Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 15
14
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001
19
Útgáfufélag: Útgáfufélaglfi DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Afistoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Gufimundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafrnn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagifi DV ehf.
Plótugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverfi á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Eftirlit og agi brugðust
Lögreglurannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra er hafin í máli Árna Johnsens, fyrrverandi alþingis-
manns. Greinargerð Ríkisendurskoðunar vegna athugunar
á opinberum fjárreiðum þingmannsins fyrrverandi liggur
nú fyrir en athugunin fylgdi í kjölfar frétta fjölmiðla um
meint misferli hans og misnotkun á almannafé. Ámi hefur
viðurkennt að hafa dregið sér fé og tekið ófrjálsri hendi
hluti sem nema milljónum króna. Brot hans er því alvar-
legt. Hann brást trausti almennings, kjósenda sinna og ann-
arra þeirra sem fólu honum mikla ábyrgð.
Með afsögn sinni tók Árni Johnsen pólitíska ábyrgð á
gjörðum sínum. Mál hans fer nú rétta boðleið í réttarkerf-
inu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar nýtist við lögreglu- og
sakarannsóknina með öðru sem við bætist. Þar hljóta með-
al annars að koma til umsvif verktakafyrirtækisins ístaks
í málum sem Árni tengist. Hann hafði samið við ístak um
öll stærri verkefni á vegum byggingarnefndar Þjóðleik-
hússins án útboðs. Forstjóri ístaks hefur lýst því yfir að
þingmaðurinn fyrrverandi hafi svikið út vörur í nafni fyr-
irtækisins. Þá kom það einnig fram í DV að iðnaðarmaður
á vegum ístaks var látinn vinna á heimili Árna í Reykja-
vík. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir blaðsins hefur fyrir-
tækið ekki getað sýnt kvittanir fyrir því að hann hafi greitt
fyrir þá vinnu. Samskipti verktakafyrirtækisins og þing-
mannsins fyrrverandi hljóta að koma til sérstakrar skoðun-
ar.
Almenningi blöskrar að endurtekinn Qárdráttur og við-
varandi misnotkun á almannafé geti viðgengist án þess að
gripið sé til aðgerða. Hafi viðvörunarbjöllur eftirlitskerfis
ríkisins hringt vegna losarabragar og agaleysis í stjórn-
sýslu byggingarnefndar Þjóðleikhússins, eins og Ríkisend-
urskoöun segir, verður að skýra af hverju var ekki brugð-
ist við. Það er niðurstaða Ríkisendurskoðunar að eftirlits-
aðilar hafi brugðist. Það gildir um byggingarnefndina
sjálfa, Framkvæmdasýslu ríkisins og menntamálaráðu-
neytið. Ríkisendurskoðun segir fullum fetum að eftirlit
Framkvæmdasýslunnar með byggingarnefnd Þjóðleikhúss-
ins hafi verið algerlega ófullnægjandi. Þrátt fyrir að ýmsar
vísbendingar væru um að ekki væri staðið faglega að mál-
um greip stofnunin aldrei í taumana.
Menntamálaráðuneytið fékk einnig ábendingar um að
ekki væri nægilega faglega að málum staðið og umdeilan-
legt væri hvort störf nefndarinnar væru í samræmi við það
umboð sem hún hafði. Þá eru forsvarsmenn Þjóðleikhúss-
ins gagnrýndir fyrir að aðhafast ekki þótt á byggingar-
nefndina félli kostnaður sem þeim mátti vera ljóst að til-
heyrði venjubundnum rekstri leikhússins.
Brotalamirnar eru því margar og af mistökunum þarf að
læra. Menntamálaráðuneytið bendir á, í svari til Ríkisend-
urskoðunar vegna fyrrnefndrar greinargerðar, að umboðs-
maður Alþingis hafi oft bent á nauðsyn þess að settar séu
skýrar og afdráttarlausar reglur til þess að hægt sé að
halda uppi nauðsynlegum stjórnsýsluaga. Slíkar reglur,
segir ráðuneytið, hafa ekki verið settar um það svið sem
hér um ræðir, umfram það sem segir í lögum um opinber-
ar framkvæmdir. Ráðuneytið bendir að vísu á í svari sínu
að á vegum fjármálaráðuneytisins sé unnið að því að semja
reglur um byggingamefndir.
Það er gott svo langt sem það nær en forkastanlegt dæmi
Áma Johnsens sýnir nauðsyn á skýrum reglum um stjórn-
sýslu. Það gera líka þær framkvæmdir hins opinbera sem
fara tugi eða hundruð milljóna króna fram úr áætlun án
þess að neinn virðist bera ábyrgð þar á.
Jónas Haraldsson
I>V
Pukur meö fjármál flokkanna
BJörgvin G.
Sigurðsson,
framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar.
