Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 8
Viðskipti________________________________________________
Umsjón: Viðskiptablaðiö
Lyf & heilsa gera
samning við Lyfjaver
- fyrstur sinnar tegundar í Evrópu
Samstarfssamningur
Annar ávinningur af samstarfinu er margháttaöur fyrir notendur lyfja, aö-
standendur þeirra og sjúkrastofnanir.
Lyf & heilsa og Lyfjaver undirrit-
uöu í gær samstarfssamning sem
felur í sér aö Lyf & heilsa tekur,
fyrst íslenskra lyfsölufyrirtækja,
upp tölvustýrða lyfjaskömmtun til
almennings. Þjónustan er miðuð við
þá sem nota lyf að staðaldri og verð-
ur boðið upp á hana í 25 apótekum
Lyfja & heilsu um land allt. Tölvu-
stýrð lyfjaskömmtun er öruggasta
aðferðin við skömmtun lyfja sem
völ er á. Henni fylgja aukið öryggi,
sparnaður og hagræði.
Annar ávinningur af samstarfmu
er margháttaður fyrir notendur
lyfja, aðstandendur þeirra og
sjúkrastofnanir.
Markmiðið með samstarfinu er
að auka þjónustu við þá aöila sem
taka inn lyf að staöaldri og auka ör-
yggi við lyfjainntöku. Lyfjunum er
pakkað í skammta fyrir hverja inn-
töku með sjálfvirkum skömmtunar-
vélum og fær notandi þau afhent í
rúllu þar sem hver skammtur dags-
ins er í sérmerktum poka. Á pokan-
um koma fram upplýsingar um lyf-
in, hver á að taka þau, dagsetningu
og inntökutíma þeirra. Skammtað
er til 14 eða 28 daga í senn.
í samtali við Karl Wernerson
kom fram að samningurinn gerir
það kleift fyrir Lyf & heilsu að auka
og bæta þjónustu við þá sem þurfa á
lyfjum að halda. „Við teljum að
10-12 þúsund manns sem nota lyf að
staðaldri hafi þörf fyrir þessa þjón-
ustu. Lyfjaver mun sjá um pökkun-
ina og síðan seljum við lyfin út til
notenda," sagði Karl. Þetta er í raun
í fyrsta sinn sem þessi þjónusta er
boðin í Evrópu. „Reyndar er sam-
svarandi pökkun framkvæmd í Sví-
þjóð og einu öðru Evrópulandi en
þar er ekki um að ræða notendur í
heimahúsum heldur inniliggjandi
sjúklinga.
Aukiö öryggi, hagræði og
sparnaöur
Þeir sem taka inn lyf að staðaldri,
eða þeir sem annast þá, hafa margir
hverjir þurft að skammta lyfin sjálf-
ir. Ýmsar aðferðir hafa verið notað-
ar. Til að mynda hafa lyf verið
handtalin ofan í skömmtunarbox en
þvi hefur fylgt hætta á ruglingi, auk
þess sem það er tímafrekt. Einnig
hafa verið dæmi um tvískömmtun,
þ.e. að notandi taki inn tvöfaldan
skammt þegar um samheitalyf er að
ræða. Hér eftir verða þessi vanda-
mál úr sögunni.
Tölvustýrð lyfjaskömmtun er ör-
uggasta aðferð viö skömmtun lyíja
sem völ er á. Jafnframt kemur þessi
skömmtun í veg fyrir að lyfin fymist
og nýting lyfja verður betri. Rekjan-
leiki lyfja verður meiri og lyfjameð-
ferð sjúklinga í fastari skorðum.
Tölvustýrö lyfjaskömmtun auðveldar
einnig eftirlit með að lyfin séu tekin
inn á réttum tíma sem er forsenda
þess að þau virki rétt.
Boðið verður upp á þessa þjón-
ustu í 25 apótekum Lyfja & heilsu
um land allt en það er tæplega helm-
ingur allra apóteka á landinu. Allir
þeir sem nota lyf að staðaldri eiga
því auðvelt meö að nýta sér þessa
þjónustu.
í apótekum Lyfja & heilsu er
hægt að fá allar nánari upplýsingar
um hina nýju þjónustu. Hægt er að
fá skammtana senda heim eða
sækja þá í lyfjaverslanirnar - að
jafnaði tveggja eða fjögurra vikna
skammta í senn.
