Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 DV Fréttir Bændur æfir yfir verðlista Goða vegna haustslátrunar: Rakinn donaskapur - segir Guðjón Bjarnason, bóndi í Hænuvík Gubjón Bjarnason Hænuvíkur- bóndi er mjög ósáttur viö framferöi Goöa. fyrirkomulag haustslátrun. Bændur sem lagt hafa upp hjá sláturhúsum Goða hf. undanfarin ár eru nú æfir vegna þeirra „kosta- kjara“ sem fyrir- tækið býður bænd- um við haustslátr- un sauðfjár. Telja bændur sér nú verulega misboðið vegna útsendrar tilkynningar Goða með tilboði um ■ verð og greiðslu- fyrir dilkakjöt við Rakinn dónaskapur Guðjón Bjarnason, bóndi í Hænu- vík við vestanverðan Patreksfjörð, er í hópi óánægðra bænda og er ómyrkur í máli vegna sendingar- innar frá Goða. „Það eru allir hér sammála um að þetta sé rakinn dónaskapur. Ég næ ekki upp í að menn skuli leyfa sér að senda þetta út. Mér finnst líka með ólíkindum að bændur skuli ekki taka sig saman gegn þessari Goði býður bændum nú lægra verð fyrir afurðir sínar Bændur telja þaö ýta enn frekar undir heima- slátrun en oröiö hefur í kjölfar mikillar fækkunar sláturhúsa undanfarin ár. vitleysu," segir Hænuvík- urbóndi. í tilkynningu Goða, sem send var bændum 30. júlí, segir að fyrirtækið muni starfrækja sauðfjárslátur- hús á þremur stöðum í iandinu í haust. Það eru sláturhúsin á Hvamms- tanga, Hornafirði og að Fossvöllum. Stefnt sé að því að hefja slátrun i lok ágúst og er sláturkostnað- ur við heimtöku gefinn upp 110 krónur fyrir utan virð- isaukaskatt fyrir hvert kg. Ekki er búið að ákveða flutningskostnað sem verð- ur skipt hlutfallslega milli innleggjenda. Boð Goða hljóðar upp á að greitt verði 85% af upp- gefnu 311,59 króna viðmiðunar- verði, eða 264,85 krónur fyrir hvert kg i fyrsta flokk. Fyrir kjöt í öðrum, þriðja flokki og fjórða verði greitt 80% og 75% fyrir kjöt sem lendir í fimmta, sjötta og sjöunda flokki. Ekkert verði greitt fyrir kjöt í átt- unda níunda og tíunda flokki. Þá segir að engar álagsgreiðslur verði utan hefðbundins sláturtima og ekki heldur á lífrænt eða vist- vænt vottað kjöt. Ekkert verður greitt fyrir ærkjöt, en boðið er upp á að slátra ám og er sláturkostnaður áskilinn 110 krónur fyrir utan vsk. fyrir hvert kg. Gær- ur og slátur verður tekið í umboðs- sölu og greiðslur fara eftir fram- vindu sölu. Sami háttur verður hafður varðandi útflutt dilkakjöt. Greiðslum dreift á rúmt ár Boðið er upp á að greiðslur berist bændum i áföngum í rúmlega eitt ár frá slátrun. Fyrsta greiðsla komi 28. febrúar 2002, eða 15%. Síðan verði greidd 15% til viðbótar inn á við- skiptin í apríl, 20% í júni, 20% í ágúst og önnur 20% í október. Loka- greiðslan, 10% af verðmæti inn- lagðra afurða, verði svo innt af hendi 31. desember 2002. Ónýtar greiðslutryggingar Til tryggingar greiðslum er bænd- um boðinn annar veðréttur í kjötinu og hægt verður að fá skuldaviður- kenningu frá Goða í formi víxla eða skuldabréfs til að auðvelda bankafyr- irgreiðslu ef óskað er. „Þetta er allt saman hrein móðg- un,“ segir