Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Side 24
28 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLl 2001 Tilvera lífift HM»m Litbolti: Verk fyrir fiðlu og píanó f kvöld flytja þær Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari verk fyrir fiðlu og píanó í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Á efnisskránni eru meðal annars verkin Sónata í e- moll KW 304 eftir W.A. Mozart og Sónata í G-dúr opus 30 nr. 3 eftir L.v. Beethoven. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Myndllst I BRYNDIS BRYNJARSDOTTIR I GALLERI ASH Um helgina opnaði Bryndís Brynjarsdóttir aðra einkasýn ingu sína í Gallerí Ash, Lundi í Varma hlið. Sýningin er framhald á málverka sýningu sem Bryndís hélt á Dalvík fyri í sumar. Viöfangsefnin í þeirri sýningu voru fjöllin í Svarfaðardal og óendan- leiki hafsins, sett saman í rýmisform. er túlkuðu dýptina umhverfis Dalvík. / þessari sýningu hins vegar taka rýmis formin á sig aðra þrívíða mynd, þar sem formin eru tekin úr samhengi viö landslagiö og tvívíöa fiötinn, með fjór- um þríviðum verkum úr áli og gleri. Bryndís útskrifaðist úr málunardeild Myndlista- og handíöaskólans voríö 1999. Sýningin er opin alla daga nema þriöjudaga frá kl. 11-18 og stendur til 15. ágúst. ■ ISLENSK GRAFIK » HAFNARHUSINU I sal félagsins Islensk grafík í Hafnarrhúsinu, hafnarmegin, hefur Ólöf Björk Bragadóttlr, Lóa, opnaö myndlistar- sýningu. Á sýningunni eru Ijósmyndir i lit teknar á flóamarkaöinum í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi. Á myndunum má finna hluti sem teknir eru úr sínu vanalega samhengi. ■ ERLA REYNISPÓTTIR í LISTHÚSI OFEIGS Sýning á teikningum eftir Erlt Reynisdóttur van Dyck stendur nú yfir í Listhúsi Ófelgs aö Skólavörðustíg 5. Erla notar auk blýants ýmis ohefðbundin áhöld eins og fjaörir, fingurna og reyrstifti. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur yfir til 8. ágúst ■ GALLERÍ GEYSIR Norðmaöurinn Stian Rönning sýnir Ijósmyndir í Gallerí Geysi við Ingólfstorg. Yfirskrift sýningarinnar er Sérð Þú þaö sem Ég sé. Ljósmyndirnar eru teknar á Taílandi, Laos, Noregi og íslandi á árunum 1999 til 2001. Sýningin stendur til loka ágúst. ■ SPÆNSK LIST í GALLERÍ REYKJAVIK Spænska listakonan Marijo Murillo sýnir þessa dagana verk sín í Selinu, Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16. Marijo hefur sérhæft sig í hönnun og myndskreytingu og hefur frá árinu 1985 starfað sem grafískur hönnuöur. Sýning hennar er opin alla virka daga frá kl. 13 til 18 og laugardag frá kl. 13 til 17. Sýningunn lýkur 12. ágúst næstkomandi. ■ LEIRLIST í GULLSMIÐJU HANSÍNU JENS Leirlistarkonan Þóra Sigurjónsdóttir sýnir í Gullsmiðju Hansínu Jens aö Laugavegi 20b. Klúbbar ■ RAFRÆN VEISLA A GAUKNUM kvöld verður rafræn veisla á Gauki á Stöng. Þar kom fram Ampop, Plastik og Stafrænnhákon. Húsið opnaö klukkan 21.00 og það kostar 500 krónur inn. Glaöningur fylgir fyrir fyrsti 100 gestina til klukkan 22.30. Sem fyrr er 18 ára aldurstakmark. A rætur að rekja til byssna sem búpeningur var merktur með - segir Guðmann Bragi Birgisson, formaður Litboltafélags Reykjavíkur Um síðustu helgi mátti sjá skraut- lega klædda menn með þrýstilofts- byssur á Skagaverstúninu á Akra- nesi og skutu þeir málningarkúlum hver á annan. DV fór á staðinn og kannaði hvað um var að vera og í ljós kom að þetta var annað skipu- lagða mótið sem haldið er í sumar í litbolta. 