Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Blaðsíða 8
ÞRIDJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 Viðskipti x>v Umsjón: Viðskiptablaðiö Kaupþing með 322 milljóna króna hagnað - hagnaðurinn dregst saman um 10% frá því í Kaupþing hf. skilaöi 322 milljón- um króna í hagnað eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins. Hagnaður Kaupþings í fyrra var öllu hærri, eða 529 milljónir króna, og minnkar hagnaðurinn um 10,4%. Fjármála- fyrirtækin spáðu að meðaltali 392 milljóna króna hagnaði þannig að afkoman er minni en væntingar fjármálafyrirtækjanna um sem nemur 18%. Tekjur af fyrirtækja- þjónustu og erlend verkefni skiluðu fyrirtækinu verulegum tekjum. Töl- vert tap varð hins vegar af viðskipt- um með hlutabréf en úrvalsvísitala VÞÍ lækkaði um 17,3% á tímabilinu. Kaupþing er stærsti aöilinn í við- skiptum með hlutabréf og hefur lagt metnað í aö sinna þeim markaði, hvort sem aðstæður á hlutabréfa- markaði eru góðar eða slæmar. Hagnabur hjá Kaupþingl Hreinar rekstrartekjur Kaupþings námu 2,8 milljöröum króna fyrstu sex mánuði ársins. 14% arðseml elgln fjár Afkoma Kaupþings fyrstu 6 mán- uði ársins sýnir að rekstur fyrir- tækisins hvílir á mörgum stoðum. Þrátt fyrir erfitt árferði á verðbréfa- mörkuðum er arðsemi eiginfjár u.þ.b. 14%. Erlendar starfsstöðvar Kaupþings skiluðu í heildina viðunandi niður- stöðu þó að þar hafi hægt á starf- semi í kjölfar erfiðra aðstæðna á er- lendum fjármálamörkuðum. Kaupþing í Danmörku hefur nú nýverið fengið öll tilskilin leyfi frá dönskum yfirvöldum til þess að telj- ast fullgildur banki. í Danmórku leggur Kaupþing megináherslu á einkabankaþjónustu, eignastýringu, miðlun og fyrirtækjaþjónustu. Hreinar rekstrartekjur Kaup- þings námu 2,8 milljöröum króna fyrstu sex mánuði ársins. Eigið fé jókst um 2,8 milljarða króna frá árs- byrjun og nemur nú tæpum 7,4 milljörðum, en á tímabilinu var boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 200 milljónir sem seldist fyrir kr. 2.480 milTjónir. Eiginfjárgrunnur Kaupþings, þ.e. eigið fé að viðbætt- um víkjandi lánum, er kr. 10.488 milljónir. Eiginfjárhlutfall samstæðu Kaup- þings samkvæmt CAD-reglum er nú 11,7%, en það má lægst vera 8,0%. Niðurstaða efnahagsreiknings 30. júní 2001 var 94 milljarðar króna en fyrra í þriggja mánaða uppgjöri þann 31. mars var hún 86 milljarðar króna. Horfa fram á erfiða mánuði á fjármálamörkuðum Stjórnendur Kaupþings telja að næstu mánuðir á fjármálamörkuð- um geti orðið erfiðir. Verulega hef- ur þrengt að fyrirtækjum og ein- staklingum sökum mikillar skulda- söfnunar, lækkandi hlutabréfaverðs og hárra vaxta. Hátt vaxtastig til lengri tima mun hafa alvarleg áhrif á fjárhagslega stöðu fyrirtækja og einstaklinga og er það verulegt áhyggjuefni. Mikil- vægt er að gera sér grein fyrir þeim hættumerkjum sem víða blasa við sökum hins háa vaxtastigs. Enn fremur er nauðsynlegt að við beit- ingu hagstjórnartækja sé litið til hins íslenska hlutabréfamarkaðar. Hlutabréfamarkaðurinn hefur gegnt lykilhlutverki á því hagvaxtarskeiði sem ríkt hefur undanfarin ár. Verði ekki gætt að því að hann þrífist og dafni getur orðið erfitt fyrir þau fyr- irtæki sem bera eiga uppi hagvóxt komandi missera að ná í nýtt eigið fé sem þeim er nauðsynlegt. Brýnt er því orðið að vextir verði lækkað- ir verulega þannig að vaxtasprotar hagkerfisins verði ekki endanlega kæfðir. 