Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001 27 DV Tilvera IISSJSSMI Robert de Niro er 58 ára í dag Kvikmyndaleikarinn Robert de Niro er 58 ára í dag en hann er fæddur i ítalska hverfinu í New York. Fyrsta hlutverk sem hann lék var í leik- ritinu Galdrakarlinum í Oz þar sem hann lék huglausa ljónið en síðar hef- ur hann fyrst og fremst leikið í mynd- um um geðsjúklinga og glæpamenn. Meðal helstu mynda hans má nefna Taxi Driver, Raging Bull og Godfather II en upp á síðkastið hefur hann látið sjá sig í mýkri hlutverkum í myndun- um Analyze This, Flawless og Meet the parents. ; B[HBI Gildir fyrir laugardaginn 18. ágúst i viuuiaimi Jr' Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: ■ Þú uppskerð eins og þú sáir og ættir þvi að leggja hart að þér í dag. Taktu þér þó fri í kvöld og gerður eitthvað skemmtilegt. Fiskarnir (19. fehr.-20. marst ■Ímyndunaraíl þitt er frjótt í dag og þú ættir að nýta þér það sem best. Þú þarft að treysta á sjálfan þig því samvinna gengur ekki sem best. Hrúturinn (21. mars-19. aoríl): . Þú ert eirðarlaus og ' þarft á upplyftingu að halda. Gerðu þér daga- mun ef þú hefur tök á þvi. Haþpatölur þínar eru 8, 13 og 24. Nautlð (20. april-20. maí); Þú getur lært margt af öðrum og ættir að hta til annarra varðandi tómstundir. Þú verður • í félagslíflnu á næstunni. Happatölur þínar eru 1, 17og 34. Tvíburarnir (2t. maí-21. iúní>: Hætta er á að fólk sé ’ of upptekið af sínum eigin málum til að samskiptin gangi vel. Astarmálin ganga þó vel þessa dagana. Krabbinn f22. iúni-22. iúm: Seinni hluti vikunnar I verður hagstæðari fyr- ir þig og dagurinn verður fremur við- , Farðu varlega varð- andi öll útgjöld. Llónlð (23. iúlí- 22. áeCist): Þú ert ekki hriftnn af því að fólk sé að skipta sér of mikið af þér. Þú ert dálítið spenntur og þarft að reyna að láta spennuna ekki ná tökum á þér. Mevlan 123. ágúst-22. senl.t Til að forðast misskiln- ing i dag verða upplýs- 'tingar að vera nákvæmar ^ ’ og þú verður að gæta þess að vera stundvís. Hætta á að mikil togstreita skapist á milh fólks. Vogln (23. sept-23. okt.): J Þú færð margar góðar fréttir í dag. Félagslíf- V f ið er með besta móti / f en þú þarft að taka þig á 1 námi eða starfi. Happatölur þínar eru 8, 18 og 25. Sporðdrekl (24. okt-21. nóv.): Dagurinn verður frem- ur rólegur og vanda- jmálin virðast leysast af sjálfu sér. Kvöldið vérður áhægjulegt í faðmi fjöl- skyldunnar. Bogamaður (22. nóv.-21. des.): LÞú skalt nýta þér þau r tækifæri sem gefast eins vel og þú getur. Dagurinn gæti orðið nokkuð erfiður en þú færð styrk frá góðum vini. Stelngeltln 122. des.-19. ian ); Það gengur ekki allt upp sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Ekki taka gagnrýni nærri þér. Happatölur þínar eru 4, 9 og 23. Eldrauður kraftur í Heilsustofnun: Sunddrottning íslands heldur málverkasýningu Matvælaiðnaður _________________________ Til sölu nýleg stálborð, bæði veggborð og frístandandi á hjólum. Henta vel fyrir kjötvinnslur, bakarí o.fl. Nánari upplýsingar gefur Einar í síma 893 2345. Starfsmenn í byggingarvinnu DV, HVERAGERDI:_________________ Helga Haraldsdóttir er mörgum Is- lendingum kunn fyrir sundafrek sín með KR, en hún setti á sínum tíma 29 íslandsmet í sundi og var kölluð sunddrottning íslands, og er enn. Færri vita þó að Helga er mjög hæfi- leikaríkur listamaður, en hún stund- aði myndlistamám bæði í Mynd- lista- og handiðaskóla íslands og í Kennaraháskólanum þar sem hún kenndi siðar. Það þurfti ekki að leita lengi að Helgu þegar fréttaritari kom inn í Heilsustofnun þar sem Helga starfar sem íþróttakennari. Heyra mátti langar leiðir þegar Helga kallaði sinni hvellu röddu yfir laugina til fólksins sem var í vatnsleikfimi og greinilega komið á efri ár: „Stelpur og strákar, teygið handleggina, látið lófana snua til himins, hökuna upp og niður, upp og niður ..." og svo framvegis. Um þessar mundir stendur yfir sýning á nýlegum málverkum Helgu í Heilsustofnun NLFÍ í tilefni 10 ára starfsafmælis hennar þar. Á sýning- unni er 31 listaverk, flest eru olíu- málverk en einnig eru þar vatnslita- myndir og grafikverk. Málverkin eru mjög kröftug og tengjast mörg eldgosum, þar sem rauði liturinn er yfirgnæfandi, og kraftmiklum kven- mannslíkömum, oft rauðum eða með rautt hár. Helga er sjálf rauðhærð og af henni stafar sérlega mikil útgeisl- un. Hún viðurkennir að sér væri rauði liturinn mjög hugleikinn. „Það er svo mikil orka hér undir okkur í jörðinni, og sköpunargleðin blossaði upp aftur eftir nokkurt hlé, þegar ég flutti hingað í Hveragerði. Ég var eins og eldfjall, sem hafði sof- ið um nokkurt skeið en látið svo al- deilis í sér heyra og sjá.