Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2001, Síða 5
5 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2001 DV Fréttir Uppbygging Borgarholtshverfis kaos og klúður, segir borgarfulltrúi D-lista: Aðeins yngri nemend- ur fá inni í skóla Borgaryfirvöld eru gagnrýnd fyr- ir klúður og kaos í kringum upp- byggingu Borgarholtshverfis. Á sama tíma og bullandi skortur er á húsnæði seljist íbúöir í hverfmu illa. „Það er athyglisvert hvað allt er kaoskennt þarna í uppbygging- unni, Reykjavíkurlistinn hefur þó undirbúið hverfið í tvö kjörtímabil. Miðað við þeirra eiginn málflutning myndi maður ætla að allt væri í fullkomnu lagi í þessu eina hverfi sem þeir hafa skipulagt. Nú stefnir í að skóla vanti fyrir hluta barnanna, auk þess sem uppbyggingin er ótrú- lega hæg. Helstu rök R-listans fyrir lóðaskortsstefnnunni hafa verið þau að sérstaklega sé vandað til verka,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi og fulltrúi í fræðslu- ráði borgarinnar. Fræðslustjórinn í höfuðborginni er ósammála borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. „Þetta er i fyrsta sinn sem Reykjavíkurborg er búin að stofna skóla áður en fólk flytur inn í hverfi. Mér fmnst það góð þjónusta og til fyrirmyndar. Enn höfum við fáa innritaða nemendur en það er staðfóst ákvörðun okkar að hafa þarna skóla í vetur. Mér skilst að sala á íbúðum hafi gengið hægar en menn héldu og því dregst uppbygging nokkuð," sagði Gerður Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykja- vík, í gær. Nýr Ingunnarskóli í Grafarholti, nýjasta byggingarsvæði borgarinnar, tekur til starfa í haust í nokkrum lausum kennslustofum en skólabygging hefst síðar. Verið er að undirbúa teikningar. Aðeins 27 nemendur hafa enn Þingey j arsýslur: Sameiningar- kosning á döfínni íbúar i sjö sveit- arfélögum í Þing- eyjarsýslum munu ganga að kjörborð- inu 3. nóvember og greiða atkvæði um það hvort sameina eigi sveitarfélög þeirra í eitt. Sveit- arfélögin sem um ræðir eru Skútu- staðahreppur, Reykjahreppur, Aðaldælahreppur, Tjörneshreppur, Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur og Húsavík. Fari svo að sameiningin verði samþykkt í öllum sveitarfélögunum sjö verður ný sveitarstjórn kjörin í kosningum í mai á næsta ári. Skipt- ar skoðanir eru varðandi það hvort sameiningin verður samþykkt. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík og formaður nefndar sem vinnur að undirbúningi sameining- arinnar, hefur sagt að hann trúi ekki öðru en sameiningin nái fram að ganga enda séu hagsmunir ibú- anna best tryggðir á þann hátt. Sveitarstjómarmaður í öðru sveit- arfélagi, sem DV ræddi við, sagðist vantrúaður á sameiningu, ekki síst með tilliti til þess að fjárhagsstaða sveitarfélaganna væri mjög mis- munandi. Hún væri t.d. mjög slæm á Húsavík og í Aðaldælahreppi. -gk „Stútur" velti Ökumaður bifreiðar sem valt á Árskógssandsvegi í Eyjafirði í fyrri- nótt er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn en hann var einn á ferð. Ökumaðurinn var fluttur á slysa- deild á Akureyri með minni háttar áverka en bill hans var óökufær eft- ir veltuna og er sennilega ónýtur. -gk Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík verið innritaðir í Ingunnarskóla. Börnum frá 6 ára til 13 ára verður kennt í lausu stofunum í vetur en eldri börnin, í 8. til 10. bekk, verða að leita til skóla í öörum borgar- hverfum og skólaakstur verður kannaður. „Mér þykir ekki ólíklegt að með haustinu verið komnir 40 nemendur og fjölgun verði í vetur,“ sagði Guð- laug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Ing- unnarskóla. Hún segir að áætlað hafi verið að vera með 52 nemend- ur. Yfirleitt hafi nemendur í nýjum skólum reynst fleiri en áætlun hef- ur gert ráð fyrir þar til nú. Fimm kennarar hafa verið ráðnir að skól- anum og nokkrir starfsmenn. „Við samkennum tveimur ár- göngum. Það verður kannski ögn færra en í litlum sveitaskólum," sagði Guðlaug. „Þegar nýir skólar hafa tekið til starfa hefur venjan verið að þeir ná ekki nema upp í 4. bekk en ástæðan fyrir því að við fór- um upp í 7. bekk er sú að enginn annar skóli er í hverfinu sem er slæmt,“ sagði Guðlaug. -JBP DV-MYND HARI Skóli Ingunnar Ingunnarskóli í Grafarholti er nokkrar færanlegar kennslustofur í byrjun. Skól- inn heitir eftir Ingunni sem var fræöikona á Hóium á 12. öld og kenndi latínu og málfræöi, auk þess sem hún þótti afbragös handmenntakona. Næsti skóli hverfisins mun eiga aö heita Sæmundarskóli. I Suzuki Grcmd Vituru er öflugur og vel búinn grindnrbyggðurjeppi með hátt oa láat drif 9 9 tengjanlegt um millikassa. i 6 á n RMRRIí Í.WANI) 1 VIT/IWA 1“ FULLl=í frameIMI Byggður á grind Beröu saman getu, aksturseiginleika, búnaö, þægindi og rekstrarhagkvæmni jepplinga við þaö sem þú færð í Suzuki Grand Vitara. KOMDU í REYNSLUAKSTUH Hátt og lágt drif ^SUZUKI ->'//*■ SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, slmi 55S 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sfmí 431 28 00. Borgarnes: Bllasala Vesturlands, simi 437 15 77. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, slmi 456 30 95. Hvammstangi: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 22 30. Sauðárkrókur: Bila- og búvélasalan, Borgarröst 5, slmi 453 66 70. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bilasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, sfmi 471 30 05.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.