Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 2
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 Fréttir xxsr Framkvæmdum við Húsavíkurkirkju að ljúka: Ekki reiknað með fötluðum til kirkju „Það er víða við kirkjur lands- í hjólastólum ins verið að hugsa um að varö- gætu farið til veita og friða og virðist þá skipta kirkju. Ég minna máli hvort fólk komist inn get tjáð mig í viðkomandi hús. Þarna stangast um þetta á á húsafriðunarlög og ferlimál fatl- tvennan hátt, aðra," segir séra Pétur Þórarins- hæði sem son, prófastur í Þingeyjarsýslum, prófastur og en pað hefur vakið mikla athygli einnig sem að við enduruppbyggingu á tröpp- fatlaður mað- unum við Húsavíkurkirkju er ur í hjóla- ekki gert ráð fyrir því að fatlaðir stól. Okkur, sæki þangað messur eöa aðrar at- sem þannig hafnir. Menn áttu von á að settur er ástatt yrði upp „rampur" við kirkjuna með, þykir fyrir hjólastóla en það var ekki ákaflega leið- gert og er ástæðan sú að húsið er inlegt að láta alfriðað samkvæmt húsafriðunar- halda á okk- lögum og engu má breyta. ur og viljum „Það er mitt persónulega mat að sjálfsögðu að það hefði ekki skemmt útlit komast okk- kirkjunnar á nokkurn hátt þótt ar ferða sem framan við hana hefði verið kom- mest upp á ið fyrir búnaði þannig að fatlaðir eigin spýtur. Húsavíkurkirkja Ákaflega fallegt og sérstakt guöshús en ekki reiknað með aö fatlaðir eigi þangað erindi. En auðvitað aðgangi fyrir fatlaða á bakhlið hlíti ég fyrir- kirkjunnar. mælum Húsa- „Þetta er einfaldlega i sam- friðunar- ræmi við kröfur Húsafriðunar- nefndar þótt nefndar. Við óskuðum eftir því að mér finnist fá að koma upp aðgengi fyrir fatl- það ekki aða en það má ekki hreyfa sæmandi á nokkurn nagla við þessa bygg- 21. öldinni að ingu án þess að fá til þess einhver ekki hafi allir leyfi og þau eru ekki auðfengin. sama aðgengi Það hefur verið rætt um aðrar og sömu leiðir eins og aðgengi fyrir fatl- möguleika að aða á bakhlið kirkjunnar. Þessi komast til mál skýrast væntanlega fljót- kirkju," segir lega," segir Friðrik Sigurðsson, Pétur. Hon- formaður sóknarnefndar Húsa- um finnst það víkurkirkju. varla boðleg Þess má geta að í haust verður leið, sem rætt blásið til ráðstefnu í Þingeyjar- hefur verið sýslum á vegum prófastsdæmis- um að fara á ins þar sem „þemað" verður Húsavík, að einmitt aðgengi fatlaðra og eldra koma upp fólks að kirkjum og safnaðar- einhverjum heimilum. -gk Eigandi Café Nobel: Dyraverðinum vikið úr starfi „Ég hef vikið dyraverðinum tímabundið úr starfi vegna þessa atviks," segir Ólafur Gunnarsson, eigandi Café Nobels í Austurstræti sem lokað var aðfaranótt laugar- dags með lög- regluvaldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var dyravörð- ur staðarins drukkinn, sem og eigandinn. Ólafur segir rangt sem haft hafi verið eftir lögreglunni að hann hafi sjálf- Lokað ur verið á Eigandi Café Nobels staðnum. Þeg- fhugar aðgerðir eftir ar lögregluna að stað hans var hafi borið að lokað um helgina. garði hafi ver- <•—¦--•----'-•—•*— ið barþjónn á staðnum auk dyravarðarins. „Barþjónninn segir mér að hann hafi ekki verið undir áhrifum áfengis og ég sé enga ástæðu til að vefengja þann framburð," segir Ólafur. Hann er nú með til skoðunar, ásamt lögfræðingi sínum, til hvaða aðgerða hann geti gripið. „Ég verð fyrir veltutapi vegna lokunarinnar sem að minu mati var tilefnislaus. Þá er ekki gott að staðurinn fá á sig slæmt orð vegna slíkra aðgerða. Ég legg mikið