Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 28
Opel Zafira FR ETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað t DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Steinbíturinn verður í óheftri sókn að ákvörðun sjávarútvegsráðherra: Stofninn rústað- ur á einu ári - segir framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði „í okkar huga er engin spuming um að verði stein- bítsveiðin frjáls eins og ákveðið hef- ur verið mun stofh- inn verða rústaður á einu ári,“ segir Sigurður Viggós- son, framkvæmda- stjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækisins Odda hf. á Patreksfirði. Samkvæmt reglugerð sjávarút- vegsráðherra verð- ur steinbítur utan kvóta eftir 1. sept- ember. Allt eins er talið að stjómlaus sókn muni dynja á stofninum. Fyrirtæki Sigurðar hefur haldið uppi vinnslu með tveimur fisktegundum; þorski og steinbíti. „Meginuppistaðan af okkar vinnslu byggist á þessum tveimur teg- undum. Hér er lítið annað að hafa og hefð- bundinni vinnslu okkar er því ógnað. Þetta er mjög slæmt mál.“ Sig- urður segist hafa mót- mælt hugmyndum um að sleppa öúum flotan- um óheftum til stein- bítsveiða. „Ég mótmælti þessu strax en talaði að því er virðist fyrir daufúm eymrn," segir Sigurður en fyrir- tæki hans vinnur á annað þúsund tonn af steinbiti á ári eða rétt innan við 10 prósent af heildarafla steinbíts. Ails koma á land á sunnanverðum Vestfiörð- um um fjögur þúsund tonn af steinbíti en alls veiðast um 13 þúsund tonn. „Þetta er staðbundin tegund sem veiðist á litlu svæði. Togaraflotinn mun leggj- ast í þessar veiöar og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum," segir Sigurður. Steinbitur var settur undir kvóta fyrir fjórum árum. Síðan hafa nokkr- ar útgerðir keypt kvóta og hafa heyrst í þeim efn- um tölur upp á milljóna- tugi króna. Sú flárfesting verður í uppnámi að óbreyttu 1. september. Sigurður segir að fyrir- tæki hans hafi byggt á mikilli veiðireynslu og því hafi kvótakaup ekki komið til. „Við höfum ihugaö að kaupa kvóta en sem betur fer varð ekki af því. Við lítum fyrst og fremst á steinbítinn sem nauðsynlegan til að hægt sé að halda uppi vinnslu hér. Við skiljum ekki af hverju er verið að taka tegund út úr kvóta sem að okkar mati er fullnýtt. Á sama tima eru fisktegundir á borð við skarkola ónýttar undir kvóta. Þetta er óskiljanlegt," segir Sigurður. -rt Steinbíturinn Óheft sókn mun rústa stofn- inn aö mati fiskverkanda. Arni Mathiesen. Siguröur Viggósson. - Bensínlækkun »Við höfum ákveðið að lækka verð á bensíni hjá okkur frá krónu upp í nokkrar krónur þó við náum ekki fimm krónum," sagði Kristinn Bjömsson, for- stjóri Skeljungs, í morgun. „Við ætl- um einnig að koma til móts við útgerðina og lækka verð á skipagasolíu um þónokkrar krón- ur.“ Ekki sagðist Kristinn vita hvort um- rædd lækkun á bensíni gilti fyrir öll ol- iufélögin en heimsmarkaðsverð hefði verið að lækka og dollarinn verið að styrkjast gagnvart evrunni. Þetta gerði Skeljungi kleift að lækka verð á bens- íni. Lækkunin tekur aö öllum líkind- um gildi á morgun. -EIR Las álagningar- seðla annarra Lögreglan í Reykjavík var kvödd að fiölbýlishúsi i Breiðholti skömmu fyrir miðnætti í gær. Farið hafði verið í póstkassa í húsinu og bréf frá skattin- um opnuð. L Það þykir alvarlegur glæpur að opna sendibréf annarra og hefur lögregla málið í rannsókn. -aþ Kristinn Björnsson. Erró á gjörgæslu eftir vélhjólaslys Hinn heimsþekkti listamaður Erró liggur