Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 24
28
____________FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001
Tilvera dv
liíiú
Opnun í
Galleríi
Sævars Karls
I dag klukkan fimm veröur opnuö
í Galleríi Sævars Karls á
Laugavegi myndlistarsýning
Steinunnar Þórarinsdóttur.
Steinunn stundaði listnám á Ítalíu
og Bretlandi á áttunda áratugnum
og kom með nýja strauma inn í
íslenska myndlist. Á undanförnum
árum hefur Steinunn haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt
samsýningum hér á landi og
erlendis. Verk eftir hana má sjá á
opinbcrum stöðum á íslandi og
víðar.
Leikhús
HEDWIG Leikritið Hedwig veröur
sýnt í kvöld í Loftkastalanum kl.
20.30.
Þjóðlagatóniist
TONLISTARHATIÐ I ISLENSKU
OPERUNNI I kvöld hefst í Islensku
Operunni íslensk-írsk tónlistarhátíö
sem einnig veröur á morgun. Hátíðin
er samstarfsverkefni íslenskra og
írskra tónlistarmanna og kemur
listafólk frá írlandl til að skemmta á
hátíðinni. Einnig munu nokkrir af
þekktustu listamönnum íslendinga á
sviöi alþýöutónlistar koma fram.
Pjass
BATTERÍ A VjDAUN Djasssveitin
Batterí leika á Vídalín í kvöld. Fram
koma Hjörleifur Jónsson, Þorgrímur
Jópsson, DJ. Gísli Galdur og Samúel
Jón Samúelsson ásamt gítar-
leikaranum Ómari Guðjónssyni.
Leikið verður á víbrafón, kontra-
bassa, plötuspilara, básúnu og
gítar. Gestaleikarar mæta og spinna
a lúðra og míkrófóna.
Myndlist
HELGI ÞORGILS I BORGARNESI
Um þessar mundir stendur yfir
sýning Helga Þorgils í Listasafni
Borgarness sem ber yfirskriftina
Landslag. Þar sýnir listamaöurinn í
fýrsta skipti á sínum ferli
landslagsmyndir einvörðungu og er
myndefnið einkum sótt til
náttúrufegurðar Borgarfjarðar og
Dala. Listasafn Borgarness er til
húsa í Safnahúsi Borgarfjarðar,
Bjarnabraut 4-6, Borgarnesi, og
verður sýningin opin á sama tíma og
safnið, þriöjudaga- og fimmtudaga
frá kl. 13-20 en alla aöra daga frá
kl. 13 til 18, fram til 25. ágúst en
að þeim tíma liönum er lokað um
helgar. Sýningin stendur til 7.
september.
MYNDLIST OG UÓÐ í LISTHÚSINU í
LAUGARDAL Þessa dagana sýnir
Anna Hrefnudóttlr myndlistarkona
málverk og Ijóöj Listacafé og
Velslugallerii. Á sýningunni eru
akrýlmálverk sem öll eru máluð á
þessu ári.. Sýningin er opin alla
virka daga frá klukkan 9 til 19 og
laugardaga frá klukkan 10 til 19.
Henni lýkur 31. ágúst næst-
komandi.
Sýningar
UÓSMYNDIR FRÁ EISTLANDI
Þessa dagana stendur yfir í
Norræna húsinu sýning á
Ijósmyndum sem eistneski
Ijósmyndarinn Hendrik Relve hefur
tekið. Yfirskrift sýningarinnar er Forn
tré í Eistlandi og er hún sett upp í
tilfefni af Menningarhátíö Eystra-
saltsríkjanna á Noröurlöndunum.
Sýningin er opin alla daga frá 9 til
17 nema sunnudag kl. 12 til 17.
Henni lýkur 23. september.
Sjá nánar: Líftö eftir vinnu á Vísi.is
Gönguleiðir
Gengið í Trippaskál
- í gönguferð með Bjarna Guðleifssyni náttúrufræðingi á Möðruvöllum í Hörgárdal
Kort af göngulelðinni, lagt er upp frá þjóðvegi 1 við sæluhúsið á Oxnadalsheiði.
