Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 22
26 ÞRIDJUDAGUR 14. AGUST 2001 , Islendingaþættir J3V Uinsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli || Sjnrngur 100 ára Ragnheiður Magnúsdóttir, Gullsmára 11. Kópavogi. 85ára___________ Guðrún Pétursdóttir, Vogatungu 79, Kópavogi. 80ára__________ Jóhanna Björnsdóttir, Sæbakka 13, Neskaupstaö. María Jónína Adolfsdóttir, Munkaþverárstræti 29, Akureyri. 75ára Agústa Sigurðardóttir, Garðbraut 41, Garöi. Sigfríöur Jónsdóttir, Skálholtsvík 2a, Strandasýslu. 70 ára Jónbjörg Eyjólfsdóttir, Gilsbakkavegi 13, Akureyri. Óskar Friöriksson, Grýtubakka 24, Reykjavík. 60 ára Guöjón Albertsson, Móaflöt 39, Garöabæ. Guðlaug íris Tryggvadóttir, Munaðarhóli 23, Hellissandi. Kristín Guðjónsdóttir, Hraunbæ 82, Reykjavík. Sveinn Ingólfsson, Hvassaleiti 28, Reykjavík. 50 ára Elín Oskarsdóttir, Sendiráði Stokkhólms, Reykjavík. Karl Axel Guöjónsson, Mávabraut 6c, Keflavík. Kolbrún Gestsdóttir, Klukkubergi 13,. Kristín Elídóttir, Birkihvammi 15, Kópavogi. Sigurjón Benediktsson, Kaldbaki, Húsavík. Þórunn Guðmundsdóttir, Laufengi 14, Reykjavík. 40ára Elín Osk Halldórsdóttir, Brúnastöðum 29, Reykjavík. Guðbjörg Maria Ingólfsdóttir, Frostafold 48, Reykjavík. Helgi Hálfdánarson, Æsuborgum 2, Reykjavík. Herdís Jakobsdóttir, Jakaseli 30, Reykjavík. Lena Helgadóttir, Kúrlandi 18, Reykjavík. Magnús Brynjar Erlingsson, Þykkvabæ 4, Reykjavík. Ólafur Skúli Guðjónsson, Ásgarösvegi 4, Húsavík. Sigrún Gissurardóttir, Skólagerði 34, Kópavogi. Sólrún Björk Björgvinsdóttir, Háseylu 3, Njarðvík. Þóra Björk Ólafsdóttir, Ásbúöartröð 15, Hafnarfirði. Andlát Amdís Einarsdóttir, húsmóðir frá Ing- unnarstöðum, Kjós, síðast til heimilis Samtúni 36, Reykjavík, lést á Landspít- ala Fossvogi fimmtudaginn 9. ágúst. Júlíana H.M. Ólafsdóttir frá Patreksfirði lést á dvalarheimilinu Kumbaravogi fimmtudaginn 9. ágúst. Oddrún Sigurlaug Guðmundsdóttir íþróttakennari, Löngubrekku 25, Kópa- vogi lést á Vífilsstaðaspítala miðviku- daginn 8. ágúst. Þóra G. Bragadóttir kaupmaður, Ysta- bæ 5, Reykjavík, lést miðvikudaginn 8. ágúst. Sara Abdelaziz, lést af slysförum laugar- daginn 11. ágúst. Baldur Sigurjónsson, organisti og tré- smiöur frá Þingeyri, andaöist á Dvalar- heimilinu Höfða, Akranesi, föstudaginn 10. ágúst. Jaröarfarir Stefán Nikulásson frá Stokkseyri, Hamraborg 32, veröur jarðsunginn frá Kópavogskirkju á morgun, 15. ágúst, kl. 13.30. Ari Magnús Kristjansson, fyrrv. skip- stjóri og kaupmaður, Hrafnistu, Hafnar- firði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarö- arkirkju á morgun, 15. ágúst, kl. 13.30. Björn G. Eiríksson sérkennari-talkennari Björn G. Eiríksson, talkennari í Reykjavík, er sjötugur i dag. Starfsferill Björn Grétar er fæddur í Sigurð- arhúsi á Eskifiröi. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1949 og verslunarskólaprófi 1952. Björn lauk kennaraskólaprófi 1955 og var í Norska kennaraháskólan- um á Hlöðum í Þrándheimi 1958- 1959. Bjöfn lauk handavinnukenn- araprófi í Kennaraskóla íslands 1967 og prófi i talkennslu í Norska sérkennslu-kennaraskólanum i Ósló 1973. Hann var kennari við Barna- og unglingaskólann á Búðum í Fá- skrúðsfirði 1955-1956, var með Reykjavikurumboð Tryggingastofn- unar riksins, lífeyrisdeild 1956-1958, kennari við Barna- og unglingaskól- ann í Grindavík 1959-1960, kennari á Reyðarfirði, við Barna- og ung- lingskólann á Búðareyri í Reyðar- firði 1960-1961, kennari við Voga- skóla í Reykjvík 1961-1963, kennari við Barna- og unglingaskólann á Höfn í Hornafirði 1963-1964, kenn- ari við Barna- og unglingaskólann á Búðareyri í Reyðarfirði 1964-1965 og aftur 1967-1971 og var auk þess kennari við miðskólann Reyðarfirði 1970-1971. Björn var kennari við Ár- múlaskóla (Gagnfræðaskóla verk- námsins 1971-1972 og frá 1973 til starfsloka 1998 var hann talkennari í Reykjavíkurskólahéraði við ýmsa skóla. Björn vann einnig margs konar sumarstörf og var til að mynda stöðumælavörður hjá Bíla- stæðasjóöi Reykjavíkur i 5 sumar. Björn hefur verið virkur þátttak- andi í félagsstörfum en ekki verða þau óll tiunduð hér. Meðal félaga sem hann starfar/starfaði í eru barnastúkan á Fáskrúðsfirði, Fram- tíðin (æðstitemplar) frá 1986, Þingstúka Reykjavíkur, Stórstúka Mcrkir íslendingar íslands, Bindindisfélag Kennara- skólans, Samband bindindisfélaga í skólum, Samtök skólamanna um bindindisfræðslu, Kristilegt sjó- mannastarf, Kristinboðsfélag karla, KFUM og Gídeonfélagið. Fjölskylda Björn kvæntist 21. desember 1970 Björgu Aasen, f. 16. janúar 1940, for- skólakennara. Foreldrar Bjargar voru Hallvor Aasen, b. á Aasen á Þelamörk, og kona hans, Tone, f. Gulbek, sem bæði eru látin. Björn og Björg skildu árið 1994. Börn Bjórns og Bjargar eru: Verónika, f. 23. september 1973, var gift Jose Manuel C. Salvador, vél- smið; Una Tone, f. 8. janúar 1977, og Grétar Páll, f. 8. janúar 1979. Barnabörn Bjöms eru Alexander Migue, 10 ára, Antóníó Kristófer, 5 ára og Marina Helena, 2 ára. Foreldrar Björns voru Eiríkur Ei- riksson, f. 7. september 1896, d. 12. desember 1973, sjómaður á Eski- firði, og kona hans, Ásta Verónika Björnsdóttir, f. 20. júlí 1893, d. 16. október 1984. Ætt Eiríkur var sonur Eiríks, vefara á Eskifirði, Arasonar, bróður Ragn- heiðar, móður Björgólfs Stefánsson- ar, skókaupmanns. Móðir Eiríks Ei- ríkssonar var Kristín Magnúsdóttir, b. á Hvammi í Fáskrúðsfirði, Árna- sonar, langafa Ingimars Eydals, Finns Eydals og Gunnars Eydals, skrifstofustjóra Félagsmálaskrif- stofu Reykjavikur. Móðir Kristinar var Rósa Jónsdóttir, b. á Hvammi, Árnasonar, bróður Steinunnar, ömmu Eysteins, fyrrv. ráðherra, og Jakobs Jónssona. Ásta var dóttir Björns, vefara og hreppstjóra á Sléttu i Reyðarfirði, Jónssonar, prests á Stað, bróður Þorkels, afa Óskars Clausens rithöf- undar, langafa Lúöviks Kristjáns- sonar sagnfræðings og Arnar Clausens hrl. Jón var sonur Eyjólfs, prests í Snóksdal, Gíslasonar, prests á