“ Helga er formaður Myndlistafélags Árnes- sýslu og hefur haldið nokkrar einka- og samsýningar hér sunnanlands og víðar. Þetta mun þó vera viðamesta sýning Helgu hingað til. Hún segist hafa selt yfir þriðjung af málverkum sínum á þessari sýningu og væri „sko aldeilis ekki hætt!“ Fór í bæinn syndandi yfir Fossvog! Helga féllst fúslega á að ræöa stuttlega sundferil sinn. „Líklegast er Harðarhólmasundið mitt þekkt- ast, en langt frá þvi að vera lengsta sjósundið. Lengst synti ég út í Viðey, en oftast í Skerjafirðinum, og þar DV-MYNDIR EVA HREINSDOTTIR Maddama Rauð Helga Haraldsdóttir stolt viö málverk sitt, Maddama Rauö. syntum við Eyjólfur sundkappi oft saman. Einu sinni syntum við þar að vetrarlagi og það mundi ég ekki ráð- leggja neinum að gera. Það tók mig heila viku að ná úr mér skjálftanum. í sjósundinu er fólk oft smurt ef kalt er, en yfirleitt syntum við Eyjólfur aðeins í venjulegum sundbolum." Helga segir einnig frá því að þegar hún bjó í Kópavoginum synti hún iðulega yfir til Nauthólsvíkur og fór þannig til Reykjavíkur. „Einu sinni var einhverjum gert viðvart um aö það sæist til konu svamlandi í sjón- um þarna. Þeir sem við tilkynning- unni tóku hlógu bara og sögðu að konan ætti heima í Kópavogi og færi svona á milli. Þetta eru nú ekki nema 1-2 kílómetrar og væri ósk- andi að fólk stundaði sjósund í aukn- um mæli. Ég syndi orðið lítið í sjó en myndi vilja sjá stofnað hér sjósund- félag,“ sagði Helga. Það geislar af Helgu og augljóst að hún er ánægð með sig, afrek sín og störf fyrr og nú og list sína. Enginn verður svikinn af því að heimsækja sýninguna í Heilsustofnun né heldur að hitta Helgu sjálfa. Sýningin stend- ur til loka ágústmánaðar. -eh Frístundamálari Björn Hafberg segist einu sinni áöur hafa haldiö málverkasýningu en aö hún hafi bæöi skelft og hneykslaö þá sem sáu hana. Málverkasýning í porti á Skólavörðustíg: Við leitum eftir starfsmönnum til framtíðarstarfa nú þegar. Mikil vinna og góó starfsaðstaða er í boði. Verkamenn f byggingarvinnu. Ofskipulagning og formfesta „Ef ég óttaðist rigninguna og rok- ið hér í Reykjavík væri ég dauðans matur,“ sagði frístundamálarinn Bjöm Hafberg sem var í óðaönn að gera klárt til að halda málverkasýn- ingu undir berum himni í litlu porti ofarlega á Skólavörðustígnum. „Þetta var hugmynd sem vaknaði hjá vini mínum fyrir tveim dögum að tilvalið væri að koma þessum myndum fyrir hérna í portinu þar sem allra veðra væri von og ekkert skipulag væri á hlutunum. Þetta er á vissan hátt mótvægi við myndirn- ar sjálfar þar sem í þeim flestum er tekist á við viðfangsefni ofskipu- lagningar og formfestu," segir Björn sem öllu jöfnu kennir sagnfræði og vinnur sem námsráðgjafi. Bjöm er ekki alveg ókunnugur myndlistinni því fyrir meira en tuttugu árum hélt hann málverkasýningar á Vest- fjörðum sem enn vekja allt að því hneykslun og skelfingu þeirra sem eftir muna, en það er önnur saga og önnur tíö. Gert er ráð fyrir að sýn- ingin, sem er við húsið Skólavörðu- stíg 30, verði aðeins opin frá 20.00 til 24.00 á laugardag. Þar sem ekki vannst tími til að senda út boðskort vill málarinn taka fram að allir eru jafn velkomnir. Verkstaðir: Breiddin Kópavogi, upplýsingar gefur Gunnar í sima 696 8562. Skógarhlíð, upplýsingar gefurÁrni í síma 696 8563. Ársalir, upplýsingar gefa Þorkell í sima 861 2966 og „ Kristján i síma 892 1148. 1 1 Upplýsingar gefur Konráð á f skrifstofutíma i sima 562 2991. I BYGGING AFELAG GYLFA 0G GUNNARS EHF. Borgartúni 31 • S: 5622991 Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. var stofnað árið 1984. BYGG hefur reist þúsundir fermetra af húsnæði á höfuóborgarsvæðinu og er nú eitt öflugasta byggingaféiag Landsins. ö BYGG X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.