Samstarfsaðili Lyíja & heilsu í að
bjóða þessa þjónustu, Lyfjaver ehf.,
hefur verið brautryðjandi á þessu
sviði hér á landi og er eini aðilinn á
landinu sem hefur reynslu af tölvu-
stýrðri lyíjaskömmtun. Fyrirtækið
var stofnað í september 1998 og fékk
starfsleyfi 12. ágúst 1999. Tveimur
vikum síðar var skammtað í fyrsta
pokann og eru þeir nú orðnir tæp-
lega 3 milljónir. Lyfjaver hefur því
mikla reynslu af þessu starfi og þar
hefur mikið þróunarstarf verið unn-
ið. Lyf & heilsa hafa nú gert samn-
ing viö fyrirtækið og býður, fyrst ís-
lenskra lyfsölufyrirtækja, tölvu-
stýrða lyfjaskömmtun til almenn-
ings.
Hagnaður Össurar 312 milljónir króna
- á fyrstu 6 mánuðum ársins
Hagnaöur Össurar hf. fyrstu 6
mánuði ársins nam 312 milljón
krónum sem er mun betri árangur
en fjármálafyrirtækin höfðu gert
ráð fyrir í könnun Viöskiptablaðs-
ins fyrir stuttu. Þar spáðu fjár-
málafyrirtækin 186 milljóna króna
hagnaði að meðaltali. Velta fyrir
tímabilið nemur 3.132 m.kr. en var
1.322 m.kr. árið áður.
Rekstrargjöld námu 2.795 millj-
ónum króna. Þar af er sölukostn-
aöur 601 milljón króna, skrifstofu-
kostnaður 691 milljón og þróunar-
Nýr forstjóri Sjó-
klæðagerðarinnar
Jón B. Stefánsson hefur tekið við
starfi forstjóra Sjóklæðagerðarinnar
hf. - 66° Norður frá 15. júní. Fráfarandi |
forstjóri, Þórarinn Elmar Jenssen, hef- 1
ur frá sama tíma verið kjörinn stjóm-
arformaður Sjóklæöagerðarinnar hf. - í
66° Noröur.
Jón B. Stefánsson hefur áður gegnt
störfum framkvæmdastjóra Vélasviðs
Heklu hf. frá byrjun árs 2000 og hafði
starfað hjá Eimskip frá 1987 og m.a. :
gegnt starfi forstöðumanns skrifstofú I
Eimskips USA 1987-1991 og sem for-
stjóri dótturfyrirtækis Eimskip í Bret-
landi, MGH Ltd.
Þórarinn Elmar Jenssen er einn af
aðaleigendum Sjóklæðagerðarinnar hf.
- 66° Norður og hefur verið forstjóri
hennar frá 1958 og sem slíkur leitt upp- j
byggingu fyrirtækisins.
Sjóklæðagerðin hf. - 66°Norður er |
um þessar mundir að sameina rekstur :
sinn á nýjum stað að Miðhrauni 11,
Garðabæ, og verða þar höfuðstöðvar
félagsins ásamt hönnun, framleiðslu,
lager og nýrri verslun sem mun einnig
þjóna vinnumarkaðnum. t nýju búð-
inni verða seldar framleiðsluvörur Sjó-
klæðagerðarinnar undir merkjum 66°
N, svo sem sjó- og regnfatnaður, vinnu-
fatnaður, útivistar- og flísfatnaður
ásamt öðrum vörumerkjum sem Sjó-
klæðagerðin flytur inn og selur.
kostnaður 256 milljónir. Allur þró-
unarkostnaður er gjaldfærður.
Rekstrarhagnaður nemur 338
milljónum króna króna og hækkar
úr 174 milljónum, eða um 94% á
milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir
(EBIDTA) er 435 milljónir, en var
219 milljónir á fyrra ári, og nemur
hækkunin því 99% milli tímabila.
Er þetta um 50 milljónum króna
minni hagnaður en fjármálafyrir-
tækin höföu gert ráð fyrir. Fjár-
munatekjur eru neikvæðar um 14
milljónir og er hagnaður fyrir
skatta 324 milljónir króna en var
184 milljónir á árinu áður.