þungt haldinn á gjör- gæsludeild Rosario- sjúkrahússins á Ibiza eftir vélhjólaslys á eyj- unni Formentera þann 19. júli síðastliðinn. Erró var á ferð á vespu þegar óhappið varð og var kona hans, Wilai, með honum. Hann mun hafa misst stjóm á vespunni með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan veg- ar. Wilai slapp ómeidd úr slysinu en Erró lenti undir hjólinu. Strax var ljóst að hann var mikið slasaður og jafnvel talinn í lífshættu. Kallað var eftir aðstoð sjúkraþyrlu sem flutti hann á Rosario-sjúkrahúsið á Ibiza. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er listamaðurinn beinbrotinn, rif- beinsbrotinn auk þess sem hann hlaut innvortis blæðingar. Talsmaður sjúkrahússins vildi ekki gefa nánar upplýsingar um líðan Errós en stað- festi að hann lægi enn á gjörgæslu- DV-MYND EINAR J Erró miklö slasaöur Listamaðurinn liggur á sjúkrahúsi á Ibiza eftir al- varlegt vélhjólaslys fyrir skömmu. Myndin var tekin í íslandsheimsókn Errós fyrr í sumar. deild. Slysið varð á afmælis- degi listamannsins, þann 19. júli síðastliðinn. Hann hefur frá árinu 1972 átt sumarhús á For- mentera, sem er lítil eyja skammt frá suðaustur- strönd Ibiza. Þar hefur listamaðurinn jafhan dvahð við listsköpun sína yfir sumartímann. í ævisögu Errós eftir Aðalstein Ingólfsson seg- ir listamaðurinn svo frá: „Á Formentera vann ég daglega frá sex á morgn- ana og fram á hádegi, en gerði mér æv- inlega dagamun á afmælisdaginn minn, 19. júlí. Þá fór ég með Vilai og aðra gesti yfir til Spánar þar sem við borðuðum vel og skemmtum okkur. Þetta gerum við enn.“ Samkvæmt heimildum blaðsins er listamaðurinn á hægum batavegi en ekki er ljóst hversu lengi hann þarf að dvelja á sjúkrahúsinu. Wilai og Tura, dóttir Errós, dvelja hjá honum á sjúkrahúsinu. -aþ ÞRIÐJUDAGUR 31. JULI 2001 DVAflYND HILMAR ÞÓR Bráöabanl Hinn heimsfrægi kylfingur Retief Goosen þurfti aö hafa fyrir sigrinum á Canon Pro-boðsmótinu sem fram fór á Hvaleyrarvelli í gær. Eftir 18 holur voru þeir jafnir, Goosen og íslandsmeistarinn Björgvin Sigurbergsson, léku báöir á þremur undir pari vallarins. Þaö þurfti því bráöabana og haföi Goosen betur i einvíginu. Á myndinni eru kapparnir tilbúnir aö hefja leikinn. Nánar er fjallaö um mótiö á íþróttasíöum. Ríkislögreglustjóri hefur opinbera rannsókn á Árnamáli: Samflot með Ríkisendurskoðun „Við munum vinna náið með Ríkisendurskoðun í þessu máli en annars er það á byrjunarreit," seg- ir Helgi Magnús Gunnarsson hjá embætti ríkislögreglustjóra um rannsókn sem embætti hans er að hefia á máli Árna Johnsens alþing- ismanns. Helgi Magnús segir að embætti hans muni nýta niður- stöður úr bókhaldsrannsókn ríkis- endurskoðanda. Ríkissaksóknari fór í gær fram á það við embætti ríkislögreglu- stjóra aö rannsókn á máli þing- mannsins hæfist. Þá voru liðnir 17 dagar frá föstudeginum 13. júlí þeg- ar fréttir voru sagðar af úttektum Árna á vörum í BYKO sem hann Starfsmaöur Byko | klagaöi þingmann lét skrifa á reikning Þjóðleikhúss- ins. Dagana á eftir komu uppp fleiri mál þar sem Árni hafði tekið út óðalssteina í BM-Vallá og dúk í Garðheimum. Dúkamálið felldi þingmanninn sem fostudaginn 20. júli tilkynnti að hann myndi segja af sér. Ámi Johnsen hélt til Kanada fyrir helgi og í gær hafði hann ekki skilað inn afsagnarbréfi sinu en búist er við að það gerist á næstu dögum. -rt Upphafiö Lögregtan er nú komin í mál Árna Johnsens. oppurmn á ísnum Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.