Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 5
ÞRIDJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 I>V Fréttir Uppbygging Borgarholtshverfis kaos og klúöur, segir borgarfulltrúi D-lista: Aðeins yngri nemend- ur fá inni í skóla Borgaryfirvöld eru gagnrýnd fyr- ir klúður og kaos í kringum upp- byggingu Borgarholtshverfis. Á sama tíma og bullandi skortur er á húsnæði seljist íbúðir í hverfinu illa. „Það er athyglisvert hvað allt er kaoskennt þarna í uppbygging- unni, Reykjavíkurlistinn hefur þó undirbúið hverfið í tvö kjörtímabil. Miðað við þeirra eiginn málflutning myndi maður ætla að allt væri í fullkomnu lagi í þessu eina hverfi sem þeir hafa skipulagt. Nú stefhir í að skóla vanti fyrir hluta barnanna, auk þess sem uppbyggingin er ótrú- lega hæg. Helstu rök R-listans fyrir lóðaskortsstefhnunni hafa verið þau að sérstaklega sé vandað til verka," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi og fulltrúi í fræðslu- ráði borgarinnar. Fræðslustjórinn í höfuðborginni er ósammála borgarfulltrúa Sjálf- stæðisfiokksins. „Þetta er i fyrsta sinn sem Reykjavíkurborg er búin að stofna skóla áður en fólk flytur inn i hverfi. Mér finnst það góð þjónusta og til fyrirmyndar. Enn höfum við fáa innritaða nemendur en það er staðföst ákvörðun okkar að hafa þarna skóla í vetur. Mér skilst að sala á íbúðum hafi gengið hægar en menn héldu og því dregst uppbygging nokkuð," sagði Gerður Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykja- vík, í gær. Nýr Ingunnarskóli í Grafarholti, nýjasta byggingarsvæði borgarinnar, tekur til starfa I haust í nokkrum lausum kennslustofum en skólabygging hefst síðar. Verið er að undirbúa teikningar. Aðeins 27 nemendur hafa enn Þingeyj arsýslur: Sameiningar- kosning á döfinni íbúar í sjö sveit- arfélögum í Þing- eyjarsýslum munu ganga að kjörborð- inu 3. nóvember og greiða atkvæði um það hvort sameina eigi sveitarfélög þeirra í eitt. Sveit- arfélögin sem um ræðir eru Skútu- staðahreppur, Reykjahreppur, Aðaldælahreppur, Tjörneshreppur, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur og Húsavík. Fari svo að sameiningin verði samþykkt í öllum sveitarfélögunum sjö verður ný sveitarstjórn kjörin í kosningum í maí á næsta ári. Skipt- ar skoðanir eru varðandi það hvort sameiningin verður samþykkt. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík og formaður nefhdar sem vinnur að undirbúningi sameining- arinnar, hefur sagt að hann trúi ekki öðru en sameiningin nái fram að ganga enda séu hagsmunir íbú- anna best tryggðir á þann hátt. Sveitarstjórnarmaður í öðru sveit- arfélagi, sem DV ræddi við, sagðist vantrúaður á sameiningu, ekki sist með tilliti til þess að fjárhagsstaða sveitarfélaganna væri mjög mis- munandi. Hún væri t.d. mjög slæm á Húsavík og í Aðaldælahreppi. -gk „Stútur" velti Ökumaður bifreiðar sem valt á Árskógssandsvegi í Eyjafirði i fyrri- nótt er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn en hann var einn á ferð. Ökumaðurinn var fluttur á slysa- deild á Akureyri með minni háttar áverka en bíll hans var óökufær eft- ir veltuna og er sennilega ónýtur. -gk Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík verið innritaðir í Ingunnarskóla. Börnum frá 6 ára til 13 ára verður kennt í lausu stofunum í vetur en eldri börnin, í 8. til 10. bekk, verða að leita til skóla í öðrum borgar- hverfum og skólaakstur verður kannaður. „Mér þykir ekki ólíklegt að með haustinu verið komnir 40 nemendur og fjölgun verði í vetur," sagði Guð- laug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Ing- unnarskóla. Hún segir að áætlað hafi verið að vera með 52 nemend- ur. Yfirleitt hafi nemendur í nýjum skólum reynst fleiri en áætlun hef- ur gert ráð fyrir þar til nú. Fimm kennarar hafa verið ráðnir að skól- anum og nokkrir starfsmenn. „Við samkennum tveimur ár- göngum. Það verður kannski ögn færra en í litlum sveitaskólum," sagði Guðlaug. „Þegar nýir skólar hafa tekið til starfa hefur venjan verið að þeir ná ekki nema upp í 4. bekk en ástæðan fyrir því að við för- um upp í 7. bekk er sú að enginn annar skóli er í hverfinu sem er slæmt," sagði Guðlaug. -JBP DV-MYND HARI Skóli Ingunnar Ingunnarskóli í Grafarholtí er nokkrar færanlegar kennslustofur í byrjun. Skól- inn heitir eftir Ingunni sem var fræöikona á Hólum á 12. öld og kenndi latínu og málfræöi, auk þess sem hún þóttí afbragös handmenntakona. Næstí skóli hverfisins mun eiga aö heita Sæmundarskóli. Suzuki urand Vifara er öflugur og vel búinn grindarbyggöur jeppi meo nuff og iagi arn tenaianleat um millikassa. Berðu saman getu, aksturseiginleika, búnaö, þægindi og rekstrarhagkvæmni jepplinga vió það sem þú færð í Suzuki Grand Vitara. KCMDU í REYNSLUMSTUR Hátt og lágt drif $SUZUKI -»98»- SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20,sfmi 55515 50. Akranes: ÓlafurG. Ólafsson, Garðabraut 2,sfmi 431 2800. Borgames: Bflasaia Vesturlands, sfmi 43715 77. fsafjörður: Bflagarður ehf„ Grænagarði, sfmi 456 30 95. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 45122 30, Sauðárkrókur: Bila- og búvélasalan, Borgarröst 5, simi 453 66 70. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bflasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, sfmi 471 30 05.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.