46 milljóna hagnaöur Marels fýrstu 6 mánuðina - bætt rekstrarskilyrði móðurfélagsins Verðlag hækk- ar töluvert umfram spár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3% milli mánaðanna júlí og ágúst og er það nokkru meiri hækkun en spár fjármálafyrirtækjanna gerðu ráð fyr- ir. Að meðaltali spáðu þau að vísital- an myndi hækka um 0,06% en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem vísitalan hækkar meira en spár fjármálafyrir- tækjanna gera ráð fyrir. Síðustu mán- uði hefur vísitalan nærri því alltaf hækkað mun meira en meðaltalsspár fjármálafyrirtækjanna. Tvö fyrirtæki spáðu að þessu sinni verðhjöðnun en það hefur loðað við að verðlag hafi lækkað milli þessara tveggja mánaða. Milli þessara tveggja mánaða lækkaði það í fyrra um 0,5%. Að þessu sinni komst Landsbank- inn næst því að spá réttu gildi en spá hans hljóðaði upp á 0,23% hækkun. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í ágústbyrjun 2001, var 214,9 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án hús- næðis var 214,1 stig og hækkaöi einnig um 0,3% frá júlí. Verð á þjón- ustu hækkaði um 1,9% en verð á inn- lendum vörum og grænmeti hækkaði um 0,5%. Þá lækkaði verö á innfiutt- um vörum um 1,2%. Af einstökum breytingum má nefna að vegna sumarútsala lækkaði verð á fatnaði um 6,9% og verð á bensíni og oliu lækkaði um 4,0%, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofunni. Verð á símaþjónustu hækkaði um 4,2%, happdrætti um 21,9% og veitinga- og kaffihús um 2,3%. Þá hækkaði verð dagheimila og gæsluvalla um 5,1%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 7,9% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 8,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur visitala neysluverðs hækkað um 2,6%. Hagnaður af rekstri Marels hf. á fyrstu sex mánuðum ársins var 46 milljónir króna. Þar af var hagnað- ur annars ársfjórðungs 104 milljónir þannig aö félagið tapaði 58 milljón- um á fyrsta ársfjórðungi. Rekstrar- hagnaður (EBIT) nam 213 milljón- um króna en var 181 milljón árið áður. Rekstrartekjur Marels og dóttur- félaga þess á fyrsta ársfjórðungi 2001 námu alls 3.505 milljónum króna sem er 23% aukning frá sama tímabili ársins 2000 og í samræmi við áætlanir samstæðunnar. Mikil breyting til batnaðar varð á rekstri Marel-samstæðunnar á milli fyrsta og annars ársfjórðungs árið 2001 sem skýrist einkum af bættum rekstrarskilyrðum móðurfélagsins á íslandi og aukinni sölu í kjölfar styrkingar sölukertis félagsins á sið- asta ári. Þannig var framlegð eftir breytilegan kostnað, þ.e. aökeypt efni, 1.462 milljónir á öðrum árs- fjórðungi en 1.058 milljónir á þeim fyrsta eða alls 2.520 milljónir. Sam- bærileg tala fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2000 var 1.854 milljónir króna. Launakostnaður hefur aukist um 35% Á móti kemur að launakostnaður hefur hækkað um 35%, úr 1.094 milljónum í 1.477 milljónir, sem rekja má til 12% fjölgunar starfs- manna, gengisbreytinga og al- mennra launahækkana. Einnig hef- ur annar rekstrarkostnaður hækk- að um 44% (úr 521 milljón í 749 milljónir) vegna tveggja nýrra fé- laga innan samstæðunnar sem ekki voru með á fyrrihluta ársins 2000, gengisbreytinga og nokkurrar hækkunar vegna aukinna umsvifa. Eigið fé Marels í lok júní 2001 var 2.086 milljónir og hækkaði um 221 milljón frá árslokum 2000. Þar af er endurmat á eignarhluta Marels í er- lendum dótturfélögum vegna geng- isbreytinga sem nam 138 milljónum en það er fært beint í gegnum efna- hagsreikning félagsins. Veltufé frá rekstri nam 405 milljónum, saman- borið við 184 milljónir árið áður, og jókst því um 120% á milli ára. Fjárfestingar Marels og dótturfé- laga þess námu alls 333 milljónum króna á tímabilinu en voru 168 milljónir á sama tíma árið 2000. Þar af var fjárfest fyrir 238 milljónir hjá Marel hf., einkum í nýbyggingu fé- lagsins í Garðabæ. Starfsmenn voru að jafnaði 634 á fyrri hluta ársins 2001 en voru 564 á sama tíma í fyrra. Þar af voru 255 á íslandi og 379 er- lendis. Sex tilboð bárust í ráðgjjöf vegna sölu ríkisins á hlutabréfum í Landsbankanum Samkvæmt fréttatil- kynningu frá Fram- kvæmdanefnd um einka- væðingu bárust sex tilboð í ráðgjöf