Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 15
* 14 ÞRIDJUDAGUR 14. AGÚST 2001 ÞRIDJUDAGUR 14. AGUST 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jðnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guomundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Qrsn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV Sskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Gildi bílbelta í rútum Tvö alvarleg umferðarslys settu svartan blett á nýliðna helgi. Ungt fólk fórst í báðum slysunum og hækkaði tölu látinna í umferðarslysum á árinu úr 10 í 12. Þótt ekki liggi fyrir endanlegar orsakir slysanna er þó ljóst að um hraðakstur fólksbíla var að ræða í báðum tilvikum og grunur um ölvunarakstur i öðru sem leiddi til þess að ung stúlka, sem var farþegi í bílnum, lét lífið. Hryggilegt er til þess að vita að slíkir atburðir endurtaki sig æ ofan í æ þótt hörðum áróðri sé beitt gegn hraðakstri og ekki síður því vítaverða hátterni að aka bíl undir áhrifum áfengis. Það er þó huggun harmi gegn að farþegar í rútubifreið sluppu betur en á horfðist í síðara slysinu sem varð er fólksbíll fór yfir á öfugan vegarhelming á Suðurlandsvegi og skall framan á þéttsetinn hópferðabílinn. Hann var bú- inn bilbeltum og bilstjóri og farþegar notuðu þau. Fram kom í fréttum að talið var víst að beltanotkunin hefði komið í veg fyrir mun alvarlegra slys í þessum harða árekstri. Farþegi í rútunni lýsti því svo i gær að enginn efi hefði verið á gagnsemi beltanna enda hefði reynt veru- lega á þau þegar farþegar þrýstust fram við hinn harka- lega árekstur. Undanfarin ár hefur talsvert verið deilt um notkun bíl- belta í rútum. Þótt belti hafi fyrir löngu sannað sig og ver- ið lögbundin í fólksbilum um árabil hefur hið sama ekki gilt um rútur, hvorki hér á landi né í nálægum löndum nema i ökumannssæti og þeim sætum sem veita ekki nægilega góða vörn með afturhluta baksætis eða þils beint framan við farþega. Bent hefur verið á að vafasamt gæti verið að yfirbygging eldri hópferðabíla þyldi það við- bótarálag sem yrði ef farþegar héngu í beltum í bil sem færi á toppinn. Slíkt álag getur numið tonnum í stórum, fullsetnum bíl. Vegna umræðna í tengslum við rútuslys og óska við- skiptavina hópferðafyrirtækjanna hafa fjölmörg þeirra búið alla bila sína öryggisbeltum þótt lög hafi ekki kraf- ist þess. Löggjafinn hefur og komið að málinu og tekið af skarið. Þannig hefur það verið lagaskylda frá því í októ- ber 1999 að allir hópferðabílar skráðir hér á landi fyrir 16 farþega eða færri séu búnir bílbeltum. Enn skýrari verða reglurnar frá og með 1. október í haust en þá verða allar nýskráðar rútur hér á landi búnar bílbeltum. Eftir geta þá staðið stórar eldri rútur án bílbelta meðan þær eru enn í notkun. Það verður ekki lagaskylda að búa þær beltum. Sigurður Helgason hjá Umferðarráði sagði í viðtali við DV í gær að belti í þeim bílum gætu veitt falskt öryggi enda bílarnir ekki byggðir fyrir slíkt. Hann sagði því mikið hagsmunamál fyrir íslenska ferðaþjónustu að rekstraraðilum hópferðabíla yrðu sköpuð skilyrði til þess að endurnýja bílaflota sinn hraðar en nú þekkist. Fram kom hjá Sigurði að fullorðið fólk bæri sjálft ábyrgð á því að nota bilbelti í rútum en bilstjóri bæri ábyrgð á því að börn, sem ferðuðust í rútum, væru bund- in í belti þótt að sjálfsögðu nyti hann aðstoðar þeirra sem ferðast með börnunum, t.d. forráðamanna