upp úr góðu orðspori staðarins og við eigum ekki skilið að fá á okkur óorð vegna slikra aðgerða eins og þarna áttu sér stað," segir Ólafur. -rt Kattarhryggur: Þjóðverji fót- brotnaði Ungur Þjóðverji sem var á göngu á Fimmvörðuhálsi i gær ökkla- brotnaði er hann hrasaði á Kattar- hrygg. Björgunarsveit var kölluð út frá Hvolsvelli með lækni og sjúkrabifreið en aðstæður voru mjóg erfiðar á slysstað. Þvi þótti einnig rétt að kalla út þyrlu Land- helgisgæslunnar og fór TF-Sif á vettvang og sótti manninn. Komið var með hann til Reykjavíkur um klukkan 21, fjórum klukkustund- um eftir að hann slasaðist. -gk Almenningur vill skylda flokka til að upplýsa um f járstuðning: Alþingi verður að taka af skarið - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri í Reykjavík, kallar á Alþingi að setja reglur sem 4 ~^f ' skylda stjórnmála- i flokkana til að opna ^Ml. 'w^ bóknald sitt- ^^^^ ^§| „Ég tel það vora eðlilegt að í gildi séu reglur um fjár- reiður stjórnmála- flokkanna og Alþingi þarf að setja þær reglur. Sömu aðferðir og sömu reglur verða að gilda um alla," seg- ir hún. Skoðanakönnun DV frá síðasta Ingibjörg SÖI- rún Gísladóttir. þriðjudegi leiddi í ljós að tæplega 9 af hverjum 10 þeirra sem tóku af- stöðu vildu láta skylda stjórnmála- flokka til að greina opinberlega frá fjárstuðningi frá einstaklingum og fyrirtækjum. Talsmenn stjórnar- andstöðuflokkanna segjast eiga í erfiðleikum með að opinbera bók- hald sitt upp á sitt einsdæmi og vilja að allir sitji við sama borð. Ingibjörg segir það munu skerða möguleika þeirra flokka sem opna bókhald sitt á að fá fjárstuðning ef aðrir flokkar komast upp með að halda því lokuðu. „Það þýðir ekki aö gera þetta með þeim hætti að stjórnmálaflokkarnir upplýsi um fjárstuðning sjálfviljug- ir heldur þurfa allir að vera undir sömu reglur settir í þeim efnum. Þetta mun aldrei ganga upp á með- an stærsti stjórnmálaflokkurinn, sem hefur greiðastan aðgang að fjár- magninu, opnar ekki sitt bókhald," segir Ingibjörg og bendir á Sjálf- stæðisflokkinn í því samhengi. í könnun DV kom fram að um 90 prósent fylgismanna Samfylkingar- innar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs vildu upplýsa um fjárstyrki til flokkanna. 85 prósent framsóknarmanna en einungis 71,4 prósent sjálfstæðismanna vildu gera hið sama. -jtr Verðbólgan meiri en spáð var: Lottóverðbólga - skoðum málið í febrúar, segir hagfræðingur ASÍ Rannveig Siguröardóttir. Verðbólgan i júlí, mæld samkvæmt vísitölu neyslu- verðs, var 0,3%. Siðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 7,9% og vísitala neyslu- verðs án húsnæðis um 8,4%. Undan- farna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,6%. Þetta er talsvert umfram spár. „Þetta er nokkru meiri hækk- un en við höfðum gengið út frá en þegar maður skoðar þessa hækkun betur þá kemur í ljós að helmingur- inn af henni stafar af hækkun lottósins," segir Rannveig Sigurðar- dóttir, hagfræðingur ASÍ. Rannveig segir aðra liði vísitölunnar ekki hafa komið mjög á óvart nema hvað síminn hækki talsvert mikið. Verð á þjónustu hækkaði milli mánaða um 1,9% sem hafði þau Kynt undir verðbólgu Lottóið er sterkur áhrifavaldur í íslensku efnahagslífi. áhrif að vísitalan hækkaði um 0,6%. Verð á innlendum vörum og grænmeti hækkaði um 0,5% sem hækkaði vísitöluna aðeins um 0,1%. Þá lækkaði verð á innfluttum vörum um 1,2%. Af einstökum breytingum má nefna að vegna sumarútsala lækkaði verð á fatnaði um 6,9% og