Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001 iOV Fréttir Armúli 17, 108 Reyhjavík sIml: 533 1334 fax: SEB 0439 ..það sem fagmaðurinn notar! SYSTEM-Jöskur. .fyrir öll uerkfæri og þð kemur reglu á hlutina! Öruggur staður fyrir FESTO verkfærin og alla fylgihluti vatn en vindmyllur Iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, hefur skipað nefnd sem skal meta hvort og með hvaða hætti unnt er að koma á sjálfhæru orkusamfélagi í Grímsey þar sem búa 93 manns. Nefndin skal koma með tillög- ur um mögulegar leiðir og gera It- arlega grein fyrir hagkvæmni við- komandi kosta út frá umhverfisleg- um, tæknilegum og fjárhagslegum forsendum. Gylfi Þ. Gunnarsson, útgerðar- maður í Grímsey, segir að málið hafi alls ekkert verið kynnt fyrir eyjarskeggjum en hann hafi heyrt ávæning af því að koma eigi upp einhverjum vindrellum og hann sjái engan tilgang i því. Valgerður Sverrisdóttir. „Það er miklu nær að kanna hvort ekki væri skynsamlegra að fara nokkur fet niður í jörðina og ná þar í heitt vatn. Þá þyrftum við ekki að skrölta með þessar vindmyllur sem gætu fokið í verstu veðrum hér. Heitt vatn úr jörðu er miklu einfald- ari lausn. Það er heitt vatn hér. Ég varð fyrir því að festa troll niður á 800 metrum um 5 mílur austur af Grimsey og ég fékk það brunniö upp. Svæði sem voru sögð köld hafa farið að gefa heitt vatn og af hverju þá ekki hér,“ segir Gylfi Þ. Gunn- arsson. Þorlákur Sigurðsson, oddviti Grímseyjarhrepps, segist ekkert hafa frétt af málinu og ekkert heyrt frá formanni nefndarinnar, Hjálm- ari Ámasyni þingmanni. Hann er þessa dagana í heyskap fyrir nokkr- ar rolluskjátur. „Nefndin er sjálfsagt að hugleiða málið. En þetta er sjálfsagt gott mál ef þetta sparar olíunotkun. Það var Frá Grímsey. talað töluvert um vindmyllur en það er hægt að hugsa sér heitt vatn úr jöröu þó engar hafi tilraunahol- urnar verið boraðar. Dýpst hefur hér verið boraðir 50 metrar eftir neysluvatni. En ör tækniþróun ger- ir málið örugglega auðveldara. Hér hafa allir nóg að gera, bátar hafa verið endurnýjaðir og aðrir bæst við flotann en við erum með svo litla báta, Sómabáta og aðra slíka,“ segir Þorlákur Sigurðsson oddviti. -GG Heilbrigðisnefnd borgarinnar leitar leiða til að draga úr svifryksmengun: Dísilbílar valda meira svifryki en bensínbílar - segir Hrannar B. Amarsson og kallar eftir aðgeröum samgönguráðuneytis Hrannar B. Arnarsson. Grípa þarf til ráðstafana í Reykjavík til þess að draga úr svifryksmengun af völdum bif- reiða. Á þessu er ekki síst þörf nú eftir að fram er komin skýrsla starfshóps á veg- um samgönguráð- herra þar sem lagt er til að hlutur dísilbifreiða i umferðinni verði auk- inn, enda stafi minni mengun frá þeim en til dæmis bensínbifreiðum. Hrannar B. Arnarsson gerir cd- varlegar athugasemdir við tillögur starfshóps samgönguráðherra um að auka eigi hlut dísilbifreiða í heildarorkunotkun bílaumferðar. „Jafnvel þótt slíkar aðgerðir gætu dregið úr framleiðslu gróðurhúsa- lofttegunda er það staðreynd að dísilbílar valda meiri svifryksmeng- un en bensínbílar. Svifryk er eitt al- varlegasta mengunarvandamálið sem við er að glíma á höfuðborgar- svæðinu," segir Hrannar. Hrannar telur aö í skýrsluna vanti afstöðu samgönguráðuneytis- ins til hvaða aðgerða eigi að grípa í svifryksmálum og bendir á tillögur sem samþykktar hafa verið í borg- arkerfinu, til dæmis gjaldtöku vegna nagladekkjanotkunar. Á borgarráðsfundi í Reykjavík i síðustu viku var kynnt minnisblað Stefáns Hermannssonar borgar- verkfræðings þar sem reifaðar voru tillögur að aðgerðum til að minnka svifryk. Meðal þess sem þar er að finna er að heilbrigðiseftirlit borg- arinnar kaupi ný tæki til mælinga á loftmengun fyrir um 22 milljónir króna. Myndu þessar mælingar, sem