Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 20
24 ___________________FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001 ^Tilvera I>V snýr aftur Kanadíska ofurfyrirsætan Linda Evangelista er aö íhuga afturkomu. Módeliö settist i helgan stein árið 1998 og hefur ekki setið fyrir síðan. Reiknaö er með að hún prýði sept- emberútgáfu bandaríska tímaritsins Vogue. Uppi er fótur og fit í tísku- heiminum vegna fyrirhugaðrar end- urkomu hinnar 36 ára gömlu Evang- elista. Hefur fjöldi tískuhönnuða hringt í ritstjóra Vogue og beðið hana um að fá Lindu til að sýna fót þeirra. Evangelista hefur ekki farið á sýningarpallinn siðan 1998, en þá var hún sökuð um að vera útbelgd í útliti. Affleck fær táningaheiður Leikarinn Ben Affleck fékk frí frá afvötnunarhælinu til þess að taka við verðlaunum frá bandarískum táningum, The Teen Choice Awards. Affleck voru veitt tvenn verðlaun fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Pearl Harbour. „Ég ætlaði ekki að mæta héma en mér fannst það mikilvægt af því að þaö voruð þið sem kusuð,“ sagöi leikarinn sam- kynhneigði. Afíleck er á Promises-meðferðar- hælinu í Malibu í Kalifomíu, því sama og fikniefnaneytandinn Ro- bert Downey jr. Vonast til að Britney beri sig MTV-sjónvarpsstöðin vonast til þess að glimmerprinsessan Britney Spears beri á sér hold á tónlistar- verölaunahátíð stöðvarinnar 6. september. Á hátíðinni í fyrra vakti Britney feikilegt umtal með því að 4 strippa við Rolling Stones-lag. Fast- lega má reikna með því að áhorf- endur límist við skjáinn þegar hún stígur á stokk á ný. „Hvað berar hún nú?“ verður viðkvæðiö. Hvem- ig sem fer fá áhorfendur eitthvað fyrir sinn snúð því Britney hefur lofaö að syngja nýjasta lagið sitt „Ég er þræll fyrir þig“. Tískuvika á Indland: Skrautlegt, litríkt og hefðbundið Klassískt Rautt og svart eru alltaf klassískir litir, hvort sem er á Indlandi eöa annars staöar. Indverjar hafa líklega ekki haft mikil áhrif á sköp- un heimstískunnar 1 gegnum tíðina en nú eru þeir farnir að beina athygli umheimsins að hönnun sinni. Um síðustu helgi lauk i Bombay vikulangri tísku- viku þar sem á fimmta tug indverskra fata- hönnuða alls staðar af landinu kynntu það eftirsóttasta í inverskri hönnun í dag. Tískuvikan var skipulögð til að kynna innlendum og erlendum kaupendum það sem indverskir hönnuðir eru að fást við í kventískunni og auðvitað til að selja þeim vömr. Sjá mátti margs konar flíkur á tískusýningunum inn í Bombay og var fatnaður- oft á tíðum skrautlegur og litríkur og fylgihlutir voru líka áberandi. Einnig mátti sjá marga fallega „sari“ sem er hefð- bundinn fatnaður indverskra kvenna. ■k. -MA Blá förðun Föröun skiptir alltaf miklu máli á tískusýningum og á þessari fyrir- sætu var blái liturinn allsráöandi í förðuninni. Margs konar fatnaður 44 hönnuöir sýndu fatnaö sinn í Bombay og var fatnaöurinn margs konar. Heföbundinn indverskur fatnaöur / Bombay mátti sjá marga fallega „sari“ sem er heföbundinn fatnaöur indverskra kvenna. Indverskur kvöldklæönaöur Ekki er víst aö íslenskar konur myndu láta sjá sig í svona kvöldklæönaöi en þetta er tísk- an á Indlandi. Glæsilegt vesti Þessi fyrirsæta var i glæsilegu leður- vesti frá hönnuöunum Manju og Bobby Grover. Alla vega höfuöföt Þau voru alla vega, höfuöfötin sem sýnd voru í Bombay og var þetta hannaö af Payal Jain. Dúllur og kögur Dúllur og kögur voru áberandi á þessari flík sem ekki er mjög efnis- mikil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.