1 mótinu tóku þátt sex 5 manna lið og fór svo að Ice Family frá Litboltafélagi Suðurnesja sigr- aöi, fékk 78 stig. í 2. sæti, með 74 stig, voru strákar sem kalla sig Chicken og í þriðja sæti Væringj- arnir með 52 stig. Hvers konar íþrótt er litboltl? Litbolti er spilaður á velli/svæöi sem er lokaður öðrum en spilurum. Yfirleitt leika tvö lið milli tveggja stöðva með það markmið að ná fána andstæðingana og skila honum aft- ur í heimastöð. Leikmaður getur sett andstæðing sinn úr leik með því að merkja hann. Þá er einum leikmanni færra í hinu liðinu. Fjöldi liðsmanna er frá 15-25. Heimastöðvarnar eru í mismunandi fjarlægð (fer eftir fjölda leikmanna og stærð vallar). Lengd leiksins er frá 5-20 mín. Það lið sigrar sem nær flaggi andstæðinganna fyrst. „Þó svo að einn liðsmaðurinn fái heið- urinn af því að ná fána andstæö- ingsins og koma honum til baka þá gæti hann það ekki nema hafa skipulagða heild á bak við sig sem bakkar hann upp,“ segir Guðmann Bragi Birgisson, formaður Litbolta- félags Reykjavíkur. „Leikurinn er mikið stundaður erlendis og er keppt í honum, þ.e. mótin eru deildaskipt. Heimsmeistaramót er haldið árlega. Litbolti er stundaður af báðum kynjum á öHum aldri." íþróttin á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna á seinni hluta átt- Bíógagnrýni lce Family Liöiö frá Litboltafélagi Suöumesja sem sigraöi í ööru skipulagöa iitboitamótinu í sumar. DV-MYND: DVÓ unda áratugarins þar sem notast var við litboltabyssur til að merkja búpening. Brátt var deildum komið á fót og miUjónir manna iðka nú leikinn reglulega, bæöi sem tóm- stundargaman og einnig sem keppn- isgrein Eins og í öllu græjusporti er upphafskostnaðurinn dýr Guðmann Bragi segir að íþróttin njóti síaukinna vinsæla, þótt svo að það sé ekki nema eitt ár síðan dóms- málaráöuneytið gaf leyfl fyrir henni hér á landi. „Haustið og veturinn fór í að kaupa inn þau tæki sem þarf til að stunda íþróttina og farið var af stað fyrir alvöru síðastliðið vor.“ Guðmann segir jafnframt að Litboltafélag Reykjavíkur, sem hann er í forstöðu fyrir, sé með æf- ingaaðstöðu hjá Litbolta ehf. sem rekur LundarvöUinn í Kópavogi og þar hittast menn í hverri viku tU æfmga og leikja. „Litboltaíþróttin er komin til að vera og fólk hefur tekið henni mjög vel. Það geta kannski fylgt íþrótt- inni einhverjir fordómar um her- mennsku og drápseftirlíkingar en svo er ekki ef að fólk kynnist þessu. Við sem erum að reyna að spila þetta af einhverri alvöru erum í skrautlega litum liðsbúningum eins og önnur lið í íþróttum.“ Eins og aUt græjusport er auðvit- aö byrjunarkostnaðurinn dýr og er hann á bilinu 35-40 þúsund og svo aUa leið upp úr. „Litboltaíþróttin er fyrir aUa enda er fólk frá 15 ára og allt upp í áttrætt sem tekur þátt i þessu og hefur gaman af,“ segir Guðmann að lokum. -DVÓ Háskólabíó - The Virgin Suicides: ★ ★ ★ Sjálfsmorð hugsjóna og sakleysis Sjá nánar: Lífið eftlr vinnu á Vísi.is Fyrsta mynd Sofiu Coppola, The Virgin Suicides, var rúm tvö ár á leiðinni í íslensk kvikmyndahús þrátt fyrir góðar viðtökur erlendis. Ástæðan er ef til vUl sú að það er erfitt að hengja á hana stórorðar lýsingar eins og „geggjuð gaman- mynd“ eða „ævintýri sumarsins" eða „ofbeldi sem skilur þig agndofa eftir". The Virgin Suicides er draumkend og hæg og það er meira gefið í skyn en sýnt svart á hvítu. Handritið skrifar Sofia sjálf eftir samnefndri uppáhaldsbók sinni eft- ir Jeffrey Eugenides sem kom út árið 1993. Sagan gerist um miðjan áttunda áratuginn og segir frá hinum fuU- komnu Lisbon-systrum sem eru fimm (13-17 ára) og alast upp í finu úthverfi í Michigan. Strax í byrjun vitum viö að þessar systur, sem eru svo fagrar og