Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 10
10
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001
DV
Arababandalagið
klofið gegn ísrael
Styður banniö
Bush vill ekki klónun á mönnum en
styöur klónun í lækningaskyni.
Á móti klónun
í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu
sem send var út í gær segir að
stjórn George W. Bush styðji bann á
klónun á mönnum. Hópur banda-
rískra þingmanna úr röðum
repúblikana vill gera rannsóknir
eða getnað barns með klónun refsi-
veröa samkvæmt lögum. Sam-
kvæmt lagafrumvarpinu yrðu refs-
ingar við brotum á lögunum sektir
eða fangelsisvist allt að 10 árum.
Yfirlýsing Hvíta hússins segir að
siðferðilegar og samviskuspuming-
ar sem tengjast klónun á mönnum
séu of stórar til að hægt sé að líta
fram hjá þeim í þeim tilgangi einum
að stöðva ekki framfarir vísind-
anna. Ríkisstjóm Bush styður hins
vegar klónun á frumum og lík-
amsvefjum til notkunar í lækning-
um á sjúku fólki.
Kanada:
Marijúana í
lækningaskyni
Yfirvöld í Kanada urðu í gær
fyrst í heiminum til að lögleiða
marijúana í lækningaskyni. Sam-
kvæmt lögunum geta þeir sem þjást
af ólæknandi sjúkdómum eða
krónískum verkjum fengið leyfi til
að rækta eigið marijúana eða fengið
aðra til að rækta það fyrir sig.
Viðbrögð við lögunum hafa verið
misjöfn. Fulltrúar margra samtaka,
þ.á m. samtaka eyðnisjúklinga í
Kanada, hafa fagnað lögunum. Hins
vegar hefur læknafélag Kanada lýst
yfir áhyggjum vegna laganna. 1 yfir-
lýsingu segir að þau setji lækna í
vanda með að ákveða hverjir teljist
eiga rétt og hverjir ekki.
Henry Kissinger
Talinn hafa vitað um hvarf
bandarísks blaöamanns í Chile.
Kissinger í
yfirheyrslu
Hæstiréttur Chile hefur gefið
dómaranum Juan Guzman leyfi til
að kalla Henry Kissinger, fyrrver-
andi utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, til yflrheyrslu. Ástæðan er
morð á bandarískum blaðamanni
þegar herforingjastjórn Pinochets
tók völdin í Chile. Blaðamaðurinn
hvarf skömmu eftir að valdaránið
fór fram og sundurskotið líkið
fannst síðar. Fjölskylda blaða-
mannsins telur Kissinger hafa haft
vitneskju um málið.
Fjórtán af tuttugu og tveimur að-
ildarríkjum Arababandalagsins
samþykktu í gær tillögu þess efnis
að endurvekja viðskiptabann
bandalagsins gegn ísrael. Bandalag-
ið hefur ekki beitt viðskiptabanni
gegn ísrael siðan árið 1991 þegar
friðarviðræður hófust í Madríd á
Spáni milli ísraels og Palestínu-
manna og fleiri arabaríkja.
Ekki er talið að viðskiptabann
myndi hafa jafn mikil áhrif og það
gerði fyrr á árum. Ástæðan er fjar-
vera átta aðildarríkja bandalagsins
sem talið er að muni ekki taka þátt
i viðskiptabanninu. Egyptaland og
Jórdanía mættu ekki vegna friðar-
samninga sem ríkin hafa gert við
ísrael. Viðskipta- og stjórnmálasam-
band Quatar, Óman, Marokkó og
Márítaníu er talið hafa ollið fjar-
veru ríkjanna frá fundinum. Áuk
þessara sex ríkja mættu fuUtrúar
Djibútí- og Comoro-eyjanna ekki
heldur á fundinn.
Kenneth Clarke, frambjóðandi í
leiðtogaslag breska íhaldsflokksins
og fyrrverandi fjármálaráðherra
Bretlands, segir upptöku Bretlands
á evrunni ekki vera flokkspólitiskt
mál. Clarke er mikUl evrusinni og
hefur það þótt há honum í barátt-
unni um hyUi íhaldsmanna, sem
flestir vilja halda pundinu. Eitt af
því sem talið er hafa orðið William
Hague að faUi í síðustu kosningum
er áhersla hans á björgun pundsins.
Clarke varð fyrir miklu áfaUi í
skoðanakönnun dagblaðsins Daily
Telegraph í gær. Þar fær keppinaut-
ur hans, Iain Duncan Smith, 88,4
prósenta stuðning á móti 11,6 pró-
sentum Clarkes. Báðir frambjóðend-
ur efuðust þó um áreiðanleika
könnunarinnar. Hún var fram-
kvæmd með þeim hætti að íhalds-
Palestínumaöur er grunaöur um að
hafa stungiö aldraðan gyöing.
Kenneth Clarke
Lítt áreiöanleg skoöanakönnun
sýndi fram á afhroö hans í leiö-
togaslag íhaldsflokksins.
Kofi Annan, aðalritari Samein-
uðu þjóðanna, hvatti i gær Palest-
ínumenn og ísraela til að sýna still-
ingu eftir ofbeldishrinu helgarinn-
ar. Mikil spenna ríkir eftir óeirðir á
Musterishæðinni í Jerúsalem á
sunnudaginn.
