Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 25
29 ÞRIDJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001 r>V Tilvera Bíófréttir Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Aparnir slógu í gegn Endurgerð Planet of the Apes í leik- stjórn Tims Burtons sló heldur betur í gegn vestanhafs um helgina. Tæpir 70 milljónir dollarar í aðgangseyri á þrem- ur dögum segir allt sem segja þarf. Þessar miklu vin- sældir koma í kjöl- fariö á sams konar vinsældum Jurassic Park III. Þetta segir okkur að hvað sem mönnum fmnst um endurgerðir og framhaldsmyndir þá er það greinilegt að bandarískir bíógestir vilja svoleiðis myndir og meðan markaðurinn tek- ur við af miklum ákafa verður enn erfiðara fyrir aðrar kvikmyndir að setja mark sitt á smekk bíógesta. Tvær aðrar framhaldsmyndir verma sæti á topp tíu listanum, Dr, Dolittle 2 og Scary Movie 2. Þessar gríðarlegu vinsældir má að nokkru leyti rekja til markaðsmála en löngu áður en bæði Planet of the Apes og Jurassic Park III voru frumsýndar var farið að kynda undir með alls konar auglýsinga- brellum og leikjum sem tengdust mynd- unum. Gagnrýnendur voru ekkert yfir sig hrifnir af Planet of the Apes, ekki frekar en öðrum fyrrnefndum framhaldsmyndum, en mega sín lít- ið gegn ofurmætti markaðsmanna sem koma almenningi til að dansa í kringum gullkálfinn. -HK Planet of the Apes Mark Wahlberg fyrir miðri mynd. HELGIN 27. 29. júlí ALLAR UPPHÆÐIR 1 ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA. | SÆTI FYRRI VIKA rrnLL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O Planet of the Apes 68.530 68.530 3500 o 1 Jurassic Park 111. 22.540 124.800 3438 o 2 America’s Sweethearts 15.400 59.100 3011 o 3 Legally Blonde 9.010 '59.800 2725 o 4 The Score 7.050 49.100 2211 o 5 Dr. Dolittle 2 4.630 101.200 2816 o 8 Cats and Dogs 4.620 81.600 2190 o 6 The Fast and the Furious 4.090 132.500 2415 o 7 Scary Movie 2 2.720 67.200 2179 0 11 Shrek 1.790 255.500 1439 0 8 Kiss of the Dragon 1.770 33.000 1214 © 9 Rnal Fantasy 1.300 30.300 2028 © 13 Tomb Raider 1.010 128.500 940 © 12 A.l. Artificial Intelligence 940 76.700 1327 © 14 Atlantis: The Lost Empire 860 79.400 893 © 16 Pearl Harbor 830 193.700 715 © 15 Baby Boy 680 27.800 491 © _ Made 660 1.300 105 © 20 The Closet 390 1.800 98 © 18 Moulin Rouge 360 54.000 356 Vinsælustu myndböndin: Rússneskir krimmar í New York í tveimur efstu sætum myndbandalistans eru tvær nýjar myndir, sakamálamynd- in 15 Minutes og Cast Away, þar sem Tom Hanks leikur nú- tíma Robinson Krúsó. 15 Minutes gerist í New York. Tveir morðingjar frá Rúss- landj hafa mikið látiö að sér kveða með þvi að fara um borgina með miklum ófriði. Rannsóknarlögreglumaðurinn Eddie Flemming (Robert De Niro), sem er margverðlaunað- ur fyrir störf sín i morðdeild- inni, leyfir ungum rannsóknarmanni úr brunadeildinni, Jor- dy Warsaw (Edward Burns), að slást í för með sér til að hafa upp á óþokkunum. En morðingjarnir eru óútreiknanlegir, snjallir og grimmir og því reynist erfitt að hafa hendur í hári þeirra og brátt taka þeir að gera út á að svo þekktur lögreglu- maður skuli vera á eftir þeim. Pressan gleypir við því um leið og það gerir lög- reglumönnunum ekki auöveldara fyrir. í þrettánda sæti situr einnig ný mynd, The Legend of Bagger Vance. í henni leikur Matt Damon dular- fullan kylfing. 15 Minutes Edward Burns og Robert De Nirc í hlut- verkum tveggja lögregluþjóna í New York. VIKAN 23 FYRR — VIKUR SÆTI VIKA TITILL (DREIFINGARAÐILI) ÁUSTA O . 