Afar brýnt er að setja
lög um fjárreiður stjóm-
málaflokka. Það má eng-
inn vafi leika á óeðlileg-
um ítökum stórfyrirtækja
í stjómmálaflokkunum,
líkt og nú vissulega er.
Reynslan erlendis frá
sannar þörfma á slíkum
lagasetningum og í öllum
hinum siðmenntaða heimi
ríkja skýrar reglur um
fjármál stjórnmálaflokka
og þeim gert skylt að opin-
bera þá aðila sem gefa yfir
ákveðnar fjárhæðir á hverju ári.
Stjórnarflokkarnir hafa barist gegn
slíkri löggjöf en jafnaðarmenn fyrir
henni, með Jóhönnu Sigurðardóttur,
alþingismann Samfylkingarinnar, í
fararbroddi um margra missera skeið.
Leyndin dregur úr trausti
í fróðlegu erindi á málfundi Sam-
fylkingarinnar um lýðræðið, sem
haldinn var fyrr á árinu, sagði Rósa
Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur að
flestir stjómmálafræðingar teldu að
nauðsynlegt væri að veita stjómmála-
flokkum aðhald í starfi meðal annars
með lögum um fjárreiður stjómmála-
flokka. „Ríki leynd yfir fjár-
reiðum stjórnmálaflokka er
líklegt að dragi úr trausti al-
mennings gagnvart lýðræðis-
lega kjömum fulltrúum þjóð-
þinga og ekki síður gagnvart
stofnunum samfélagsins, sem
hafa umboö löggjafarvaldsins
til að sinna eftirliti með leik-
reglum samfélagsins sem sam-
ræmast hugmyndum okkar um
lýðræöi," segir Rósa í erindi
sinu.
„Lögfest fiárframlög rikis til
stjórnmálaflokka hvíla á þeirri
meginreglu að ólýðræðislegt sé að að-
eins fiársterk samtök, sem njóta mik-
ils stuðnings einstaklinga og fyrir-
tækja, geti boðið fram til þjóðþinga og
er tilgangur þeirra því augljóslega að
jafna aðstöðu flokkanna. Auk þess
eiga ríkisstyrkir að sporna við þeirri
tegund af fyrirgreiðslupólitík þegar
stjómmálaflokkar verða óeðlilega
háðir styrktaraðilum og að lýðræðis-
lega þjóðkjörnir fulltrúar taki póli-
tískar ákvarðanir með hliðsjón af
hagsmunum styrktaraðila."
Af hverju leyndin?
Undanfarin ár hefur Jóhanna
„Tilgangurinn er að gera fjármál flokkanna sýnilegri
og eyða allri tortryggni um fjármál þeirra. Há framlög
frá fyrirtækjum geta leitt til hagsmunaárekstra og
óeðlilegrar afgreiðslu innan stjómsýslunnar. “
ásamt fleiri þingmönnnum Samfylk-
ingarinnar flutt frumvarp um að lög
verði sett um fiármál stjórnmála-
flokkanna. Þeim verði gert að birta
Eilíft og eftirlitslaust umboð?
Víðfórlir íslendingar njóta gest-
risni suðrænna landa. En við erum
aðeins á byrjunarreit í því manntafli
að byggja hér upp sælureit fyrir
ferðamenn. Landsvirkjun lætur ekk-
ert til sparaö að negla sín áform nið-
ur með óafturkræfum aðgerðum.
Land og lífríki er einskis metið. Þaö
sýnir best ásælnin í lífríki Þjórsár-
vera. Sem á þó að heita friðlýst
griðland! Svo og ásetningur virkjun-
araðila við Kárahnjúka, hvað sem
það kostar.
Einstefnuárátta
Beisla þarf afl til að framleiða
orku, það er óumdeilt. En aðferðir og
orkugjafa verður að vega og meta af
framtíðarsýn. Úreltir stórlóna virkj-
unarkostir verða líka að þola saman-
burð við nýtingu háhitans í ýmsum
myndum. Hvar er samanburðurinn
af þeirri athugun? Sá eini saman-
burður sem Landsvirkjun nefnir er
að þeir gætu gert þama miklu meiri
náttúruspjöll! Og gera það sjálfsagt,
ef þeim verður gefið þar undir fót-
inn. Nesjavallavirkjun, Svartsengi
og Krafla hafa sannað gildi sitt en
hitinn í iðrum jarðar er samt að
mestu órannsakað afl.
Allt bendir þó til að sú orka sé
viða aðgengileg, án skaðvænlegra
náttúruspjalla í líkingu við uppi-
stöðulónahryllinginn. Hverjum þjón-
ar þessi einstefnuárátta? Er fólki
sama? Tíminn er gefinn naumur tO
rannsókna og andmæla og verkinu
hraðað svo ekki verði aftur snú-
ið.Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar
er rannsóknarferli sem aðeins er
upphaf að umræðu um málið en get-
ur á engan hátt leyft einhliða
ákvörðun Landsvirkjunar á nýtingu
Guöríður B.