þeirra, farar- stjóra, leikskólakennara og kennara. Margsannað er að bílbelti eru eitt helsta öryggistæki fólksbíla. Hið sama gildir um belti í hópferðabilum og er ofangreindur árekstur um helgina ein sönnun þess. Það slys, og giftusamleg bjórgun farþeganna án teljandi meiðsla, er áminning og hvatning til farþega, bílstjóra og rekstraraðila um gildi bilbelta í hópferðabílum. Jónas Haraldsson !DV Skoðun Hátíð umhverfissinna lokið? Kjallari Nú er lokið Eldborgar- hátíð æskunnar, sem fór vel fram í reynd, nema í fjölmiðlum, þar voru fyrst og fremst dóp og nauðgan- ir en lítið eða ekkert sagt frá skemmtiatriðum eða góðri stemningu. Sama er að segja um náttúruvernd og umhverfismál undan- gengin ár, þar hefur hin neikvæða Eldborgarhátíð ráðið ríkjum, sem ein- kennist af því að allt sé ómögulegt sem komi fólk- inu til góða, ef eitthvað örlítið halli á náttúruna. Nú berast þær fréttir utan úr heimi að margar af helstu forsendum þessarar stefnu séu að hrynja. Dr. Björn Lomborg við Árósahá- skóla settist niður og ætlaði að styrkja málstað náttúruverndar- sinna með tölulegum rökum. Honum til mikillar armæðu og undrunar snerust hin tölulegu gögn yfirleitt gegn náttúruverndarsinnum, þar sem langflestar kenningar World- watch Institute, World Wildlife Fund og Greenpeace reyndust rangar eða stórkostlegar ýkjur, sem væru upp- \ blásnar af trúgjörnum fjöl- miðlamönnum í leit að sínum Eldborgarhátíðum. W mVi Guðmundur Óiafsson hagfræöingur Endalausar rangfærslur Dæmi um þetta er kenning- in um samdrátt skóglendis í Norður-Ameríku um 200.000 hektara á ári undanfarið, en i ljós kemur þegar betur er að gáð að skóglendið hefur í raun aukist um 174.600 hekt- ara á ári. Skýringin mun vera sú, að náttúruverndar- -------- sinnar notuðu skammtíma- gögn til þess að fullyrða um heildar- þróun, nákvæmlega eins og reikni- meistari náttúruverndarsinna hér á landi, Þorsteinn Siglaugsson, gerir í fjölmiðlum nú í vor til þess að fá fram þá fjarstæðu, að raforkuverð muni lækka um 2,9% á ári næstu 60 ár. Reynt var síðan að leiðrétta þessar falsanir með 2% verðlækkun sem er í raun jafnmikið út í loftið en hækka ávöxtunarkröfu til þess eins að fá fram öruggan halla á Kárahnjúka- virkjun. Ef hins vegar notast er við 0,5% lækkun á raforku á ári vegna tækniframfara sem mun láta nær lagi og það sett inn í reikni- líkan Þorsteins sjálfs ásamt þeirri ávöxtunarkröfu sem hann gerir upphaflega, þá reynist Kárahnjúkavirkjun bullandi hagkvæm fram- kvæmd. Umhverfisrétttrúna&ur Skipulagsstofnunar Dr. Björn heldur því einnig fram að Kyoto-sam- þykktin muni valda gífur- legum kostnaði sem muni ekki skila neinum teljandi árangri, þvi kenningar náttúruverndarsinna á gróðurhúsaáhrifum séu miklar ýkjur. Þessu svipar til þess þegar Umhverfis- stofnun hér á landi litur á örlitla fækkun sela við Hér- aðsflóa sem rök gegn Kára- hnjúkavirkjun en einhver „svartsýnn" náttúrufræð- ingur hefur komist að þeirri niður- stöðu við skrifborð sitt að þeim gæti hugsanlega eitthvað fækkað. Hefði maður þó haldið að fækkun sela væri mikið happ og hið æskilegasta mál fyrir þorskveiðimenn. skrattann á vegginn í öll- um málum til þess að taka megi opinberar fjárveit- ingar frá litlum börnum og sjúklingum yfir í um- hverfisgæluverkefni. Þannig ýkja þeir áhrif af mengun og virkjunum og fréttamenn þora ekki ann- að en að dansa með á Eld- borgarmessum umhverf- istrúboðsins. Dr. Björn Lomborg