Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 4
Fréttir
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001
I>V
Fyrstu heimsmeistararnir krýndir á heimsmeistaramótinu í Stadl Paura í Austurríki:
Þjóðleikhússtjóri:
Verð að ná heimsmeti
DV. STADL PAURA:______________
Fyrstu heimsmeistararnir voru
krýndir á heimsmeistaramótinu I
Stadl Paura í Austurríki í gær.
Karly Zingsheim, sem keppir fyr-
ir Þýskaland, varð fyrstur heims-
meistari er hann sigraöi í fimi-
keppni á Dökkva frá Mosfelli.
Svíinn Johann Haggberg sigr-
aði í gæðingaskeiði á Aski frá
Hakansgarden. Þeir félagar eru
sagðir hafa sett heimsmet í grein-
inni i vor er þeir fengu 8,90 stig í
gæðingaskeiði í Svíþjóð.
Svíum var spáð góðu gengi í
fimmgangsgreinunum og þeir
hafa byrjað vel er þeir fengu 1. og
4. sætið í gæðingaskeiði því Anna
Skúlason var fjórða á Mjölni frá
Dalbæ. Eiginmaður hennar,
Magnús Skúlason, stendur vel að
vígi i keppninni um samanlagðan
titil á Dug frá Minni-Borg. Hann
er þar langefstur, heilum hærri
en Sveinn Ragnarsson og Hugrún
Jóhannsdóttir, en þau þurfa að
renna 250 metra skeiðsprettinn á
sekúndu betri tima en Magnús til
segir Sigurbjörn Bárðarson
DV-MYND EIRÍKUR JÓNSSON
Rætt um möguleika á titli
Sveinn Ragnarsson og Reynir Aöalsteinsson yngri ræða um möguleika sína á
heimsmeistaratitli.
að ýta honum niður um sæti.
„Verð að setja heimsmet, það
er allt eða ekkert,“ segir Sigur-
björn Báröarson um möguleika
sína á samanlögðum heimsmeist-
aratitli, en heldur hefur hallað
undan fæti hjá honum með Gor-
don frá Stóru-Ásgeirsá. En Sigur-
björn hefur áður komið á óvart
með stórkostlegum afrekum.
íslendingum gekk ekki of vel í
slaktaumatölti i gær. Sveini
Ragnarssyni gekk best íslending-
anna og er í 6. sæti eftir for-
keppnina á Brynjari frá Árgerði
og Hugrún Jóhannsdóttir er í 9.
sæti á Súlu frá Bjarnastöðum.
Þýski knapinn Nicole Kempf er
efst á Kóngi frá Wetsinghe.
í dag var keppt í 250 metra
skeiði og voru farnir tveir sprett-
ir. Einnig er töltkeppni og opnun-
arhátíð. Árangur i töltkeppninni
ræður miklu um framhaldið hjá
þeim knöpum sem ætla sér stóra
hluti í keppninni um samanlagð-
an titil. -EJ
Umfangsmeira
en mig grunaði
„Þessi afglöp for-
mannsins eru sláandi
- hvernig hann mis-
notar aðstöðu sína og
það í miklu meira
umfangi en mann
hefði grunað í upp-
hafi.“
Þetta sagði Stefán
Baldursson þjóðleik-
hússtjóri í samtali við
DV og á þar við for-
mann byggingamefndar, Árna John-
sen. Stefán segist sáttur við skýrslu
Ríkisendurskoðunar en er ekki sam-
mála hinu opinbera í öllum atriðum.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir forsvars-
menn Þjóðleikhússins fyrir aðgerða-
leysi og segir að kostnaður hafl fallið á
bygginganefnd Þjóðleikhússins sem
ljóst heiði verið að ætti heima i rekstri
hússins en þessu andæfir Stefán.
„Samkvæmt hefð sem ríkt hefur
lengi og löngu áður en ég kom að hús-
inu, hafði nefndin starfað að endurbót-
um og viðhaldi," sagði Stefán.
- Fannst þér þörf á að endurskoða þá
hefð? „Eins og margsinnis hefur komið
fram hef ég oft gert athugasemdir við
verklag og vinnu þessarar nefndar.“
-BÞ
Stefán
Baldursson.
Björn Bjarnason um viðbrögð stjórnarandstöðu:
úlfur hjá stjórnarandstöðu
Úlfur,
Bjarnason. aftur að sinn timi
sé kominn. Það er
bara hluti af þessum pólitíska
leik sem aldrei lýkur. En menn
komast ekki hjá því að lita á efn-
isþætti málsins," segir Björn
Bjarnason um þá gagnrýni ým-
issa samfylkingarmanna að
ábendingar til hans um störf
Árna Johnsens, sem formanns
byggingarnefndar Þjóðleikhúss-
ins, gefi tilefni til þess að ráð-
herra segi af sér. „Hvað hefur
þetta fólk oft krafist þess að ráö-
herra segi af sér? Þaö væri fróð-
legt að taka það saman og tilefnin.