Helgadóttir,
Blönduósi
fyrirtækis.
„Likt og við Blöndu er látið í veðri vaka að Kárahnjúkavirkj-
un verði gullnáma fyrir „heimamenn". Enginn „heimamað-
ur“ á Blönduvirkjunarsvœði reið feitum hesti frá þeirri
viðureign. Og ekkert hefur sú virkjun fært þeim byggðarlög-
um til vaxtar eða viðgangs." -Við Blönduvirkjun.
landsins. Margir eru
búnir eða eiga eftir að
færa , fram vísindaleg
rök og athugasemdir og
fiarri fer því að hagfræð-
ingar fái sömu útkomu
úr áhættuþætti fiár-
mögnunar Kárahnjúka-
virkjunar og risaálvers
á Reyðarfirði sem út-
heimtir slíka fram-
kvæmd.
Lífeyrissjóðum lands-
manna hefur verið
blandað inn í umræðuna
um fiármögnun þessa
Hafa eigendur þeirra verið spurðir
hvort þeir vilji hætta öryggi elliár-
anna fyrir þetta glæfrafyrirtæki?
Þensla og verðbólga sýná hættu-
merki.
Sora blandið glópagull
Og svo er það lónbotninn. Varla
þegir Landgræðslan við því, að
þama verði aukið við leirsvæði til
áfoks og landeyðingar svo tugum fer-
kílómetra skiptir árlega af þykkum
jökúlleir með óútreiknanlegu áfoki
og moldbyl þegar vind hreyfir. Sá
áfoksgeiri gæti orðið víöfeðmur og
margfeldið óséð fyrirfram. Nóg er nú
ofureflið fyrir.
Sauðkindinni hefur verið kennt
um mikla gróðureyðingu. Mjög að
ósekju að stórum hluta því hennar
beit má stjóma. En þegar Lands-
virkjun sökkvir tugum og hundruð-
um ferkílómetra af grónu landi á
þykkum moldarjarðvegi með marg-
slungnu lífríki þá heyrist ekki bofs
frá þessum sömu vandlætingar-
mönnum!
Ég veit að Landsvirkjun er ríki í
ríkinu og hagar sér sem slík. Og sú
ríkisstjórn sem nú situr leggur
blessun sína yfir. En er það ei-
líft og eftirlitslaust umboð?
Líkt og við Blöndu er látið í
veðri vaka að Kárahnjúka-
virkjun verði gullnáma fyrir
„heimamenn". Enginn „heima-
maður“ á Blönduvirkjunar-
svæði reið feitum hesti frá
þeirri viðureign. Og ekkert
hefur sú virkjun fært þeim
byggðarlögum til vaxtar eða
viðgangs. Þar reyndist glópa-
_____ gullið mörgum sora blandið.
Samt er það enn og aftur tekið
upp og hrist framan í Austfirðinga,
án þess að til sé athugun á áhrifum
virkjana á mannlíf og byggðaþróun,
mannauð og landnýtingu eftir virkj-
un. Sú lítilsvirðing og hroki sem ráð-
andi öfl í þjóðfélaginu sýna lands-
byggðinni eru sorglegt merki um
þekkingarskort og hnignun þjóðar á
villigötum.
Sporin hræða
Röng stefnumörkun í sjávarút-
vegs- og landbúnaöarmálum hefur
þegar komið landsmönnum illilega í
koll. Gefur það fyrirheit um
óbrigðula almættisforsjón skamm-
sýnna stjórnvalda? Sporin hræða.
Vanmat á gæðum landsins og oftrú á
álbræðslu og áhættufé er ekki væn-
leg leið til frambúðar fyrir fólkið í
landinu. Hagvöxtur verðbréfa og
hagvöxtur mannauðs byggja á ólík-
um forsendum. Því er hætt við að
mörg atgervisungmenni eigi eftir að
verða útlagar í sínu eigin landi, likt
og Grettir forðum. Mannlegi þáttur-
inn er ekki aðeins „tilfinning". Hann
er forsenda menningar og byggðar í
þessu landi.
