Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001
Skoðun
I>V
Borðarðu mikið af ís?
Þorsteinn Þorsteinsson verkamaður:
Já, þaö kemur fyrir, svona sérstak-
lega í sól og fíniríi.
Siguröur Konn húsvöröur:
Já, já, þaö er alltaf gott aö fá sér
Emmess-ís í góöu veöri.
Jóna Sigmarsdóttir sjúkraliöi:
Já, /' sumar hef ég boröaö mikiö af
ís, þá sérstaklega bragöaref.
Signý Sigmarsdóttir nemi:
Já. ég boröa a.m.k. mikiö af
ís á sumrin.
Ragnheiöur Indriöardóttir:
Já, ég boröa þó meira af ís á sumrin
en á veturna. Hnetutoppur
er alltaf góöur.
Anna Kristinsdóttir nemi:
Nei, ég boröa ekki mikiö af ís.
Avextlr
Tíska er aldrei stööug, hún er síbreytileg, svona rétt eins og sjávarföllin.
Um heilsusamleg
tískufyrirbæri
Alltaf er ný
tíska að skjóta upp
kollinum. Gamalt
víkur fyrir nýju
þar til hið gamla
verður aftur nýtt. í
dag eru tær
skónna þverbreið-
ar. Þær geta
reyndar ekki orðið
mikið breiðari og
því munu þær
mjókka aftur fljót-
lega, alveg niður í spjótmjó skæði.
Tiska er aldrei stöðug, hún er sí-
breytileg, svona rétt eins og sjávar-
follin.
íslendingar, eins og aðrar þjóðir
sem hrærast í sama hugsunarhætti
og menningu, eru ginnkeyptir fyrir
öllu og fljótir til að tileinka sér allt
nýtt. Nú verður hver sá sem vill
fylgja tiskunni að eiga farsíma, svo
Einar Ingvi
Magnússon
skrifar:
Eg hef stundum velt fyrir
mér hvort ekki vœri tíma-
bcert að koma á laggirnar
heilsusamlegum
tískufy rirbærum.
að eitthvað sé nefnt. Menn með við-
skiptavit auögast á tískunni á með-
an hún gerir neytandann fátækari
og þrælbundnari duttlungum henn-
ar og dillum. Hún er lífseig tískan
þar sem amerískar fyrirmyndir
ganga til daglegra starfa með sígar-
ettuna í öðru munnvikinu og marg-
ur lætur glepjast enn í dag yflr
þeirri sorglegu ímynd sem deyr af
völdum sígarettureykinga og fylgi-
kvillum þeirra.
Ég hef stundum velt fyrir mér
hvort ekki væri tímabært að koma
á laggirnar heilsusamlegum tísku-
fyrirbærum. Hvemig væri að sjást
með epli í hendinni á förnum vegi
eða gulrót í munninum í staðinn
fyrir söxuð tóbaksblöð sem maður
hefur kveikt í? Eða tyggja birkilauf,
sem halda við æskunni og efla þrótt
í staðinn fyrir amerískt tyggigúmmí
sem er alsnautt af næringarefnum.
Eða hvernig væri að koma í tísku
að sópa stéttina fyrir gömlu konuna
í næsta húsi, ja, eða þá ungu án þess
að taka borgun fyrir það. Eða vakna
fyrir allar aldir á sunnudagsmorgn-
um og njóta náttúrunnar, sólarinn-
ar, rigningarinnar og tæra loftsins
og finna þennan séríslenska dásam-
lega andvara sem ilmar af birki og
lynginu af tjöllum okkar yndislega
lands. Mikið væri það nú annars
hollt og heilsusamlegt tískufyrir-
bæri og þar að auki bæði hollt og
ódýrt.
Frábær Hallgrímur
Auður
hringdl:
Ég var að lesa á menningarsíðu
DV brot úr blaðagrein sem Hafl-
grímur Helgason skrifaði í danskt
vikublað. Ég komst í gott skap við
aö lesa þessa grein. Þarna er maður
sem þorir að hugsa öðruvísi en
skáldin sem hanga niðri við Austur-
völl og lesa upp ljóð í ausandi rign-
ingu til að mótmæla virkjanafram-
kvæmdum á hálendinu.
Hvaða lögmál er það sem segir að
Mér finnst að skáld lands-
ins œttu að lesa þessa grein
Hallgríms. Sá lestur myndi
hugsanlega víkka sjóndeild-
arhring þeirra. Hallgrímur
sér hlutina í skemmtilegu
samhengi.
skáld eigi að vera á móti virkjun-
um? Mér finnst að skáld landsins
ættu að lesa þessa grein Hallgríms.
