Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. AGUST 2001 I>V Préttir Friöuðum reit á Akureyri fórnað undir einbýlishús: Mótmæla skipu- lagsbreytingum - hnígandi áherslur á græn svæði eftir að Árni Steinar fór á þing? Kristján Þór Júlíusson. Óánægja er meöal íbúa á Ytri brekkunni á Ak- ureyri vegna breytingar sem auglýst hefur ver- ið á skipulagi. Um er að ræða grænt svæði, frið- aðan reit á mót- um Hraungerðis og Dalsgerðis, fyrrum leikvöll, þar sem krakkar hafa leikið sér. í vor var ákveðið að leggja svæðið undir lóðir tveggja einbýlis- húsa og hafa und- irskriftalistar gengið í hverfinu þar sem þessu er andæft. Á mót- mælaplaggið skrifuðu 70-80 manns nöfh sín og var það afhent fulltrúa umhveríis- deildar Akureyrarbæjar sl. fimmtu- dag. Gunnar Gústavsson, íbúi í Hraungerði, segir að undanfarið telji hann sig greina viðhorfsbreyt- ingu hjá bæjaryfirvöldum til hins verra: „Eftir að Árni Steinar Jó- M Árni Steinar Jóhannsson. ^: Svœöiö umdeilda Þarna munu aö óbreyttu rísa tvö einbýlishús, hluta íbúa í Geröahverfi á Akur- eyri til mikilla vonbrigöa. hannsson hætti störfum hjá um- hverfisdeild bæjarins og fór á þing, er eins og þessi grænu svæði eigi undir högg að sækja." Gunnar segir krakkana í hverfinu hafa spurt hvar þeir eigi að leika sér í framtíð- inni og sum börnin hafi viðrað þá hugmynd að tala við bæjarstjóra vegna málsins. „Hann er alltaf að státa sig af þvl að Akureyri sé svo fjölskylduvænn bær," segir Gunnar. Erlingur Einarsson, íbúi í hverf- inu, segir að svæðið hafi drabbast niður undanfarin ár en eigi að síður séu börn þarna iðulega að leik. Er- lingur lítur svo á að ekkert al- mennilegt útivistarsvæði verði eftir í hverfinu eftir að einbýlishúsin rísa. „Við erum ekki að mótmæla byggingunum sem slíkum heldur því að þarna verður ekki eftir nema smáræma fyrir börnin til að leika sér á," segir Erlingur. Bæði Erling- ur og Gunnar lýsa einnig áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á gatnakerfi hverfisins sem muni auka umferð bíla. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, vildi ekki tjá sig um málið að sinni. Umhverfisnefnd bæjarins myndi funda um málið á miðvikudag og í kjölfar þess fundar hefði hann hugsanlega eitthvað um málið að segja. Bæjarstjórinn kaus enn fremur að tjá sig ekki um þau orð Gunnars Gústavssonar er lúta að grænum reitum innan bæjarfé- lagsins. -BÞ Djangodjass á Glerártorgi Hehnsóknir Robin Nolan Tríós frá Amsterdam til Akureyrar eru að margra mati hápunktur dagskrár Listasumars og hafa bæði tónleikar triósins og námskeið þeirra í Tón- listarskólanum náð gríðarlegum vinsældum. Fjórða heimsókn þeirra til Akureyrar tengist fyrstu alþjóð- legu djangódjass-hátíðinni sem haldin er hér á landi og lýkur með fimm tima innigötutónleikum á göngum ' Glerártorgs laugardags- kvöldið 18. ágúst. Árangur af nám- skeiðum Robin Nolan Tríós má m.a. heyra hjá djangó-tríóinu Hrafna- sparki á Akureyri sem vakið hefur veröskuldaða athygli fyrir frammi- stöðu sína á opinberum vettvangi og leika mun á hátíðinni á Glerár- torgi en þeir félagar hófu að leika saman eftir að hafa tekið þátt í tveimum fyrri námskeiðum Robin Nolan Tríós. Auk þeirra koma fram á þessum stórtónleikum Robin Nol- an Trlós, Pearl Django, fimm manna hljómsveit frá Seattle, söngvarinn Randy Greer frá Barcelona og djassgítaristinn kunni, Paul Weeden frá Ósló, tón- listarmenn í fremstu röð frá Evrópu og Bandaríkjunum. Námskeið Robin Nolan Tríós er fullbókað með 22 þátttakendum, sem koma víða að af landinu auk tveggja frá Bandaríkjunum. Nám- skeiðinu í fyrrasumar lauk með úti- tónleikum í Hafnarstræti þar sem allir þátttakendur léku og hrifu við- stadda með smitandi leikgleði. Ánægjan með góðan árangur af námskeiðunum kemur m.a. fram í því að stór hluti nemenda kemur ár eftir ár. Lögin sem tekin eru fyrir á Hrafnaspark Hljómsveitin Hrafnaspark á Akureyri er höfö til marks um það sem komiö hefur út úr djangódjass-námskeiðum Robin Nolan Tríós undanfarin sumur. námskeiðinu eru af efhisskrá sígaunagítaristans heimsþekkta, Django Reinhardt, bæði hans eigin lög og sígildar djassperlur. Ætlunin er að ljúka námskeiðinu með tón- leikum í Hafnarstræti kl. 12.30 laug- ardaginn 18. ágúst ef veður lofar, annars verða tónleikarnir fluttir í Deigluna. Pétur með flest bronsstig Hvert þriðjudagskvöld er spilað sumarbrids hjá Bridsfélagi Akur- eyrar í Hamri. Þann 31. júli unnu Pétur Guðjónsson og Una Sveindótt- ir sannfærandi sigur. 