Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 10
H 10 ÞRIDJUDAGUR 14. AGÚST 2001 Utlönd JE>V Aldlnn lelðtogi Castro var sagöur þreytulegur og utan við sig í Venesúela. Að heiman á afmælisdaginn Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, eyddi mestöllum 75 ára afmælisdegi sín- um í gær í Venesúela í stað þess að eyða honum með löndum sínum á Kúbu. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að landar hans fögnuðu af- mæli hans með göngum og veislu- höldum. Fjölmiðlar á Kúbu hlóðu leiðtoga sinn lofi og sögðu meðal annars að Castro væri við hesta- heilsu þrátt fyrir yfirlið við ræðu- höld i júní. Fréttamenn í Venesúela sögðu hins vegar að leiðtoginn hefði verið þreytulegur og utangátta. Hann baðst undan löngum ræðuhöldum vegna mikilla hita og rámrar raddar. Andstæðingar Castros á Kúbu mótmæltu í tilefni dagsins. Maria Sung Kynnist vandræðunum aö giftast kaþólskum biskuþi. Eiginkona bisk- ups með barni Maria Sung, eiginkona erkibisk- upsins Emmanuel Milingo, til- kynnti fréttamönnum þar sem hún er stödd í Róm að vel gæti verið að hún væri ólétt. Hún sagðist þó ekki geta verið viss þar sem blæðingum hennar gæti hafa seinkað vegna andlegrar og líkamlegrar þreytu undanfarnar vikur. Þungunarpróf verður ekki gert nema að eiginmanninum viðstödd- um. Sung hefur einnig hótað að fara í hungurverkfall fyrir framan Vatikanið ef hún fær ekki að hitta eiginmann sinn. Milingo er sagður stunda bænir og hugleiðslu í þeim tilgangi að ná sáttum við Guð og páfann. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn á ítaliu. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins viö Grænásveg, Keflavíkurflugvelli, sem hér seg- ir á eftírfarandl eign: Bygging 540, Keflavíkurflugvelli, þingl. eig. íslenskir þjónustuverktakar ehf., gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Kefla- víkurflugvelli og Landsbanki Islands hf., föstudaginn 17. ágúst 2001 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN Á KEFLAVÍKUR- FLUGVELLI Hefndu fyrir sjálfsmorðsárásir: Hersveitir Israela í miðri Palestínu israelskir skriðdrekar og bryn- varðar jarðýtur réðust á borgina Jenin i miðri Palestínu í gærkvöld. ísraelsher hefur ekki sótt svo langt inn í Palestinu siðan Óslóarfriðar- samkomulagið var undirritað árið 1993. Auk þess er þetta fyrsta árás hersins inn í palestínska borg síðan átök hófust að nýju fyrir 10 mánuð- um. Árásinni var ætlað að hefna fyrir sjálfsmorðsárásir öfgafullra Palestínumanna á sunnudag og fimmtudag, en sprengjumennirnir komu báðir frá Jenin. íbúar Jenin mættu komu hersins með skotbardögum á götum úti í þær þrjár klukkustundir sem hann fór um borgina. Þegar ísraelsmenn yflrgáfu borgina um klukkan 4 í nótt að staðartíma voru að minnsta kosti fjórir meðlimir palestínskra öryggissveita særðir, auk þess sem lögreglustöð í borginni var jöfnuð við jörðu. Fyrr í gær greindu íbúar Jenin frá miklum liðssafhaði um 40 ísraelskra skriðdreka og 400 her- Mótmæli í Jerúsalem ísraelsk lögregla tekur á þalestínsk- um mótmælanda fyrir utan Austur- landahús þalestínskra yfirvalda. manna skammt fyrir utan borgina, en israelsher neitaði að svara hvað þar stæði til. í yfirlýsingu frá ísraelsmönnum eftir árásina kom fram að innrásar- sveitirnar hafi forðast að skiptast á skotum við íbúa í borginni. Árásin var réttlætt með því að herinn myndi gera hvað sem nauðsynlegt þætti til þess að vernda ísraelska borgara fyrir sjálfsmorðsárásum. Palestínumenn sögðu innrásina vera stríðsyfirlýsingu. Þeir biðluðu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um neyðarfund til að ná fram alþjóðlegri vernd gegn ágangi isra- elsmanna. Enn fremur sökuðu Palestínumenn Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísraels, um að fjar- lægjast kerflsbundið friðarferlið. í öðru atviki í gær gengu ísraelsk- ir hermenn í skrokk á egypskum blaðamanni og ljósmyndara sem fylgdust með mótmælum Palestínu- manna. Beðist var afsökunar á at- vikinu. i ^flHNMÍð 'i Í5r«LP . *. Mlkll flóö á Indlandl Akandi og gangandi vegfarendur vaöa hér í gegnum vatnselginn í Nýju Delhi á Indlandi eftir