Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 15
14 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernír Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.vislr.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Tíu ár til hvers? Davíð Oddsson fann ekki margt afreksverkið í drottn- ingarviðtali helgarblaðs DV um tíu ára feril sinn i forsæt- isráðuneytinu. Ríkisbáknið hefur gengið sinn vanalega gang með rólegum framförum, svo sem aukinni opnun þjóðfélagsins og aukinni aðild að umheiminum. Margt það bezta, sem gert hefur verið þennan áratug, er afleiðing aðildar okkar að fjölþjóðlegum samtökum, sem gera kröfur til félagsmanna. Þannig hefur réttlæti aukizt í dómkerfinu og skilvirkni framkvæmdavaldsins aukizt með skýrari, opnari og réttlátari reglum að utan. Forsætisráðherra hefur hins vegar sjálfur lítið gert til að láta rætast draum sinn um alþjóðlegt viðskiptaum- hverfi á íslandi. Það væri verðugt verkefni, sem mundi magna tekjur fólks, en til þess þarf markvissari aðgerðir en ríkisstjómin hefur reynzt fær um að framkvæma. Almenn reynsla Vesturlanda segir okkur, að ný störf verði eingöngu til í nýjum og litlum fyrirtækjum, en ekki í grónum stórfyrirtækjum. Almenn reynsla Vesturlanda segir okkur, að hátekjustörf verði helzt til í nýjum at- vinnugreinum, en ekki í hefðbundnum greinum. Stjórnvöld geta á ýmsan hátt stuðlað að framþróun af þessu tagi, en það hefur rikisstjórn Davíðs Oddssonar ekki gert. Þvert á móti hefur hún verið upptekin af vand- ræðum hefðbundinna greina og reynt að binda fjármagn þjóðarinnar í málmbræðslu austur á fjörðum. Stjórnvöld gætu til dæmis veitt öllum, sem hafa vilja, ókeypis gagnaflutning um símalínur innan lands og til út- landa, rétt eins og nú er ókeypis aðgangur að vegum landsins. Slíkt vegakerfi gagnaflutninga mundi stuðla að stofnun íjármála- og hátæknifyrirtækja hér á landi. Stjórnvöld gætu til dæmis gefið öllum íslendingum tölv- ur og látið kenna þeim að nota þær. Skólakerfið gæti breytt áherzlum sínum yfir í nám í fjármálum, stjórnun og tölvufræði á öllum stigum skólakerfisins til að gera ís- lendinga gjaldgenga í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Stjórnvöld gætu til dæmis reynt að hafa kjark til að koma á flötum og lágum sköttum, til dæmis 25% tekju- skatti einstaklinga og 15% virðisaukaskatti, svo og lágsköttun fyrirtækja til að laða hingað aðila, sem vilja forðast hátekju-refsiskatta sumra nágrannaríkjanna. Engu slíku hefur ríkisstjórnin sinnt að neinu gagni. Hún treður marvaðann í hvalveiðimálum, skipuleggur fiskveiðar niður í smæstu atriði, reynir kerfisbundið und- anhald í landbúnaði og berst með klóm og kjafti fyrir bindingu dýrmæts fjármagns í nítjándu aldar iðnaði. Ríkisstjórnin greip ekki einu sinni tækifæri mála Árna Johnsens til að auka gegnsæi í stjórnmálum og stjórn- sýslu. Davíð Oddsson neitar að sjá, hvernig núverandi kerfi er ávísun á vandamál af tagi Árna, og heimtar að sjá eingöngu persónulegt vandamál eins manns í kerfinu. Stjórnvöld gætu til dæmis komið upp traustari reglum og harðara eftirliti í stjórnsýslunni, svo sem með meiri út- boðum rikisins og gegnsærri fjármálum stjórnmála. Ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar neitar hins vegar staðfastlega að fylgja fordæmi Vesturlanda á þessum sviðum. Af eyðunum í drottningarviðtalinu við Davíð Oddsson má sjá, að hann rekur fremur íhaldssama ríkisstjórn, sem er upptekin af fortíðarmálum og pólitísku þrasi við stjórn- arandstöðuna um nánast einskisverða hluti. Forsætisráð- herra kann raunar bezt við sig í leðjuslagnum. Þegar fram líða stundir munu menn gleyma áratug Davíðs Oddssonar við stjórnvölinn. Ríkisstjórn hans hef- ur engan sérstakan framtíðartilgang. Hún er bara þarna. Jónas Kristjánsson 4= ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001 ÞRIÐJUDAGUR 31. JULI 2001 I Þjóðhátíð og virðing Þegar lífiö fer að færast í tuskurnar í Herjólfsdal á þjóðhátið er nauðsynlegt að huga sérstaklega vel að virðingu mannsins. Það er hætt við að margur hagi sér eins og hann sé kominn út fyrir mörk hins siðmennt- aða heims þegar hátíðin hefst en það er óhætt að fullyrða að þetta á fyrst og fremst við þá sem ekki þekkja til góðra þjóðhátíð- arsiða. Miklar þjóðhátíðar- manneskjur eru sannkölluð staðarprýði en þær þekkjast oft á skrautlegum klæðnaði og mikil- úðlegri framkomu. Eitt af því sem einkennir þjóðhátíðarmanneskju er sú virðing og sú spenna sem gerir það að verkum að manneskjan hefur umbreyst frá því að falla inn í fjöld- ann í hversdagslegum fábreytileika yfir í persónu með ofurmannlega til- burði hetjunnar á þessari stóru skemmtun. Vissulega vilja allir menn lyfta sér upp, eins og þetta heitir á venjulegu máli, enda er það heilbrigð tilhneiging. Umgjörðin á dæmigerðri þjóðhátíð er slík að allt Kristján Björnsson prestur sæmilega lifandi fólk finnur til sterkrar löngunar í þessa upplyftingu, jafnvel löngu áður en setningarathöfnin rennur upp og dagskráin byrjar. Mannvirðingin Virðing fyrir öðru fólki er mjög nauðsynleg ef fjöldasamkoma á borð við þjóðhátíð á að geta skilið eftir þá gleði sem vænst er. Sönn og góð upplyfting get- ur aldrei verið á kostnað annarra. Grundvallaratriði í mannlegum samskiptum þarf að halda í heiðri á útihátíð eins og i annan tíma. Allt er auðvitað með frjálslegra sniði en við aðrar aðstæð- ur en mannvirðingin má aldrei falla úr gildi. Þar gilda boðorðin tíu líka, jafnvel þótt vakað sé um nætur og jafnvel þótt fólk sé við skál. Það er alls ekki algilt að fólk þurfi að drekka áfenga drykki til að skemmta sér en það er þó algengt. Það er mik- ill munur á því hvernig fólk fer með vín en það er í raun og veru ekki það sem ég vildi fjalla um núna. Það er annaö sem skiptir enn meira máli og er í fullu gildi hvort sem menn neyta áfengra drykkja eða drekka sitt kaffi eða spur á gleðinn- ar stund og snæða sitt randalín. Á mannamáli gæti það heitið að mæta öðrum sem jafningjum sín- um, hvort sem þeir eru háir eða lágir í loftinu. Og að virða fólk viðlits sem fólk og virða það sem fólk segir eða tjáir á margvíslegan hátt. Já, já og nei, nei eru þróast. Full ástæða er til að hvetja foreldra til að finna ásættanlega reglu á því hvernig útivist, frelsi og til- kynningarskyldu er háttað hjá unglingunum, hvort sem foreldrarnir eru sjálfir á há- tíðinni líka eða ekki. Það er líka full ástæða til að hvetja alla til að fjölmenna í sínu fínasta pússi á setninguna á fóstudeginum og slá þannig ákveðinn virðingartón í upp- hafl stundarinnar, þótt peysa og hlýir sokkar séu sjálfsagt heppilegri klæðnaður þegar orð sem á öllum timum eru . ^ __„___________ í fullu gildi. Slys í mannleg- Virðing fyrir Öðru fólki er rnjög nauðsynleg líða tekur á kvöldið. Síðast- um samskiptum hafa líklega ef fjöldasamkoma á borð VÍð þjóðhátíð á að liðin ár hefur aldursbilið ver- oftast orðið þegar fólk hefur . 