Igær sprakk sprengja sem feUdi
sex meðlimi Fatah-hreyfingar Yass-
ers Arafats, leiðtoga Palestínu-
manna. ísraelsher er ásakaður um
að hafa tekið þá af lífi. Talsmaður
hersins neitar þvi og telur líklegra
að sprengja sem mennirnir hafi ver-
iö að búa til hafi sprungið. ísraels-
her viðurkenndi hins vegar eld-
Uaugaárás á palestínska lögreglu-
stöð og sagði að vopnaverksmiðja
hefði verið starfrækt á lögreglustöð-
inni. Sjö lögreglumenn særðust. Þá
var aldraður bókstafstrúar-gyðing-
ur stunginn í bakið í Jerúsalem og
liggur hann þungt haldinn á spítala.
Stungumaðurinn er talinn vera
Palestínumaður.
menn fengu tækifæri tU að hringja
inn skoðun sína eða senda tölvupóst
eða fax. 3500 tóku þátt. Enn fremur
sagðist fjórðungur þeirra sem
studdi Duncan Smith í könnuninni
ætla að yfirgefa flokkinn ef Clarke
yrði kjörinn leiðtogi. Kjörið fer
fram á meðal aUra 330 þúsund með-
lima Ihaldsflokksins þann 12. sept-
ember næstkomandi.
Kenneth Clarke lét engan bilbug á
sér finna eftir að niðurstöður könn-
unarinnar voru kynntar. „Ég veit
ekki hvernig kjörið innan flokksins
mun fara en ég er nokkuð viss um að
ég hafi meira en 50 prósenta mögu-
leika á sigri,“ segir hann.
Frambjóðendur fara nú í tveggja
vikna frí í kosningabaráttunni. Eft-
ir rúmar tvær vikur verða kjörseðl-
ar sendir til meðlima flokksins.
Geðveikisvörn hafin
HAndrea Yates,
sem játar að hafa
drekkt 5 börnum
sínum í baðkari,
var formlega ákærð
í gær fyrir morð.
Verjendur hennar
lýstu þvi strax yfir
að málflutningur
þeirra gengi út á að sanna geðveiki
hennar.
Kólera í Rússlandi
Kólerufaraldur hefur brotist út i
héraðinu Tatarstan í miðhluta
Rússlands. 17 hafa greinst með veik-
ina og 19 önnur tilfeUi eru grunuð.
Síðast geisaði kólerufaraldur í Rúss-
landi árin 1994 og 1995.
Innflyljendur á vindsæng
Tveir litháískir menn reyndu að
smygla sér ólöglega yfir Ermasund-
ið til Bretlands á vindsæng í gær-
morgun. Lögreglan fann þá 11 kUó-
metra frá frönsku ströndinni og
voru þeir sendir tU baka.
Vill endurnýja traust á FBI
Robert Mueller hét því í gær að
endurnýja traust almennings á
Bandarísku alríkislögreglunni, FBI,
ef hann yrði samþykktur sem stjóri.
Bylting í tómatarækt
Vísindamenn sögðust í gær hafa
náð að breyta genasamsetningu
tómatsins þannig að hann verði
saltþolinn. Þetta mun án efa ýta
verulega undir matvælaframleiðslu
á vissum svæðum í heiminum.
Viðtal var birt
Viðtal kínverskr-
ar rikissjónvarps-
stöðvar við Colin
Powell, utanríkis-
ráðherra Banda-
ríkjanna, var sýnt i
fullri lengd á
sunnudag. í síðustu
viku birtist viðtalið
eftir að ummæli um mannréttinda-
mál og Taívan höfðu verið klippt út.
Mannfall eftir draugagang
Tvær unglingsstúlkur í Indónesíu
tróðust til dauða þegar þær flúðu
ásamt 100 skólasystrum þeirra und-
an draugagangi á sunnudag. Stúlk-
urnar voru að lesa Kóraninn í
skólastofunni þegar þær heyrðu
annarleg kvein úr öllum áttum.
Kvikmynd um Montesinos
Eingjans Vladimiros
um fall Montesinos.
Allt að 200 látnir í Taívan
Óttast er að meira en 200 manns
hafi látist eftir að fellibylur reið yf-
ir eyjuna Taívan. Fellibylurinn
Indónesíska lögreglan leysti upp
mótmæli í morgun gegn dómsúr-
skurði um að fyrrverandi stjórnar-
flokkurinn Golgar yrði ekki leystur
upp. Lögreglan skaut táragasi og
viðvörunarskotum að mótmælend-
um, auk þess að lemja þá með kylf-
um.
Hugaö að uppskerunni
Bændur í Líbanon gæta hér aö kannabisakri sínum í Bekaa-dalnum. Ræktun kannabis á sér aldalanga sögu í
Líbanon og hefur verið aö aukast síöustu árin. Kannabisræktun gefur vel í aöra hönd. Yfirvöld í Líbanon vilja reyna aö
stööva ræktunina en bændur vilja ekki heyra á þaö minnst.
Clarke segir evruna
ekki flokkspólitíska