verð á bensíni og olíu lækkaði um 4,0%. Verð á símaþjón- ustu hækkaði hins vegar um 4,2%, happdrætti um 21,9% og veitinga- og kaffihús um 2,3%. Þá hækkaði verð dagheimila og gæsluvalla um 5,1%. Að sögn Rannveigar Sigurðar- dóttur virðist sem nú séu að koma fram afleiddar hækkanir vegna gengisbreytinganna sem sjá megi á ýmsum þjónustuliðum. Aðspurð um hvort þessi niðurstaða nú auki eða minnki líkumar á því að for- sendur kjarasamninga haldi segist Rannveig ekkert vilja um það full- yrða á þessu stigi. Hún minnir á að í fyrrahaust hafi útlitið verið nokk- uð dökkt og menn talið víst að taka þyrfti upp samninga sem síðan hafi reynst óþarfi. „Þess vegna munum við skoða þetta mál þegar upp verð- ur staðið í febrúar. Það skiptir auð- vitað mjög miklu máli að ekki verði meiri hækkanir á næstu mánuðum og að neytendur séu á varðbergi gagnvart verðhækkunum," segir Rannveig Sigurðardóttir. -BG Stuttar fréttir Vill upplýsingar Gísli S. Einars- son, þingmaður Samfylkingar, hef- ur óskað eftir því að fjárlaganefnd fái nákvæmar upplýs- ingar úr leiðarbók um alla notkun á flugvél Flugmála- stjórnar undanfarin ár. Ástæðu þessa segir hann vera umræðu um misnotkun á vélinni. Stærsta jarögangagerð Landsvirkjun hefur auglýst eftir verktökum til að taka þátt í forvali fyrir útboð á gerð aðrennslisganga vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Þar yrði um langstærstu jarðgangagerð að ræða sem ráðist hefur verið í hér á landi. Göngin eiga að verða 40 kíló- metrar að lengd. Aðeins venjulegt dót Umhverfisráðuneytið segir úr- gang frá Bandaríkjaher á Heiðar- fjalli á könnu heimamanna. Ráðu- neytið hafi þó kostað rannsókn á vatni við fjallið árið 1992 i kjölfar miklar umræðu um málið. Rann- sóknin hafi enga mengun leitt í ljós. - Fréttablaðið greindi frá. Úrskurðarnefnd klofnaði Úrskurðarnefnd um upplýsingamál klofnaði þegar hún ákvað að vísa frá kærum Fréttablaðs- ins vegna synjunar um afhendingu gagna tengdra byggingarnefnd Þjóðleikhússins. Meirihluti nefnd- arinnar sagði ekki hægt að kæra synjunina til hennar þar sem „ætla megi" að gögnin verði tekin til skoð- unar í lögreglurannsókn. Umframeftirspurn Um 120 umsóknir hafa borist um 92 pláss á hjúkrunarheimilinu Sól- túni sem verður opnað í byrjun næsta árs. Eftirspurn eftir plássum er strax umfram framboðið og því huga forsvarmenn Sóltúns að stækkun. - Sjónvarpið greindi frá. Rottufaraldur Mikið hefur veriö um rottugang í austurbæ Vestmannaeyja undan- farnar vikur og hefur hann orðið svo skæður að meindýraeyðir Vest- mannaeyja greip til þess ráðs að stytta sumarfrí sitt svo að hann gæti tekist á við rottufaraldurinn. - Fréttablaðið greindi frá. Sundreið með tölvu Umfangsmikill ratleikur á sér nú stað við Mývatn og taka 36 Þjóðverj- ar þátt. Um 20 þýskir blaðamenn eru með í fór og munu kynna her- legheitin. Leikurinn er liður í aug- lýsingaherferð rafhlöðuframleið- andans Varta. Með tónleika á íslandi Björk Guð- mundsdóttir söng- kona mun halda tónleika hérlendis skömmu fyrir jól með Smfóníuhljóm- sveit Islands. Ekki er ljóst hvar tón- leikarnir verða haldnir en það skýrist þegar nær dregur. Haldið til haga í Heita pottinum i gær var rang- lega sagt frá því að bókaútgáfan Fróði yrði á tónlistarlegum nótum fyrir jólin og gæfl út sögu Álfta- gerðisbræðra og Rokksögu íslands. Rétt er að bækurnar eru væntan- legar en það er Forlagið sem gefur út. -HKr. J,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.