7 , . . , , 7 ». ^ ið ríflega níutíu ár þegar best skort kjark til að tjá hug 8eta sklhð eftir þa gleðl sem vcenst er. lætur. Af því getum við dreg- sinn afdráttarlaust. Kynslóðir saman Á fjölmennri útihátíð er vel hægt að upphefja kynslóðabilið ef gagn- kvæm virðing er höfð i heiðri for- málalaust. Það þarf enga tilburði til að sýna viðhorf sitt því það er aug- ijóst af allri framgöngu fólks. Ein- staklingurinn ber það utan á sér þannig að það sést langar leiðir hvort hann nýtur þess að vera innan um margbreytilega flóru fólks eða ekki. Til þess að börn og unglingar læri inn á þessa einfóldu þætti í mannlegum samskiptum er nauðsyn- legt að hvetja fólk á öllum aldri til að sækja mannfagnaði og hafa bein áhrif á það hvernig andrúmsloftið Fjármál flokkanna Margt hefur verið sagt og skrifað á siðustu vikum um mál Árna Johnsens og þau fjölmörgu álitaefni sem því tengjast. Ekki er ætlunin að fjalla um það sem slikt í þessari grein, enda er málið í ítarlegri rann- sókn Ríkisendurskoðunar og niður- stöðu að vænta þaöan í ágústmán- uði. Að henni lokinni er hægt að leggja frekara mat á málið, hversu víðtækt það er og hvort ábyrgð ligg- ur hugsanlega víðar en hjá þing- manninum fráfarandi. Víst er að margar spurningar vakna þegar fylgst er með fréttum af málinu og Það er merkilegt að fylgjast með því hversu hatrammlega formaður Sjálf- stœðisflokksins berst gegn því að slíkar reglur verði settar. ekki síst hljóta sjónir manna að bein- ast að þeirri staðreynd að hér á landi eru fjármál stjórnmálaflokka og fjár- reiður lokuð bók og einkamál flokk- anna einna og þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem styrkja þá. Slíkt fyrirkomulag er ólíðandi í lýðræðis- þjóðfélagi. Lýðræðislegra fyrirkomulag Það er dýrt að halda úti stjórn- málaflokkum í dag og kjósendur eiga rétt á að vita hverjir það eru sem styrkja þá stjórnmálaflokka sem þeir kjósa. En á íslandi eru sterk öfl á móti því að koma á slíkum reglum. Þess vegna hefur frumvarp Jó- hönnu Sigurðar- dóttur og fleiri þingmanna Sam- fylkingarinnar ekki fengist sam- þykkt þrátt fyrir að það hafi verið lagt fram mörg ár í röð. Frumvarpið gerir stjórnmála- flokkunum skylt að gera fjárreiður sínar opinberar og meðal annars að þeir birti nöfn þeirra aðila sem styrkja flokkana yfir tiltekna upp- hæð. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir þvi að stjórn- málamenn eigi að gera opinberar fjárreiður í tengsl- um við framboð sín en próf- kjörskostnaður þingmanns- efna getur verið mjög hár. Tilgangurinn með slíkum reglum er að sjálfsögðu sá að gera stjórnkerfið gagn- særra, að auka lýðræðislega möguleika fólks á því að átta sig á tengslum sem kunna að vera á milli stjórnmálaflokka og fyrir- tækja, einstaklinga eða hagsmunahópa. Sjálfstæðismenn vilja óbreytt ástand Það er merkilegt að fylgjast með því hversu hatrammlega formaður Sjálfstæðisflokksins berst gegn því að slíkar reglur séu settar. Hann hef- ur beitt þeirri fádæma rökvísi að for- dæmin frá nágrannaríkjunum sýni að setning slíkra reglna komi ekki í veg fyrir að brot séu framin! Þess vegna eigi ekki að setja slíkar reglur á íslandi. Með sömu rökum ættu ekki að vera til umferðarreglur eða nokkrar aðrar reglur sem banna tii- tekna háttsemi, það ættu ekki að vera til reglur sem bönnuðu skatt- svik, því við vitum það að umferðar- lög eru brotin alla daga, að ekki sé nú talað um skattalöggjöfina. Þessi röksemdafærsla gegn því að stjórn- málaflokkamir opni bókhald sitt er svo ótrúverðug að það sæmir ekki formanni stjórnmálaflokks