miklar rigningar. Monsúnrigningatímabiliö gengur nú yfir sem aldrei fyrr. Samkvæmt veöurstofu Indlands dembdist niður 13 sentímetra regn í gær og er taliö að álíka rigning haldi áfram í dag. Undirbúningur hafinn ffyrir komu NATO Fimmtán hernaðarsérfræðingar frá NATO lenda í Skopje, höfuðborg Makedóníu, í dag sem hluti af frið- arsamkomulagi sem undirritað var í gær af stjórnmálaleiðtogum Makedóna og Albana. Hlutverk þeirra verður að tryggja það að vopnahlé, sem samið var um 5. júlí siðastliðinn, verði haldið og her- sveitir Makedóníuhers og albanskra skæruliða færi sig aftur fyrir á landsvæðalinur sem samið var um á þeim tíma. Hernaðarsérfræðingamir fimmt- án eru nokkurs konar framvarðar- sveit 3500 manna friðargæsluliðs NATO sem sjá á um afvopnun al- banskra skæruliða. Hvenær þær hersveitir mæta veltur á hvort tekst að tryggja algert vopnahlé. George Robertson, aðalritari NATO, sagði eftir undirritun friðarsamkomulags- ins að ákvórðun um að senda inn Aöalritari NATO segir ákvörðun um friðargæslu verða tekna í lok vikunnar. friðargæsluliðið yrði jafnvel tekin i lok þessarar viku. Áætlað er að NATO-sveitirnar komi inn um leið og þing Makedóníu staðfestir friðar- samkomulagið. Það á gerast innan 45 daga. Mikið hefur dregið úr bardögum eftir að vopnahlé var samið á sunnudaginn eftir harða bardaga. Þó fréttist af skærum í kringum bæ- inn Tetovo um svipað leyti og frið- arsamkomulagið var undirritað. Skæruliðar segjast styðja samkomu- lagið en hafa ekki gefið nein loforð um afvopnun. Þeir vilja fyrst frið- helgi og slíku hefur ekki verið lofað af makedónskum stjórnvöldum. Með friðarsamkomulaginu fær al- banski minnihlutinn aukinn hlut í löggæslu, auðveldari aðgang að menntun og getur notað tungumál sitt meira í viðskiptum sínum við hið opinbera. Stuttar fréttir Kim Jong gerír stans Kim Jong-il, leið- togi Norður-Kóreu- manna, gerði stutt- an stans í borginni Irkutsk í Síberíu á lestarferðalagi sínu heim frá Moskvu í gær. Leiðtoginn er flughræddur og er í 20 þúsund kílómetra langri lestarferð frá Pyongyang til Moskvu og til baka. Alsírskir bændur myrtir Talið er að íslamskir uppreisnar- menn hafi skorið 17 bændur á háls í blóðugustu árásina á óbreytta borgara i Alsir í margar vikur. ítalskar konur uppteknar ítalskar konur hafa minni frítíma en evrópskar kynsystur þeirra og slá þar af leiðandi slöku við í svefnher- berginu, samkvæmt nýrri könnun. Þær eru uppteknar 10 til 11 klukku- stundir á dag, en þær sænsku og finnsku einungis 7 til 8 tíma. o Kengúrur á matarborðið Prófessor Michael Archer, forstöðu- maður Ástralska þjóðminjasafnsins, berst fyrir því að kengúrur verði rækt- aðar i auknum mæli til matar. Ástral- ir fiytja úr landi um 10 milljarða verð- |fe mæti af kjöti og skinnum frá kengúr- um. Drukknaði í lyftu Fjölskylda konu, sem drukknaði í lyftu i miklum flóðum í Houston þegar hitabeltisstormurinn Alison reið þar yfir í júní, hefur farið í mál við eigend- ur byggingarinnar. Konan hafði verið hvött til að taka lyftuna i kjallarann til að fjarlægja bíl sinn sem var að fara undir vatn. Schröder veiðir atkvæði Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, er í tveggja vikna ferð í Aust- ur-Þýskalandi til að minnast upp- hafs framkvæmda við Berlinarmúr- inn og veiða at- kvæði fyrir kosn- ingarnar á næsta ári. Kosið verður um stækkun Evrópusambandsins. Ferðalag á götuna Hollensk ferðaskrifstofa býður upp á 40 þúsund króna ferð til Parísar þar sem gist verður á götunni í pappa- kassa. Þykir þetta kjörið fyrir vinnu- staði til að auka samheldni. Hollvinir heimilislausra í Frakk-landi mótmæla aftur á móti. Stendur fast við ABM Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Banda- ríkjanna, hafi mistek- ist að sannfæra sig um að löndin tvö þurfi ekki fælisamninga til að forðast stríð. Hann heldur fast í ABM- samninginn frá 1972. Hjuggu af sér fingur 20 Suður-Kóreumenn hjuggu af sér litla fingur í mótmælaskyni við heim- sókn japanska forsætisráðherrans, Junichiro Koizumi, að minnismerki um fallna hermenn um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.