Guðjón og telur að erfitt geti reynst að slá lán út á skuldavið- urkenningu frá gjaldþrota fyrirtæki. Hann bindur þó enn vonir við að menn nái sláturhúsinu í Búðardal undan hrammi Goða, en að öðru leyti ýti þetta enn meira undir heimaslátr- un en þegar er orðið. -HKr. Geitungar: Fjöldinn með meira móti - segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur „Geitungamir hafa það ágætt um þessar mundir,“ segir Erling ÓMs- son, skordýrafræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun íslands. „Þeim líð- ur vel og fjöldinn er með meira móti, þeir finnast í svo til öllum görðum." Erling segir að þar sem frekar kalt hafi verið í byrjun júni séu geitungarnir heldur seinna á ferðinni en í meðalári og muni þar um viku. Trjágeitungurinn hefur verið mest áberandi núna og er fjöldinn mun meiri en í meðalári. Svokallaður holugeitungur er far- inn að sjást og stefnir í að töluvert verði um hann en ekki er hægt að dæma það fyrr en eftir miðjan ágúst. Erling segir að erfitt sé fyrir leik- menn að þekkja þessar tegundir geitunga í sundur á útlitinu en að holugeitungar séu venjulega mun árásargjamari. „Þeir geitungar sem koma að manni og elta mann eru venjulega holugeitungar. Ef maður lendir í slíkum aðstæðum er best að láta sem maður viti ekki af þeim. Ekki dugir að reyna að hlaupa und- an þeim, þeir fljúga hraðar en við getum hlaupið og ef maður stendur grafkyrr getur það orðið til þess að þeir setjist á mann.“ Geitungamir em í flestum tilfell- um að skoða mannfólkið en ef reynt er að slá þá frá sér getur það breyst. Þriðja tegundin af geitungum, sem tekið hafa sér bólfestu hér á landi, er húsageitungur en Erling Geitungabú við glugga Þessi mynd er tekin í Vesturbergi í Reykjavík. Finni fólk geitungabú í göröum sínum eöa húsum ætti aö fá fagmann til aö fjarlægja þau sem fyrst því stungur geitunga geta veriö hættulegar. hefur ekki haft spurnir af þeim i sýni sig þrátt fyrir að hann virðist sumar. „Ég á þó von á því að hann vera í einhverju lágmarki." -ÓSB DV-MYND VINCENT NEWMANN Velta 18 hjóla vörubíllinn valt á hliöina. 18 hjóla vörubíll valt 18 hjóla vörubíll valt á Akureyri í gær er verið var að losa farm af palli bílsins. Þetta gerðist í nýju íbúðahverfi, Giljahverfi, en svo virðist sem kant- ur sem bíllinn stóð á hafi gefið sig undan þunganum. Ökumaður var einn í vörubílnum og sakaði hann ekki né aðra sem voru nærri. -gk DV-MYND ÖRN ÞÖRARINSSON Tæpitungulaust Biskup landsins talaði tæpitungu- laust eins og títt er á Hólum og gagnrýndi mjög útiskemmtanahald í landinu. Hér er hann í ræöustól á Hólum um helgina. Hólahátíð: Biskup fordæmir sukk og ofbeldi DV, SKAGAFIRÐI: „Um hverja verslunarmannahelgi eru haldnar svokallaðar útihátiðir með tilheyrandi sukki, neyslu, nauðgunum og öðru ofbeldi. Skipu- lagðar hátíöir sem velta tugum milljóna. Þar sem okkar gjörvilegu börn og ungmenni eru ginnt út í að- stæður og umhverfi sem þau eru berskjalda, ofurseld hömluleysi og auðveld bráð manna sem einskis svífast. Myndirnar af ruslinu, sóða- skapnum og viðbjóðnum sem við blasti að hátíð lokinni segja sína sögu. Hvenær rís almenningsálitið gegn þessu?