Sá lestur myndi hugsanlega víkka
sjóndeildarhring þeirra. Hallgrímur
sér hlutina í skemmtilegu sam-
hengi. Svo er hann allt í senn; fynd-
inn, vel hugsandi og ritfær maður.
Ég las á sínum tíma vikulega
pistla hans í DV mér til mikillar
ánægju og finnst tímabært að Hall-
grímur komi úr sumarfríi og skfli
sínum pistlum. Helst vfldi ég að
hann fengi heila síðu undir skrif
sín.
Sloppið fyrir horn
Garra sýnist stjórnarandstaöan vera heldur að
missa taktinn í gagnrýni sinni á ríkisstjómina.
Sérstaklega er það málflutningurinn í kringum
Kyotobókunina sem viröist ósannfærandi. össur
Skarphéðinsson, hinn mikli leiðtogi Samfylking-
arinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, hefur
hvergi sagt neitt um niðurstöðuna í Bonn, annað
en eitthvert almennt snakk um að hún marki
tímamót þó hún gangi allt of skammt. Hann hef-
ur hins vegar lítið verið að flíka skoðunum sín-
um á því að íslenska ákvæðið, sem svo er kaflað,
skuli vera komið alla leið sem aftur gerir það að
verkum að ríkisstjóm Davíös mun geta staðfest
bókunina í fyllingu tímans. Garri man ekki bet-
ur en Össur hafi á sínum tíma sagt að það væri
fráleitt að fara af stað með þessa tillögu og hún
yrði „hlegin út af borðinu" þegar hún yrði borin
upp á alþjóöavettvangi. Annað hefur nú komið í
ljós og Siv Friðleifsdóttir getur gefið Össuri langt
nef með góöri samvisku.
Álvopn handa börnum
En Garri er hins vegar þeirrar skoðunar að
það sé skynsamlegra að þegja eins og Össur en
halda uppi málflutningi eins og Kolbrún Hafl-
dórsdóttir var með i sjónvarpinu á sunnudags-
kvöld þegar hún ræddi þetta mál við Eið Guðna-
son sendiherra. Vissulega var vitað að
Vinstri grænir eru nietnaðarfullir í út-
blástursmálum og aö þeir vilja að íslend-
ingar séu í fararbroddi þeirra sem leggja á
sig byrðar til að takmarka slíka mengun.
Og þegar við bætist að VG er nær alfarið
á móti stóriðju og virkjunum kemur ekki
á óvart að þar á bæ lýsi menn frati á ís-
lenska ákvæðið. En Kolbrún fór hins veg-
ar yfir strikið þegar hún fann íslenska
ákvæðinu það til foráttu að það hvetti til
álframleiðslu og ál væri ekki eingöngu
notaö til aö létta bíla og flugvélar heldur líka til
að smíða vopn. Og vopn úr áli væru léttari en
önnur vopn og hentuöu þannig betur sem vopn
handa börnum sem verið væri að senda í stríð!
Það má hafa til marks um hversu langt Kolbrún
var komin yfir bæjarlækinn þarna að meira að
segja Eiður Guðnason fór að hlæja, en það hefur
hann ekki gert opinberlega um áratugaskeið.
Davíð til bjargar
En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og
svo virðist ætla að veröa með stjómarandstöö-
una líka. Svo virðist nefnilega sem stjómarand-
staðan þurfi ekki að vera í neinu sérstöku formi
þessa dagana til að gegna aðhalds- og gagnrýnis-
hlutverki sínu. Davíð
Oddsson forsætisráð-
herra ætlar sjálfur að
sjá um það mál. Með yf-
irlýsingum sínum í
Áma Johnsens-málinu
hefur forsætisráðherr-
ann tekið þennan póli-
tíska syndasel úr Eyj-
um upp á sina arma og
slegið um hann
flokkspólitíska skjald-
borg. Það út af fyrir sig
er óskiljanleg aðgerð,
og þá ekki síður það að
hann skuli kjósa að
gera það með ásökunum út og suður sem nánast
allar eru efnislega rangar og allir vita að eru
efhislega rangar. Þótt Davíö segi annaö þá er það
beinlínis rangt að Jón Sólnes hafi sagt af sér, og
Albert var auðvitað rekinn. Og þótt Davíð segi
vinstrimenn enga ábyrgð axla þá muna allir eftir
Guðmundi Áma Stefánssyni og að Hrannar B.
