Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001
Fréttir
I>V
Útgerðarfélag Akureyringa stefnir að eldi á tilapia á Húsavík:
Beitarfiskur er draum
ur fiskeldismannsins
Útgerðarfélag
Akureyringa
áformar, í sam-
vinnu við Iðn-
tæknistofnun, að
rækta um 5000
tonn af beitar-
fiski á Húsavík
og nota til þess
heitt affallsvatn
frá Orkustöð
Húsavíkur sem
ÚA hefur tryggt sér forgangsrétt á.
Þarna falla til um 200 sekúndulítrar
af 25 gráða heitu vatni. Guöbrandur
Guðbrandur
Sigurðsson.
Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA,
segir að málið sé aðeins á skoðunar-
stigi. Verið sé að kanna hvort
grundvöllur sé fyrir eldinu en beit-
arfiskur sé helst alinn í Suðaustur-
Asíu þar sem vinnuafl og hráefni til
fiskeldis sé ódýrt. Beitarflskur, sem
heitir tilapia, er heitavatnsfiskur og
þykir góður í eldi en hann er mjög
fljótvaxinn. Það tekur um 9 mánuði
að ala hann i sláturstærð svo þar
binst ekki mikið flármagn.
„Við viljum skoða til hlítar hvort
það sé mögulegt að rækta beitarfisk
í samkeppni við þessi ódýru ræktar-
Draumur fiskeldisins
Hér má sjá eintak af beitarfiski en
til eru nokkrar ættir þessa fisks
sem allar eru ræktaöar í fiskeldis-
stöövum.
lönd. Þetta er spennandi verkefni en
samt er langur vegur í það að ákvörð-
un hafi verið tekin um að fara í þetta
mál. Við viljum fyrst tryggja að það
sé hægt að ala þessa fisktegund á
samkeppnishæfan hátt. Beitarfiskur
er draumur fiskeldismannsins, er
harður af sér, þolir miklar breytingar
í umhverfinu, t.d. seltustig frá 0 og
upp í 4%, eða meira en seltustig sjáv-
ar. Þessi tegund hefur verið að koma
mjög sterkt inn á Bandaríkjamarkað
en árseldið í heiminum er um 1,5
milljónir tonna. Það er líklegt að við
getum tekið ákvörðun um þetta í apr-
íl eða maí á næsta vori,“ segir Guð-
brandur Sigurðsson. -GG
Flugfélagið Jórvík vill skoða flug til Húsavíkur:
Húsavík:
■ ** ■■ m ii11 Miki5 tap á
Bioðum flug en ekki
hlandvolgt kaffi
- segir framkvæmdastjóri Jórvíkur
Reinhard Reyn-
isson, bæjar-
stjóri á Húsavík.
Flugfélagið Jórvík hefur hug á að
hefja áætlunarflug til Húsavíkur ef flug-
leiðin reynist rekstrarlega hagkvæm.
Viðræður eru hafnar viö fuiltrúa Húsa-
víkurkaupstaðar
og er vonast til að
ákvörðun liggi fyr-
ir fljótlega eftir
verslunarmanna-
helgi. Áætlunar-
flugi til Húsavíkur
var hætt i fyrra og
hefur ekki komist á
aftur þrátt fyrir ít-
rekaðar tilraunir
bæjaryfirvalda til
þess. Eftir að Flug-
félag íslands tilkynnti á dögunum að
það hygðist hætta áætlunarflugi til
Vestmannaeyja og Hornaijarðar 1. októ-
ber nk. vegna erfiðrar fjárhagsstöðu
lýstu forsvarsmenn flugfélagsins Jórvik-
ur yfir áhuga á að taka upp áætlunar-
flug á þá staði.
Einar Örn Einarsson, framkvæmda-
stjóri Jórvíkur, segir að ekkert sé enn
ákveðið með flug Jórvíkur til Húsavík-
ur fremur en til Vestmannaeyja og
Hornafjarðar en það verði skoðað með
mjög opnum huga. Fulltrúar Húsavíkur-
bæjar hafi komið á fund flugfélagsins í
síðustu viku og enn fremur hafi ferða-
þjónustuaðilar á Húsavík verið í sam-
bandi.
„Við spilum upp á flug en ekki hland-
volgt kaffi enda kostar það ákveðna pen-
inga að bjóða upp á það. Við erum að
skoða það að kaupa breskar flugvélar,
verði af þessum áætlunum okkar. Þetta
eru 19 sæta BAE Jetstream 31-skrúfu-
þotur með jafhþrýstibúnaði og hægt er
að standa uppréttur í farþegarýminu
enda um 70% hærri en t.d. Metro-vél
Flugfélags íslands," segir Einar Örn
Einarsson.
