Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001 DV 7 Fréttir Hægt að lengja lán hjá íbúðalánasjóði um 15 ár: Gagnast tvö hundr- uð lántakendum - fólki í vanskilum hefur fækkað Akureyri: Meiri fjárhagsaðstoð Veruleg aukning hefur orðið á greiddri flárhagsaðstoð til einstaklinga á vegum félagsmálayflrvalda á Akur- eyri frá því í fyrra. I júní síðastliðnum lágu íyrir félagsmálaráði 67 umsóknir og voru veittir 55 styrkir að upphæða rúmlega 2,6 milljónir sem þýðir að hver styrkur var að meðaltali nokkuð undir 5 þúsund krónum. Þá voru veitt fimm lán upp á rúmlega 210 þúsund en 7 umsókn- um um aðstoð var synjað. Fjárhagsað- stoð Akureyrarbæjar á fyrri helmingi ársins í ár var tæplega 37% hærri en hún var á sama tíma í fyrra. Hallur Magnússon. „A síðasta ári voru umsóknir til íbúðalána- sjóðs um greiðsluerfiö- leikalán eða frystingu lána vegna slíkra erf- iðleika rösklega 200 talsins. Árið áður voru þessi mál aðeins um 160 talsins. Þess- ar tölur gefa nokkra vísbend- ingu um hve mörgum þessar nýju reglur munu gagnast," segir Hallur Magnússon, sér- fræðingur hjá íbúðalánasjóði, í samtali við DV. Lántakendur hjá sjóðnum, sem glíma við greiðslu- vanda, geta samkvæmt nýrri reglugerð félagsmálaráðherra fengið lán sín hjá sjóðnum lengd um allt aö 15 ár. Þetta þýðir að lengstu lán til kaupa á húsnæði geta verið til allt að 55 ára. Skilyrði fyrir því að fá upphaf- legan lánstíma lengdan verða hins vegar nokkuö stíf. Lánið þarf að vera í skilum og erfiðleikar við að greiða af því þurfa að koma til vegna veikinda, slysa, minni at- Steingrímur J. Sigfússon. vinnu eða atvinnuleysis eða ann- arra slíkra ófyrirséðra atvika. Þá þurfa þeir sem fá frestun á greiðslu lána sinna að borga verð- bætur á höfuðstól lánsins. Á móti kemur að lánstími lengist sem nemur frestunartíma. Fram kom hjá Halli að sífellt færri lántakendur hjá íbúðalána- sjóði eru nú í vandræðum með sitt. Þeir voru sem fyrr segir í fyrra og hittifyrra í kringum tvö hundruð en voru árið 1995 rúm- lega 1500 tafsins. Greiöslukjör verði viöráöanleg „Það getur verið bót í þessu en ég minni á að oft áður hefur fólk getað fengið skuldbreytingar eða lánalengingu. Slikt getur að sjálf- sögðu létt fólki róðurinn. Það er hins vegar spurning hversu stíf þessi skilyrði um fyrirgreiöslu, sem þarna eru sett, eiga að vera. Reyndar kemur mér ekkert á óvart að til svona ráðstafana þurfi að grípa því ég sá aldei ljósið í því á sínum tíma að stytta húsnæðis- lán og hækka á þeim vextina. Því er spurningin sú hvort veruleik- inn er ekki að renna upp fyrir mönnum; að greiöslukjör á hús- næðislánum verða að vera þannig að allur almenningur ráði við þau,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG. -sbs ÐV-MYND GVA Gróðurvin í hrauninu Þennan fallega garö getur aö líta á milll svartra hóla í hrauninu í Vestmannaeyjum. Þessl litla gróöurvin er í svo æp- andi mótsögn viö hrjúft hrauniö í kring aö feröalangar komast ekki hjá því veröa hennar varir. Á myndinni má sjá unga stúlku vestan úr Dýrafíröi viröa fyrir sér haganlega geröa vindmyllu í garöinum góöa. Samdráttur í umsóknum um húsbréfalán: Lánum til kaupa á not- uðu húsnæði fækkar Heildarfjárhæð samþykktra hús- bréfalána fyrri helming ársins 2001 var rétt rúmlega 14,7 milljarðar króna en áætlanir gerðu ráð fyrir að um mitt ár yrði heildarútgáfa samþykktra húsbréfalána um 14,8 milljarðar króna. Munurinn er ein- ungis 0,75%. Heimild íbúðalána- sjóðs til útgáfu húsbréfa er reyndar ekki miðuð við heildarfjárhæð hús- bréfalána heldur áætlað