Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2001, Blaðsíða 23
27 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2001 DV Tilvera BSf Wesley Snipes 39 ára Afmælisbarn dags- ins er Wesley Snipes, sem meðal annars í upphafi ferils síns lék í Spike Lee-myndunum Mo Better Blues og Jungle Fever. Hann hefur á seinni árum aðallega sérhæft sig í að leika töffara í hasarmyndum. Snipes á að baki fjölbreyttan feril. Hann fæddist í Orlando í Flórída en flutti snemma til New York þar sem hann fékk áhuga á leiklist og undirbjó sig sem sviðsleikari. Það sem vakti fyrst athygli kvikmyndaleikstjóra á honum var þegar hann lék í mynd- bandi Michaels Jacksons, Bad. Gildir fyrir miövikudaginn 1. ágúst Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: i Ijík Þú ert búin að vera heldur niðurdreginn undanfarna daga en ert nú allur að kætast. Vmir eiga saman góðar stundir. Happatölur þínar eru 1, 12 og 23. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: »Ef þú vandar þig ögn meira muntu uppskera ríkulega. Fjölskyldan stendur einkar þétt saman um þessar mundir. Happa- tölur þínar eru 4, 7 og 21. Hrúturinn (21. mars-19. apríll: sem amar þín. . Ástvinur þinn er eitt- ’ hvað niðurdreginn. Nauðsynlegt er að þú komist að hvað það er að. Vinur þinn þarfnast i vmuiqmii u Nautið (20. apríl-20. maí): Það lítur út fyrir að þú guggnir á að fram- kvæma verk sem þú varst búinn að ákveða að"géra. Reyndu að vera svolítið harðari við sjálfan þig. Tvíburarnir (2i. maí-2i. iúní): Þú hefur unnið vel að ’ undanfömu og ferð nú að njóta árangurs erf- iðisins. Ástin er skammt undan. Happatölur þínar eru 4, 7 og 24. Krabbinn m. iúní-22. iúin: Viðskiptin blómstra I hjá þér mn þessar ' mundir og það virðist allt verða að peningum dunum á þér. Happtölur þín- ar eru 5, 9 og 12. Liónlð 123. iúlí- 22. áeústl: Það kemur upp ágrein- ingur í vinnunni en hann jafhar sig fljótt __ og andinn í vinnunni verður betri en nokkru sinni fyrr. Happtölur þínar eru 6, 13 og 25. Mevian (23. áeúst-22. sept.): Það litur út fyrir að ein- hver sé að tala illa um ,þig en ef þú hefur öll þín mál á hreinu þarft þú ekkert að óttast. Sennilega stafar þessi óvild eingöngu af öfund. Vogin (23. sent.-23. okt.i: Þú þarft að fara gæti- lega í sambandi við peningamál en útlit er fyrir að þú hafir ekki eins mikið á milli handanna og þú bjóst við. Sporðdreki f24. okt.-21. nóv.): Það borgar sig ekki að vera hjálpsamur og þú jættir að vera spar á að j hjálpa þeim sem þú veist ekki hvar þú hefur. Það getur verið að einhver sé að reyna að nota þig. Bogamaður (22. nóv.-21, des.): __ Þú eignast nýja vini og V ^^^það gefur þér nýja sýn * á ýmis mál. Ástin virð- ist blómstra um þessar mundir og þú nýtur þess að vera til. Steingeitin (22. des.-19. ian.i: Fjölskyldumálin eiga hug þinn allan um þessar mundir og er samband á milli ást- vina mjög gott. Þú ættir að heim- sækja aldraða ættingja þína. Laxdæla á ensku Arnar Jónsson, einn af okkar ástsælustu ieikurum, Ijáöi verkinu rödd sína meö lestri á Laxdælasögu á ensku. Oskar magnar seið Óskar Guöjónsson átti ekki í vandræöum með aö töfra fram kynjahljóö úr saxófóninum. Kynjahljóð í Kaffileikhúsinu - tónleikar vegna myndar Gios Sampogna Blásið var til allsérstaks gjörn- ings i Kaffileikhúsinu á sunnu- dagskvöld þar sem blandað var saman ólíkum listformum eins og tónlist, kvikmyndagerð, leiklist og bókmenntum. Gjörningurinn var hluti af kvikmynd sem leikstjór- inn Gio Sampogna er að vinna að og nefnist Ice Rushes: An Iceland- ic Odyssey. Sýnd voru brot úr myndinni undir seiðmagnaðri tónlist og voldugum lestri Arnars Jónssonar leikara á völdum köfl- um úr Laxdælasögu. Auk Arnars tóku þátt í flutningnum tónlistar- mennirnir Sigtryggur Baldursson slagverksleikari, Óskar Guðjóns- son saxófónleikari, Eyþór Gunn- arsson píanóleikari, og Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona. DV-MYNDIR EINAR J Trommað með fiðluboga Sigtryggur Baldursson slagverks- leikari sat viö settiö og strauk trommurnar meö fiöluboga. Brad Pitt leigir