-BG
„Fjöllin og dalir Islands eru
heillandi og fjölbreyttur heim-
ur fyrir göngumenn og ekki
spillir ef göngusvæðinu tengist
saga eða atburðir. Enn
skemmtilegra er ef sagan hefur
skilið eftir sýnilegar minjar
þvl þá öðlast sagan lif og stað-
festingu. Þetta á við um
Trippaskál," segir Bjarni Guð-
leifsson, náttúrufræðingur og
göngugarpur, á Möðruvöllum í
Hörgárdal. Bjarni ætlar að
segja lesendum frá hentugri
u.þ.b. 3-4 klukkutíma göngu-
leið í heildina þar sem lagt er
upp frá Sesseljubúð, sæluhús-
inu á Öxnadalsheiði.
Grjótárdalur
„Á miðri Öxnadalsheiðinni,
norðan vegar, er björgunar-
skýlið Sesseljuþúð -
reyndar stendur víst til að fjar-
’lægja iliu heilli. Norður af
Sesseljubúð gengur dalur á
milli tveggja fjalía, Heiðarfjalls
að austan og Selfjalls að vest-
an. Dalur þessi heitir Grjótár-
dalur og skiptist fljótlega í
tvennt, Grjótárdalurinn geng-
ur til norðausturs en Vest-
mannadalur nefnist sá er til
norðvesturs liggur. Endar
Vestmannadalurinn í svo-
nefndu Trippaskarði, sem er i
1130 m hæð, en Sesseljubúö er
í 500 m. Upp Vestmannadal er
auðveld gönguleið á vit mikilla Bjarni
atburða en á fjöllunum er hægt
að ganga víða um,“ segir
Bjarni.
Hann segir aö lagt sé upp frá
Sesseljubúð og gengið upp með
Grjótánni að austan og undir hlíö-
um Heiðarfjallsins. Áin og dalur-
inn klofna um Grjótárhnjúkinn.
Eiginlegur Grjótárdalur liggur til
austurs og úr Grjótárdalsdrögum
kemur Austari-Grjótá. Þegar kom-
ið er að ármótunum er farið yfir
Austari-Grjótá og yfir í Tungu, en
svo mun nefnast mjór melrindi
undir Grjótárhnjúknum og á milli
ánna. „Er nú gengið undir hlíðum
Grjótárhnjúks en handan Vestari-
Grjótárinnar, í Vestmannadal,
blasir Selfjaliið við og um þetta bil
er allmikil skál sem gengur nokk-
uð langt inn í fjallið. Nú hækkar
nefnist þátturinn Ferð inn i
fjallamyrkrið. Einnig bendir
Bjarni á að Egill Egilsson hef-
ur skrifað skáldsöguna Spill-
virkjar, sem tengist þessum at-
burði, og Jón Hjaltason er með
kaflann Trippin i Grjótlækjar-
skálinni í bókinni Falsarinn og
dómari hans. Atburðurinn
mun hafa gerst 4. september
1870 og var hrossanna 30 sakn-
að og leitað og fundust þau
þarna þann 13. október. Þá
voru 5 lifandi en hin höföu
annaðhvort drepist í failinu
eða veslast upp. Vargurinn
hafði einnig lagt til atlögu við
þau dauð og lifandi. Hrossin
sem iifðu voru aflífuö en sagn-
ir gengu úfn að tvö folöld hefðu
bjargást úr hópnum.
