Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 28
Opel Zafira
Reykjavik 581 2233 Akureyri 461 1150
Heilsudýnur í sérýlokkil
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001
Einar K. Guðfinnsson:
Skref í rétta átt
„Ég er auðvitað
engan veginn
ánægður en get þó
sagt að þetta sé skref
í rétta átt,“ segir
Einar K. Guðfinns-
son, formaður sjáv-
arútvegsnefndar og
1. þingmaður Vest-
Einar K firöinga, um reglu-
Guðfinnsson. gerðarbreytingu
sjávarútvegsráð-
herra varðandi veiðar smábáta. Einar
segir ljóst að úr þvi sem komið var
hafi ekki verið um margt að ræða og
þetta sé skárra en ekkert. Ljóst hafi
verið að ekki yrði um það að ræða að
verja það kerfi sem gaf smábátum kost
á þessu frelsi.
Hann segir málinu þó ekki lokið því
í reglugerð sjávarútvegsráðherra sé í
fyrsta lagi ekki komið tO móts við nýj-
ustu bátana sem burðist með mikinn
ijárfestingarkostnað, í öðru lagi sé ekki
<*búið aö leysa vanda svokallaðra þak-
báta og í þriðja lagi séu málefni daga-
báta enn óráðin. Einar bindur vonir
við aö tekið verði á þessum og raunar
öðrum vandamálum sem varða smá-
bátana og byggðavandann á Vestfjörð-
um og annars staðar á landsbyggðinni,
þar sem smábátar skipta miklu máli, í
endurskoðunarnefndinni mn sjávarút-
vegsstefnu sem skila á tiílögum sínum
um næstu mánaðamót. -BG
Nánar á bls. 2
'
:
Hreinn Einar
í Helgarblaði DV á morgun er ítar-
legt viðtal við Einar Ágúst Víðisson,
fyrrum söngvara Skítamórals, vinsæl-
ustu hljómsveitar seinni ára. Einar tal-
ar af hreinskilni um áfengi og vímu-
gjafa, skemmtanavenjur, útihátíðir og
samstarf og samlyndi í hinni vinsælu
hljómsveit. Einar lifir fyrir hvem dag
með tilstyrk trúar og andlegrar vinnu.
Einnig er rætt við fyrri eiganda
„veggjatítluhússins" sem var brennt en
hann er á götunni eftir erfið dómsmál.
Fjallað er um meintan dauðdaga Geor-
ge Harrisons og spjallað við Rúnar Guð-
. brandsson, leiklistargúrú og kennara.
/
/
/
/
/
/
/
/
;
/
i
Garðakot í Hjaltadal:
Kýr ber
þrem kálfum
DV, SKAGAFIRÐI:
Þeir eru býsna sprækir, kálfarnir
þrír í Garðakoti í Hjaltadal sem kýr-
in Trausta bar á sunnudagskvöldið,
en það mun vera nokkuð sjaldgæft að
kýr beri þremur kálfum. Trausta er
sjö vetra og afbragðs mjólkurkýr.
Pálmi Ragnarsson í Garðakoti seg-
ir góða frjósemi í sinni hjörð. Á síð-
ustu misserum hafa sjö kýr borið
tveimur kálfum, þar af ein fyrsta
kálfs kvíga sem þrátt fyrir allt skil-
aði ágætu i mjólk. -ÞÁ
HM í hestaíþróttum:
Sigurbjörn
fyrstur
DV.STADL PAURA
Sigurbjörn
Bárðarson.
Dagurinn byrjaði
snemma og vel fyrir
íslenska lándsliðið.
Þegar tveimur
sprettum af fjórum
er lokið í 250 metra
skeiði í morgun er
Gordon frá Stóru-
Ásgeirsá og Sigur-
björn Bárðarson
með besta tímann
21,9, en Anna Skúlason (Sviþjóö) er
með 22,1 sekúndu á Mjölni frá Dalbæ.
Reynir Aðalsteinsson er með þriöja
besta tímann 22,2 sekúndur á Sprengi-
Hvelli frá Efstadal. Sveini Ragnars-
syni og Hugrúnu Jóhannsdóttur hefur
einnig gengið vel. Sveinn fékk tímann
22,7 sekúndur á Brynjari frá Árgerði
og Hugrún 22,9 á Súlu frá Bjamanesi.
Það nægir þeim til aö vera, sem stend-
ur, í 1. og 2. sæti í keppninni um sam-
eiginlegan heimsmeistaratitil. -EJ
Nánar á bls. 4
I öndunarvél
eftir bruna
14 ára piltur liggur í öndunarvél á
gjörgæslu Landspítalans við Hring-
braut eftir að hann hlaut alvarlegan
bruna í andliti í geymsluskúr í Árbæ í
gær. Að sögn yfirlæknis í morgun
mun pilturinn verða áfram á deild-
inni. Félagi piltsins liggur á barna-
deild sjúkrahússins, einnig með
brunasár, en þó ekki eins alvarleg.
