Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 14. AGUST 2001 Keikó líklega í Eyjum í vetur „Við höfum alltaf gert okkur grein fyrir að það getur brugðið til beggja vona með verkefnið. Menn verða því bara að taka því ef þetta tekst ekki," sagði Hallur Hallsson, talsmaður Ocean Future-samtak- anna í morgun, um það hvort há- hyrningurinn Keikó muni aðlagast öðrum hvölum. Senn líður að þvi að háhyrningavaða sem heldur sig gjarnan við Vestmannaeyjar á þess- um árstíma, það er fram í þriðju viku ágúst, muni hverfa annað. „Þetta hefur gengið mjög vel. Keikó hefur verið langdvölum þarna úti og átt stöðug samskipti við aðra hvali. Þetta er fráleitt ein- falt en við gerum allt sem í okkar valdi stendur," segir Hallur. En hvað verður um Keikó ef hann aðlagast ekki öðrum háhyrningum? „Ég reikna með að við verðum áfram í Eyjum í vetur." -Ótt pt* S& ^I-TTJ £•«»»' fí^^T J Varagiröing Hér eru bæjarstarfsmenn að útbúa varaflotgirðingu. Tugur danskra kafara: Sprengjuleit í EIGrillo Um það bil tugur kafara úr danska sjóhernum hóf köfun við fiak El Grillo á Seyðisfirði í gær. Þeir munu meðal annars fjarlægja úr skipinu virkar sprengjur og tundurdufl sem talið er að geti verið í því og utan við *¦ það. Bæjarstarfsmenn á Seyðisfirði eru á sama tíma að ganga frá flotgirð- ingu fyrir olíu sem á að vera vara- girðing fyrir Norðmennina sem munu reyna að ná olíunni úr skipinu á næstunni. Varðskipið Týr er með í aðgerðum. í gær köfuðu Danirnir og festu Tý yfir flakinu með akkerum að aftan og framan. Um borð í Tý er allur búnað- ur fyrir kafarana. Magnús Stefáns- son, kafari á Seyðisfirði, sagði í sam- tali við DV að öll köfun við fiakið væri varasöm og þarna væri ástæða til að fara sérlega varlega. Hann sagð- ist telja að ætlunin væri að kafa með fram skipinu og kanna hvort einhver hætta er þar á ferðum. -JBP Sígarettuglóð varð að eldi omrno m. Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Vatnsstíg XI í nótt en tilkynnt var um eld í íbúð þar á 1. hæð. Að sögn lögreglu virð- ist sem eldurinn hafí kviknað í sófa og er talið líklegast að sígarettuglóð hafí valdið. 18 ibúðir í húsinu voru rýmdar og tveir íbúar fluttir á slysadeild með reykeitrun. Skemmdir urðu ekki miklar afeldi en þónokkrar reykskemmdir. Kynnisferðir sf. og Upplýsingamiðstöð ferðamála takast á: Lögbann á að læsa dyrunum - samkvæmt úrskurði sýslumanns - stefnir í dómsmál Forráðamenn Kynnisferða sf. og Upplýsingamiðstöðvar ferðamála hafa að undanförnu deilt hart um hvort læsa eigi dyrum sem eru milli ferða- skrifstomnnar og miðstöðvarinnar eða hafa þær opnar. Málsaðilar leigja báðir húsnæði í Bankastræti 2. Svo háttar til að viðskiptavinir Kynnisferða ganga í gegnum húsnæði Upplýsingamiðstöðv- arinnar og þaðan inn í ferðaskrifstof- una. Ágreiningurinn um dyrnar er svo harður að sýslumaðurinn í Reykjavík hefur nú, að kröfu Kynnisferða, sett timabundið lögbann á þann gjörning Upplýsmgamiðstöðvarinnar að læsa þeim. Stefha hefur síðan verið lögð fram í málinu og fer það að óbreyttu fyrir dómstóla, að sögn Jóns Magnús- sonar hrl., lögmanns Upplýsingamið- stöðvarinnar. Það eru Flugleiðir, Ferðaskrifstofa íslands, Samvinnuferðir-Landsýn, Atl- antic og Ferðaskrifstofa BSÍ sem eiga og reka Kynnisferðir. Upplýsingamið- stöðina reka Ferðamálaráð, Reykjavík- urborg og Ferðamálasamtök íslands. Pétur Rafnsson, stjórnarmaður Upp- lýsingamiðstöðvarinnar, sagði að eitt af höfuðmarkmiðum í rekstri mið- stöðvarinnar, sem ríkið kæmi að, væri Opiö Lögbann er á að loka þessum dyrum. að upplýsingamiðlun hennar væri hlut- laus. Lögð væri áhersla á að veita eins fullkomnar upplýsingar og hægt væri og segja ferðamönnum frá öllum þeim möguleikum sem fyrir hendi væru. „Eftir að hafa fengið kvörtun úr at- vinnugreininni var það álit stjórnar Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík að það væri óeðlilegt að inn- angengt væri úr upplýsingamiðstöð- inni inn á söluskrifstofu eins fyrirtæk- is í ferðaþjónustu," sagði Pétur. „Stjórnin samþykkti á fundi sinum í sumar að þessum dyrum skyldi lokað vegna þessa, auk þess sem við þurfturn meira pláss. Opnar dyr og allur um- gangur um þær tekur aukið pláss og upplýsingamiðstöðin er að springa utan af okkur. Viðbrógð Kynnisferða voru með þeim hætti að krafist var lög- banns á þá aðgerð okkar að læsa dyr- unum. Lögbannið fékkst fram. Þetta dyramál er því að verða dálítið skraut- legt. Dyrnar eru enn opnar og enn er kvartað." Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða Sf., sagði við DV að í leigu- samningi fyrirtækisins væri gert ráð fyrir að rýmið, sem nú er deilt um, væri sameiginlegt. í samningnum stæði að Kynnisferðir ættu að hafa að- gang að dyrum á austurhlið húsnæðis- ins. Þetta væri viðurkennt af leigusala sem væri Minjavernd. „Við viljum ekki sætta okkur við að brotnir séu á okkur samningar," sagði Pétur. Hann bætti við að einnig væri hægt að ganga inn í húsnæði Kynnisferða um port en sá inngangur væri einungis ætiaður fyrir starfsfólk. -JSS Ibúar við Garðhús krefjast gagna - Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa frest til föstudags Lögfræðihgar eigenda og íbúa í húsum við Garðhús í Reykjavík hafa gert kröfu um að Reykjavíkur- borg, Vegagerðin og Skipulagsstofn- un afhendi gögn er varða fyrirhug- aða lagningu Hallsvegar frá Fjall- konuvegi að Víkurvegi í Reykjavík á grundvelli upplýsingalaga. Var krafan, sem er í sex liðum, send þessum aðilum á föstudag. Þar er þess krafist að gögn verði afhent eigi síðar en föstudaginn 17. ágúst. Árni Friðbjarnarson, einn af íbú- um við Garðhús, sagði í samtali við DV í morgun að málið væri í raun einfalt. Ef lagning vegarins yrði knúin óbreytt í gegn þá yröi farið í mál viö borg- ina. Ljóst væri að þar væri um svik að ræða á forsendum lóðaúthlut- Ibúar vifl Caiftbus í Graiarroni íhuRj oð leita til dámttóla vegiut IlalUvegar: Hraðbraut í bakgarðinn - rimx köhh Wjft til ftrundvaluir frmakvmiMHnni. kecir taltmaður íbtwnnn lUmMkkn-HailivðCur TS585 unar sam- kvæmt upp- ^s;rggs sz>2sj"£?æ haflegu KSSSS '^st^TSs skipulagi StívsSS |~j*£«^ svæðisins. Ef til málshöfðunar kæmi yrði þess krafist að borgin keypti upp eignir íbúa við Garðhús. fbúarnir halda því fram að til grundvallar framkvæmdum við -*>* ?. -\ Hallsveg hafi veriö lagðar fram misvísandi umferðarspár. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, hefur krafið embættismenn skýringa vegna þessa. -HKr. Tómas Ingi Olrlch. Innrás ísraela í Jenín: Öf gaöf I á báða kanta „Það bendir flest til þess að öfgaöflin séu far- in að ráða þessari þróun báðum megin og það hlýtur að reyna mjög á innviðina i rikisstjórn Shar- ons," sagði Tómas Ingi Olrich, for- maður utanríkis- málanefndar Alþingis, i samtali við DV í morgun. Sjötíu ísraelskir skriðdrekar réðust i gærkvöld inn í palest- insku borgina Jenín á vestur- bakka Jórdanar og eyðilögðu meðal annars 2 palestínskar lög- reglustöðvar. Þremur klukku- stundum síðar drógu þeir herlið- ið til baka en staðan er eigi að siður alvarleg og hafa Palestínu- menn komið fram með kröfur um alþjóðlega öryggisgæslu á svæð- inu. Tómas Ingi telur til lítils að senda friðargæslulið fyrr en aðil- ar málsins, þ.e. ísraelar og Palest- inumenn, sýna vilja til sátta, en lítil teikn hafa verið á lofti um slíkt undanfarið. Tómas Ingi vildi ekki tjá sig um líkur þess að ís- lendingar hefðu bein afskipti af deilunni nú og DV náði ekki í ut- anríkisráðherra, Halldór Ás> grimsson, áður en blaöið fór í prentun. Israelsher hefur ekki ráðist jafn langt inn á palestínskt land- svæði í átta ár og er hugsanlegt að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna verði kallað saman í dag. „Málið er mjög eldfimt," sagði formaður utanríkismálanefndar. -BÞ Strik líka í kláminu í ljós hefur komið að á vefsiðu Strik.is hefur verið vísað á aðrar vefsíður sem innihéldu gróft klámefni. Þegar hefur verið brugðist við þessu á viðeigandi hátt af forsvarsmönnum Striks- ins. Eins og fram hefur komið varð tímaritið Bleikt og blátt uppvíst að því um helgina að heimasiða þess var tengd við klámvef sem innihélt gróft klám, m.a. barnaklám. Rannsókn þess máls hófst hjá lögreglu í gær og þar verður einnig skoðað það sem átti sér stað hjá Strik.is. Það sem sér- staklega er skoðað er hvort það að tengja heimasíður við aðra vefi sem innihalda klámefni telst vera dreifing á klámi. -gk Heilsudýnmr tsérflokkil Svefn&heilsa Rafkaup Ármúla 24 • simi 585 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.