1. Pétur Guðjónsson - Una Sveindóttir 62,5% 2. Hjalti Bergmann - Arnar Einarsson 56,7% 3.-4. Sveinbjöm Sigurðsson - Sigurður Marteinsson 54,2% 3.-4. Hans Viggó - Haukur Harðarson 54,2% Þann 7. ágúst urðu hins vegar efstir Sveinn Stefánsson og Skúli Skúlason. Staða efstu para var: 1. Sveinn Stefánsson - Skúli Skúlason 56,5% 2. Frímann Stefánsson - Björn Þorláksson 52,3% 3.-4. Hans Viggó - Sunna Borg 50,9% 3.-4. Sigurður Marteinsson - Sveinbjöm Sigurðsson 50,9% Eftsu pör fá að sjálfsögðu brons- stig en alls hafa 35 spilarar fengið bronsstig í sumar. Þeir spilarar sem flest hafa fengið eru: 1. Pétur Guöjónsson 97 2. Una Sveinsdóttir 82 3. Björn Þorláksson 72 4. Frímann Stefánsson 57 5. Skúli Skúlason 50 -BÞ Akureyr- ingum stórfjölgi Stýrihópur um kynningarátak til að fjölga íbúum á Akureyri lýkur senn störfum og verða sjónvarps- auglýsingar meðal þess sem gert verður til að reyna að laða fólk til bæjarins. Að sögn bæjarstjórans, Kristjáns Þórs Júlíussonar, horfa menn ekki síst til aldurshópsins 25-35 ára, enda sé mest hreyfing á þeim hópi. Ekki er búið að ákveða hvar aug- lýsingamar verða sýndar en Krist- ján segir markmiðið að fjölga íbú- um um 300 árlega. Það tókst næst- um því í fyrra og segir Kristján að húsnæðismálin séu í góðu horfi til að stórfjölga bæjarbúum. Næsta íbúabyggðin, Naustahverfið, geri sem dæmi ráð fyrir 6000 manna byggð. -BÞ Hámenntaður tónlistarkennari á Akureyri fær ekki vinnu og hyggst stofna einkaskóla: I Bíður eftir svari frá bæjaryfirvöldum Á sama tíma og langir biðlistar eru við Tónlistarskólann á Akur- eyri vegna skorts á kennurum, hef- ur skólinn ekki not fyrir Michael Jón Clarke, hámenntaðan tónlistar- kennara með mikla starfsreynslu. Michael Jón starfaöi áður við skól- ann en fór þaðan og hugði á frekara nám. Áform hans breyttust síðan og hann hugðist leita eftir gamla starf- inu sínu þegar það lá fyrir að kenn- araskortur væri við skólann. Michael Jón Clarke. „Það kom væri að fá kennara til starfa. Ég bað fram í frétta- um viðtal við skólastjórann og hann þætti á sjón- tjáði mér að kennslukvðtinn væri varpsstöð á Ak- fullnýttur en sagði að fengi ég styrk ureyri að langir til að kenna þessum nemendum biðlistar væru í væri það mjög góð lausn. Hann Tónlistarskólan- sagði jafnframt að einkarekinn um, sérstaklega í skóli mundi veita Tónlistarskólan- söng- og um vissa samkeppni og aðhald sem strengjadeild, væri jákvætt," segir Michael Jón Cl- sem stafaði af arke í nýlegu bréfi sínu til bæjar- því að ómögulegt stjórans á Akureyri. Michael Jón áfomar að hefja rekstur einkaskóla í haust en hann sagði í samtali við DV að ekki komi til greina að hefja slíkan rekstur nema fá til þess styrk frá Akureyr- arbæ fyrir launakostnaði. Fram- haldið sé því alfariö undir bæjaryf- irvöldum komið. í bréfi sinu til bæj- arstjóra segir Michael Jón Clarke að hann hafi mjög víðtæka menntun og reynslu, hans sérgreinar séu bæði söngkennsla og kennsla á strengjahljóðfæri........0 en í þeim deildum munu biðlistar vera lengst- ir í Tónlistarskólanum á Akureyri. Jafnframt getur Michael Jón þess í bréfinu að Reykjavíkurborg reki engan tónlistarskóla en styrki 13 einkarekna skóla þar sem borgin greiði óll laun og launatengd gjöld. Aðrir tónlistarskólar fái einnig fast- an styrk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.