Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001 I>V Fréttir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna ummæla Davíðs: Sparkar ansi mikið frá sér - Árnamálið bitnar ekki á Sjálfstæðisflokknum „Mér finnst Davíð sparka ansi mik- ið frá sér. Sorgarsaga Áma á ekkert að hafa með pólitík að gera,“ segir Stein- grímur Hermannsson, fyrrverandi for- sætisráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, um yfirlýsingar Davíðs Oddssonar í helgarviðtali DV. Þar lýsti Davíð því að sjálfstæðis- menn öxluðu ábyrgð á verkum sínum en annarra flokka þingmenn gerðu það síður. Forsætisráðherrann nefndi til sögu Óiaf Ragnar Grímsson, forseta íslands, sem á sínum tíma hefði kostað ríkis- sjóð tugmilljónir króna þegar hann sem fjármálaráðherra veðsetti ríkis- sjóð til að bjarga vinum sinum. Þá nefndi hann Jón Baldvin Hannibals- son, sem hefði keypt áfengi í nafni ráð- herraembættis síns til að veita í af- mælisveislu vinar sins, Guðrúnu Helgadóttur, sem keypt hefði kjóla í skjóli þess að hún hefði verið forseti Alþingis, og Gisla S. Einarsson, sem þeitt hefði áhrifum sínum sem þing- maður í þágu sonar sins til að koma í Endurbættur Bakkaflugvöll- ur opnaður DV, SUDURLANDI: Endurnýjuð austur-vestur-flug- braut Bakkaflugvallar í Landeyjum var tekin í notkun á fimmtudags- morguninn. Eftir að vél Flugmála- stjómar hafði lent á vellinum og formlegt leyfi hennar lá fyrir um að völlurinn væri opnaður komu þrjár vélar frá Flugfélagi Vestmannaeyja í sínar fyrstu ferðir á völlinn. Innan- borðs voru fulltrúar Vestmannaeyja- bæjar, sýslumaöur Eyjamanna og fulltrúar Flugfélags Vestmanneyja. Austur-vestur-flugbraut vallarins var lögð klæðningu og lengd úr 935 metrum í 1.000 metra. Flughlað og tengibraut voru einnig lögð varan- legu slitlagi. Framkvæmdir á vellin- um hófust í júlí i fyrra og sam- kvæmt áætlun átti að ljúka þeim 1. ágúst en þeim lauk hins vegar 27. júlí, tæpri viku fyrr. Heildarkostn- aður við verkið nam 58 milljónum króna, þar af fóru 39 milljónir i end- umýjun flugbrautarinnar. 19 millj- ónir fóru í endumýjun vatnslagnar til Vestmannaeyja sem lá í gegnum flugbrautina, uppsetningu ljósa, girðingar og uppgræðslu svæða í kringum flugbrautina. -NH gegnum toll Mus- so-jeppum. Enginn þessara þing- manna hefði sagt af sér. Sem dæmi um sjálfstæðis- menn sem axlað hefðu ábyrgð nefndi Davið Jón G. Sólnes, Árna Johnsen og Albert Guðmundsson. Steingrímur, sem sjálfur hefur lent í umræðu um spillingu, segir að mál Áma Johnsens sé mannlegur harm- leikur. „Því miður var það svo að Ámi fór offari sem einstaklingur og gerði ranga hluti. Ég veit ekki af hverju verið er að blanda pólitík í það mál. Davíð nefndi Guðrúnu Helgadóttur en ég veit ekki til þess að hún hafl nokkru sinni verið sökuð um að draga sér fé. Ég veit ekki betur en að hún hafi gert allt upp,“ seg- ir Steingrímur. Hann segir Albertsmálið ekki held- ur vera dæmi um að sjálfstæðis- menn axli ábyrgð. „Það urðu ekki aldeilis litlar deil- ur um mál Alberts Guðmundssonar og átök innan Sjálfstæðisflokks- ins. Hann vék ekki úr pólitík heldur fór fram fyrir ann- an lista og náði kjöri á þing með mikl- um bravúr. Ég veit