Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 2
2 Fréttir FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001 DV ________________ Margir frjósa inni í greiðslustöðvun Goða: Bændur hljota að lenda í erfiðleikum - segir Ari Teitsson og kvíðir framlengingu greiðslustöðvunar í gærmorgun var haldinn fundur með forsvarsmönnum Kjötumboðsins hf. (áður Goða hf.) með kröfuhöfum. Þar mættu fulltrúar Bændasamtakanna til að gæta hags- muna þeirra fjöl- mörgu bænda sem áttu inni fjármuni hjá Goða vegna innlagningar á kjöti og öðrum afurðum. Formaður Bændasamtaka íslands kvíðir af- leiðingunum ef greiðslustöðvun Goða verður framlengd um þrjá mánuði. Sala eigna og niðurfelling krafna Á fundinum lögðu forsvarsmenn Kjötumboðsins fram áætlun í sjö liðum sem miðar að því að ná fram lendingu í þeim mikla greiðslu- vanda sem félagið á við að etja. Það verði m.a. gert með innheimtu krafna, sölu birgða og allra eigna sem viðunandi verð fæst fyrir. Einnig verði sótt um úreldingarbæt- ur á þeim sláturhúsum sem hag- stæðast er að úrelda og reynt að ná samningum um skuldbreytingar. Þá Breytingar boöaöar Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnti í gær nýja reglugerö um veiö- ar smábáta. Nýjar teg- undir í kvóta Samkvæmt reglugerðarbreytingu sem kynnt var í gær verður krókaafla- marksbátum úthlutað sérstaklega í upphafi næsta flskveiðiárs 1.800 lestum af ýsu, 1.500 lestum af steinbit og 300 lestum af ufsa. Þessu magni verður skipt milli krókaaflamarksbáta á grundvelli aílareynslu þeirra á tímabil- inu 1. júní 2000 til 31. maí 2001. Hlut- deild annarra aflamarksbáta í þessum tegundum verður lækkuö sem þessu nemur. Krókaaflamarksbátum verður enn fremur úthlutað 200 lestum i ýsu og 600 lestum í steinbít á næsta fisk- veiðiári á grundvelli aflareynslu á timabilinu 1. júní 2000 til 31. maí 2001. Með þessu verða aflaheimildir króka- báta á næsta fiskveiðiári í ýsu auknar úr 2.500 lestum í 4.500 lestir, í steinbít úr 3.400 lestum í 5.500 lestir og í ufsa úr 1.500 lestum i 1.800 Líklegt er að reglugerðarbreyting sem tilkynnt var í sjávarútvegsráðu- neytinu í gær muni eitthvað draga úr brottkasti en á næsta fiskveiðiári verða rýmkaðar heimildir til að koma með undirmálsfisk að landi án þess að hann dragist frá kvóta. Um nokkurt árabil hefur helmingur undirmálsþorsks reiknast utan kvóta, enda fari undir- málsþorskur ekki yfir 7% af afla í veiðiferð. Á næsta fiskveiðiári verður miðað við að hlutur undirmálsþorsks geti orðið allt að 10% af afla í veiðiferð samkvæmt nýju reglunum. í sömu reglugerð er tegundum í kvóta fjölgað um þijár. Nýju tegundimar eru keila, langa og skötuselur. Kvóti fyrir keilu verður 4.500 lestir, 3.000 lestir fyrir löngu og 1.500 lestir fyrir skötusel. Steinbitur verður áfram í kvóta. -BG verði óskað eftir niðurfellingu „ótryggra krafna og almennra krafna að einhverju marki, auk þess að óska eftir lengri greiðslufresti á þeim“, eins og segir í áætluninni. Á fundinum kom einnig fram að Kjötumboðið hyggst sækja um greiðslustöðvun til þriggja mánaða, en áður hafði verið'fengin greiðslu- stöðvun til þriggja vikna sem renn- ur út á mánudaginn. Þá verður tek- in ákvörðun um þaö hjá dómara hvort fyrirtækið fær greiðslustöðv- un áfram. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka Islands, sat fundinn og sagði að honum loknum að útlitið væri vissulega dapurt fyrir þá bændur sem ættu inni hjá félaginu. Meira en 115 milljóna kröfur „Það eru um 1.200 til 1.500 bænd- ur sem eiga einhverjar kröfur á hendur Goða, en þær eru misháar. Það kom fram í gögnum á fundinum aö þar sé um að ræða 115 milljónir króna. Trúlega veröur það þó eitt- hvað meira,“ segir Ari Teitsson. í verstu tilvikunum eigi einstakir bændur inni nokkrar milljónir króna, en þar sé aðallega um bænd- ur með stór bú og svínabændur að ræða. Kjötbirgöir í frystigeymslum Greiöslur til bænda frjósa líka inni í greiöslustöðvun Goöa. Hljóta að lenda í erfiðleikum „Þetta er mjög bagalegt því þama er ekki bara um laun að ræða, þetta snertir allan rekstur bænda. Það er spurning um eiginfjárstöðu og gjaldþol manna. Maður sem frýs inni með nokkrar milljónir hlýtur þó að lenda í erfiðleikum." Ari segir að á yfirstandandi greiðslustöðvunartimabili hafi ekkert verið greitt út til bænda. Ef greiðslu- stöðvun fáist framlengd um þrjá mán- uði fái menn ekkert af kröfum sínum næstu mánuði. „Þetta verður því al- varlegra sem lengra líður.