flett- ir þannig ofan af útbreidd- um trúarbrögðum sem eiga drjúgan þátt í að Skipulagsstofnun telur sér sæma að hafna Kára- hnjúkavirkjun. Þar eru hagsmunir fólksins bornir fyrir borð vegna nánast örfoka verðlausrar eyði- „Samkvæmt trúarbrögðum umhverfissinna skal ævinlega fórna hagsmunum almennings, þegar sýnt er ab eitthvert náttúrrask verði. Stjórnlist þeirra sem þessi trúarbrögð aðhyllast byggist á því að mála skrattann á vegginn í öll- um málum til þess að taka megi opinberar fjár- veitingar frá litlum börnum og sjúklingum yfir merkur og nokkurra sela í umhverfisgœluverkefni." - Frá Eyjabökkum. Hagsmunir almennings, ———— sérstaklega á Austurlandi, eru bornir fyrir borð á altari æðstu- presta umhverfisrétttrúnaðarins í Skipulagsstofnun. Nú eiga allir að kæra til ráðherra þeirra ömurlega úrskurð. Guðmundur Ólafsson Samkvæmt trúarbrögðum um- hverfissinna skal ævinlega fórna hagsmunum almennings þegar sýnt er að eitthvert náttúrurask verði. Stjórnlist þeirra sem þessi trúar- brögð aðhyllast byggist á því að mála Gamalt vín á nýjum belgjum Því meira sem hlutirnir breytast, þeim mun frekar eru þeir áfram hin- ir sömu (A. Karr). Meira að segja Guð getur ekki breytt fortíðinni og mennirnir klúðra gjarna framtíð- inni. Stjórnsýsla margra landa hefur þrælbitið sig fasta í gómlum sporum og verkaskiptingum og stundum virðast ráðherrar sigla sinn í hverja áttina eða fylgja markmiðum eða mýrarljósum sem beinlínis stangast á. í Þýskalandi er nú sami ráðherr- ann yfir neytendamálum og landbún- aði; það er kokkteill sem sumir telja ódrekkandi. R. Kiinast (R.K.) kemur úr röðum græningja og er hún í ríkisstjórn G. Schróders sem stendur með henni í þverstæðukenndum yfirlýsingum sem ekki er gott að átta sig á. „Burt með verksmiðjubúin og dýrahald verði í samræmi við upplag þeirra sem og neytenda- og vistvænt." „Eft- irleiðis fái kýrnar bara vatn, korn og gras." „Allar landbúnaðarafurðir fái innihaldsáletrun sem sýni bara leyfð innihaldsefni." Athyglisvert, enga riðu takk! En hvaö er átt við og hvernig má ná markmiðunum? Það sem er áþreifanlegt, innan um Fáir neytendur eru jafn berskjaldaðir fyrir okri og yfir- gangi og þeir islensku. - Frá neytendum hafa ekki komið neinar óskir um merkingar kjöts til að geðjast framleið- endum eða pólitikusum í því skyni að hœkka verð eða til að fá meira skattfé; miklu frekar hafa heyrst óskir um merkingar fyrir neytendur til að forðast „eyðimerkurkjót" sem er að mestu til orðið á ofbeittu landi sem er í afturför. skæðadrífu af yfirlýsingum, er skilgreining á lífskjórum búpenings og hænsnfugls með tilliti til flatarmáls á básum og í búrum eða úti- gangs. Frú Geggjun R.K. hefur verið kölluð „frú Geggjun" en ef henni tekst vel til verður hún eins og Jóhanna af Örk neyt- enda, en yfirlýsingar duga skammt einar sér. Forveri hennar, A. Fischer, varð að hypja sig eftir að hafa orðið undir i glímu við „heilbrigðislobbíið" vegna riðumál- anna á siðasta ári. Kanslarinn sjálf- ur sagði að hann vildi heldur láta í minni pokann i kosningum heldur en á fundi bændasamtakanna. Þetta má Guðni Ágústsson íhuga varðandi okur á innfluttu grænmeti og garðá- vöxtum sem og hvort hann myndi láta heilbrigðismálin, þ.e. sýkingar í matvælum, svipta sig embætti. Margs konar deilumál eru nú víða um lönd vegna stöðu umhverfismála gagnvart landbúnaði aðallega, en einnig iðnaði. Hér á landi er í meira lagi