Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. AGUST 2001 Skoðun DV Hvenær fórstu síðast í kirkju? Júlíus Björgvinsson, 12 ára: Ég fór í kirkju síöastliðin laugardag aö hjálpa pabba aö stilla orgel. María Tómasdóttir, nemi: Fyrir um ári fór ég í skírn hjá litla frænda mínum. Hildur Hjartardóttir, nemi: Ég fór í skírn fyrir ári. Eva Rós Stefánsdóttir, leikskólakennari: Fyrir um 2-3 árum fór ég í kirkju, tilefn- iö var aö vinkona mín var aö gifta sig. Asdís Helga Thors, 3ja ára: Ég fór meö mömmu minni í giftingu fyrir um 2-3 árum. Hallgrímur Helgi Hallgrímsson, 14 ára: Eg fór síöast í kirkju þegar ég fermdist 1. apríl 2001. Eyöiflákar, heiöalönd. „Leifar afturhaldsaflanna geta nú einbeitt sér aö því aö vernda eyöimerkurnar sem þekja 2/3 landsins. “ Lúpínuskortur og stefnuplága NT skrifar: Enn koma fram þær fyndnu hug- renningar forsjárhyggjunnar að ein- hver „opinber yfirvöld“ eigi að koma í veg fyrir að náttúran „eyði- leggi“ manngerðar eyðimerkur, með þvi að mynda gróðurþekju. Reglugerðarfurstar og stofnanafíkl- ar skæla yfir „stefnuskorti" gegn út- breiðslu lúpínu sem af miklum dugnaði vinnur gegn útbreiðslu eyðimarka. Lúpínan svarar ekki fyrir sig og hefur líklega ekki áhyggjur af skammsýni forsjárhyggjunnar. Við, sem búum við þessar eyðimerkur, ættum að hafa áhyggjur af leifum afturhaldsaflanna sem dýrka svo mjög hina svörtu, dauðu náttúru landsins. Leifar afturhaldsaflanna geta nú einbeitt sér að því að vernda eyði- - af leifum forræðishyggjuafturhaldsins yjarðvegseyðingin er þar með tryggð. Hreindýrin geta þá gumlað á síðustu gróður- leifunum og leifar aftur- haldsaflanna geta farið í sín■ ar föstu sumarferðir, píla- grimsferðir í „ósnortnar“ eyðimerkurnar, án þess að vera ónáðaðar af gróðri.“ merkumar sem þekja 2/3 landsins. Lukka þeirra er mikil. Þeir hafa nú tryggt hreindýrum og rollum for- gang á hálendinu. Með hugmyndum um að banna grófrifílaða gönguskó og lúpínu er eyðimörkunum líklega endanlega börgið. - Sannarlega lukkulegir landeyðingarmenn. Jarðvegseyðingin er þar með tryggð. Hreindýrin geta þá gumlað á síðustu gróðurleifunum og leifar afturhaldsaflanna geta farið í sínar föstu sumarferðir, pílagrímsferðir í „ósnortnar" eyðimerkumar, án þess að vera ónáðaðar af gróðri. Landverðir og öll þeirra bönn sjá svo um að halda ferðalöngum fjarri. En hvar á þetta að enda? Með nýlegri reglugerð er lands- mönnum og gestum okkar bannað að kveikja varðelda án þess að hafa til þess leyfi og greiða gjöld. Sigri hrósandi auka myrkvaöflin, myrkrið og leiðindin. Það er nú kjarni málsins. Mikið skelfmg era þessir svörtu náttúruverndarstaur- ar leiðinlegir. Geta ekki unnt nein- um neins. Síst að njóta af gleði og ánægju. Áhrif þessara leiðinda á umhverfið verður að setja 1 mat. - Mikinn mat. Burt með stofnanafiklana og græðum ísland. Trúlaus biskup? Guöjón Magnússon skrifar. Mikið finnst mér biskup íslands lýsa miklu trúleysi i ræðu sinni á Hólahátíð um þróun vísindanna sem hann vill að vísu gera sem minnst úr. Getur það verið að bisk- up tslands sé svo heillum horfmn að hann vilji ekki að vísindin haldi áfram að eflast og dafna? Það er eng- in skynsemi í því fólgin að fordæma það sem nefnt hefur verið klónun mannsins. Allt er þetta gert með guðs vilja, að mínu mati, og hann er það máttugur að gegn honum verð- ur ekki gengið með því að stöðva framþróunina. Hver segir að maðurinn hafi „Er biskup á móti því að rcekta upp gott kúakyn svo eitthvað sé nefnt?