Trippaskál
„Við görigum áfram upp dal-
botninn og'er gíöasti spöiurinn
uö bratitir og er þá komið
í skarðið á milli fjallanna
tveggja, Trippaskarðið, en þar
er lítil varða. Sést strax niður í
Grjótlækjarskál sem eftir fyrr-
greinda atburði hefur verið
nefnd Trippaskál. Þetta er mik-
il skál sem snýr niður til Hörg-
árdalsheiðar og er hún raunar
tvískipt og hef ég látið Grjót-
iækjarskálarnafnið halda sér á
syðri botninum en Trippaskál-
Göngugarpurinn amafnið á þeim norðari, en
Guöleifsson náttúrufræöingur segir frá áhugaveröri gönguleiö upp frá Sesseljubúö á Þar gerðust atburðirnir fyrr-
Öxnadalsheiöi. nefndu. Við stöndum sem sagt
............ á brúninni ofan við botn
Trippaskálar og þama fram af
hafa hrossin farið haustið 1870. Þar
sem skarðið er lægst er lítið kletta-
belti neðan við, og þar mundu
hross hrapa, en aðeins norðar er
skriðuvængur sem ganga má nið-
ur,“ segir Bjarni. Hann telur vel
hugsanlegt að hross gætu komist
þar klakklaust niður og alla vega
fer maðurinn þarna auðveldiega
niöur. Nokkuð langt er niður í
skálarbotninn, e.t.v. 100 metrar, og
þar er oftast snjór, en síðsumars, i
heitum árum, bráðnar snjórinn af
beinagrindum hrossanna sem
þarna fórust. „Því er ráðlegt að
fara þessa göngu seint í ágúst eða
fyrst í september, þegar snjór er
horfinn af beinunum og áður en
fyrsti haustsnjór fellur. Framan
við þennan grafreit er mikil urð og
töldu sumir að þau hrossanna sem
ferðafær sluppu niður skálarhlíð-
ina hafi ekki komist yfir þessa urð.
Það kemur á óvart hve vel snjór-
inn hefur varðveitt leifar hross-
anna í þau 130 ár sem liðin eru frá
atburðinum. Rósberg G. Snædal og
félagar hans töldu þama með vissu
22 hauskúpur. Töldu þeir að aldur
hrossanna mætti greina á tönnun-
um og víða mátti sjá hár til að
skera úr um litarhátt þeirra, svo
vel hafa leifar þeirra varðveist í
fönninni. Enn fremur mátti sjá
hvemig skepnur höföu lemstrast
og brotnað. Allt þetta má greina
enn. Eftir mikinn málarekstur var
Trippa-Magnús dæmdur fyrir
reksturinn, bæði heima í héraði og
í Landsyfirrétti, en fyigdarsveinn-
inn var sýknaður," segir Bjami.
dalurinn allmikið, verður stór-
grýttur og gróðurrýr. Við stefnum
í botn hans sem veit til norðvest-
urs. Er þar skarð á milli Selfjalis
og Víkingsfjalls en hvort tveggja
eru þetta fjöll sem snúa „fram-
stafninum" að Hörgárdalsheiðinni.
Skarð þetta nefndist Grjótlækjar-
skarð en hefur i seinni tíð verið
nefnt Trippaskarð," segir Bjarni.
Grafreitur í
Grjótlækjarskál
Bjami upplýsir að Rósberg G.
Snædal lýsi göngu upp þennan dal
haustiö 1958 í bók sinni, Fólk og
fjöll. Nefnist frásögnin Grafreitur-
inn í Grjótlækjarskál og er þar
sagt nokkuð frá atburði sem gerð-
ist á þessum slóðum haustið 1870.
Bændur í Öxnadal voru að reka
skagfirskt hrossastóð af höndum
sér og i stað þess að reka það nið-
ur Heiðardal og í Norðurárdal í
Skagafiröi rakst það, viljandi eða
óviljandi, upp með Grjótánni, fram
Vestmannadal úpp i Trippaskarð
og ýfir þröskuldinn í dalbotninum
og þar fram af hengiflugi. Ferð
þessa fór bóndinn á Gili í Öxnadal,
síðar nefndur Trippa-Magnús,
ásamt unglingsdreng frá Bakka-
seli. Hafa ýmsir skrifað um þenn-
an atburð, svo sem Hannes Péturs-
son í bókinni Sögur að norðan, og
Ýmsir möguleikar
á heimleiö
Eftir að hafa skoðað menjar
þessa harmleiks er auðveldast að
halda sömu leið til byggöa. Einnig
má ganga um nágrannafjöllin, Sel-
flall, Víkingsfjall og Grjótárhnjúk,
og njóta útsýnis ef skyggni gefst og
fara niður í Norðurárdal, Hörgár-
dal eða Öxnadal. Þá má einnig
halda áfram niður úr Trippaskál
og niður á Hörgárdalsheiði og það-
an annaðhvort til Hörgárdals eða
Norðurárdals.