undarlegt að fylgjast með um- hverfisráðuneyti varðandi mestu umhverfisvandamál landsins, þ.e. gróðureyðingu víöast hvar á afrétt- um. Yfirlýsingar eru yfirleitt engar um þau mál eða þokukenndar þrátt fyrir miklar upphrópanir ráðherra þeirra mála. Ráðherra neytendamála Fáir neytendur eru jafn berskjald- aðir fyrir okri og yfirgangi og þeir is- lensku. Verölag á matvælum er hér með miklum hörmungum eins og al- þjóö veit. Ef ráðherra neytenda verð- Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur ur til á íslandi er ljóst að bæði heilbrigðissjónarmið og verðlagsmál matvæla verða tekin fyrir jöfnum höndum í ríkissrjórn og þá kæmist Guðni Ágústsson ekki upp með moðreyk og biðleiki með nefndarskip- unum en sum mál ferðast jú með hraða snigilsins þar á bæ. Jón Bjarnason þingmað- ur hefur greinilega tekið eftir þýsku tilrauninni, en úr herbúðum VG hefur mátt heyra varphljóð í þá veru. Þingmaðurinn vill að lambakjót verði merkt í sam- ræmi við „uppruna og sérkenni kjötsins og í anda sjálfbærrar nýting- ar". Frá neytendum hafa ekki komið neinar óskir um merkingar kjöts til að geðjast framleiðendum eða póli- tíkusum í þvj skyni að hækka verð eða til að fá meira skattfé; miklu frekar hafa heyrst óskir um merk- ingar fyrir neytendur til að forðast „eyðimerkurkjöt" sem er að mestu til orðið á ofbeittu landi sem er í aft- urför. Eftir því sem framleiðendur sækja fastar að fá sérmerkingar til eigin þarfa vaxa væntanlega kröfur neyt- enda, bæði hérlendis og í Þýska- landi, um að fá raunverulega sjálf- bærar og ódýrar lífrænar afurðir. Þær má fá frá löndum í Austur-Evr- ópu og Eyjaálfu, svo ekki sé minnst á mörg þróunarlónd, þar sem búfjár- rækt er fyrst og fremst byggð á beit á víðfeðmum og gróðursælum lönd- um þar sem engin pláguvarnarefni eru notuð né verksmiðjuframleiddur áburður og að sjálfsögðu engin lyf notuð í búfjárrækt. Jónas Bjarnason ' Ummæli Sterkur byggðakjarni „Steingrímur J. Sigfússon og Ágúst Einarsson hafa verið að tala um að byggja upp sterkan byggða- kjarna á Austurlandi án stóriðju. Annar þeirra hefur talaö mikið að undanförnu og hinn skrif- að mikið. Skrýtið, að þeir skuli ekki hafa útskýrt hvað fyrir þeim vakir. Kannski hafa þeir boðskap að flytja, sem þykir trúverðugur. Það eru fleiri en ég sem bíða þess spenntir að fá meira að heyra." Halldðr Blöndal á íslendingur.is Frjálslyndir Afganar „En þó flutningur þessa ljóðs (ljóðsins Pípan e. Ragnar Inga Aðal- steinsson) sé glæpsamlegur á íslandi eftir að „tóbaksvarnalög" þeirra Jónínu Bjartmarz og Þorgríms Þrá- inssonar tóku gildi, þá er ekki þar með sagt að menn eigi þess engan kost að hafa þetta litla ljóð yfir. Menn gætu til dæmis farið til Afganistan og látið reyna á hvort nokkur þar amist við slíku. Senni- lega eru yfirvöld þar á bæ öllu frjálslyndari en Jónína Bjartmarz þegar kemur að „tóbaksvórnum"." Vefþjóöviljinn Skilgreiningar 0„Einkamál: Þetta orð má nota yflr nokkurn veginn hvað sem er, meira að segja " um greiðslur manna til hins opinbera. Það er auðvitað viðkvæmt trúnaðarmál að sumir fá miklu hærri laun en aðrir." Sverrir Jakobsson á Múrnum aö skil- greina orö í oröabók stjórnmálamanna. Spurt og svarað A að táka Rikisutvarpið af augtysingamarkaðnurn? ~T Mörður Árnason fulltrúi í Útvarpsráði: Eitt afþví sem þatfað breyta U „Já að mestu leiti. Hlutur aug- lýsinga og kostunar í tekjum Rík- isútvarpsins hefur á fáum árum vaxið úr fjórðungi