lagt er til að Hollustuvernd annist, hefjast í byrjun komandi árs. Sérstök áhersla er lögð á að mæla magn þungmálma og PAH- Fleiri dísilbílar Dísilbílum fjölgar væntantega í umferöinni veröi fariö eftir nefndaráliti. SalaáGoða- pylsum hefur fimmfaldast Vörumerkið „Goði - ávallt góður" hefúr tilheyrt Norðlenska matborðinu frá því 1. júlí sl. er Norðlenska keypti 1 kjötvinnslur Goða ásamt vörumerkj- | um. Vörumerkið tilheyrir þvi ekki Goða hf. lengur sem í dag er aðeins | með sláturhúsarekstur. Áðumefnt vörumerki hefur m.a. verið notað til að byggja upp sölu á Goðapylsum en hún hefur fimmfaldast siðan 1. febrúar sl. og er nú með um ! 20% af pylsumarkaðnum. Salan í febr- úarbyijun var um 3 tonn á mánuði en er nú 15 til 20 tonn á mánuði. Markaðs- í hlutdeildin var 1% en hefur farið upp í 20% á 6 mánuðum en SS-pylsur voru fram að því ráðandi á markaðnum með um 90% en hlutfall SS-pylsná er | komið niður í 70%. Hhitfall þeirra er því enn stórt þótt markaðsherferðin j fyrir „Goða - ávallt góður“ hafi hrifið. Þrátt fyrir yfirtöku Norðlenska á | Goðapylsum verður Norðlendingum l áfram boðið upp á KEA-pylsur sem eru með 0,7% pylsumarkaðarins. Um 10 framleiðendur eru á þessum markaði j svo neytendur hafa vissulega val þegar I t.d. kemur að því að grilla pylsur. -GG efna. „Þessar mælingar eru nauð- synlegar til að greina með vissu uppsprettu svifryks," segir í minnis- blaði borgarverkfræðings. -sbs. Naglaskattur flókinn í framkvæmd - segir ráðherrann sem vill vandaðar dísilvélar „Um leiö og dísilbílum í umferð- inni fjölgar verður að gera þær kröf- ur að vélar þeirra séu vandaðar og bílarnir með mengunarvarnarbún- að,“ segir Sturla Böövarsson sam- gönguráðherra. Hrannar B. Arnars- son borgarfulltrúi gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu starfs- hóps ráðherrans þar sem lagt er til að hlutur dísilbifreiða í umferðinni verði aukinn enda mengi þeir minna en bensínbílar. „Það er talið að töluvert svifryk komi frá dísilbílum sem ekki eru með þann mengunarvarnarbúnað sem er nauðsynlegur," segir sam- gönguráðherra. „í ráðuneytinu ger- um við okkur þennan þátt málsins alveg ljósan þegar lagt er á ráðin um leiðir til að draga úr losun gróð- urhúsaloftteg- unda frá sam- göngum. En skoða verður sviðið allt. Um leið og við reyn- um að fjölga dísilbílum þarf líka aö gera kröf- ur um að vélar bílanna séu það góðar að þær bæti ekki við mengun," segir Sturla og segir að allt þetta sé skýrt tekið fram í skýrslunni. Málílutningur borgar- fulltrúans bendi því til þess að hann hafl ekki kynnt sér efni hennar til hlitar. Sturla Böðvarsson Borgarfulltrúinn kynni sér skýrsluna. Um hugmyndir borgaryfirvalda að vinna gegn nagladekkjanotkun, til dæmis með sérstakri skattlagn- ingu, bendir samgönguráðherra á að þá leið hafi til dæmis Norðmenn farið. „Ég tel að um þetta þurfi að fjalla af hálfu löggjafans og ég hafði ráðgert að taka þetta mál upp á þingi nú i vetur," segir ráðherrann. Hann segir hins vegar að nagla- dekkjanotkun sé ekki síst úti á veg- um og í öðru þéttbýli en á höfuð- borgarsvæðinu. Margir sem eru á ferð úti um landið þurfa að nota traust nagladekk í vetrarferðum enda þótt slíkur dekkjabúnaður sé síður þarfur í borgarumferðinni. Því er sérstakur nagladekkjaskattur flókinn í framkvæmd, segir sam- gönguráðherra. -sbs Sjálfbært orkusamfélag í Grímsey: Vilja frekar heitt UTi Hercules Terra Trac OTR verð meö afslættí Stæró Verð 30- 9.50R15 31- 10,5R15 31- 11,5R15 32- 12,5R15 33- 12,5R15 11.990 12.990 15,295 14.990 15.990 33-12,5R16,5 17,920 225/70R16 235/85R16 245/75R16 265/75R16 285/75R16 13,770 14,690 15,750 14.990 20,430 D Vegmúla 2 Sími 588 9747 www.vdo.is HLE0SLU/ B0RUEL FESTO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.