“ alltaf verið eða eigi að vera eins og hann er í dag? Er ekki Darwins- kenningin sú að maðurinn hafi þró- ast í það sem hann er í dag? Ég er að vísu ekki þeirrar skoðunar en tel að vísindin séu líka verk guðs og það sé því honum þóknanlegt að betrumbæta mannskepnuna, rétt eins og dýrin sem honum hefur ver- ið gefið vald yfir. Er biskup á móti því að rækta upp gott kúakyn svo eitthvað sé nefnt? Eða að fást við að „búa til“ nýjar taugafrumur eða hvað annað sem kemur í staðinn fyrir ónýtar? Maður gæti haldið að hjátrú væri það sem biskup er að boða í ræðu sinni á Hólahátíð. Var ekki fyrrver- andi biskup, faðir þess núverandi. afar sár yfir því að menn hefðu far- ið út í geiminn? Hvað þýðir það fyrir einn af æðstu mönnum þjóðarinnar að halda slíkum heimskukenningum á loft sem þessum sem hér er rætt um? - Vertu skynsamur, herra bisk- up, eða reyndu a.m.k. að nota þaö vit sem þér var gefið af guði, fóður vorum. Þá verður eftir þér tekið og þú metinn aö verðleikum. Jón vs. Jón Garri hélt satt að segja að hann hefði séð öll tilbrigði stjómmála á löngum ferli sínum sem stjómmálaáhugamaður. Hann hefur orðið vitni að persónupólitík, rætinni pólitík, málefnalegri pólitík, barnalegri pólitík, snilldarlega tefldum pólitískum refskákum og fleiru og fleiru. Hins vegar minnist Garri þess ekki að hafa orðið vitni að pólitískum draugagangi fyrr en núna. Það er orðið svo reimt í íslenskri pólitík þessa dagana að Garri veit satt aö segja ekki hvað er nýtt og hvað er gamalt, hvað er dautt og hvað lif- andi. Kannski er KólumkiUa kominn á kreik? Kannski stendur þetta í einhverjum tengslum við opnun galdrasýningar eða galdrahátíðar á Ströndum? Hver veit, en í öUu faUi er ástandið orðið afar óvenjulegt. Aðalhlutverkin í þessum pólitísku reimleikum leika tveir Jónar, sem báð- ir eru landskunnir menn og hafa áður tekist á. Og þaö eru einmitt þessi fyrri átök þeirra sem aUir héldu að búið væri að signa yfir, sem brjót- ast nú fram á sjónarsviðið með margfóldum krafti og hrista upp í þjóðinni. Jón Jón Baldvin Hannibalsson svarar Jóni Stein- ari Gunnlaugssyni fuUum hálsi í DV-grein í gær en Jón Steinar hefur verið að rifja upp áfengis- kaupamál Jóns Baldvins frá því á fjár- málaráðherraárum Jóns i lok niunda áratugarins. Einkum beinist umræðan að áfengiskaupum vegna afmælisveislu eiginkonu Jóns Baldvins, Bryndísar Schram. Þessi umræða varð afar heit á sínum tíma enda kom hún í kjölfar málaferla vegna áfengiskaupa Magnúsar Thoroddsens sem handhafa forsetavalds. Augljóst er að þessi mál eru enn afskap- lega heit og hvatskeytleg rnnmæli sem faUa á báða bóga eru tU marks um það að þessir aöalleikarar hafa engu gleymt. Að vísu er Jón Steinar í góðri leikæfingu því hann hefur spUað í pólitískum meistaraflokki sjálfstæðis- manna lengi en Jón Baldvin hafði hins vegar dregið sig í hlé og jafnvel neitað sér um að spila með old boys liði jafnaðarmanna - enda kominn í virðulega ópólitíska sendiherrastöðu. Jón Það er e.t.v. ekki síst vegna þessa nýja hlut- skiptis Jóns Baldvins sem þessi pólitíski upp- vakningur kemur á óvart - bæði það að Davíð (sem fyrstur vék að áfengiskaupamálunum Jóns í DV-viðtali