i þriðjung. Þetta stafar af því að menntamálaráðherra hefur ekki hækkað afnota- gjöld til jafns við verðlagsþróun og þar með att Rík- isútvarpinu út á þennan markað meira og meira. Það er ekki gott fyrir Ríkisútvarpið að þurfa að reiða sig á þessar tekjur í svo miklum mæli og vera undir þeim þrýstingiu í dagskrármálum sem þess- ar aðstæður skapa. Á hinn bóginn er eðlilegt að einkastöðvarnar sitji að þessum tekjum sér til við- urværis. Það þarf mörgu að breyta í málefnum Rík- isútvarpsins og þetta er eitt af því mikilvægasta". Anna Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi í Útvarpsráði: Rekstur tryggður með öðrum hœtti „Það er ekki hægt að svara því með einfóldi já eða nei. Mér fannst það þó koma til greina ef rekstur stofnunarinnar verður tryggður með öðrum hætti. Mér finnst líka nauðsynlegt að skýra betur aðstæður Ríkisútvarpsins sem situr undir gagnrýni vegna þeirrar þríþættu fjármögnunar sem það nýtur. Það er orðið nauðsynlegt að skýra málin. Þar af leiðandi þyk- ir mér koma til greina að Útvarpið fari af auglýsinga- markaði sé fjármögnun þess tryggð með óðrum hætti. í þeim efhum er ekki um aðrar leiðir að ræða en pen- inga af fjárlögum. í dag er ætlast af Ríkisútvarpinu að það standi fyrir fjölþættum rekstri og fjármagni þann rekstur með öðrum hætti en fjármagni frá ríkinu". Bjarni Hafþór Helgason skifstofustjóri: Tekjur komi af fjárlögum „Ég tel að það eigi að gera ef menn á annað borð telja að rík- ið eigi að standa í fjölmiðla- rekstri, en samhliða því þarf að skilgreina betur markmiðin með starfsemi Ríkisútvarpsins. Menn verða að gera upp við sig á hvaða sviðum þessir miðlar eigi að starfa og hvar ekki. Ég sé fyrir mér ríkissjónvarp og útvarp sem starfi í mun knappara formi með styttri útsend- ingartímas en með mun vandaðra og meira unnu efni. Þetta á ekki að fjármagna með aug- lýsingum, heldur með tekjum af fjárlögum, en þetta er auðvitað spurning um pólitik". Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar: Ríkisútvarpið þarfþessar tekjur „Nei, það tel ég ekki. Ríkisút- varpið þarf á sínum tekjum að halda og þeirra á meðal auglýsinga- tekjunum. Ég er á því að innheimta afnotagjalda eigi að vera með öðrum hætti en er í dag. Ég sé ekki að stofnunin geti verið án auglýsingatekna sinna. Inn- heimta afnotagjaldanna ætti hinsvegar að vera sú að um nefskatt væri að ræða sem yrði einnig ekki næri eins kostnaðarsöm og núverandi innheimta. Þeirri spurningu hvort að ríkið eigi yflr höfuð að vera í þessum rekstri svara ég játandi, þetta er að vísu fjöl- miðill en um leið ákveðinn upplýsingagjafi. Þó ég sé hlynnt frjálsum rekstri finnst mér Rikisútvarpið hafa sérstöðu, t.d. sem öryggismiðiU". Virka svona vélar á þingmenn? Aukin löggæsla getur stöðvað vitfirringuna $ Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur lýst því yflr að hann telji ekkl tímabært aö taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Það var vond helgi. Fréttir af voða- atburðum í umferðinni skyggja á annars ánægjulega daga. Við flnnum til með þeim sem eiga um sárt að binda eftir hörmungar helgarinnar. Ég heyrði óminn af sírenum sjúka- bíla og lögreglubíla inn til mín upp úr klukkan sex á sunnudag þar sem ég ég var að fylgjast með golfinu í Grafarholti í sjónvarpinu - og nokkru siðar barst ómurinn gegnum tækið þegar hjálparmenn þeystu eftir Suðurlandsvegi í nokkurri fjarlægð. Sonur minn ungur