Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001 Uppfærsla vírusvarnarforrita nauðsynleg - Code Red gerir usla í Microsoft-vefþjónum Sircam-ormurinn orðinn útbreiddur: urinn sé, eins og áður sagði, sá út- breiddasti hér á landi um þessar mundir. „Ástæðuna fyrir þessu tel ég vera að fólk er nú margt að koma til baka úr sumarfríi. Þegar það kveikir svo á tölvunni þá kíkir það fyrst á póstinn án þess að uppfæra virusvarnarforritið sitt,“ segir Frið- rik og hvetur fólk til að uppfæra vírusvarnir áður en það opnar póst- inn. Tjónið sem Sircam veldur er ekki mikið. Hins vegar tekur hver póstur sem ormurinn sendir áfram með sér skjal af handahófí eins og áður sagði. Þannig geta trúnaðar- upplýsingar farið á ílakk sem er leiðinlegt fyrir hlutaðeigandi. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu Friðriks Skúlasonar ehf., www.frisk.is þar sem notendur veiruvamarforritsins Lykla-Péturs geta m.a. nálgast uppfærslu. Ormur ræðst á vefþjóna Þó nokkur umfjöllun er erlendis um annan orm sem kom upp um svipað leyti og Sircam og heitir Code Red. Samkvæmt upplýsingum Friðriks þarf hinn almenni tölvu- notandi ekki að hafa áhyggjur af þessum ormi þar sem hann ræðst aðeins á tölvur sem keyra IlS-vef- þjóninn frá Microsoft. „Vírusvarn- arforrit eru algerlega varnarlaus gagnvart Code Red þar sem hann af- ritar sig ekki í skrár í tölvum. í staðinn er um stöðugan straum upp- lýsinga að ræða yfir netsamband í minni tölvunnar," segir Friörik. Tjónið af Code Red er lítið. Orm- Heimasíöur Hvíta hússins voru lok- aðar i nokkra daga á meöan upp- færsla vefþjónanna fór fram vegna galla í vefþjóni frá Microsoft sem Code Red nýtir sér. urinn gerir lítið annað en að taka pláss og getur þ.a.l. hægt verulega á netumferð. Hins vegar getur hann nýst illa þenkjandi tölvuþrjótum til að finna gallaða netþjóna og gert þeim kleift að fmna veikleika og taka vefþjónana yflr. Heimasíður Hvíta hússins í Bandaríkjunum voru teknar niður í nokkra daga vegna Code Red. Það er álit Friðriks að umsjónarmenn þeirra vefþjóna sem hafa sýkst undanfarið hefðu auðveldlega getað komið í veg fyrir sýkingu. Tilkynningin um veikleik- ann sem Code Red nýtir sér hefðu komið fyrir um mánuði. Frá þeim tíma hefði verið hægt að nálgast uppfærslu fyrir vefþjóninn á vef- svæði Microsoft-fyrirtækisins og öll vandamál væru úr sögunni. tbl'j ii „Tölvuormurinn Sircam er nú mikið útbreidd- ur hér á landi og er hann nú orð- inn með þeim útbreiddustu hér á landi ásamt orminum Hy- bris,“ segir Friðrik Skúlason hjá Friðrik Skúlason ehf. sem sérhæfir sig í vírusvörnum fyrir tölvur. Ormsins varð vart úti í heimi í næstsíðustu viku og birtist frétt í DV-Heimi í síðustu viku. Friðrik segir að þar hefðu verið rangar upp- lýsingar eins og hjá mörgum fjöl- miðlum erlendis, tölvuvírussérfræð- ingum til ama. I fyrsta lagi segir Friðrik að sú sögusögn að Sircam sé bæði vírus og ormur sé á miskilningi byggð og dreifst hefði um heiminn. Friðrik bendir einnig á það að allir geti fengiö Sircam- orminn. Hins vegar geti ormurinn Tjónið sem Sircam veldur er ekki mikið. Hins vegar tekur hver póstur sem ormurinn sendir áfram með sér skjal af handahófi eins og áður sagði. Þannig geta trúnaðarupplýs- ingar farið á flakk sem er leiðinlegt fyrir hlut- aðeigandi. aðeins dreift sér áfram af þeim tölv- um sem nota Outlook-póstforritið frá Microsoft. Dreifing trúnaðarupplýsinga Að sögn Friðriks hafa fyrirtæki