mark- aðsvirði húsbréfa sem gert er ráð fyrir að afgreidd verði vegna lána sem samþykkt eru í hverjum mán- uði. Áætlað markaðsvirði þeirra húsbréfalána sem samþykkt hafa verið á fyrri helmingi ársins 2001 er um 13,3 milljarðar króna, eða 3,7% lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samdráttur hefur orðið í fjölda innkominna umsókna um húsbréfa- lán. Á fyrri helmingi ársins 2001 bárust sjóðnum 4.673 umsóknir um húsbréfalán, en á sama tíma á síð- asta ári höfðu borist 5.060 umsókn- ir. Umsóknum hefur því fækkað um 7,65% milli ára. Töluvert hefur dregið úr lánum til kaupa á notuðu húsnæði og lán- um til einstaklinga sem eru að byggja eða kaupa nýtt húsnæði. Hins vegar er veruleg aukning á lánum til byggingaraðila og á lán- um til endurbóta. Lánum til kaupa á notuðu húsnæði hefur fækkað úr 4.103 fyrstu 6 mánuði árins 2000 í 3.675 fyrstu 6 mánuði árins 2001, eða um 10,4%. Lánum til nýbygginga einstaklinga fækkaði úr 800 í 720 eða um 10%. Lánum til byggingar- aðila fjölgaði hins vega hvorki meira né minna en um 88%, fóru úr 77 fyrri hluta ársins 2000 í 145 fyrri hluta ársins 2001. Þá fjölgaði lánum til endurbóta og endumýjunar úr 80 í 133 eða um 66%. -GG Sorpverktaka sagt upp - fjárhagslegar ástæður, segir bæjarstjórinn í Borgamesi DV, BORGARNESI: __________________ Bæjarstjórn Borgarbyggðar ákvað á síðasta fundi sínum að segja upp samningi við Gámaþjón- ustu Vesturlands ehf. sem hefur annast sorphirðu í kaupstaðnum frá því í janúarlok 2000. Samningurinn við Gámaþjónust- una var til tveggja ára eða til 31. janúar árið 2002. Stefán Kalmans- son, bæjarstjóri Borgarbyggöar, seg- ir að gert hafi verið ráð fyrir að samningurinn mundi framlengjast ef verkkaupi tilkynnti ekki að hann ætlaði að láta þessa lokadagsetn- ingu samningins standa. „Það voru talin ákveðin rök fyrir því fyrir tveimur árum að semja við núverandi verktaka, m.a. meðan verið var að fá reynslu af rekstri nýrrar gámastöðvar í Borgarnesi. Ástæður þess að samþykkt er að bjóða þessa þjónustu út er alfarið fjárhagslegs eðlis og engin veiga- mikil rök fyrir öðru en að leita til- boða í þjónustuna. Þetta er töluvert stór útgjaldaliður hjá sveitarfélag- inu og rétt að láta reyna á það hvaða tilboð fást,“ segir Stefán Kalmansson bæjarstjóri í Borgar- byggð, við DV. -DVÓ Auglýsing um álagningu opinbema gjalda á áninu 2001 I samraami við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda, þ.m.t. tryggingagjalds, á árinu 2001 er lokið á alla einstaklinga sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum iögum, sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981. Álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður auglýst sérstaklega. Álagningarskrár með gjöldum einstaklinga verða lagðar fram í öllum skattumdæm- um þriðjudaginn 31. júli 2001. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí til 14. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2001, vaxtabætur og barnabætur hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta og barnabóta, sem gjaldend- um hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 2001, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en fimmtudaginn 30. ágúst 2001. Reykjavík, 31 . júlí 3001 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Erla Þ. Pétursdóttir Skattstjórinn i Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson Skattstjórinn i Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson Skattstjórinn í Suðuriandsumdæmi, Hreinn Sveinsson Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.