Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001________________________________________________________________________________________________ !DV Útlönd IRA dregur til baka afvopnunartilboð Irski lýöveldisherinn, IRA, til- kynnti í morgun að samtökin ætli að draga til baka tilboð sitt um að afvopnast sem þau lögðu fram í seinustu viku. í tilkynningunni sagði að viðbrögð leiðtoga mótmæl- enda við tilboði IRA um afvopnun hefðu valdið vonbrigði. Ofan á þetta tilkynntu lögregluyf- irvöld í Kólumbíu í gær að þau hefðu handsamað þrjá menn sem taldir eru meðlimir IRA eða Hins sanna írska lýðveldishers. Talið er að þeir hafi verið þar til að þjálfa uppreisnarmenn í landinu til notk- unar á sprengiefnum, sem og í skipulagningu hryðjuverka. í fimm vikur hafa mennirnir þrír leynst frá kólumbískum her- og lög- reglumönnum á verndarsvæði skæruliða þar sem kólumbisk stjómvöld mega ekki koma inn á. Mennirnir eru grunaðir um að hafa unnið fyrir FARC-skæruliðahópinn sem er sá stærsti í Kólumbíu og er Grunaðir um þjálfun hryðjuverkamanna Leifar af sprengiefni fundust á fötum þriggja Noröur-íra sem handteknir voru og er taliö aö þeir hafi unnið að þjálfun kólumbískra skæruliöa vlð hryöju- verk. Tveir hafa veriö nafngreindir en einn er enn óþekktur. þekktur fyrir ræktun á fíkniefnum. FARC ræður um 40 % lands í Kólóumbíu. Talið er að þeir vilji færa bardaga við stjómvöld i land- inu inn í borgimar með hryðjuverk- um á borð við sprengingar. Kennsl hafa verið borin á tvo af mönnunum en ekki hefur tekist að staðfesta hver sá þriðji er. Allir ferðuðust með fölsuð vegabréf. Dómar vegna þjálfunar á mönnum til hryðju- verkastarfsemi er þungir i Kólumb- íu. Ekki hefur tekist að staðfesta hvort mennirnir eru meðlimir í IRA eða liðhlaupabrota úr þeim samtök- um á borð við Hinn sanna írska lýð- veldisher. Friðarferlið á N-írlandi er í mik- illi hættu vegna þessara atburða. Ef hinir handteknu reynast meðlimir IRA er friðarhugur samtakanna verulega dreginn í efa. Leiðtogar mótmælenda segja bæði atvikin sanna að IRA ætli sér ekki að styðja frið á N-írlandi. Heimsókn í helgidóm mótmælt Andstæðingur heimsóknar Koizumi brennir dagblað meö mynd af for- sætisráöherranum. Japan: Koizumi gagn- rýndur Junichiro Koizumi var harðlega gagnrýndur af fjölmiðlum í heima- landi sínu sem og í Kína fyrir heim- sókn sína í Yasukuni-helgidóminn sem reistur var til minningar um fallna japanska hermenn í seinni heimsstyrjöldinni. Helgidómurinn er afar umdeildur þar sem stríðs- glæpamenn eru meðal þeirra sem heiðraðir eru þar. í leiðurum þriggja af fjórum stærstu t dagblöðum Japan var Koizumi gagnrýndur og hann m.a. sakaður um að endurvekja martröö hjá nágrannaþjóðum Japan. Heim- sókn Koizumi kemur ofan á deilur um japanska sögukennslubók sem sögð er gera lítið úr grimmd jap- anskra hermanna í striðum við ná- grannaþjóðir sínar. Má mynda Barbie í stellingum Dómari í Los Angeles úrskurðaði í gær að bandaríski listamaðurinn Tom Forsythe hefði lagalegan rétt til að mynda Barbiedúkkur í ögrandi stellingum. Þetta er talið áfall fyrir leikfangafyrirtækið Mattel, sem fór í mál við listamann- inn fyrir tveimur árum þegar hann birti myndasyrpu af Barbiedúkkum sem vekja átti fólk til umhugsunar um stöðu konunnar. Forsythe birti og bauð til fals meðal annars mynd- ir af hinni 42 ára gömlu dúkku nak- inni undir þeytara og í kynferðis- legri stellingu með stöllu sinni. Þótti dómaranum sem list Forsythe félli undir tjáningarfrelsi. Mattel segir neytendur og fyrirtækið skað- ast af myndunum og hyggst áfrýja úrskurðinum. Gauragangur meðal ófrýnilegra galta Þessir tveir íturvöxnu