Breiðabólstað, Ólafssonar, bisk- ups í Skálholti, Gíslasonar. Móðir Jóns var Guðrún Jónsdóttir, prests og skálds á Bægisá, Þorlákssonar, og konu hans, Margrétar Bogadótt- ur, bróður Benedikts, fóður Boga fræðimanns, ættfóður Staðarfells- ættarinnar. Móðir Björns var Sig- ríður Oddsdóttir, b. á Atlastöðum, Jónssonar, bróður Ólafs, langafa Ingibjargar, móður Þórleifs Bjarna- sonar námsstjóra. Móðir Sigríðar var Guðrún, systir Þorleifs, langafa Örnólfs, fóður Þorvarðar, fram- Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forseta- frú fæddist í Reykjavik árið 1934 og var dóttir hjónanna Guðrúnar S. Bech húsmóður og Þorbergs Þorbergsson- ar stýrimanns. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955. Guðrún Katrín nam þjóðfélagsfræði við Háskóla ís- lands frá 1973 til 1975 og fornleifa- fræði við Gautaborgarháskóla veturinn 1971 til 1972. Hún var framkvæmdastjori Póstmannafélags Islands árin 1979 til 1987 og aftur árið 1989. Hún rak hannyrðaverslun i Reykjavík árin 1987 til 1989 en gegndi jafnframt ýmsum trún aðarstörfum og var meðal annars bæjarfull Guðrún Katrín Þorbergsdóttir trúi á Seltjarnarnesi í sextán ár samfleytt. Guðrún Katrín var tvígift. Fyrri maður hennar var Þórarinn B. Ólafs- son læknir og eignuðust þau tvær dætur en seinni maður hennar var Ólafur Ragnar Grímsson, núver- andi forseti, og eignuðust þau einnig tvær dætur. Hún stóð við hlið manns síns er hann fór i forsetaframboð og var ávallt mjög sýnileg sem for- setafrú við ýmsar athafnir og þótti hún jafnan glæsilegur full- trúi landsins. Guðrún Katrin greindist með bráðahvítblæði í septembermánuði ár- ið 1997 og lést eftir harða baráttu við sjúkdóminn rúmu ári síðar. kvæmdastjóra Krabbameinsfélags- ins. Þorleifur er einnig langafi Kristjáns, langafa Ólafs Hjartar. Guðrún var dóttir Þorkels, b. í Gelti, Jónssonar, b. á Vöðlum, Þor- leifssonar, b. á Hóli, Jónssonar. Móðir Þorleifs var Guðlaug Jóns- dóttir, b. í Hjarðardal, Jónssonar, og konu hans, Kristínar Þorleifsdóttur, smiðs í Hjarðardal, Sveinssonar, bróður Brynjólfs biskups. Móðir Ástu var Siggerður, systir Bóasar, fbður Páls, afa Harðar Einarssonar, forstjóra Frjálsrar fjölmiðlunar, og Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Björn er að heiman á afmælisdag- inn. Leiörétting Pétur Bjarnason Beðist er vel- virðingar á að á ættfræðisíðu í gær mánudag birtist röng mynd með afmælisgrein um Pétur Bjarna- son og er hér með birt rétt mynd. Pétur mun taka á móti þeim sem vilja fagna afmælinu með honum laugardaginn 18. ágúst nk. á milli 17 og 19 á Fiðlaranum í Skipagötu, Akureyri. Hann vekur einnig athygli á DjangoJazz 2001 tón- leikum á Glerártorgi kl. 21. sama dag. Beðist er velvirðingar á því að þessar upplýsingar vantaði í afmæl- isgreinina í gær. [•Tii Mundu 15 I M •íil v*i m % afsláttinn þegar þú greiðir með korti Ve«l°to?uiiiK *K«^|": Ena Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSIF.IS 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.