heldur ekki til þess að Jón G. Sólnes hafl sagt af sér. Ég sé nú ekki þessar samlíkingar," segir Steingrímur. Varðandi snertingar þingmannsins við verktakafyrirtækið ístak, sem tók við stórum verkefnum úr hendi Áma Johnsens, segir Steingrímur að þar sé einnig um mál einstaklingsins Árna aö ræða. „Ámi gerir hárrétt í því að segja af sér. Mál hans fer að því er virðist stöðugt stækkandi. Ég vona að ekkert óhreint sé í pokahominu á Grænlandi og í Vestmannaeyjum," segir Stein- grímur. Aðspuröur hvort mál Áma muni breyta siðferðisviðmiðum og sterkari krafa verði uppi um afsögn þeirra sem missi fótanna á braut dyggðarinnar segir Steingrímur að hann telji að slíkt fari eftir eðli ávirðinganna. „Það fer eftir eðli málanna og hvort um mistök er að ræða eða auðgunar- brot að yfirlögðu ráði. í máli Áma virðist sem hann geri þetta að yfir- lögðu ráði og hann gerir það ákaflega klaufalega,“ segir Steingrimur. Hann segist ekki meta málið sem svo að það bitni á Sjálfstæðisflokkn- um. Ekki sé hægt að sakfella flokkinn í heild vegna málsins. „Ég held að þetta muni fyrst og fremst bitna á Áma sjálfum. Einhver sagði að hann myndi fara í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum en ég trúi ekki að hann nái í gegn þar,“ segir Steingrímur. -rt Samtök ferðaþjónustunnar: Mótmæla tóbakslögum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér mótmæli vegna nýrra tó- bakslaga sem taka munu gildi nú um mánaðamótin. í mótmælunum segir að „skriffinnska, aragrúi leyfa og sí- stækkandi eftirlitsiðnaður sé mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækin og tíma- skekkja í nútímaþjóðfélagi. Ef stjórn- völd vilja hafa áhrif á tóbaksnotkun væri nær að efla forvarnir svo og hvetja neytendur til þess að óska eft- ir reyklausum svæðum. Eftirspurnin er sterkasta vopnið". Samtökin benda á að það sé ótrúleg stjórnsýsla að veit- ingastaðir sem keypt hafi sér dýr starfsleyfi og vínveitingaleyfi og upp- fyllt strangar kröfur skuli ekki sjáíf- krafa geta selt tóbak, heldur þurfi að afla sér sérstakra leyfa til þess. Tó- bakssöluleyfið verður dýrara í Reykjavík en nágrannasveitarfélög- unum eða um 12.500 kr. á móti 4.200-5.300 kr. Þá benda samtökin á að óeðlilegt sé að fyrirtæki geti keypt sér tímabundnar undanþágur frá 18 ára aldursmarki við tóbakssölu og að framreiðslunemar sem mega afgreiða áfengi geti nú ekki afgreitt tóbak! -BG DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Fyrstu lambaskrokkarnir Sverrir Ágústsson, verkstjóri hjá SS, við fyrstu sumarskrokkana. Sumarslátrun hafin hjá SS á Selfossi DV, SELFOSSI: Sumarslátrun hófst í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi í gær. Sverrir Ágústsson, verkstjóri hjá SS, segir að það fé sem slátrað var nú líti mjög vel út. „Það má búast við að ef þetta gefur tóninn fyrir haustslátrunina verði hún með betra rnóti," sagði Sverrir. Haustslátrun hjá SS byrjar viku fyrr en í fyrra, Sverrir segir að lömbin líti betur út nú en síðasta sumar þó að byrjað sé aðeins fyrr. Alls var slátrað 240 dilkum hjá SS I gær, meðalvigtin var 13,2 kg sem telst nokkuð gott mið- að við að verið er að slátra allt að tveim mánuðum fyrr en það sem