Eldur kviknaði inni í skúmum þar
sem piitarnir voru. Vom þeir m.a. að
handleika bensín með þeim afleiðing-
um að eldur kviknaði í fótum þeirra
með fyrrgreindum afleiðingum. Ör-
vænting greip um sig meðal ung-
menna sem urðu þess áskynja að eld-
ur hafði kviknaði inni í skúmum en
hann hafði verið læstur. Fimm fengu
áfallahjálp á Landspítalanum. Lögregl-
an í Reykjavik rannsakar málið.
-Ótt
3ETRA ERAÐVEIFA
RÖNGU TRÉ.-!
Þrír kálfar
Pálmi Ragnarsson bóndi hjálpar kálfunum hennar Traustu á legg.
DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
Skuggi yfir utanlandsferð menntskælinga á Krít:
Margir á sjúkrahús
eftir görótta drykkju
- var byrluð ólyfjan sem leiddi til meðvitundarleysis
Islenskir ferðalangar hafa lent í
áföllum í sólarparadísinni Krít und-
anfariö. Þessa dagana eru bæði
nemendur í Menntaskólanum í
Kópavogi og Menntaskólanum við
Sund staddir á grísku eyjunni auk
fleiri íslendinga og hefur ungu fólki
verið ítrekað byrluð ólyfjan sem
leitt hefur til þess að nokkrir hafa
orðið að leggjast inn á sjúkrahús.
Særún Ósk Gunnarsdóttir á dótt-
ur sem er stödd á Krít en vinkona
dótturinnar lenti illa í þessu. „Hún
fékk svefnlyf í bjór hjá sér í síðustu
viku og svo í fyrradag lentu fimm
inni á sjúkrahúsi. Þá var einhverri
ólyfjan blandað í drykki,“ sagði
Særún í samtali við DV.
Ekki er vitað hverjir settu efnin í
drykkina eftir því sem DV kemst
næst en í hóptilfellinu sátu stúdent-
arnir á grískum bar. Um bæði kyn
var að ræða samkvæmt heimildum
DV og að sögn Særúnar urðu einnig
vandamál á öðru hóteli þar sem Is-
lendingar dvelja.
DV náði ekki tali af fararstjórum
nemanna i morgun og grískur hótel-
starfsmaður sagðist ekki hafa upp-
Frá Krít
islenskir ferðalangar hafa lent í áföllum í sólarparadísinni
lýsingar um málið. Hins vegar seg-
ist Örn Sigurbergsson, aðstoðar-
skólameistari Menntaskólans í
Kópavogi, geta staðfest eitt tilvik úr
hópi nemenda þar.
Örn sagði að fréttir væru óljósar
en tilvikin virtust hafa orðið í fleiri
hópum. „Þetta er dálítið í lausu lofti
sem stendur en böndin berast að
bar þama, samkvæmt þeim lýsing-
um sem ég hef fengið.“
Færst hefur í vöxt undanfarið að
lyfium sé laumað út í drykki til þess
að slæva meðvitund eða valda jafn-
vel meðvitundarleysi fómarlamba.
Nauðganir hafa fylgt í kjölfarið og
er skemmst að minnast ófremdará-
standsins á Eldborg um verslunar-
mannahelgina. Þar kom smjörsýra
við sögu. -BÞ
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Efnahagsbrotadeild rannsakar mál Árna Johnsens:
Skilaöi timbri í Húsasmiðjuna á miðvikudag
- verið að skoða málið, segir framkvæmdastjórinn
Árni Johnsen kom í afgreiðslu
Húsasmiðjunnar í Súðarvogi eftir
hádegi á miðvikudag og hugðist
skila þangað timbri. Þar er nú
verið aö skoða málið og yfirvöld-
um verður gert viövart.
„Hann kom hingað með 60
stykki af 2x4 (tveggja sinnum
fjögurra tommu timbri) og ætlaði
að skila því,“ sagði starfsmaður
Húsasmiðjunnar í samtali við DV
í morgun. Starfsmaðurinn taldi
hins vegar að timbrið hefði ekki
verið tekiö út í Húsasmiðjunni
heldur í Byko. Samkvæmt heim-
ildum DV mun þarna vera um að
ræða timbur sem
Ámi tók út á veg-
um ístaks í nafni
Þjóðleikhússins
og hefur að öllum
líkindum þegar
verið greitt.
Bogi Sigurodds-
son, fram-
kvæmdastjóri
Húsasmiðjunnar,
sagði í samtali
við DV að hann kannaðist við
málið. „Það er veriö að skoða
þetta og við gerum þeim aðilum
viðvart sem eru að rannsaka
þessi mál.“
Málefni Árna Johnsens eru nú
öll í rannsókn hjá embætti Ríkis-
lögreglustjóra. Jón H. Snorrason,
yfirmaður efnahagsbrotadeildar,
segir að rannsóknin hafi hafist
með þvi að Rikissaksóknari gaf
fyrirmæli um rannsókn sem
barst þeim 30. júlí. Jón vildi ekki
tjá sig um hvað væri búið aö
rannsaka eða hvort teknar hefðu
verið skýrslur vegna málsins.
Hann sagði að ekki hefðu verið
gefin út nein tímamörk varðandi
rannsóknina.
-HKr.
Arnl
Johnsen.