Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001 I>V Utlönd 11 Bretland: Grínþætti um barna- níðinga mótmælt Heit umræða er komin upp i Bret- landi eftir sýningar sjónvarpsstöðv- arinnar Channel 4 á grínþætti um barnaníðinga. Breska stjórnin mót- mælti í gær þættinum en mjög óvenjulegt er að ríkisstjórnin skipti sér af sjónvarpsþáttagerð. 2500 kvart- anir hafa borist til sjónvarpsstöðvar- innar. Hún lét hins vegar engan bil- bug á sér finna og sýndi þáttinn þrátt fyrir andstöðu. Hann var jafn- vel endursýndur daginn eftir. Þátturinn er eins konar grinút- gáfa af heimildaþætti um bamaníð- inga og fjölmiðlafárið í kringum þá. Meðal atriða í þættinum má nefna að barnaníðingur er brenndur inni í getnaðarlimstákni og annar er sýndur þar sem hann situr um börn. Leikarinn Chris Morris á heiðurinn að þættinum. Talsmaður Tonys Blairs forsætis- ráðherra segir þáttinn hafa farið út yfir mörk velsæmis og smekks. Dav- id Blunkett innanríkisráðherra og Tony Blair Talsmaður harts lýsir grínþætti um barrtartíöinga sem handan viö mörk velsæmis og smekks. Teressa Jowell menningarmálaráð- herra deila þeirri skoðun með honum. Sjálfstæð sjónvarpsnefnd, ITC, mun fara yflr kvartanirnar á þættinum. Jowell menningarmála- ráðherra hefur lýst yfir efasemdum með starf sjónvarpsnefndarinnar þar sem Channel 4 hafi tekist að sýna þáttinn tvisvar á 24 tímum, þrátt fyr- ir kvartanir þúsunda aðila. Hún seg- ir sjónvarpsnefndina ekki vinna nægilega hratt í málum sem þessum. Talsmaður Blairs sagði hins veg- ar að hugmyndin væri ekki að koma á fót ritskoðun á sjónvarps- efni. Hann benti auk þess á það að satíra hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Einn þingmaður Verkamanna- flokksins hefur hins vegar snúist til varnar fyrir þáttinn. Austin Mitchell segir málið vera storm í vatnsglasi. „Ég horfði á þáttinn og hann kom mér til að hlæja,“ sagði hann. Clinton fagnað í Harlem Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heilsar hér íbúum Harlem, New York, á samkomu vegna opnunar skrifptofu hans í hverflnu. Harlem-hverfíö er aö stórum hluta byggt svörtu fólki og hefur Demókrataflokkur Clintons ávallt átt marga stuöningsmenn þar. Flutningurinn er þó umdeildur meöal íbúanna eins og flest sem Clinton gerir. m\GG/ Ef TRAFFIC er ekki inní Dá færðu fíana FRÍTT næst Degar Dú kemur. Klofningur innan make- dónskra stjórnvalda Makedónskir saksóknarar lögðu í gær fram beiðni til dómstóla að gefa út handtökuskipun á ellefu leiðtoga albanskra skæruliða. Þessi ákvörð- un hefur varpað skugga yfir friðar- viðræður á milli makedónskra stjórnvalda og fulltrúa albanskra stjórnmálaflokka í Makedóníu, leiddar af sendifulltrúum Banda- rikjanna og Evrópusambandsins. Haft er eftir ónefndum erlendum erindreka i Makedóníu aö framferði saksóknaranna sé augljós tilraun til að eyðileggja eitt af undirstöðuatrið- um hugsanlegs friðarsamkomulags. Leiðtogar skæruliða taka ekki bein- an þátt í viðræðunum. Samþykki þeirra er hins vegar nauðsynlegt og til að fá þaö er sakaruppgjöf skæru- liðunum til handa algerlega nauð- synleg. Aziz Pollozhani, fulltrúi eins albanska flokksins í viðræðum þjóð- Önnum kafnir sendifulltrúar James Pardew og Francois Leotard reyna aö miöla málum i Makedóníu. arbrotanna, ásakar ákveðna aðila innan makedónska stjórnkerfisins um að reyna aö grafa undan viðræð- unum. Aðalsökudólguriim í þeim málum er innanrikisráðherrann Ljube Boskovski. Handtökuskipunin er runnin undan rifjum hans. Svo virðist sem deilur hafi risið upp milli hans og annarra meðlima makedónsku stjórnarinnar. Varnar- málaráðuneyti Makedóníu svaraði gagnrýni Boskovski um aðgerða- leysi hersins gagnvart skæruliöum. í yflrlýsingu frá þvi segir að herinn sé aðeins að virða vopnahlé. Auk þess er Boskovski ásakaður um að reyna að valda ólgu í hemum. Enn fremur hvatti ráðuneytið til sam- vinnu viö erlend ríki til að koma í veg fyrir einangrun landsins sem kæmi sér illa fyrir borgara þess. LÁGMÚLI 7 SPÖNGINNI GEISLAGÖTU 10 AKUREYRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.