hafði nóttina áður komið að hryllilegum vettvangi við Sæbraut og Kleppsveg og var eðlilega djúpt snortinn af að heyra um örlög jafnöldru sinnar. íslensk umferð - hneykslismál Stundum finnst mér þetta litla þjóðfélag okkar öllu viti flrrt. Akstur á götum borgarinnar er slíkur að geð- veiki er líkastur. Ung stúlka sest upp i bíl og það verður hennar hinsta ferð í þessu lífi. Undir stýri situr ungur maður sem hefur brotið allar reglur og lög. Hamsleysi hans og brotavilji verða ungri stúlku að bana. Sjálfur á hann eftir að bera þessa sök ævilangt og áreiðanlega bera hans nánustu líka þungan kross. Ungur maður ekur hratt eftir Suðurlandsvegi og tekur skyndilega strikið rakleiðis yfir á annan veg- arhelming í veg fyrir rútubifreið með farþega sem eru á leið til borgarinnar eftir vel heppnaða helgi í óbyggð- um. Enda þótt ökumaður rút- unnar aki var- lega verður slys- inu ekki afstýrt. Tvö íslensk ung- menni eru fallin í valinn sömu helgina. Umferðarmál á íslandi eru hel- bert hneyksli og hamslaust, blóð- ugt stríð. Það sjá allir. Ríkisstjórn sem státar af miklum tekjuaf- gangi tímir ekki að halda uppi eðlilegri lög- gæslu í landinu. Ökukennsla virðist líka enn í molum og út- skrift 17 ára barna úr umferðar- skólum orkar vægast sagt tví- mælis. Sumir ungir ökumenn fara út á götuna með það á til- finningunni að eftirlit með háskalegum næturaksri sé nán- ast ekkert. Þeir ganga upp á lagið og gera götur borgarinnar að kappakstursbrautum. Sumir þeirra eru undir áhrifum áfeng- is og fikniefna. Háaloftið Löggæsla er eina lausnin Ég efa ekki að dómsmálaráð- ^^ herra vill láta gott af sér leiða í umferðarmálum. En ráðherranum er vandi á höndum. Margt hefur verið reynt en engin ráð virkað. Betri veg- ir þýða einfaldlega mun hraðari akst- ur og árekstrar gerast mun harðari en áður. Nánast enginn ökumaður á þjóðvegi eitt ekur undir hundrað á stærstum hluta veganna. Ökumenn, stundum með aftanívagna, slangra til og frá og taka fram úr á 110 km hraða. Bílar á 120 kílómetra hraða æða fram úr á blindhæðum. Maður er í lífshættu á vegunum og hvergi lög- gæslu að sjá. Fyrir nokkrum vikum heyrði ég viðtal í útvarpi við ungan brotamann Jón Birgir Pétursson skrifar: í umferðinni, átján eða nírján ára ið yrði að því. gamlan. Hann hefur ít- rekað ekið fullur, ekið á ólöglegum hraða og brot- ið allar reglur. örsjaldan hefur hann náðst en nógu oft þó til að sektar- greiðslur hans námu, að mig minnir hálfri millj- ón, einn bfll ónýtur, en þó keypti hann nýjan, aflmikinn! Það var enga iðrun að heyra á þessum stórhættulega unga öku- manni, öðru nær, hann virtist ekki sjá eftir " neinu - nema sektar- greiðslunum til lögreglunnar og óku- skírteininu sem hann þurfti loks að skila. Ég held að svona menn séu sjúklingar og þá verði að umgangast sem slíka. Þessi maður á eftir að koma aftur út í umferðina, og eins og hann sagði sjálfur, þá ræður hann ekkert við sig. Eitt ráð er til, og það kostar pen- inga. Það er aukin löggæsla en hún yrði sjálfbær, sektargreiðslur gætu hæglega kostað aukinn mannafla i lögreglunni. Jafnvel mætti bjóða út umferðargæslu til fyrirtækis sem tæki slíkt að sér. Fækkun slysa yrði þjóðinni mikill léttir hvernig sem far- „Fréttir af voðaatburðum í umferðinni skyggja á annars ánœgjulega daga. Við finnum til með þeim sem eiga um sárt að binda eftir hörmungar helgarinnar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.