áður taldist venjuleg sláturtíð. -NH DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Veislukaka Ólafur Snorrason, Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, Guðjón Hjörleifsson og Karl Gauti Hjaltason gæddu sér á tertu í tilefni dagsins. Steingrímur Hermannsson. Víða bjart veður Vestlæg eöa breytileg átt, 3 til 8 m/s og víöa bjart veöur en skýjað og dálítil þokusúld öðru hvoru vestan- og norðanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suðaustanlands. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síódegisflóö Árdegisflóö á morgun 22.35 22.37 04.34 04.00 16.15 20.48 04.34 09.07 Skýringar á veðurtáknum ^VINDÁTT ÍOV-HUI Wi -io° ^XVINDSTYRKUR Vcnncr S metrum á sekúndu r«uö t HEIÐSKÍRT LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKYJAÐ ALSKÝJAO w W; Ö RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOIVtA w m: -\r ÉUAGANGUR ÞRUMU“ VEOUR SKAF- RENNINGUR ROKA Æk Færð á fjallvegum Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru Gæsavatnaleið og Dyngjufjallaleið nú færar vel búnum fjallabílum. Ástæöa er þó til aö brýna lýrir ferðamönnum að reyna ekki ferðalag á þessum leiöum á vanbúnum eöa minni jeppum. Gæsavatnaleið milli Öskju og Sprengisandsleiðar er heilsdagsferðalag og ein erfiöasta fjallaleiö landsins. mmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mm^mammmmmmm i ih i i ii i iii udA’wmi.riciHKEÉ Á«tand Qallvaga Vegtr á skyggftum ava&um eru loka&lr þar til onnað * w ' www.vogaa.ls/faord Sunnanátt og skýjað að mestu Sunnan 3 til 5 m/s og skýjað að mestu en dálítil súld sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Norðurlandi. Norðaustan 5 tll 10 m/s og rignlng suöaustanlands en annars norðlæg átt, 3-5 m/s og skýjaö en þokuloft viö noröurströndina. Föstiida^ur Vindur: ( 3—8 nv'*\ Hiti 7" tii 17° Norölæg átt, 3 til 8 m/s og súld eöa dálítll rlgnlng austanlands en viöa bjart veöur vestanlands. Hiti 7 tll 17 stlg, svalast á annesjum noröan tll. Laiifíardaííur Vindur: U 3-5 m/» \ Hití 7° til 17° Búlst er vlö hægum vlndi og nokkuð björtu veöri inn til landsins en sums staöar þokuloftl vlö ströndlna. Fremur hlýtt í veðri. AKUREYRI skýjað 7 BERGSSTAÐIR skýjaö 10 BOLUNGARVÍK úrkoma 10 EGILSSTAÐIR skýjað 8 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 10 KEFLAVÍK skýjað 9 RAUFARHÖFN alskýjaö 8 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 10 BERGEN skýjaö 12 HELSINKI skýjaö 14 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 16 ÓSLÓ léttskýjaö 14 STOKKHÓLMUR 16 ÞÓRSHÖFN skýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR skúrir 10 ALGARVE þokumóöa 18 AMSTERDAM skúrir 20 BARCELONA heiðskírt 24 BERLÍN rigning 19 CHICAGO heiðskírt 22 DUBLIN rigning 13 HALIFAX léttskýjaö 14 FRANKFURT léttskýjaö 21 HAMBORG skýjaö 16 JAN MAYEN þokumóöa 3 LONDON léttskýjaö 17 LÚXEMBORG heiösklrt 21 MALLORCA heiöskírt 24 MONTREAL heiöskírt 20 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 5 NEWYORK heiöskírt 20 ORLANDO alskýjaö 26 PARÍS heiöskírt 22 VÍN hálfskýjað 21 WASHINGTON alskýjaö 19 WINNIPEG heiösklrt 18 Wá'tiWÉililkavMi.’UHii-.iiæwneiiMHillMH.'liHi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.