Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 24
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 Tilvera DV í f iö I I P, VI N II IJ Kvöldganga í Viðey Eins og venjulega hefst ferðin á siglingu yfir sunið klukkan 19.30. Gangan hefst við Viðeyjarkirkju og verður farið þaðan á slóðir Milljónafélagsins svokallað, en það stofnaði útgerð á austurenda eyjunnar í byrjun síðustu aldar. Þá verður einni kíkt inn á sýninguna Klaustur á íslandi sem gamla skólahúsið í þorpinu hýsir, fjaran gengin og náttúrunnar notið. Leiðsögnin er endurgjaldslaus en greiða verður fyrir farið í ferjuna. Kirkjuferö KIRKJUFERÐ í HAFNARFIRÐIT kvöld klukkan 19.00 veröur boöið upp á Kirkjuferð meö Erlu Stefáns- dóttur í Hafnarfiröi. Lagt veröur af staö frá Vesturgötu 8. Heimsóttar veröa kirkjur í Hafnarfiröi og nágrenni. Haldiö veröu út að Göröum, kirkjan skoðuö og rifjuö upp sagan. Blessaö yfir þeim er hafa verið kvaddir á þessum staö. Jafnvel sungiö, hugleitt og beðiö fyrir landi og þjóö. Hægt væri aö ná til huldufólksins er byr þarna í holtinu og biöja um jafnvægi milli þeirra og mannfólksins á öllu nesinu. Nánari upplýsingar eru veittar í Upplýsinga- miöstöö Hafnarfjaröar. Rokk og ról flLRAUNKENNT ROKK OG RÓL Það verður tilraunakennt rokk og ról á Gauknum í kvöld en þar kom fram Spontanious Human Combustion, Future Fx og Dr. Spock. Húsið opnað kl. 21.00 og þaö kostar 500 krónur inn. Það er 18 ára aldurstakmark og glaöningur frá Budweiser fylgir fyrstu 100 miöunum. Myndlist SÝNING í SLUNKARÍKI Hlíf Asgrimsdóttir opnaði á laugardag einkasýningu sína, Innihorn, í Slunkariki a ísafiröi. Þar sýnir hún þrjú Ijósmyndaverk sem fjalla um horn í lofti, veggjum og gólfi í kjallara Slunkarikis. Einnig sýnir Hlíf níu vatnslita/ljósmynda-verk þar sem borið er saman horn í vínkjallaranum og horn í hversdagslegum heimilisskáp. Listakonan segir í sýningaskrá að eftir umhugsun hafi kviknað hjá henni hugmynd um að taka Ijósmyndir af látlausum en jafnframt heimilislegum staö og bera saman viö vatnslitamyndir af öllu innanstokks í kjallara Slunkarikis. MYNDLIST OG UÓÐ í LISTHÚSINU í LAUGARDAL Þessa dagana sýnir Anna Hrefnudóttir, myndlistarkona málverk og Ijóö, í Listacafé og Veislugallerí. Á sýningunni eru akrýlmálverk sem öll eru máluö á þessu ári. Flest verkin voru gerö I gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri sl. vetur en þar dvaldi Anna í boði félagsins 1. jariúar til 14. febrúar og lauk þeirri dvöl með sýningu I Deiglunni. Sýningin er opin alla virka daga frá klukkan 9 til 19 og laugardaga frá klukkan 10 til 19. Henni lýkur 31. ágúst næstkomandi. ERNA GUÐMARS í SNEGLU LISTHUSI Frá þvi 3. ágúst síöastliöinn hefur Erna Guðmars- dóttir kynnt verk sín í giuggum Sneglu listhúss. Sýndar eru vatnslitamyndir og myndir málaðar á silki. Erna sækir myndefni sitt í veöurfar og blæbrigöi íslenskrar náttúru. Snegla listhús á tíu ára afmæli í haust og munu sneglur þá efna til samsýningar af því tilefni. Snegla listhús er á horni Grettisgötu og Klapparstígs og lýkur kynningunni á verkum Ernu 19. ágúst. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Kennarar orðsins í Kópavogi - árvisst landsmót Votta Jehóva Um 400 vottar Jehóva víða af land- inu komu saman í Iþróttahúsi Digra- ness um helgina og héldu árlegt lands- mót sitt. Vottamir halda þijú mót á ári þar sem saman koma saínaðarfélagar af öllu landinu og er landsmótið þeirra stærst. Dagskráin var þéttskipuð alla þijá dagana en hún samanstóð meðal annars af tónlist og bænagjörð, auk hefðbundinna viðtala og fyrirlestra. „Það sem er athyglisvert er að það er nánast sama dagskráin alls staðar í heiminum. Það eina sem er frábrugðið eru viðtölin því að þau geta tengst stað- háttum," segir Jóhann Sigurðsson, mótsstjóri landsmótsins. Að sögn Svanbergs K. Jakobssonar, kynningarfulltrúa Votta Jehóva, er til- gangur landsmótsins fyrst og fremst að KENNARAR OUÐSINS Vlötal Viötöl viö safnaöarfélaga eru al- geng á samkomum vottanna. Þar stíga venjulegir safnaðarfélagar á svið og ræöa viö umsjónarmann um