Amarsson tók ekki sæti í borgarstjóm fyrr en
eftir að hafa verið hreinsaður af skattayfirvöld-
um. Allt þetta og raunar margt fleira liggur fyrir
og er ljóslifandi í huga almennings. Þess vegna
verða ásakanir Davíðs jafnvel enn sérkennilegri
en umræðan um álvopn handa börnum, og
stjórnarandstaöan sleppur _
fyrir vikið fyrir hom! Gðl’H
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Allt of háar
stöðumælasektir
Þorgeröur hrlngdi:
Um daginn fékk
ég stöðumælasekt.
Það var ekki sú
fyrsta en nú
blöskraði mér. Ég
fékk 2.500 króna
sekt fyrir að leggja
í öfuga aksturs-
stefnu á tvístefnu-
götu, sem sagt,
bíllinn minn sneri
ekki rétt í stæð-
inu. Þetta eru ansi
miklir peningar fyrir láglaunafólk.
Stöðumælasektir eru komnar út
úr kortinu þegar þær eru famar að
hirða af manni hálf dagvinnulaun-
in. Til að toppa hneykslið þá stund-
ar Bílastæðasjóður að senda stöðu-
mælaverði á bílum upp að Þjóðar-
bókhlöðu á próftíma námsmanna,
mesta annatíma Þjóðarbókhlöðunn-
ar, og sekta þar félitla námsmenn
fyrir að leggja á auða grasbletti sem
þar má finna. Þetta finnst mér bera
vott um skilningsleysi sem og and-
varaleysi borgaryfirvalda. Það er
ekki eðlilegt að rukka fólk um 2500
krónur fyrir smávægflegar yfirsjón-
ir sem þessar. Það hefði maður
haldið að hinn vinstrisinnaði borg-
arstjóri myndi skilja öðrum stjóm-
málamönnum betur.
Vinnum gegn
veröbólgunni
Lárus skrifar:
Nú eru verðbólgutímar í vændum.
Allt frá bensíni og matvælum til ým-
iss konar þjónustu er að hækka
þessa dagana. Oft nýta kaupmenn og
rekstraraðilar tækflærið og hækka
meira en þeir þurfa. Ég man eftir
miklu verðbólgutimunum á 9. ára-
tugnum. Þetta voru skeflilegir tímar
enda kepptist maður við að eyða pen-
ingunum sínum á fyrri hluta mánað-
arins því í lok mánaðar voru þeir
ekki svipur hjá sjón. Nú þarf öll
þjóðin að standa saman í baráttunni
við verðbólgudrauginn. Við þurfum
öll að sýna samstöðu þegar við
skynjum óeðlilegar hækkanir. Sam-
takamáttur almennmgs getur verið
gflurlegur þegar fólkið í landinu tek-
ur sig til og hunsar ákveðna vöru
vegna hækkana. Við skulum mót-
mæla þvi að grænmeti sé lúxusvara
og strætó fyrir fjóra sé orðinn dýrari
en leigubilaferð fyrir fjóra.
Hvar eru
flokksblöðin?
Snorri skrifar:
Hér í gamla daga var til fjöldinn
allur af flokksblöðum en nú hafa
þau öll liðið undir lok. Við það segja
margir að hasarinn sé farinn úr is-
lenskri blaðaflóru. Það var ætíð
gaman að lesa þessi flokksblöð þó
maður þyrfti stundum að taka frétt-
unum og fréttavalinu með fyrir-
vara. Líflega umræðu og áhuga-
verða pistla má nú finna víða á Net-
inu. Má þar nefna pólitísk vefrit
ungpólitíkusanna. Umræðan þarna
er oft fjörug og skemmtileg. Gaman
er að sjá unga fólkið halda uppi fjör-
ugum stjómmáiaskrifum sem marg-
ir halda að hafi lognast út af með
flokksblöðunum.
• •
Okum varlega
Unnur Elíasardóttir hringdi:
Ég vil hvetja ökumenn til að muna
það þegar þeir eru á ferð að virða
umferöarreglurnar og aö aka hægar.
Það er betra að fara fyrr af stað og
keyra á löglegum hraða heldur en að
keyra hratt og eyðileggja ökutæki,
fólk og fénað. Keyrum meö gát og
komum hefl þangað sem för er heit-
ið. Gáleysi drepur.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.