og for- sætisráðherra þjóðarinnar að halda henni á lofti. Réttarríkið gerir sem betur fer ráð fyrir því að það séu til reglur sem öllum er ætlað að fara eft- ir, jafnvel þótt vitað sé að alltaf séu til einhverjir sem brjóta þær. Bryrtdís Hlööversdóttír formaöur þingflokks Samfylkingarínnar Það merkilega gerist þó að nú, í tengslum við Árna- málið margumrædda, heyr- ist hver sjálfstæðismaður- inn á fætur öðrum tala í þessa veru. Segja má að málflutningur þeirra sé tvenns konar; í fyrsta lagi þá sé fjarstæða að tengja mál Árna við umræðuna um fjárreiður stjórnmálá- flokka og nauðsyn þess að opna bókhald þeirra og í öðru lagi þá þýði ekki að setja slíkar reglur, þær verði hvort eð er brotnar! Gamla lína formannsins er þarna komin og glymur úr herbúðum sjálf- stæðismanna, ungra sem aldinna. Undarlegast er þó að heyra unga, frjálslynda einstaklinga fara með slíka rullu gagnrýnislaust. Fjárreiðurnar í dagsljósið Það vekur spurningar hvers vegna sjálfstæðismenn leggja slíka ofurá- herslu á að halda bókhaldi stjórn- málaflokkanna lokuðu. Það verður líka fróðlegt að sjá hversu lengi þeir komast upp með slíka fyrirstöðu því miðað við þróunina í öðrum löndum þá eru allar líkur á því að með árun- um þrengi að þessari forneskjulegu afstöðu sem Davíð Oddsson og fleiri sjálfstæðismenn hafa haldið fram. Sí- fellt ítarlegri og strangari reglur hafa verið settar hjá nágrannaþjóð- um okkar um þessi mál á síðustu árum því auðvitað er það krafa nú- tíma lýðræðisþjóðfélags að fjárreiður stjórnmálaflokka þoli dagsljósið. Ella er eitthvað mikið að. Bryndís Hlöðversdóttir ið þá ályktun að það sem máli skiptir er að vera sönn hátíðar- manneskja og forðast árekstra: Að það veki alltaf upp gleði og góðar minningar að hafa tekið þátt í þjóð- hátíð í Eyjum eða öðrum fjölmenn- um skemmíunum sem haldnar eru úti i guðsgrænni náttúrunni á Is- landi. Kristján Björnsson Þjófkennt fyrirfram „Fregnir hafa borist af því að fram- kvæmdastjóri Bónusvideós og Vídeó- hallarinnar hafi ákveðið að setja upp myndavélar í verslunum sinum til þess að taka myndir af öllum viðskiptavin- um sínum þegar þeir leigja sér spólu ... Nú skal það viöurkennt að til eru þær aðstæöur þar sem hægt er að réttlæta eftirlit með almenningi. Dæmi um slíkt eru eftirlitsmyndavélar í bönkum. Bankaræningjar geta valdið miklu fjár- hagstjóni sem erfitt getur reynst að bæta ef ekki nýtur að ... Þegar mynd- bandaleigur eru hins vegar farnar að þjófkenna viðskiptavini sína fyrirfram, og það án þess að þeir séu látnir vita af því, verður aðeins að staldra við.“ Hómfríður Gestsdóttir á Pólítik.is Hluti af hópnum „Ég hef mikinn áhuga á að efla atvinnu- líf kjördæmisins og bæta umhverfi þess. Suður- land er öflugasta land- búnaðarsvæði landsins og hér erum við líka með stærstu verstöð landsins. Auðvitað gæti ég talið til fjölmörg sérmál sem ég hef áhuga á, en þingmaður í stórum flokki einsog Sjálfstæðisflokknum verð- ur að vinna sem hluti af stærri hóp.“ Kjartan Ólafsson, væntanlegur þingmaður Sjálfstfl., Sunnlenska. Útgeislun og orka „íslenski gæðingurinn veitir ekki að- eins knapa sínum unað. Fasmiklar og glæsilegar hreyfingar hans, útgeislun og orka, eru óþrjótandi uppspretta gleði og aðdáunar þeirra sem á horfa. Sannköll- uð veisla fyrir augað. En þá má veislu- stjórinn fara að taka á sig rögg þegar gestirnir eru farnir að geispa.