“ spurði herra Karl Sig- urbjörnsson, biskup íslands, í ræöu sem hann flutti á Hólahátíð sl. sunnudag. Það var auðheyrt að biskupnum blöskraði þær myndir sem sýndar hafa verið frá útisamkomum versl- unarmannahelgarinnar. Vakti ræða hans mikla athygli þeirra fjölmörgu sem troðfylltu Hóladómkirkju. -ÖÞ 3úhií^in£ÚJ- u'i : 3jii Juf/vjj EYKJÁVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 21.47 21.50 Sólarupprás á morgun 05.18 04.51 Síödegisflóó 14.02 18.35 Árdegisflóö á morgun 02.33 07.06 Skýrlngfur li vé’burtB'Mum IS^V'NDATT 'J\viNDSTYRKUR í aietnim í> sckftndu 10%____HITI -10° Nfrost IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ HaOSKÍRT O ALSKÝJAÐ DálRii rigning eða skýjað Noröaustlæg átt, yfirleitt 5 til 8 m/s en heldur hvassara suðaustanlands og meö austurströndinni í dag. Dálítil rigning ööru hverju suðaustan til og á Austfjörðum en annars skýjaö meö köflum og þurrt aö kalla. Hiti 7 til 16 stig, svalast á norðausturhorninu. ÉUAGANGUR ÞRUIYIU- VEÐUR SLYDDA SNJÓKOIYIA SKAF ÞOKA RENNINGUR trgjgg Timabundin lokun Lokaö veröur fyrir umferð frá 7. ágúst til 9. september um Nýbýlaveg sunnan Smiðjuvegar og um Dalveg austan Hlíðarhjalla. Þessar lokanir eru nauðsynlegar vegna framkvæmda viö mislæg gatnamót Breiöholtsbrautar og Reykjanesbrautar. ,,.Tt ' _ 1 S i .w Ástand fJaBvega K:> jf’Sf. H* 4T 'ftwk Wm . f - jg ÚwtfM1 Voflir * •kyaflöum »v«ö4jm eru lokaftlr þer tfl enneé var6uraugN*l fwd Norðaustlæg átt á landinu Noröaustlæg átt, yfirleitt 5 til 8 m/s, en heldur hvassara suöaustanlands og meö austurströndinni. Dálítil rigning veröur öðru hverju suðaustan til og á Austfjöröum en annars skýjaö meö köflum og þurrt aö kalla. támmiiiHd Vindur: 3—5 m/a Hiti 6° til 15° 5 i dÓfelHláj Vindur: 3-5 m/s 358 Hiti 8° til 15' Fremur hæg norölæg átt. Skýjaö aö mestu og sums staöar dálítll súld ööru hverju noröan tll en annars skýjaö meö köflum og stöku skúrir. Hæg vestlæg eöa breytileg átt og skúrlr en sums staöar þokuloft vlö sjólnn. Hltl 7 tll 16 stlg, kaldast noröaustan til. Fremur hæg suölæg átt og dálítll rlgning sunnan og vestan tll en annars úrkomulítiö. Hitl 8 tll 15 stlg. AKUREYRI skýjaö BERGSSTAÐIR léttskýjaö BOLUNGARVÍK skýjaö EGILSSTAÐIR rigning KIRKJUBÆJARKL. skýjaö KEFLAVÍK þokumóöa RAUFARHÖFN alskýjaö REYKJAVÍK skýjaö STÓRHÖFÐI skýjað 10 7 9 8 9 11 8 11 10 BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEWYORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG alskýjaö skýjaö súld skýjaö súld rigning heiöskírt þokuruöningur léttskýjaö þokumóöa heiöskírt skýjaö súld léttskýjaö súld þoka alskýjaö heiðskírt heiöskírt heiöskírt léttskýjaö þokumóöa alskýjaö lágþokublettir skýjaö þokumóöa heiöskírt 14 14 18 16 15 11 12 20 18 21 19 17 18 17 18 18 7 17 19 21 15 7 23 25 17 21 21 17 ■4V.I4Mlliia«Lm',lý:tMiimHMHIHWa.l«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.