fyrir þremur vikum) og svo Jón Steinar skuli hafa vakið þennan draug upp og svo hitt að Jón Baldvin skidi telja sig þurfa að fara með særingaþulur yfír draugnum. Það merkUega er þó að þegar alþýða manna sér og heyrir taktana i Jóni Baldvin, sem hikar ekki við að skjóta fostum skotum á Jón Steinar og raunar Davíð líka, rifjast upp fyrir mönnum því- líkur stjómmálaskörungur sendiherrann var. Og menn átta sig líka á því að hann kann enn sitt- hvað fyrir sér í pólitíkinni því ekkert eins bein- skeytt hefur komið frá stjómarandstöðunni lengi og piUur hans í DV-greininni í gær. Garri er því ekki hissa þegar hann les og heyrir að krafa sé nú uppi meðal jafnaðarmanna að fá þennan leik- mann tU að taka fram pólitísku f . knattspymuskóna á ný. G8TI1 , Asgeir Hannes Eiríksson og Ólafur G. Einarsson, fyrrv. alþm. Furöuskrif aö mati bréfritara. Tveir fyrrverandi þingmenn Elisabet Sigurðardóttir skrifar: Tveir fyrrverandi þingmenn rita í Morgunblaðið í síðustu viku. Ann- ar þeirra, Ásgeir Hannes Eiríksson, ræddi um það sem hann nefndi „Glæpina í Skerjafirði“ og átti þar við flugvaUarbyggingu Breta. Hann taldi breskan her hafa tekið land á íslandi í óþökk íslensku þjóðarinn- ar! VUdi þingmaðurinn að Þjóðverj- ar hefðu orðið á undan? Dettur hon- um í hug að ísland hefði náð að vera óáreitt aUa styrjöldina? - Hin grein- in var eftir fyrrv. þingmanninn, fyrrv. ráðherrann, fyrrv. forseta Sameinaðs Alþingis og núverandi formann Seðlabanka íslands. Hann hefði átt að bíða með þessi skrif sín um svo augljósa eftisjá vegna stjóm- arsetu í Lyfjaverslun íslands. Hann er enn þá formaður Seðlabankans og fyrrverandi aUt hitt, með tUheyr- andi eftirlaun. Svona skrif verða varla tU nema fyrir mikinn þrýsting einhverra ofurjarla samfélagsins. Ekkert ad frétta Karl Hjelm skrifar frá Neskaupsstað: Fjölmiðar hafa ekki minnst einu orði á Neistaflug, útihátiðina í Nes- kaupstað. Það er kannski ekki svo furðulegt því það var ekkert að frétta. Hér voru engar nauðganir, engin slys, engar misþyrmingar, enginn ölvunarakstur og ölvunin var engum til vansa. Og engir blendnir stjórnendur með vafasama fortíð stjórnuðu hér söng eða öðru. Það telst víst ekki tU frétta þegar heilbrigð æska skemmtir sér á heU- brigðan hátt við ágæta dagskrá, útisöng, flugelda, dansleiki og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Aðalstöðvar Fróða við Seljaveg. Stjórnlaus útgáfa? Barnaklám í Fróðaútgáfu Gísn^lafsson_skrjfar: Það má furðu sæta að útgáfufélag, sem sinnir þó ekki meiri starfsemi en Fróðaútgáfan gerir, skuli ekki hafa vitneskju um hvaða netmiðlum tímarit hennar tengist beint. Út- gáfustjórinn veit þó líklega, svo og aðalritsjtóri, að á þeirra vegum kemur út ritið Bleikt og blátt, sem ég get ekki flokkað undir annað en sorarit. Engin afsökunarbeiðni get- ur komið í stað þeirrar smánar aö gefa út þetta rit. Og þótt hver ábyrgðarmaðurinn á fætur öðrum reyni að firra sig ábyrgð á and- styggðinni, mun útgáfa þessi verða fyrir miklu hnjaski. Það eina sem hægt er að taka tU bragðs er að leggja útgáfuna á Bleiku og bláu niður að fuUu. Nóg er til af kláminu í erlendu blöðunum hér og er öUum til vansa sem þar ráða ferð. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasiöa DV, Þverholti 11,105 ReyHjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.