“ Ragnar Tómasson lögmaöur I Eiðfaxa.is. Spurt og svarað Tekur vinstra fólk ekki siðferðilega ábyrgð í stjómmálum Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar Skotið hátt yfir markið „Þetta er tóm þvæla. Ég hef aldrei vitað til þess að neitt hafi skort sérstaklega á siðferðis- kennd þeirra sem telja sig vera vinstra megin við miðju i íslenskum stjórnmálum. Hér finnst mér hæstvirtur forsætisráðherra hafa skotið hátt yfir markið og ummæli hans lýsa tauga- veiklun og ekki vera manni í hans stöðu sæm- andi. Ég vil í þessu sambandi minna á afsögn Guðmundar Árna Stefánssonar haustið 1994, ekki var hans afsögn tengd spillingarmálum heldur gagnrýni á embættisfærslur. Með þeirri afsögn sinni úr ríkisstjórn Davíös var Guð- mundar að axla pólitíska ábyrgð.“ Ólafur Hannibalsson blaðamaður. Einstaklingar ábyrgir Ég hef ekki oröiö var við aö ein- hver stjórnmálaflokkur sé öðrum heilagri í þessum efnum. Ég held að innræti manna sé ósköp svipað, hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri í stjómmálum.Um allan heim er það svo að stjómmálaflokkar reyna að fyrirbyggja að flokk- urinn sem heild skaðist. Stundum er þetta gert með því að benda á að aðrir séu ekki skárri (jafnvel verri). Öll félagasamtök hafa hins vegar tilhneigingu til að slá skjaldborg um sinn mann, stundum sér til skaða. Þess galt Repúblikanaflokkurinn í sambandi við Nixon og siðar demókratar með Clinton. Mín skoðun er að það eru einstaklingar sem eru ábyrgir fyrir gerðum sínum, en ekki flokkar eða samtök fyrir þeirra hönd.“ Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstœðisflokks. Ásakanir fylgja stjómmálum „Ég þekki ekki svo til siðferðis íslenskra vinstrimanna að ég geti kveðið upp neina dóma.þár um. Menn verða ævinlega að taka afleiðingum gjörða sinna, rétt eins og Árni Johnsen. Hann sagði af sér bæði sín vegna og eins vegna Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er sérhver maður saklaus uns sekt hans er sönnuð. Þeir Helgi Hjörvar og Hrannar Arnarsson voru sakaðir um vafasöm mál og sættu ámæli að vera í framboði til borgarstjórnar á sama tíma en síðan voru þeir hreinsaðir af ávirðingum. Þá hef ég sjálfur ranglega verið gerður tortyggileg- ur vegna verktakastarfsemi minnar. En svona ásakanir fylgja stjórnmálum." Óskar Þór Halldórsson, blaðamaður. Slíkt er út í hött „Ég held að pólitík breyti engu um siðferði fólks og menn eiga ekki að vera að draga ná- ungann í dilk eftir pólitískum línum hvað þetta varðar. Slíkt er út í hött. Ég hélt ekki að forsætisráðherra né nokkur annar stjórnmálamaður kysi að leggja mál Áma Johnsens upp á þennan hátt. Viðbrögð Davíðs Oddssonar við málinu voru hárrétt fram að þeim tima að viðtalið í DV birt- ist, en við skulum ætla að hann hafi farið vit- laust fram úr rúminu daginn þann sem viðtalið var tekið.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra heldur þessu fram í helgarviðtali við DV. Skoðun Elsku litlu hluthafarnir Því fjölgar stöðugt í landinu, fólk- inu sem fyllir þann hóp sem skil- greindur er sem „litlu hluthafarnir". Litlu hluthafamir eru yfirleitt fólk sem ekki hefur mikið handa i mill- um og hefur þvi þörf fyrir að ávaxta sem best það litla sem það þó hefur. Þetta fólk kaupir því litla hiuti fyrir fáar krónur í þeim fyrirtækjum sem sérfræðingarnir telja að séu arðbær- ust á hverjum tíma. Litlu hluthafarnir hafa hver í sínu lagi lítil áhrif á stefnumörkun og rekstur þeirra fyrirtækja sem þeir hafa lagt eyri ekkjunnar í. Þeir eru upp á náð, vitsmuni og heiðarleika stjórnenda og stóru hluthafanna komnir. Og stjórnendur