15 Minutes (myndform) i : o _ Cast Away isam myndbönd) i o 4 Billy Elliot (sam myndbönd) 2 o 1 The Way of the Gun isam myndböndi 2 o 2 Vertical Limit (Skífanj 4 o 6 Pay It Forward isam myndböndi 3 o 5 Unbreakable isam myndbönd) 5 o 3 Meet the Parents isam myndböndi 6 0 7 Crouching Tiger..... (skIfanj 6 © 8 Wonder Boys isam myndbönd) 6 0 10 Bless the Child iskífan) 3 © 9 Chlll Factor (sam myndbönd) 5 © _ The Legend of Bagger Vance iskífan) 1 © 12 The Family Man (sam myndböndi 9 © 11 0 Brother, Where Art Thou? iskífani 10 © 14 Friends 7, þættir 17-20 (sam myndböndi 3 ■0 16 Sugar & Spice (myndform) 6 © 13 Friends 7, þættir 21-24 (sam myndböndi 3 © 15 Friends 7, þættir 13-16 isam myndbönd) 3 © - Gangster no. 1 iskífan) 1 Magga Stína á sviðinu Magga Stína hefur geislandi sviðsframkomu og á auðvelt með aö heilla áhorfendur og fá þá til að sleppa fram af sér beislinu. DV-MYNDIR EINAR J Sumargleði Möggu Stínu - ærlegt dansiball í Þjóðleikhúskjallaranum Það var heldur betur fjör í kjall- ara Þjóðleikhússins á laugardaginn þegar Magga Stína og hljómsveitin Hringir héldu þar ærlegt dansiball. Hljómsveitin leikur fyrst og fremst gömul og góð stuðlög sem koma fólki til að hreyfa sig í takt og syngja með. Kom því ekki á óvart að dansgólf Þjóðleikhúskjallarans fyllt- ist af fjörugum körlum og konum um leið og hljómsveitin hóf leik. Einn í stuði Björgvin Kristbergsson skemmti sér konunglega í kjall- ara Þjóðleikhússins. Dansað af lífi og sál Gestir flykktust út á dansgólfið enda er ekki auðvelt að sitja meö hendur í skauti þegar Hringirnir eru annars vegar. Biogagnryni Laugarásbíö/Stjörnubíó/Regnboginn - Scary Movie 2 0 Ófyndinn hallærishúmor Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Einstaka kvik- myndir geta verið svo hallærislegar og ófrumlegar að óvart verða þær fyndnar. Slík kvikmynd var Scary Movie og fram- haldið, Scary Movie 2, fellur einnig i þennan flokk en nú er heldur betur farið að slá í húmorinn. Það sem kannski þessar mynd- ir hafa helst til síns ágætis er að þær eru viljandi gerðar hall- ærislegar og því öm- urlegri sem húmorinn er því nær kemst myndin takmarkinu. Svo er það bara mats- atriði hjá hverjum og einum hversu mikils virði það er að sitja yfir slíkum hall- ærishúmor. Þetta er taktík sem Keenan Ivory Wayans kann enda margreyndur úr sjónvarpinu í slíkum húmor. Það sem hann og bræður hans, Marlon og Shawn, sem leika stór hlutverk í myndinni og eiga auðsjáanlega eitt- hvað í húmornum, klikka á er að vera nánast eingöngu í kúk- og piss- bröndurum sem ég get ekki ímynd- aö mér annað en að flestir séu orðn- ir leiðir á. Þegar slíkur húmor mis- tekst, eins og gerist hér, er ekki til leiðinlegri húmor. Opnunaratriðið, sem er úttekt á The Exorcist, gefur tóninn. Þetta atriði er svo ömurlegt að þegar kom að kynningartexta myndarinnar var ég farinn að ör- vænta um framhaldið og svo sann- arlega var ástæða til þess. Hvert ófyndna hallærisatriðið tók við af öðru. Eins og í fyrri myndinni er sagan sótt í þekktar hryllingsmyndir. I fljótu bragði má ætla að fyrirmynd- irnar séu The Haunting og Polt- ergeist. Nokkrum persónum er safn- að saman í draugahús þar sem draugarnir sem og aðrar persónur fara hamfórum um húsakynninn. Scary Movie 2 er ekki byggð upp sem saga heldur er myndin einstök at- riði og þó margir handritshöfundar séu nefndir þá er óvíst að nokkuð hafi verið skrifað á blað. í raun má segja að sá litli söguþráður sem draga má saman hefði getað orðið efni í farsa þar sem tekið væri á heimsku og klaufa- skap persónanna. í stað þess eru Wayans- bræður nánast ein- göngu í neðanbeltis- húmor. Og þar sem aðeins er hægt að mæla gæði myndarinnar út frá einstökum atriðum þá eru mínus- amir allsráðandi enda eru langflest atriðin illa gerð, illa leikin og ófynd- in. Leikstjóri: Keenan Ivory Wayans. Hand- rit: Shawn Wayans, Marlon Wayans og fleiri. Kvikmyndataka: Steven Bernstein. Aöalhlutverk: Shawn Wayans, Marlon Wayans, Anna Farris, Regina Hall, James Woods og Tori Spelling.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.