hans borist margar tilkynningar um Sircam seinustu vikuna og orm- Friðrik Skúlason hjá veiruvarnarfyrirtækinu Friðrik Skúlason ehf. segir aö Sircam sé nú útbreiddasti ormurinn á íslandi í dag. Geimskot reynt í dag: Söfnun á ögnum úr sólinni Nýju rafhlööurnar eru ólíkt gömlu geröinni lausar viö ætandi efni og önnur eiturefni. Prentanlegar rafhlöður Ný gerð raf- hlaðna, sem hægt er að prenta á pappír, er nú á leið á markað. Það er ísraelska fyrirtækið Power Paper sem fann rafhlöðurnar upp. Galdur- inn á bak við rafhlöðurnar nýju er efnablanda sem gefur frá sér lágan rafstraum, 1,5 volt á hvern fersentí- metra. Fyrirtækið vill ekki gefa upp efnasamsetninguna og kallar hana þess vegna Coca-Cola blönduna sína þar sem samnefnt fyrirtæki vill ekki gefa upp leyndarmálið á bak við kók-bragðefnið. Samkvæmt upp- lýsingum frá Power Paper gefa raf- hlöðurnar ekki frá sér eiturefni né inniheldur ætandi efni en það gerir hefðbundnar umbúðir um rafhlöður óþarfar. Rafhlöðurnar eru um 0,5 millí- metrar á þykkt og munu kosta lítið í fjöldaframleiðslu. Væntanleg eru á markað kort með rafhlöðunum sem sjá um að knýja tæki sem láta ljós blikka eða spila viðeigandi lög, eins og t.d. afmælissönginn. Þýskt heil- brigðisfyrirtæki notar rafhlöðurnar i litla hitamæla til að senda upplýs- ingar um hitastig á blóðbirgðum fyrirtækisins til nærliggjandi tölvu. - er tilgangur ferðarinnar V L lllcll t dag verður reynt að skjóta geimfar- inu The Genesis (i. Sköpunin) á ioft. Megin- verkefni The Genesis verður að fanga agnir úr svokölluðum sólvindum sem skjótast út frá Sól- inni og koma með til baka til jarðarinnar. Upphaflega átti að skjóta geimfarinu á loft í gær. Grunsemdir um galla í búnaði, sem sér geimfarinu fyrir orku, ollu seinkun á skoti. Reyna á aftur i dag ef tekst að flnna bilunina. Ef það tekst ekki þá á að reyna á næstu dögum. Nafnið á farinu er táknrænt fyrir tilgang ferðarinnar. Með því að fanga agnir úr Sólinni, sem berast með sólvindum út i geiminn, telja vísindamenn sig geta nálgast mikilvægar upplýsingar um ná- kvæma efnasamsetningu Sólarinnar og ekki síst fæðingu sólkerfisins. Sól- kerfið er talið hafa myndast fyrir um 4,6 milljörðum ára úr risa- stóru gas- og rykskýi. Til þess að slíkt sé hægt verður geimfariö að ferðast 1,5 milljónir kílómetra út frá jörðinni til að sleppa við segul- sviðið sem dregur að mestu úr áhrifum sól- vinda á jörðinni. Þegar því er náð getur The Genesis far- The Genesis virðist frekar eins og framúrstefnulegt úr en geimfar. Út- litiö ætti hins vegar ekki að rugla fólk því til- gangur ferðar- innar er mikii- vægur. ið að safna sýn- um. Magn sýnanna verð- ur ekki meira en 10-20 míkrógrömm, sem eru 0,01-0,02 grömm. Það á samt að duga til rannsókna. The Genesis er fyrsta geim- farið sem ferðast út fyrir spor- baug tunglsins og til baka með sýni til rannsókna. Áætlað er að farið snúi til jarðar í september árið 2004. Farið mun falla til jarðar í fall- hlíf eftir að hafa komið inn í lofthjúp jarðar. Til að koma í veg fyrir að sýn- in skemmist við skellinn við lendingu verður reynt að ná farinu í fallinu Nafnið á farinu er táknrænt fyrir tilgang ferðarinnar. Með því að fanga agnir úr Sól- inni, sem berast með sólvindum út i geim- inn, telja vísindamenn sig geta nálgast míkíl- vægar upplýsingar um nákvæma efnasam- setningu Sólarinnar og ekki síst fæðingu sól- kerfisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.