landsvirkjunar, RARIK og SR-Mjöls um sölu ótryggðs rafmagns á rafskautaketil sem SR-Mjöl hyggst setja upp i verksmiðju sinni á Seyð- isfirði á næsta ári. Verðmæti samningsins er 50-60 millj. kr. á ári og rafmagnið kemur í stað svartolíu sem framvegis verður notuð til vara. Fréttablaðið greinir frá. Telja að skipið hafi lekið Sjópróf vegna Unu í Garði GK-100 fóra fram hjá Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Fram kom í framburði skipveija að þeir töldu allir að skipið hefði lekið og þegar því var beygt 60 gráður hlyti sjór að hafa komist í lestar þess með þeim afleiðingum að það sökk. Morgunblaðið greindi frá. Goði í greiðslustöðvun Héraðsdómur Reykjavíkur veitti í gær Goða hf. greiðslustöðvun í 3 vik- ur. Fyrirtækið stendur illa eins og fram hefur komið í DV og hefur boð- ið bændum lægra verð fyrir innlegg í haust og að greiða það mun síðar en aðrir. Samdráttur er fyrirsjáanlegur og lokun sláturhúsa og munu hátt í 80 manns missa vinnuna. Fyrirtækið tapaði um 430 milljónum i fyrra og skuldar u.þ.b. 2,5 milljarða. Flugumferð takmörkuð til Eyja Flugmálastjóm mun takmarka flug um Vestmannaeyjaflugvöll og herða eftirlit um flugvöllinn og hlað hans um verslunarmannahelgina samkvæmt Fréttablaðinu i dag. Þá verða allir starfsmenn flugumferðar- stjómar i Vestmannaeyjum að störf- um um helgina ásamt einum auka- manni sem verður á vakt í flugturni; fimm aukamenn verða sendir úr Reykjavík til Vestmannaeyja til þess að sinna eftirlitsstörfum bæði á flug- hlaði, um svokallaða „flugvallar- vakt“ og svo loks umsjón með slökkvibíl. Haldið til haga í grein DV um smábátamálið svo- kallaða í gær var ranglega sagt að málamiðlunartillaga sjávarútvegs- ráðherra til smábátasjómanna væri 1500 tonna aukning á ýsukvóta. Hið rétta er að hann býður 1500 tonna aukningu á steinbít en 1800 tonn af ýsu. -bg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.