“ Hann segir fyrirtækið hafa fengið töluverðar upphæðir inn vegna sölu eigna sem séu aðaliega kjötbirgðir. Sömu sögu er að segja af innheimtu krafna sem eru að mestu leyti vegna kjöts. Fyrirtækið liggi því þegar með nokkur hundmð milljónir. Ari segir að Brynjólfur Kjartansson, lögmaður og tilsjónarmaður með greiðslustöðv- uninni, segi að ekki komi til greina að greiða út peninga fyrr en greiðslu- stöðvun ljúki. Ef framlenging fáist verði bændur því að fjármagna tekju- missinn og þá trúlega með dýmm lán- um. Við það bætist að bændur hafi enga undankomuleið að komast undan greiðslu á virðisaukaskatti vegna af- urða sem þeir hafa samt ekki fengið greitt fyrir. Þá hafa slátranarmálin verið í upp- námi, en það kom fram á fundinum að verið væri að ijúka samningum við sláturleyfishafa um leigu á sláturhús- um Goða. Ágreiningur hafði þó verið um leiguupphæðina. Síðdegis í gær náðust svo samningar tjögurra kaupfélaga um leigu á nokkrum sláturhúsum. Þetta era Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag Héraðsbúa, Kaupfélag Austur- Skaftfellinga og Kaupfélag Vestur- Húnvetninga. Samiö er við Kjötumboðið hf. um leigu á sex sláturhúsum, þ.e. á Fossvöllum við Eg- ilsstaði, á Breiðdalsvík, á Hornafirði, í Borgamesi, í Búðardal og á Hvamms- tanga. -HKr. Uppsagnir á smábátum eftir að ljóst er að kvótinn kemur 1. september: Beint á hausinn - segir skipstjóri og telur Einar K. Guðfinnsson undir hæl forystunnar DV. BOLUNGARViK „Fyrir okkur þýðir þetta ekkert annað en að við fóram lóðbeint á hausinn og fólk hér mun missa vinnuna sina. Það er þegar búið að segja upp á milli 20 og 30 manns á sjö bát- um hérna og ileiri uppsagnir eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Nú virðist sem menn stefni að því að vera einir á bátunum til að minnka kostnað og það sjá allir sem vOja sjá hvað er ver- ið að reka menn út í, að róa einir með langa línu á vetrar- vertíð á Vestíjarðamiöum þar sem veður eru hvað við- sjálust," segir Rögnvaldur Guðmundsson, skipstjóri á þorskaflahámarksbátnum Jón- ínu ÍS frá Bolungarvík, en hann gerir bátinn út ásamt meðeiganda sínum Sveinbirni Ragnarssyni. Um mánaðamótin taka gildi lög um kvóta á þorskaflahá- Svartsýnir marksbáta. í gær var tilkynnt Rögnvaldur Guðmundsson, skipstjóri á þorskaflahámarksbátnum Jónínu ÍS, og meöeig- um nýjar reglur um veiðar andi hans Sveinbjörn Ragnarsson, telja einsýnt aö útgeröin lifi ekki af kvótann sem smábáta þar sem meðal ann- ars var horfið frá þvi að gefa steinbítsveiðar frjálsar, jafnframt því sem þeir eru kvótasettir i ýsu. Mikill ótti og óvissa er meðal fólks á Vest- fjörðum um framtíð byggðanna sem hafa verið að rétta úr kútnum eftir að togaramir hurfu á braut úr fjórðungn- um. „Steinbíturinn fer í kvóta og við munum fá sex tonn af steinbit og önn- ur sex tonn af ýsu og við munum aldrei geta gert út á þetta. Við reikn- um með að 75 prósent smábátaútgerð- anna hérna muni gefast upp í fram- haldi af þessu gerræði. Þetta er skemmdarverk til þess eins að hygla hinum stóra," segja eigendur Jónínu. Tveir af fimm þingmönnum Vest- fjarða koma frá Bolungarvík og annar þeirra, Einar K. Guðfinnsson, er for- maður sjávarútvegsnefndar Alþingis. Útgerðarmennirnir gefa lítið fyrir Ein- ar Kristin: „Hann er ekkert að vinna settur veröur á í september. fyrir okkur enda undir hæl flokksfor- ystunnar og hlýðir henni þó hann sé á móti þessu kerfi.