leyndardómsfullar að við liggur að strákarnir í hverfinu tjaldi fyrir utan húsið þeirra, eiga ekki eftir að taka skrefið frá barn- æsku yfir i heim fullorðinna giftu- samlega. CecUia, sú yngsta, gefst fyrst upp á lífinu og sker sig á púls án þess að sú aðgerð heppnist. Eftir sjáUsmorðstilraunina þyngist and- rúmsloftið á Lisbon-heimilinu til muna og var það þó ekki létt fyrir. Foreldrarnir voru aUtaf strangir en halda enn fastar í taumana eftir þennan fyrsta sorgaratburð. Stelp- umar hafa aldrei mátt eiga lif utan skóla og í fyrsta og eina partíinu sem þær fá að halda hafa mamma og pabbi vakandi auga með öUu sem fram fer. Þau eru svo upptekin af að passa að ekkert ósiðsamlegt fari fram að þau taka ekki eftir sárri Ein af Lisbon-systrunum Kirsten Dunst er frábær í hlutverki Lux. angist yngstu dótturinnar og koma þvi ekki í veg fyrir aðra sjálfsmorð- stilraun hennar. Samt er of einfalt að segja að syst- urnar hafi verið eyðUagöar af vond- um foreldrum því þótt þau séu óskUjanlega ströng er það vegna hræðslu þeirra við vaxandi kyn- þokka og kynþroska dætranna og eins og móðirin segir í lok myndar- innar vantar ekki ást á heimilið. Það sem vantar er hugmyndin um að sakleysi er ekki dyggð í sjálfu sér. Sagan er sögð í endurliti 25 árum síðar af einum af strákunum úr hverfinu sem var ástfanginn af einni ef ekki öUum Lisbon-systrun- um. Við kynnumst systrunum, draumum þeirra og martröðum þannig aðeins í gegnum sögumann- inum - við fáum aldrei neina per- sónulega vitneskju um þær frá fyrstu hendi. Þannig koma þær okk- ur fyrir sjónir eins og strákunum úr hverfinu óskiljanlegar og draumkendar verur sem er erfitt að fá samkennd meö vegna þess hversu framandi þær eru. Sagan vekur upp minningar um aðrar sögur af hinu sársaukafuHa skrefi frá barnæsku yfir í fuHorð- insheiminn, t.d. Den kroniske uskyld og Catcher in the Rye. En Sofia Coppola hefur skapað alveg sérstaka kvikmynd sem byggist meira á stemningu en atburðarrás. Hún er ákaflega áferðarfalleg með Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. hlýjum rauðum, gulum og gullnum litum, stundum minnir hún helst á auglýsingar frá áttunda áratugnum ef ekki væri fyrir þurran húmorinn sem vegur upp á móti draum- kenndri dramatíkinni. Sofia leik- stýrir af miklu öryggi og fær aUa leikara tU að sýna okkur betri hlið- ina. Það er upplifun að sjá James Woods í hlutverki fóöurins, ég hef sjaldan séð hann betri - og demp- aðri! Kathleen Tumer fer líka afar vel með hlutverk móðurinnar. Kirsten Dunst leikur Lux, þá systur sem við fylgjumst mest með og er al- veg frábær, sömuleiöis Josh Hart- nett í hlutverki stráksins sem vinn- ur hjarta hennar og brýtur þaö svo. The Virgin Suicides er ekki ung- lingamynd í venjulegri merkingu þess orðs en segir meira um það en margar unglingamyndir hversu hjartaskerandi erfitt það getur verið að vera unglingur. Sálfræðingurinn sem heimsækir yngstu systurina á sjúkrahúsið eftir sjálfsmorðtilraun- ina segir henni að hún sé ekki einu sinni orðin nógu gömul til að vita hversu erfitt lífið getur orðið. „Þú hefur greinilega aldrei verið 13 ára stelpa," svarar hún, en það hefur Sofia Coppola augljóslega verið. Handrit og leikstjórn: Sofia Coppola. Framleiöendur: Francis Ford Coppola, Julie Costanzo, Dan Halsted og Chris Hanley. Kvikmyndataka: Edward Lachman. Aöalleikarar: James Woods, Kathleen Turner, Kirsten Dunst, Josh Hartnett, Hanna Hall, Chelsea Swain, A.J. Cook, Leslie Hayman, Danny DeVito, Scott Glenn o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.