Það er sífellt verið að hrópa úlfur,
úlfur. Vð vitum öll hvernig sú
saga fór,“ segir Björn Bjarnason.
Vægt orðalag
Menntamálaráðherra bendir á að
orðalag þeirrar gagnrýni sem fram
komi í skýrslu Ríkisendurskoðunar
á menntamálaráðuneytið sé mjög
vægt og síðar í dag muni ráðuneyt-
ið opinbera öll þau gögn sem það lét
Ríkisendurskoðun í té þannig að
sjónarmið ráðuneytisins liggi ljóst
fyrir.
Spurður um þær upplýsingar sem
fram koma í skýrslunni um að
stjórn Endurbótasjóðs menningar-
stofnana hafi bent ráöherra á að
ekki væri farið eftir reglum í bygg-
ingarnefndinni sagði ráðherra: „Viö
vorum alltaf að árétta og mín bréf
gengu út á það að byggingamefndin
gæti ekki búist við því að fá þá fjár-
muni sem þurfti til að endurreisa
Þjóðleikhúsið nema gerðar væru
áætlanir og unnið að þeim nákvæm-
lega samkvæmt reglum um opinber-
ar framkvæmdir. Um það snerist
málið alltaf. Menn geta séö það á
þeim bréfum sem við höfum sent
um þessi atriði að við vorum ekki
að fjalla um einstök störf Árna
Johnsens, það höfum við aldrei
gert. Menn mega ekki álykta aftur á
bak og segja sem svo að menn hafi
vitað fyrirfram að hann hafi misfar-
ið með traust og fé,“ segir Bjöm
Bjarnason.
Bréfaskipti
í gær gerði ráðuneyið opinber
bréfaskipti þess við Ríkisendur-
skoðun og Framkvæmdasýsluna.
Þar kemur fram að ráðuneytið gerði
sex athugasemdir við ýmis fram-
setningaratriði i skýrslu Ríkisend-
urskoðunar áður en hún var endan-
lega birt. Tillit var tekið til sumra
en annarra ekki. í lok bréf síns til
Ríkisendurskoðunar segir mennta-
málaráðherra: „Almennt vill ráðu-
neytið taka fram að lokum, að órétt-
mætt er, að lagt sé mat á störf bygg-
inganefndar Þjóðleikhússins og af-
skipti hennar af einstökum málum
með þá forsendu að leiðarljósi, að
formaður nefndarinnar hefur gerst
sekur um ólögmæta embættis-
færslu." Og nokkru síðar: „ Mennta-
málaráðuneytið telur, að ekki sé
unnt að gera ríkari kröfur til stjóm-
sýslu á þessu sviði en öðrum og
minnir á, að umboðsmaður Alþing-
is hefur oft bent á nauðsyn þess, að
settar séu skýrar og afdráttarlausar
reglur til að unnt sé að halda uppi
nauðsynlegum stjórnsýsluaga. Slík-
ar reglur hafa ekki verið settar um
það svið sem hér um ræðir umfram
það sem segir í lögum um opinberar
framkvæmdir.“
Ágreiningur um umboö
Sérstaka athygli vekur í þeim
bréfaskriftum sem orðið hafa milli
Framkvæmdasýslunnar og mennta-
málaráðuneytisins að ráðuneytið
telur engan vafa leika á um að
Framkvæmdasýslán hafi átt að hafa
eftirlit með byggingarnefndinni.