geltir takast hér á á landbúnaöarsýningu í Petchaburi-héraöinu í Taílandi, 157 kílómetra suö- vestur af Bangkok. Petchaburi er mikiö landbúnaöarhéraö og þar hittast bændur einu sinni á ári til aö sýna sína fram- leiöslu og sjá annarra í leiöinni. George W. Bush: Stendur keikur gegn rýmri stofnfrumurannsóknum George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á búgarði sínum í Texas í gær að hann myndi beita neitunarvaldi á allar tilraunir þingsins til að fá í gegn rýmri ríkisstyrktar rannsóknir á stofnfrumum úr fóstrum. Nokkur óánægja hefur verið með ákvörðun Bush á dögunum að leyfa afar tak- markaðar rannsóknir á stofnfrumum, en þær eru taldar lykillinn að lækn- ingu við ýmsum algengum og alvar- legum sjúkdómum. Talað er um að ákvörðun Bush hafi í raun verið eng- in ákvörðun og að hún verði til þess að hamla þróun í læknavísindum. Vísindamenn segjast þurfa rýmkun á ákvörðun forsetans til að eiga mögu- leika á að finna lækningu við parki- son- og alzheimersjúkdómnum. Samkvæmt skoðanakönnunum styður meirihluti Bandaríkjamanna ákvörðun Bush, eða upp undir 60 pró- sent. George W. Bush Margir lýstu ákvöröun hans i stofn- frumumálinu sem engri ákvöröun en hann stendur pikkfast viö hana. Nýjar rannsóknir í Bandaríkjun- um benda til þess að stofnfrumur í húð músa og hársverði manna geti þjónað sama tilgangi og stofnfrumur úr fóstrum. Samkvæmt þeim er hægt að taka stofnfrumur úr húð músa og breyta þeim í heilafrumur. Þetta myndi þýða að ákvörðun Bush valdi ekki sama skaða og óttast er. Rýmingasala Nú er tækifærið að kaupa antikhluti fyrir heimilió eóa sumarbústaðinn á frábæru verði. s/vifitáxxh Langholtsvegi 130-Reykjavík . antik2000@simnet.is B 5 3333 90 Robert Mugabe Herskár í garö fyrrverandi nýlendu- herra Zimbabwe. Zimbabwe: Bretar varaðir við afskiptum Ríkisstjórn Zimbabwe sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í garð Breta í gær þar sem þeir voru sak- aöir um alvarlega íhlutun í innan- landsmál landsins. Ríkisstjórnin segir Breta styrkja einn stjómar- andstöðuflokk í þeim tilgangi að gera Zimbabwe aftur að nýlendu sinni. Markmiði sínu vilji Bretar ná með því að grafa undan lýðræöi og sjálfstæði landsins. Yfirlýsingunni lýkur á þeim orðum að „eitthvaö verði að gera“ til aö hindra Breta frá því að skapa óróa í landinu. Robert Mugabe, forseti landsins, hefur verið sakaður um grimmd gagnvart hvítum bændum með landtökustefnu sinni. Með henni er gefiö grænt ljós á að hersveitir svartra manna hirði bújarðir af hvítum bændum. Bandaríkin sögðust í gær hafa „djúpstæðar áhyggjur" af ofbeldinu í Zimbabwe og áhrifum þeirra á ná- grannalöndin. Níu bændur hafa ver- ið myrtir í landtökum í Zimbabwe síðan þær hófust. Bandaríkin: Bakslag í barátt- una gegn alnæmi Alnæmisfaraldurinn í Bandaríkj- unum hefur tekið sterkan kipp með- al samkynhneigðra og svartra, eftir tímabil þar sem hann hefur verið í rénun. Kannanir sýna að fólk er al- mennt orðið kærulausara en áður í notkun smokka. 20 prósent HIV- smitaðra samkynhneigðra eða tví- kynhneigðra í Seattle játa að hafa átt kynmök án verju á síðasta ári. Þetta tvöföldun á við árið 1998. Auk þess kemur í ljós að tæpur helming- ur fátækra svartra kvenna í Atlanta á aldrinum 17 til 44 ára höföu haft samfarir án verju síðustu tvo mán- uðina. Alnæmissérfæðingar í Bandaríkjunum segja baráttuna gegn sjúkdómnum standa á tíma- mótum og hætta sé á frekari út- breiðslu vegna kæruleysis i kynlífi. Frá 1981 hafa 450 þúsund Banda- rikjamenn látist af sjúkdómnum. Starfsfólk óskast í ræstingar strax. Upplýsingar í síma 847 7477

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.