Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 20
n 24 !IU lllf <IMinillMi ÞRIDJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 tölvu-. tíkni og visinda Stórafmæli í tölvugeiranum: Pésinn 20 ára og Netið 10 ára Síðastliðinn sunnudag fagn- aði tölvugeir- inn, alla vega þeir sem aðhyll- ast notkun svo- kallaðra PC- tölva. Ástæðan var að 20 ár eru lið- in frá því fyrsta PC-tölvan kom á markað. 12. ágúst árið 1981 var forfaðir PC-tölvunnar, IBM 5150, settur á markað af IBM-fyrirtækinu. Það er fyndið að hugsa út í það að 5150 var langt frá því að vera kraftmikil. Því hefur jafnvel verið haldið fram að nútíma-þvottavélar hafi meira vinnsluafl heldur en 5150. Tölvan var búin 4,77 megariða Intel ör- gjörva, hafði 256 kílóbæta minni og keyrði Dos 1.0 frá Microsoft. Annað stórafmæli var í byrjun ágústmánaðar. 6. ágúst hefur verið penslaður inn sem afmælisdagur veraldarvefsins. Þann dag árið 1991 setti Tim Berners-Lee fram fyrstu útgáfuna af http-forritunarmálinu sem gerði flutning upplýsinga yfir á tölvunet auðveldari. Berners-Lee og félagi hans, Robert Caillou, þróuðu http-málið í þeim tilgangi að auð- Linux fyllir líka tuginn seinna í mánuöinum Bill Gates, stofnandi Microsoft, og Andy Grow, stjórnarformaöur Intel, fagna hér tuttugu ára afmæli PC-tölvunnar. Fyrirtæki beggja áttu hlut í fyrstu PC-tölvunni. velda samstarfsmönnum sínum við senda upplýsingar hver til annars net voru til áður en http-málið kom Cern-rannsóknarstofuna í Sviss að og bera saman bækur sínar. Tölvu- til en hins vegar þurfti að hafa mikla þolinmæði til að finna og hlaða niður þeim upplýsingum sem maður leitaði að. Það vandamál er þó reyndar enn að nokkru leyti til staðar þar sem ofgnótt upplýsinga og heimasíðna er orðin til á Netinu vegna http-málsins. Að lokum verður haldið upp á tiu ára afmæli Linux-stýrikerfisins. Raunverulegur fæðingardagur kerf- isins er ekki til þar sem það telst vera þegar Linus Torvalds, faðir Linux, fékk hugmyndina að stýri- kerfinu. Fylgismenn Linux-kerfis- ins hafa sammælst um að halda tíu ára afmælið 25. ágúst næstkomandi og verða hátíðahöld víða um heim enda Linux að sækja i sig veðrið um þessar mundir. Linux-stýrikerf- ið er nokkurs konar samstarfsverk- efni áhuga- og atvinnumanna innan hugbúnaðargeirans. Kóðinn sem stýrikerfið er byggt upp á er opinn öllum og geta þeir sem hafa þekk- ingu til því aðlagað kerfið sínum þörfum. Hver sem er getur sent inn þær breytingar sem hann hefur fundið upp. Oftar en ekki kemst eitthvað inn við hverja nýja útgáfu af Linux. Menning á meðal simpansa Vísindamenn hafa nú komist að þeirri niður- stöðu að simpansar í Afr- íku hafi myndað með sér ólíka menningarheima eftir því hvar þeir búa líkt og mannfólkið. Rannsókn á hegðun apa er stjórnað frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi og taka allir fremstu sérfræðingar í simpansarannsóknum um allan heim þátt þessari umfangsmiklu rannsókn. Rannsóknirnar hafa meðal ann- ars sýnt fram á mismunandi hegð- un við notkun áhalda úr steini og tré sem og mismun í hvernig mis- munandi simpansahópar haga snyrtingu á hverjum öðrum. Til dæmis leita sumir simpansar eftir pöddum á hvorum öðrum og setja þær á laufblöð og skoða þær eða drepa þær strax. Aðrir simpansa- hópar kreista hins vegar pöddurnar á skinninu á sér. Einnig notast sum- ir simpansar í vesturhluta Afríku við verkfæri eins og steina til að brjóta hnetur til að komast að kjarnanum og borða hann. I austur- hluta Afríku borða simpansar hins vegar ekki hneturnar þótt þær séu þær sömu og hinir hóparnir borða. Vísindamennirnir segja að ekki sé hægt að útskýra þennan mismun á hegðun með erfðafræðilegum eða umhverfisþáttum. Þetta sé aðeins hægt að útskýra sem mismunandi venjur á milli simpansahópa, niður- staðan sé því ólík menning hjá þeim. Rannsóknir á simpönsum eru taldar afar mikilvægar þar sem þeir eru nú komnir í útrýmingarhættu. Einnig telja margir að með rann- sóknum á simpónsum sem og öðr- um mannöpum sé hægt að fá mynd af þróun menningar á meðal mann- fólksins. Auk simpansa hefur verið sýnt fram á mismunandi venjur meðal górilla og órangúta sem og hvala og höfrunga. Ertöir og umhverfi útskýra ekki mismunandi hegðun milli simpansahópa og því er lalið að um frumstæða menningu sé aö ræða. Offitugen fundið loliao _ afoffitueðurei Vísindamenn i París segjast hafa fundið gen sem talið er geta haft áhrif á það hvort fólk er i hættu á aö þjást Genið erfist frá föð- ur til barns. Við rannsóknir ákváðu vísindamennirnir að einblina á gen sem tengjast framleiðslu og starf- semi hormónsins insúlins. Insúlín er talið gegna lykilhlutverk við vinnslu fitu í líkamanum. Sérstaklega var einblínt á eitt svæði í erfðamengi fólks sem nokkr- Off ita er vaxandi vandamál f vestrænum löndum sem oftar en ekki hef ur veriö skellt á óheil- brigöara Kferni. ar mismundandi gerðir gena geta birst. Ein slík gerð erfist aðeins frá fööur til barns. Við nánari eftir- grennslan kom í Ijós að börn sem erft höfðu þetta gen, kallað „gerð 1", voru i mun meiri hættu á að verða offitu að bráð en aörir. Þetta nýja gen virðist hafa mun almennari áhrif á holdafar fólks en önn- ur gen sem fundist hafa. Nokkrar gerðir hafa fundist en öll þau gen tengjast alvarlegri gerðum offitu. Upp- götvun „gerðar 1" gensins er þó aðeins nýr áfangi í áframhald- andi rannsóknum. „Gen 1" útskýrir fátt þar sem það finnst í fjöldamörgum Evrópu- búum án þess að þeir séu of feitir. Fleiri þættir eru taldir koma þar að. Offita er vaxandi vandamál í vestrænum löndum og hefur hún oft verið tengd við auk- ið hreyfingarleysi og óhollt mataræði. Sum- ir virðast þó vera í meiri hættu en aðrir af að þjást af henni og er leit að líffræðilegum ástæðum þess í fullum gangi. I I Geimskutlan Discovery sést hér í aöflugi aö Alþjóölegu geimstööinni á sunnudaginn meö jöröina í bakgrunni. Tilgangur þessarar feröar er að leysa af núverandi geimfara f geimstö&inni, bæta á vistir, koma fyrir hylki til rann- sóknarstarfa, auk annars búna&ar, auk þess sem fara á f tvær geimgöngur. ¦j- L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.