Fastafjármunir jukust um 694
milljónir á tímabilinu. Veltufiármun-
ir jukust um 286 milljónir króna og
birgðir hækkuðu um 114 milljónir
sem að mestu má rekja til aukinna
umsvifa og fiölgunar framleiðsluvara
fyrirtækisins. Viðskiptakröfur
hækka um 249 milljónir króna.
Tap
Tap Nýherja eftir skatta var 36
m.kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins,
samanborið við 185 m.kr. króna
hagnað í fyrra. Þar af var söluhagn-
aður að fiárhæð 178 m.kr. vegna
sölu eigna.
Hagnaður samstæðu Nýherja fyr-
ir fiármagnsgjöld og afskriftir nam
53 m.kr. á fyrri helmingi ársins en
var 63 m.kr. árið áður. Rekstrartekj-
ur Nýherja hf. voru 1.992 m.kr. en
námu 1.654 m.kr. á sama tíma í
fyrra og jukust því um liðlega 20%
milli ára. Á meðal rekstrartekna á
sama tímabili síðasta árs var 27
m.kr. söluhagnaöur eigna og er því
rekstrarhagnaður fyrir fiár-
magnsliði, afskriftir og án söluhagn-
aðar ivið betri í ár en í fyrra.
Á fyrstu 6 mánuðum ársins nam
gengistap félagsins ásamt verðbót-
um á tekjuskattsskuldbindingu 51
m. kr„ auk þess sem tap dóttur- og
hlutdeildarfélaga nam 8 m.kr. Skýra
þessir liðir að verulegum hluta lak-
ari afkomu félagsins á tímabilinu.
Vörusala á fyrstu 6 mánuðum
þessa árs jókst um 27% og hefur þar
áhrif aukin sala IBM PC-véla, auk
góðrar sölu á samskiptabúnaði og
skrifstofutækjum. Þjónustutekjur
jukust um tæp 3% fyrstu 6 mánuði
ársins, þrátt fyrir að félagið hefði í
fyrra selt Intemet og Lotus Notes-
þjónustudeildir félagsins. Veltufé
frá rekstri nam 21 m.kr. á fyrstu 6
mánuðum ársins en var 51 m.kr.
árið áður.
Á fyrri árshelmingi hefur fallið
til umtalsverður kostnaður af þró-
unarstarfsemi vegna nýs launakerf-
is fyrir SAP-hugbúnaðinn og kerfis-
leigu fyrir SAP sem hefur verið
gjaldfærður, auk kostnaðar vegna
Eigið fé félagsins er 2.902 millj-
ónir króna í lok tímabilsins, og
hækkar um 841 milljón, en auk
hagnaðar vegna tímabilsins
skýrist aukning af gengishækkun
erlendra eignarhluta.
Skuldir hækka um 139 milljónir
og nemur hækkun langtímaskulda
273 milljónum en skammtíma-
skuldir lækka hins vegar um 134
milljónir króna. Ekki er um ný lán
að ræða og er því að mestu leyti
um hækkun á langtímaskuldum
að ræða vegna gengisbreytinga.
Niðurstaða efnahagsreiknings
er 5.795 milljónir króna og hefur
talan hækkað um 980 milljónir
króna frá áramótum. Veltufé frá
rekstri í lok tímabilsins er 407
milljónir, samanborið við 238
milljónir fyrstu 6 mánuði ársins
2000. Fjármögnunarhreyfingar eru
neikvæðar sem nemur 287 milljón-
um vegna niðurgreiðslna á lánum.
þróunarstarfsemi í dótturfélögun-
um Klaki ehf. og Simdex ehf. Einnig
hefur fallið til verulegur kostnaður
vegna vinnu við SAP-tilboð i fiár-
hags- og mannauðskerfi fyrir ríkis-
sjóð og stofnanir hans sem veldur
fráviki í afkomu hugbúnaðarsviðs
félagsins.
1 ársbyrjun var áætluð 18% veltu-
aukning milli ára og 150 m.kr. hagn-
aður af reglulegri starfsemi eftir
skatta. Tekjuáætlun ársins hefur í
meginatriðum gengið eftir en af-
koma er lakari en gert var ráð fyr-
ir. Hagnaður af reglulegri starfsemi
eftir skatta á síðari helmingi liðins
árs var 100 m.kr. Ef svipuð niður-
staða verður á síðari helmingi þessa
árs yrði afkoma ársins 2001 í heild
50 til 100 m.kr. í ljósi þessa verður
áætlun félagsins endurskoðuð í
ágústmánuði.