vegna fyrirhug- aðrar sölu ríkisins á hlutabréfum i Lands- banka íslands. Eftirfar- andi fyrirtæki sendu inn tilboö: KPMG Corporate Finance í Danmörku, PRICEWATERHOU- SECOOPERS (PWC) í London og Reykjavík, ING BARINGS Limited, The Northern Partnership Limited, HSBC investment bank og Deloitte & Touche. í tilkynningunni segir að um sé að ræða tilboð í verkefni sem felist í að semja skilmála sam- kvæmt þeim óskum sem verkkaupi hefur um fyrir- komulag sölunnar, aug- lýsa forval og taka við er- indum í kjölfar þess. Einnig skuli gera tillögu um hverjir eigi aö taka þátt í lokuðu útboði, semja skilmála og vinnureglur vegna lokaðs útboðs, veita ráðgjöf um lágmarksverð, taka við tilboðum, yfnfara þau og gera tillögur um hvaða tilboði skuli tekið. Tilkynnt verður föstudaginn 17. ágúst nk. að hvað tilboði verði geng- ið. Þettahelst ; IWjW-J^IÍIJftjjJM =*:¦ j HEILDARVIÐSKIPTI 2300 m.kr. i ; Hlutabréf 170 m.kr. ' ! Spariskírteini 1100 m.kr. i i MEST VIÐSKIPTI ; ® Kaupþing 82 m.kr. i Landsbankinn 25 m.kr. i ! Qi íslandsbanki 19 m.kr. i ; MESTA HÆKKUN iQEFA 10,7% i i Q íslandsbanki 0,8% i ©• i MESTA LÆKKUN i Q Kaupþing 5,7% i Q Búnaöarbankinn . 2,6% i 0 Landsbankinn 2,4% ! i URVALSVISITALAN 1028 stig i 1 - Breyting O 1,08% | Samdráttur í smá- sölu í Þýskalandi Smásala í Þýskalandi dróst saman í júní um 1,8% en þetta er fjórði mán- uðurinn af síðustu fimm þar sem sam- dráttur verður í smásölu. Þetta gefur til kynna að einkaneysla sé of veik til að koma í veg fyrir að hagvöxtur í Evrópu staðni. Væntingar höfðu verið um sam- drátt upp á 0,6% þannig að tölurnar voru vel undir væntingum. Sala jókst um 0,5% miðað við sama tímabil í fyrra.I 21 milljónar dollara skattalækkun í Þýskalandi á þessu ári hefur ekki tek- ist að auka sölu þar sem verðhækkan- ir hafa verið töluverðar á neytenda- vörum og orku. Síðustu rannsóknir sýna að verðbólgan virðist vera á leið- inni niður sem gæti gefið evrópska Seðlabankanum tækifæri til að lækka lántökukostnað og auka þar með neyslu og fjárfestingu. „Hagvöxtur verður, ef við horfum jákvætt á hlutina, 1,2% og ekki meira en það í Þýskalandi á þessu ári, „ seg- ir Harbert Hainer, aðalforstjóri Adi- das-Salomon AG, sem er næststærsti íþróttavöruframleiðandi í heiminum. British Airways inn í Norðurlönd Breska flugfélagið British Airways, sem er eitt stærsta flugfélag heimsins, íhugar þessa dagana hvort það eigi að fara inn á markað á Norðurlöndum í kjölfar hneykslismála hjá flugfélaginu SAS um verðsamráð. Markaðurinn á Norðurlöndum þ.e. leiðirnar milli Óslóar, Kaupmanna- hafnar og Stokkhólms, þykja vera mjög arðbærar og hafa löngum veriö litnar girndaraugum af forráðamönn- um BA. Ef BA ákveður að fara inn á þennan markað er ljóst að það verður ekki gert með hangandi hendi. Minnst 10 ferðir verða hvern dag á leiðunum Ósló-Kaupmannahöfn, Stokkhólm- ur-Kaupmannahöfn og Ósló-Stokk- hólmur. „Það mun kosta mikið fjármagn að koma inn á markaðinn og fyrstu árin verður líklega enginn hagnaður af starfseminni. En ef við ákveðum þetta munum við kosta því sem þarf til. Þetta verður unnið að heilum hug," segir Sam Heine, yfirmaður BA í Dan- mörku. 14.08.2001 kl. 9,15 Doliar |33Pund KAUP 99,190 140,720 SALA 99,700 141,430 i*ÍKan. dollar Soönskkr. SNorskkr CaSSænskkr. I4HR. mark . ]Pra. franki HSBote frankl ]1 Sviss. franki 64,360 11,9160 10,9800 9.6180 14,9133 13,5177 2,1981 58,5200 64,760 11,9810 11,0410 9,6710 15,0029 13,5989 2,2113 58,8500 Qrloll. gyllini 3l>ýsktmark 40,2369 45,3365 0,04579 40,4787 45,6089 Jítlíra 0,04607 QAust. sch. 6,4439 6,4827 |Port. escudo ULJSpá. pesetj 0,4423 0,5329 0,4449 0,5361 1 • jjap. yen 0,80770 0,81260 _jírskt pund 112,588 113,264 SDR fl|ECU 125,6500 88,6704 126,4100 89,2032

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.