Til viðbótar þessu er félagið að at-
huga kaup á tveimur 19 sæta vélum án
jafnþrýstibúnaðar. Fyrir á Jórvík tvær
10 sæta vélar sem notaðar eru m.a. í Pat-
reksfjarðarflug, eina 6 sæta vél og 4
sæta vél sem staðsett er í Skaftafelli til
útsýnisflugs. Sömu eigendur eru að Jór-
vík og flugskólanum Flugsýn.
Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á
Húsavík, segir að Flugfélag íslands horfi
til meiri nýtingar á Akureyrarflugvelli
og við það hefur Húsavíkurflugið þurft
að glíma iengi. Húsvíkingar skulu þang-
að í flug.
„Þetta er kostur sem er fyllilega þess
virði að hann sé skoðaður. Með þeim
flugvélakosti sem Jórvík er að kynna
sýnist mér að þeir myndu bjóða mjög
ásættanlega þjónustu. Þetta mál er þó
ekki komið á það stig að við séum fam-
ir að hugleiöa það að styrkja þetta flug
fjárhagslega og það er annarra að
ákveða hvort þaö kemur til greina. Ég
Flugvöllurinn bíóur
Flugvöllurinn á Húsavík hefur ekki veriö í mikilli notkun eftir aö Flugfélagiö
hætti aö fljúga þangaö. Á því gæti oröiö mikil breyting.
sé ekki fyrir mér að bæjarsjóður Húsa-
víkur sé aflögufær með fjárstyrki til
þessara samgangna. Enda er það ekki
hlutverk sveitarfélaganna að halda uppi
almenningssamgöngum, heldur rikis-
vaidins. Húsavíkurmarkaðurinn verður
alltaf kröfuharður um flugvélagæði þar
sem hægt er að komast í meiri flugvéla-
gæði með því að aka í klukkutíma til
Akureyrar og fljúga með Fokkemum,"
segir Reinhard Reynisson. -GG
Húsavíkur
Fiskiðjusamlag Húsavíkm- var rekið
með 129,1 milljónar króna tapi fyrstu
níu mánuði rekstrarársins en það
hófst 1. september 2000. Gengistap nam
um 130 milljónum króna og því er meg-
inskýringu tapsins að finna í óhag-
stæðri gengisþróun. Velta félagsins á
sama tíma nam 1.301 milljón króna og
tap það ár 225 milljónum króna. Miðað
við rekstrarárið á undan hefur orðið
nokkur samdráttur í rekstri Fiskiðju-
samlagsins en til viðmiðunar var velta
félagsins 1.996 milljónir króna. Hagn-
aður fyrir flármagnsliði nam 44,3 millj-
ónum króna. Rekstrargjöld ársins
voru 1.156 milljónir króna en var 1.816
milljónir króna rekstrarárið 1999/2000.
Eignir Fiskiðjusamlags Húsavíkur
eru metnai' á 1.315.135 en voru 1.565.254
árið á undan, eigið fé 277 milljónir
kóna og langtímaskuldir 575 milljónir
króna og höfðu aukist um 96 milijónir
króna. Skammtímaskuldir hafa hins
vegar minnkað um 226 milljónir
króna, eru nú 463 milljónir króna.
Reikningar Fiskiðjusamlags Húsavík-
ur eru taldir endurspegla afkomu í
sjávarútvegi á tímabilinu. Gert er ráð
fyrir að jafnvægi ríki í rekstri fyrir-
tækisins siðustu þrjá mánuði rekstrar-
ársins sem lýkur 31. ágúst nk. -GG
Hönnuður á Akureyri:
Búinn að teikna íslenskt
skemmtiferðaskip
„Upphafið að þessum áhuga mín-
um á að teikna skemmtiferðaskip
má rekja til þess að ég var á sínum
tíma fenginn til þess að teikna Herj-
ólf fyrir Vestmannaeyinga, það er
kveikjan að þessu,“ segir Sigurður
Karlsson, hönnuður á Akureyri,
sem hefur unnið frumteikningar að
skemmtiferðaskipi sem hann vill að
verði smíðað og verði íslenskt
skemmtiferðaskip.
„Mér finnst það hálfóeðlilegt að
við íslendingar eigum ekki okkar
eigið skemmtiferðaskip. Hingað til
lands koma tugir skemmtiferða-
skipa á hverju sumri en það er ekk-
ert þeirra íslenskt. Skip i okkar
eigu gæti siglt um með íslenska
ferðamenn á veturna, t.d. í Miðjarð-
arhafinu, og á sumrin væri nóg að
gera við að flytja íslendinga til út-
landa og erlenda ferðamenn til
landsins. Einnig má benda á að ým-
iss konar möguleikar varðandi
skemmtisiglingar, t.d. hérna fyrir
norðan okkur og við Grænland, eru
alveg vannýttir en það hlýtur að
vera markaður fyrir slíkar siglingar
og þær munu koma til, hvort sem
við tökum þátt í þeim eða ekki,“
segir Sigurður.