Nýherja 36 milljónir
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001
DV
Þetta helst
HFII nAR\/IF)QUIPTI 5
HEILDARVIÐSKIPTI 2000 m.kr.
- Hlutabréf 41 m.kr.
- Spariskírteini 600 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
© Búnaðarbankinn 6 m.kr.
Q Eimskip 5 m.kr.
I © Marel 4 m.kr.
Mesta hækkun
0 Eimskip 4,2%
| Q Olíufélagið 1,9%
© Kaupþing 1,7%
! MESTA LÆKKUN
© Búnaðarbankinn 2,7%
Q Landsbankinn 1,7%
1 © Baugur 0,8%
ÚRVALSVÍSITALAN 1031 stig
; - Breyting © 0,23%
Framleiðsla
minnkarí Japan
Iðnaðarframleiðsla féll tvöfalt
meira í júní heldur en búist hafði
verið við en hún dróst saman um
0,7%, Þetta hefur aukið þrýsting á
japönsk fyrirtæki að fækka starfs-
fólki og draga úr kostnaði eftir því
sem næststærsta hagkerfi heimsins
fer dýpra í kreppuna.
Eftir því sem Fujitsu Ltd. og Nec
draga úr framleiðslu sinni til að
mæta minnkandi eftirspurn frá
Bandarikjunum og Asíu eftir tölv-
um og farsímum gætu þau þurft að
grípa til uppsagna.
„Sum fyrirtæki verða að segja
upp starfsmönnum til að auka hagn-
aðinn eða jafnvel til að komast af,“
segir Richard Jerram, aðalhagfræð-
ingur hjá ING Barring Securities
(Japan). „Fjármálaráðherrann
[Koizumij verður að auka eftir-
spurnina meira með því að lækka
skatta eða auka útgjöld,“ sagði
Jerram.
Öryggismiðstöð
íslands flytur í
Borgartún
- starfsmenn fyrir-
tækisins nú um 85
talsins
Öryggismiðstöð íslands hf„ sem í
vor sameinaðist Vörutækni ehf. og
Eldverki ehf., hefur flutt starfsemi sína
í Borgartún 31 þar sem áður var
Sindra stál til húsa. Starfsmenn Örygg-
ismiðstöðvar íslands eru um 85 talsins
og gera rekstraráætlanir ráð fyrir að
velta fyrirtækisins verði 650 milljónir
á þessu ári.
Eftir sameininguna í vor er Öryggis-
miðstöð íslands annað af tveimur
langstærstu fyrirtækjum landsins á
sviði öryggismála. Öryggismiðstöð ís-
lands býður viðskiptavinum sínum
myndavélaeftirlit, öryggiskerfi, örygg-
isgæslu og ýmislegt annað tengt örygg-
ismálum auk margs konar vara á sviði
eld- og vatnsvama. Fyrirtækið er jafn-
framt hið eina á landinu sem rekur
eigin öryggismiðstöð með mannaðri
gæslu ailan sólarhringinn. Er stefna
Öryggismiðstöðvar íslands að nýta
mikla breidd í þjónustu og reynslu
starfsmanna til að auka markaðshlut-
deild sina á öryggismarkaði.
p34!M!a 31.07.2001 M. 9.15
KAUP SALA
! BH1 Dollar 100,050 100,560
SSPund 142,760 143,490
Ikan. dollar 65,450 65,850
ESlDönakkr. 11,7590 11,8240
H~rl Norsk kr 10,9670 11,0270
ÍSBsænsk kr. 9,4610 9,5130
mark 14,7305 14,8190
Fra. franki 13,3520 13,4322 !
B y Belg. franki 2,1711 2,1842 !
i C31 Sviss. franki 57,9800 58,3000
:QhoII. gyllini 39,7436 39,9824 !
Þýskt mark 44,7806 45,0497 !
:| Bít. líra 0,04523 0,04550 i
brÍAust. sch. 6,3649 6,4032 !
'ól Port. escudo 0,4369 0,4395 |
1 Spá. peseti 0,5264 0,5295 i
1 < |Jap. yen 0,80120 0,80610
| írskt pund 111,207 111,876
SDR 125,81000126,5700
|§|ECU 87.5833 88.1096