ferðamannaeyju Venjulegir rómantískir eigin- menn leigja herbergi fyrir sig og elskuna sína á hóteli í Hveragerði. Brad Pitt er hins vegar enginn venjulegur maður. Hann er búinn að ná samningi um að leigja eitt stykki ferðamannaeyju í vikutíma í desember fyrir Sig og eiginkonuna, Jennifer Aniston, eða Jen 2000 eins og hún er sundum kölluð. Eyjan er í Seychelles-eyjaklasanum austur af Afríku. Kappinn borgar litlar 150 milljónir fyrir leiguna en á eyjunni eru 16 ferðamannastaðir. Bradinn fékk upp undir 3 milljarða fyrir sið- ustu mynd sína þannig að þetta er ekki jafn mikið bruðl og virðist i fyrstu. Venjulegt fólk borgar mun stærra hlutfall af launum sínum í sólarlandasukk. Britney rokkar sig inn í nútímann More Time og Oops! I Did It Again, við gríðarlegar vinsældir. Platan er væntanleg á markaðinn 6. nóvember næstkomandi. Britney fær hjálp frá kærasta sín- um, Justin Timberlake, við gerð nýju plötunnar. Justin tekur að sér að semja nokkur lög á plötuna og er út- gáfustjóri Britney kampakátur með framlagið. Hann líkir tónlist Britney við takta bresku rokkhljómsveitarinn- ar Queen. Eitt lagið á nýju plötunni minnir hann nefnilega á klassíska rokkóperu þeirra félaga. Annað lag ku titra af ryþma og blús. Ljóst er því að Britney mun einnig leita í rætur sin- ar í New Orleans enda hefur hún margsinnis lýst því yfir að Suður- ríkjauppruni hennar hafi áhrif á sviðsframkomuna. Hún er alltaf í magabolum og léttklædd því það var svo heitt þarna fyrir sunnan. Svo varð það að vana. í október fer Britney í tónleikaferð og gleöjast þá gumar. Britney ætlar nefnilega að setja á fót mikla sýningu á tónleikunum og verður kynþokkinn þar í aðalhlutverki. Hvort þar birtast Rammstein-taktar til að undirstrika rokkið er ekki orðið ljóst. Hún hefur heldur ekki gefið út tónleikadagskrá, þannig að íslendingar geta haldið í sér andanum og vonast eftir að poppgyðj- an láti á sér kræla hér á landi. Næsta plata Britney Spears verður rokkaðari en áður hefur sést frá henni. Þetta er þriðja plata hennar. Áður hefur hún gefið út Baby One Bntney Spears Líkt viö bresku rokkhljómsveitina Queen. Carev útkeyrð Mariah Carey poppdíva með meiru lagðist seinasta miðvikudag inn á spítala vegna ofþreytu, að því er yfir- lýsing frá talskonu hennar segir. í yfirlýsingunni segir að Mariah hafi keyrt sig út vegna anna. Hún var að leika á tveim bíómyndum í einu, myndunum Glitter og Wise Girls. Of- an á þetta bættist síðan vinna við að semja, taka upp og vinna tónlist sem fylgja á myndinni Glitter. Ekki er vitað hvar Carey er niður- komin né hve lengi búist var við að hún dvelji sér til hressingar á spítala. Lítil miðasala Svo virðist sem barátta siðprúðra Ástrala gegn tónleikum rapparans umdeilda Eminem hafi gefið árang- ur, ef eitthvað er að marka miða- sölu á tónleika hans. Svo leit út um tíma að Eminem fengi ekki vegabréfsáritun til Ástralíu þar sem hann er á saka- skrá í Bandaríkjunum, auk þess sem mikil andstaða var við slíkt hjá foreldrasamtökum og öðrum sið- prúðum samtökum. Vegabréfsárit- unin fékkst þó að lokum enda fræga fólkinu allir vegir færir. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á fimmtudaginn í seinustu viku og hafði aðeins tekist að selja tvo þriðju af þeim 15.000 miðum sem í boði voru. Gagnrýnendur rapparans segjast hafa náð siðferðilegum sigri í málinu. Syngur fyrir hermenn Geri Halliwell mun fylgja í fót- spor Bláa engilsins, Marlene Dietrich, þegar hún skemmtir breskum hermönnum í arabaríkinu Oman. Geri var ráðin af varnar- málaráðuneytinu til þess að peppa upp baráttuandann hjá hermönnun- um. Nokkrar vikur í eyðimörkinni eru nefnilega nokkuð lýjandi og er líklegt að sumir þeirra telji sig sjá ofsjónir þegar Geri birtist á sviðinu. Sjálf lítur hún reyndar út fyrir að hafa dvalist langtimum í eyðimörk án matar. Meira en 20 þúsund her- menn munu berja Geri augum. Ekki er búist við því áð hún sýni lesbíu- atriðið enda getur baráttuandi breyst í uppreisn á svipstundu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.