og stórhlut- hafar þreytast aldrei á að lýsa um- hyggju sinni og elsku í garð litlu hluthafanna og senda þeim jafnvel jólakort, að minnsta kosti þegar illa árar. Og auðvitað er nauðsynlegt að hafa litlu hluthafana góða því það þarf að vera hægt að smala þeim saman í einni fylkingu af fjalli þegar einhver stóru hluthafanna þarf á þeim að halda við yfirtöku eða ann- að brölt. Vandir að meðulum? Litlu hluthafarnir eiga það yfir- leitt sameiginlegt að kunna illa fót- um sínum forráð í frumskógi eða öllu heldur myrkviðum íslenskra viðskipta. En ef marka má stórfróð- legt viðtal í helgar- mogga við Jóhann Óla Guðmundsson, einn helsta bisness- gúrú íslendinga eiga ýmsir monnípeningasér- fræðingar þjóðarin- anr líka stundum erfitt með að rata um i hlutabréfa- frumskóginum. í viðtalinu er Jó- hann Óli m.a. að ræða um málefni Lyfjaverslunar Is- lands og Frumafls sem mikið voru í fréttunum fyrir skömmu og gengu þá brigslyrði á mifli manna og hluthafa- fylkingar tókust á. Báðar fylkingar kváðust hins vegar bera hag litlu hlut- hafanna mjög fyrir brjósti. Ef marka má Jóhann Óla er sitthvað rotið i viðskipta- lífinu og ekki allir þar vandir að meðulum, a.m.k. ekki þegar lyíjafyrirtæki eiga I hlut. Og ekki virðast aflir sér- fræðingarnir vera reikn- ings- eða rekstrarglöggir menn. Þannig hafi verið spáð 80 milljóna rekstar- hagnaði í einu lyflafyrir- tækinu en niðurstaðan orð- ið skitin ein milljón. Þessi mismunur hafi verið rak- inn til bilunar í tölvukerfi en því trú- ir Jóhann Óli mátulega og láir hon- um það sjálfsagt enginn. Hér áður fyrr var kommunum kennt um allt sem aflaga fór í veröldinni, nú eru það tölvurnar. Varðandi kaup á tilteknu lyfjafyr- irtæki og verðlagningu þess segir Jó- hann Óli að sé tekið mið af kaup- verði og hagnaði síöasta árs þá taki 450 ár að ná kaupverðinu til baka! Ef rétt reynist þá er erfitt að tala um skynsamlega fjárfestingu í þessu til- felli, jafnvel litlu hluthafarnir ættu að geta skilið það. Útgöngugróði Nú er eins víst að hér sé ýmislegt málum blandið enda hefur yfirritað- ur jafnvel minni þekkingu á sölu- málum lyfjafyrirtækja en litlu hluthafamir. Og það má nánast gera því skóna að andstæðingar Jóhanns Óla geti hrakið öll hans dæmi með jafn óyggjandi tölum og útreikningum og hann setur fram sjálfur. En það staðfestir þá bara það sem allir ættu að vita, jafnvel allra minnstu hlut- hafarnir, því það þarf enga sérfræðiþekkingu til eða vera gjörkunnugur lögmál- um viðskiptalífsins um heim allan. Það er sem sé hægt að ljúga alla fulla með tölum. Viðskiptaumhverfið hefur breyst ansi mikið frá því að allir litlu hlut- hafarnir voru i skóla og allir fengu sömu niðurstöðu úr sama reiknings- dæmi ef rétt var reiknað. Nú er allt önnur og flóknari stærðfræði í gangi og þar fá engir sömu niðurstöðu þótt allir stefni raunar að sama marki, sem er hámarksarðsemi hvers og eins. Vandinn er auðvitað sá að I þessari stærðfræði vilja hagsmunir skarast. Og þrátt fyrir að njóta ómældrar velvildar og væntumþykju sinna stóru bræðra í bisness verða allir litlu hluthafarnir stundum að sætta sig við að þeirra smáu hags- munir verða stundum afgangsstærð þegar útgöngugróði stóru hluthaf- anna er í húfi. Og stjórnendur og stórhluthafar þreytast aldrei á að lýsa umhyggju sinni og élsku í garð litlu hluthafanna og senda þeim jafnvel jóla- kort, að minnsta kosti þegar illa árar. Jóhannes Sigurjjónsson skrifar:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.