'í I
I
Skemmtiferöaskipið
Skemmtiferöaskipiö sem Siguröur Karlsson hefur teiknaö yröi
glæsilegasta fleyta.
Skipið sem hann hefur teiknað er
170 metra langt og 27 metra breitt og
25-30 þúsund tonn að stærð. „Þetta
eru útlitsteikningar en einnig fyrir-
komulagsteikningar, s.s. varðandi
klefana og það þarf í þessum skip-
um að gera ráð fyrir ákveðnum
hlutum eins og spilasölum,
skemmtisölum, borðsölum og fleiru
og fleiru," segir Sigurður. Hann seg-
ir að í teikningum sínum af skipinu
sé gert ráð fyrir að það geti flutt um
600 farþega og gera megi ráð fyrir
að starfsfólk á svona skipi verði á
bilinu 180-200 manns.
„Já, það má eiginlega segja að
fjárfestar óskist, en sjálfur er ég
enginn „bisnessmaður". Þetta kost-
ar eflaust sitt og þarf í þetta pen-
ingamenn sem hafa trú á að svona
skip geti borið sig eins og ég trúi á,“
segir Sigurður. -gk
Umsjóri: Birgir Guðmundsson
Sendiráðsprestur
í heita pottinn hefur spurst að
Birgir Ásgeirsson, sem nú er
sendiráðsprestur í Kaupmanna-
höfn, sé á heim-
leið eftir farsæla I
útiveru. Eðlilega
fara menn þá að
velta vöngum
yfir því hver eða
hverjir kynnu að
taka við af hon-
um ytra og í hópi
presta heyrist eitt
nafn öðrum frem-
ur nefnt en það er nafn Þóris Jök-
uls Þorsteinssonar sem nú er
prestur á Selfossi...
Ómálefnaleg ummæli
Fijálshyggjumennirnir á Vefþjóð-
viljanum hafa fjallað talsvert um
Kyotobókunina upp á síðkastið og
|-----——■—. hafa markað sér
þar nokkra sér-
; stöðu eins og
við var að bú-
ast. Ekki eru
þeir hrifnir af
andstöðu Vinstri
grænna við ís-
lenska ákvæðið
en nokkuð er síð-
an menn hafa
tekið eins sterkt til orða í pólitískri
umræðu og þeir gera gagnvart um-
mælum þeirra Steingríms J. Sig-
fússonar og Kolbrúnar HaHdórs-
dóttur. Hins vegar komast þessi
ummæli langt í keppninni um
ómálefnalegustu ummæli ársins.
„Ef Steingrímur og Kolbrún trúa
þeirri kenningu sinni að útblástur
á mann skipti mestu máli eiga þau
auðvitað að flytja til Madagaskar
eða annarra örsnauðra ríkja þar
sem útblástur á mann er hvað
minnstur og halda niðri í sér and-
anum. Þá minnkar útblásturinn
þar á haus enn frekar og þau hafa
gert mikið gagn.“
Nýir sýslumenn
Nokkuð hefur verið rætt um
væntanlegar breytingar á mann-
skap í sýslumannsembættum lands-
ins í heita pottin-
um upp á
síðkastið. Þannig
hefur áður verið
minnst á þann
orðróm að Frið-
jón Guðröðarson
sé að hætta um
áramótin en nú
heyrist líka að
Andrés Valdi-'
marsson á Selfossi hyggist draga
sig í hlé. Ljóst þykir að þessi tvö
sýslumannsembætti eru eftirsótt og
er búist við mörgum umsóknum.
M.a. er búist við að Ólafur Helgi
Kjartansson, sýslumaður á ísa-
firði og Rolling Stones-aðdáandi
númer eitt á íslandi, hafi hug á að
sækja um Selfoss. Einnig hefur
framsóknarmaðurinn, lögfræðing-
urinn og viðskiptafrömuðurinn
Leó Löve heyrst nefndur í tengsl-
um við annað hvort embættið...
Tvöfalt siðgæöi
Ungir framsóknarmenn senda
Davíð Oddssyni tóninn á heima-
síðu sinni, Maddömunni, í gær.
Umræðueíhi fram-
sóknarmanna er
f tvöfalt siðgæði og
eru ummælin um
formann sam-
starfsflokksins at-
hyglisverð: „Er
það kannski hugs-
anlegt að forsætis-
ráðherra telji að
leggja eigi annan
mælikvarða á siðferðilegra breytni
sinna eigin flokksmanna en and-
stæðinga sinna. Á meöan ekki
megi draga ályktanir um siðferði
hans eigin flokks út frá einum
villuráfandi sauði eigi hins vegar
að feHa dóm um alla hjörð and-
stæðinga hans út frá áratugagöml-
um misgjörðum þriggja fomra
Qandvina hans? En er Davíð þá
ekki sekur um þá sömu sömu
hræsni og hann ásakar vinstri-
menn um?“