ýmislegt er viökemur trúnni og boöun hennar, svo sem hvernig gangi að tifa í samræmi viö kenn- ingar Biblíunnar, hvernig boöunar- starfiö gangi og fleira í þeim dúr. Mótsstjórinn og kynningarfulltrúinn Jóhann Sigurösson og Svanberg Jakobsson í íþróttahús- inu í Digranesi þar sem landsmót Votta Jehóva fór fram um helgina. Mótiö var liöur í mótaröö vottanna sem nær um allan heim. veita fræðslu. „Þetta er liður í alþjóð- legri fræðslu hjá okkur. Við erum með mótaröð úti um ailan heim. Það eru sex milljónir votta í heiminum og þeir sækja allir mót af þessu tagi og þau eru haldin til að kenna og fræða. Þar eru veittar leiðbeiningar um það að stunda trúna,“ segir Svanberg og bætir við að yfirskrift mótsins i ár sé einmitt Kenn- arar orðsins. „Þar er verið að leggja áherslu á hiutverk okkar sem kennara en eins og allir vita þá er trúboð snar þáttur í starfi okkar,“ segir Svanberg Jakobsson. Gengið hús úr húsi Boðunarstarf vottanna byggist að miklu leyti á því að ganga hús úr húsi og ræða við fólk um trúna og Biblíuna. Þegar Svanberg og Jóhann eru spurðir hvemig vottum Jehóva sé tekið nú til dags, þegar þeir banka upp á, segjast þeir yfirleitt fá góðar viðtökur. Af og til fá þeir fjandsamlegar viðtökur en það sé þó í miklum minnihluta enda sýni íslendingar trúarskoðunum umburðar- lyndi. „Það sem við tökum eftir er að fólk er mjög upptekið og það er svo margt sem togast á um athygli fólks þannig að við eigum í harðri sam- keppni ef orða má það þannig," segir Svanberg og bætir við að það sé reynsla vottanna og sannfæring að Biblían eigi ekki síður erindi til fólks núna en áður. Miklar framfarir hafa átt sér stað í boðskiptatækni og upplýsingamiðlun á undanfómum árum og liggur því bein- ast við að spyrja hvort Vottar Jehóva nýti sér þá möguleika við boðunarstarfið: „Við emm opin fyrir öllum möguleikum til að boða trúna þó að við höfum kannski ekki gengið hátt upp í því að nýta okkur tæknina þá höfum við samt nýtt hana,“ segir Jóhann og bendir i því sambandi á að þeir séu famir Niöurdýfingarskírn dvmyndir einar j. Hjá Vottum Jehóva tíðkast ekki ungbarnaskírn heldur gangast félagar undir niöurdýfingarskírn þegar þeir hafa náö nokkrum þroska. Þeir veröa þá aö vera búnir aö öðlast vissan grundvallarskilning á Biblíunni og geta tileinkaö sér boöskap hennar og inntak. Athöfnin sjálf fylgir fordæmi Biblíunnar og er stutt og látlaus. að gefa út meira og meira af mynd- böndum um starfsemina. „Við eram einnig með heimasíðu á nokkram tungumálum, reyndar ekki á íslensku enn þá,“ segir Jóhann enn fremur. „Reynslan sýnir þó að áhrifaríkasta að- ferðin er að ganga i hús og banka upp á og tala við fólk augliti til auglitis." Jóhann og Svanberg leggja áherslu á að þeir vilji ekki nýta sér nútímamiðla eins og sjónvarpið til þess eins að vekja hrifningu. „Þetta byggist á því að fólk- ið læri frá Biblíunni og tileinki sér það sem það lærir. Það gerist smátt og smátt,“ segir Jóhann og Svanberg tek- ur undir það. „Við leggjum áherslu á að fólk tileinki sér trúna og það líferni sem hún leggur áherslu á og það gerist ekki með múgseijun," segir Svanberg að lokum. -EÖJ Blómlegur garður á Hvolsvelli: Húsbóndinn ræktar s j álfur öll sumarblómin DV, SUDURLANDI:' Hann er blómlegur, garðurinn að Hlíðarvegi 13, hjá þeim hjónunum Guðjóni Einarssyni og Þuríði Krist- jánsdóttur. Garðurinn, sem er við eitt af elstu húsunum á Hvolsvelli, var eitt blómahaf í sólinni á Suður- landi á miðvikudag. í garðinum eru bæði fjölmörg tré og blóm af mörg- um tegundum. Þau hjón rækta sjálf sin sumarblóm. „Hann Guðjón ræktar þau í gróðurhúsinu hér við húsendann og sér um að koma þeim á sinn stað að vori,“ sagði Þuríður. Þau hjón fengu viðurkenningu fyrir garðinn sinn fyrir nokkrum árum en greinilegt er að þau hafa ekki lát- ið deigan síga eftir að hafa ræktað garðinn til sigurs í þeirri keppni því að hann ber vott um mikla vinnu og áhuga eigenda sinna. -NH Blómahaf Guöjón og Þuríöur í garöinum sín- um aö Hlíöarvegi 13 á Hvolsvelli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.