Framkvæmdasýslan virðist hins
vegar hafa talið að það hafi verið
byggingarnefndin en ekki Fram-
kvæmdasýslan sem hefði sérstakt
umboð frá menntamálaráðherra til
að ráðstafa fjármunum svo framar-
lega sem það væri innan ramma
fjárlaga. Enda hafi Framkvæmda-
sýslan ekki fengið formlegt erindi
um að taka að sér umsjón með fram-
kvæmdum við Þjóðleikhúsið. Þessu
er menntamálaráðherra algerlega
ósammála og segir í bréfi til Fram-
kvæmdasýslunnar 8. ágúst sl. að
það veki „furðu“ að Framkvæmda-
sýslan telji að hana hafi skort um-
boð til að halda uppi virku eftirliti
með ráðstöfun fjármuna. „Hvorki í
lögum um skipan opinberra fram-
kvæmda, né í handbók um opinber-
ar framkvæmdir er fjallað um að
það þurfi sérstaklega að fela Fram-
kvæmdasýslunni umsjón með opin-
berum framkvæmdum eða með
hvaða hætti slíkt skuli gert. Hins
vegar er hlutverk stofnunarinnar
skýrt i framangreindum lögum um
skipan opinberra framkvæmda, hún
fer með yfirstjóm verklegrar fram-
kvæmdar. Að mati menntamála-
ráðuneytisins hefur þvi Fram-
kvæmdasýslan „brugðist lögboðnu
hlutverki sínu“ og „verður umboði
byggingarnefndarmanna eða skorti
á umboði Framkvæmdasýslu ríkis-
ins, sem þér (Óskar Valdimarsson)
hafið kosiö að bera fyrir yður, ekki
kennt um þá niðurstöðu," eins og
segir í bréfi sem undirritað er af
menntamálaráðherra. -BG
Vcöriö i kvöld
•'■#*** ' (3
//3^.(3 X
' <>
y- iz* \ ‘>y
5J
Suölæg átl og þokuloft
Hægviöri og skýjað meö köflum en
hætt viö síðdegisskúrum sunnan- og
vestanlands í dag. Fremur hæg
suðaustlæg átt og víða þokuloft eða
súld við ströndina í nótt, einkum þó
sunnanlands.
Solargangur og sjavarföll
.............. ....——
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 21.37 21.29
Sólarupprás á morgun 05.28 05.03
Síftdegjsflóft 17.12 21.45
Árdegisflóft á morgun 05.39 10.12
Skýnngör á veðuríáknum
^VINDÁTT 10°4 Hm “Ö -10° ^VINDSTYRKUR \roncT í metrtím á sekúndu r«uo t HEIÐSKÍRT
o O
LETTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
W m£ w ö
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA
w F
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR Þ0KA
Breytar akstursleiöir
Vegna framkv. við undirgöng
breytast akstursleiðir um Breiðholts-
br. neðan Stekkjarbakka að Reykja-
nesbraut frá 18.8 til 9.9. Einstefna
er á ökuleiö frá Breiöholti um bráða-
birgöatengingu aö Reykjanesbraut.
Leiöin aö Breiðholti frá Reykjanesbr.
mun liggja um Álfabakka, Árskóga
og aö Skógaseli. Á þeirri leiö veröur
einnig einstefna, nema fyrir umferö
aö Árskógum frá Skógarseli.
nHHUBBEUamBB
Viöa rigning á morgun
Suöaustan 5 til 10 m/s og víöa rigning á morgun, en yfirleitt veröur
skýjað og þurrt aö mestu norðanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á
Norðurlandi á morgun.
WliWIHHB
m
Vindur: «0
5-8 m/#
Hiti 10° tíi 18°
O
‘W
Austan og suöaustan 5 tll
8 m/s. Rlgnlng sunnan- og
vestanlands en skýjaö og
yfirieltt þurrt á
Norfturlandl.
Vtndur: \
5-8 m/, /j5
Hiti 10“ til 18« *8áV
Austlæg efta breytlleg ðtt
og vífta rlgnlng, einkum
austan tll. Hltl 10 til 18
stlg, hlýjast vestanlands.
m
Þr‘ÖÍMflí»!
Vindur:
5-8 m/s
Hiti 8“ tii 12«
Suftlæg efta breytlleg átt
og rlgnlng efta skúrlr.
Heldur kólandl.
AKUREYRI skýjaö 5
BERGSSTAÐIR hðlfskýjaö 4
B0LUNGARVÍK skúrir 8
EGILSSTAÐIR
KIRKJUBÆJARKL. þokuruöningur 9
KEFLAVÍK skýjaö 9
RAUFARHÖFN alskýjaö 7
REYKJAVÍK skýjaö 8
STÓRHÖFÐI hálfskýjaö 10
BERGEN skúrir 12
HELSINKI léttskýjaö 22
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 16
ÓSLÓ skýjaö 16
STOKKHÓLMUR 19
ÞÓRSHÖFN alskýjaö 10
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 18
ALGARVE léttskýjaö 18
AMSTERDAM léttskýjaö 15
BARCELONA léttskýjaö 20
BERLÍN rigning 19
CHICAG0 léttskýjað 18
DUBLIN léttskýjaö 10
HALIFAX þoka 16
FRANKFURT skýjaö 18
HAMBORG skýjaö 17
JAN MAYEN þokumóöa 8
LONDON léttskýjaö 13
LÚXEMBORG skýjaö 15
MALLORCA skýjaö 24
MONTREAL alskýjaö 22
NARSSARSSUAQ alskýjað 7
NEWYORK skýjaö 23
ORLANDO skýjaö 26
PARÍS léttskýjaö 14
VÍN léttskýjaö 21
WASHINGTON mistur 24
WINNIPEG skýjaö 19