“ Þeir segja afleiðingar kerfisbreyt- ingarinnar verða þær að 500 manns missi störf sín á norðanverðum Vest- fjörðum. „Við bara lýsum eftir yfirlýsingum Davíðs Oddssonar um að flytja okkur til Kanaríeyja. Við getum allt eins fundið okkur vinnu þar við snjó- mokstur eins og fiskveiðar hérna. Þetta er ljótt útlit. Fjárfestingar á þessum stað verða til dæmis verð- lausar. Þetta er bara búið, svo sorg- legt sem það er,“ segir Sveinbjörn. Þeir segja að smáýsa, sem hefur verið verulegur hluti ýsuaflans, muni hverfa úr skýrslum eftir fyrsta sept- ember þegar nýju lögin taka gildi. Menn muni ekki eyða kvóta sínum í að hirða þann fisk og brottkast, sem áður hafi ekki þekkst i þessum út- gerðarflokki, verði því að veruleika. „Auðvitað veröur þetta sama og með þorskinn. Dauðblóðgaður þorsk- ur hefur ekki sést frá því að kvóta- kerfið kom á en samt er landað hrognum úr honum. Eina raunhæfa leiðin er að stjórna þessu með sóknar- marki þar sem til að mynda veröur bannað að róa um helgar og guð ai- máttugur sér um rest. Hann getur stjórnað þessu miklu betur en Árni Mathiesen sem er undir hælnum á forsætisráðherra. Davíð ætlar að ná því að vera lengst sitjandi forsætis- ráöherrann og vill líklega komast á spjöld sögunnar fyrir að hafa gert hluta þjóöarinnar ríkan þó að til þurfi að kosta einhverjum byggðalög- um. Hann hefur talað þannig að hon- um er andskotans sama um lands- byggðina,“ segja þeir félagar. -GS Ari Teitsson. Hallbjörn í stríð? „Síminn hefur ekki stoppað frá því það var klippt á útsendingar okkar og áheyrendur min- ir t Reykjavík eru allt annað en sáttir við þetta,“ segir Hallbjöm Hjartar- son, útvarpsstjóri Útvarps Kántrý- bæjar. Skjár einn sagði í síðustu viku upp samningum við hann um útsendingar stöðvarinnar i Reykja- vík og hófu útsendingar á Muzik á sömu tíðni í staðinn. - Fréttablaðið greindi frá. Hylma yfir afbrot Landeigandi á Heiöarfjalli segir utanríkisráðuneytið gæta hags- muna erlendra aðila á kostnað ís- lenskra borgara. Hann segir utan- ríkisráðuneytið ekki koma heiðar- lega fram og að ráðuneytið hylmi yflr afbrot Bandaríkjahers á Heið- arfialli. - Fréttablaðið greindi frá. Léleg veiöi í Elliðaám Á miðvikudaginn voru aðeins komnir 362 laxar á land úr Elliða- ánum, en sama dag í fyrra vora komnir 514 laxar á land. Aftur hef- ur því syrt í álinn en veiðin 1 fyrra- sumar hafði örlítið skánað frá ár- inu 1999. Hass með Norrænu Fjórir menn eru nú í haldi lög- reglu á Seyðisfirði vegna gruns um fíkniefnasmygl en farþegi á ferj- unni Norrænu fleygði í morgun pinkli fyrir borð sem reyndist inni- halda mikiö af hassi. Maður á sjó- sleöa reyndi að koma efninu undan en var handtekinn í Mjóafirði og fannst efnið þar. Fundum lokið í Kosovo Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra fundaði í dag í Pristina, höfuð- borg Kosovo, með Hans Hækkerup, æðsta yfirmanni sendinefndar Sam- einuðu þjóðanna í héraðinu (UNMIK). Utanríkisráð- herra á fundinum gerði stuttlega grein fyrir áformum íslenskra stjómvalda um eflingu friðargæslu. Raforkuvinnsla í Hrfsey Góðir möguleikar era taldir fyrir Hríseyinga að hefia raforkuvinnslu, með því að nýta öflugt jarðhita- svæði sem er í og undir eynni. Pét- ur Bolli Jóhannesson, sveitarstjóri í Hrísey, segir í fyrstu fyrirhugað að framleiða nóg rafmagn fyrir eyj- arskeggja. - RÚV greindi frá. Stöðvaði framkvæmdir Landvörður á Kárahnjúka- og Hafrahvammasvæðinu stöðvaði í gær gerö nýs vegarslóða niður að Hafrahvammagljúfrum, á þeim for- sendum að ekki hefði fengist tilskil- ið leyfi Náttúruverndar ríkisins. Salmonella hefur greinst á svína- og alifuglabúum á Suður- og Suðvest- urlandi. Halldór Runólfsson yfír- dýralæknir segir ekki útilokað að sýkt kjöt hafi farið á markaö. Ekki er vitaö til að fólk hafi sýkst. Grunur leikur á aö sýk- ingin hafi borist með fóðri. Sjálfstætt fólk á frönsku Eitt öflugasta forlag Frakklands ætlar að gefa út Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Réttindastofa Eddu hefur gengið frá samningi við Librairie Arthéme Fayard. -HKr. Salmonella

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.