Guðríður B. Helgadóttlr
Spurt og svarað
ErAtli Eðvaldsson á réttri leið með landsliðið í knattspymu
Eggert Skúlason
knattspymuáhugamadur
Atli ekki rétti
maðurinn
„Mitt svar er nei. Við höfum
unnið einhver vormót og ein-
hverja ungmennafélagsleiki suður
á Spáni en Atli hefur ekki náð viðunandi árangri
með landsliðið í alvörukeppni. Mér finnst Atli flott-
ur og finn náungi en ég held að hann eigi að hugsa
það sjálfur hvort hann geti náð þeim árangri sem
landsliðsþjálfari sem íslendingar krefiast. Ég skil
ekki hvers vegna hann er að kalla inn menn eins og
Andra Sigþórsson sem er haíður á bekknum hjá sínu
liði í Austurríki. Við eigum að nota okkar toppmenn
og ein krafa er gerð til landsliðsins: sú að toppárang-
ur náist og liðið komist áfram í einhverja úrslita-
keppni. Ég held að Atli sé ekki maðurinn í það.“
Ellert B. Schram,
forseti íþrótta- og Ólympíusam-
bands Islands:
Hef tröllatrú
áAtla
„Ég hef tröllatrú á Atla. Hann
hefur margsýnt það aö hann
getur náð góðum árangri og því skyldi hann
ekki gera það einnig með landsliðið?
Fram til þessa hefur árangurinn verið viðun-
andi miðað við „standardinn" sem við erum á.
Hins vegar held ég að það sé ekki í sjónmáli á
allra næstu árum að við komumst áfram i al-
vörukeppni, til þess vantar okkur fleiri betri
leikmenn.
En ég trúi því að Atli sé á réttu róli með
landsliðið og að gera ágæta hluti.“
Konráð Alfreðsson
hjá Sjómannasambandsinu
Atli er á
réttri leið
„Ég held að Atli sé á réttri
leið og ég treysti honum full-
komlega til þess að leiða þetta
lið áfram á þeirri braut sem hann er á.
Við eigum eftir að feta okkur upp heimslist-
ann á næstunni.
Það kæmi mér ekki á óvart að liðið kæmist í
úrslit í heimsmeistara- eða Evrópukeppni áður
en langt um liður.
Ég er ekki sá snillingur að ég geti sagt Atla
hvað þurfi að bæta til þess að það takist, hann
veit það sjálfur, en ég hef trú á Atla og því sem
hann er að gera.“
ársreikninga sína opinberlega og
greina frá því hverjir styrkja flokk-
ana með framlögum yfir 300 þúsund
krónur.
Tilgangurinn er að gera fiármál
flokkanna sýnilegri og eyða allri tor-
tryggni um fiármál þeirra. Há fram-
lög frá fyrirtækjum geta leitt til hags-
munaárekstra og óeðlilegrar af-
greiðslu innan stjórnsýslunnar. Sér-
staklega er það hættulegt í því um-
hverfi sem við búum við, þar sem fá-
keppni ríkir og einokun í mörgum
starfsgreinum.
Árangur og styrkur stjórnmála-
flokka má því ekki ráðast af fiárhags-
legri getu þeirra sem fyrst og síðast
byggja yfirburði í sinni starfsemi á
Qárframlögum stóreignamanna . og
fiársterkra fyrirtækja og fyrirtækja-
samsteypa. Ríki leynd yfir flárreið-
um stjórnmálaflokka er líklegt að
dragi úr trausti almennings gagnvart
lýðræðislega kjörnum fulltrúum
þjóðþinga og ekki siður gagnvart
stofnunum samfélagsins, sem hafa
umboð löggjafarvaldsins til að sinna
eftirliti með leikregfum samfélagsins
sem samræmast hugmyndum okkar
um lýðræði.
Björgvin G. Sigurðsson
Ummæli
Einkatónlistarskóli
Hinn nýstofnaði
Listaháskóli er einka-
skóli, myndlistaskól-
amir og tónlistarskól-
arnir í Reykjavík
sömuleiðis. Það er
ljóst að einkaframtak-
ið á vel við á þessu
sviði og heiðarleg og drengileg sam-
keppni milli skóla skilar sér í betri
þjónustu og aukinni sérhæfingu. Mið-
að við núverandi rekstarform er Ak-
ureyrarbær bæði kaupandi og seljandi
þeirrar þjónustu sem í boði er á sviði
tónlistarmenntunar meðan Reykjavík-
urborg kýs fremur að styrkja sjálf-
stæðar stofnanir sem veita þessa til-
teknu þjónustu. Ef einkarekstur skóla
leiðir til lægri kostnaðar, aukinna
gæða menntunar og nýsköpunar eins
og haldið hefur verið fram er sjálfsagt
að Akureyrarbær geri tilraun á þessu
sviði með því að styrkja Michael Jón
Clarke. Eftirspurnin eftir þjónustunni
er fyrir hendi.
Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistar-
skólans á Akureyri á íslendingi.is
Fiskidagurinn á Dalvík
„Mikil hátíð var á
Dalvík 11. ágúst sl. Þá
héldu fiskverkendur á
staðnum gestum og
gangandi veislu marg-
víslegra fiskrétta og
vöktu þannig athygli
á fiölbreyttri fram-
leiðslu og úrvinnslustarfsemi í Dal-
víkurbyggð. Það vekur athygli að á
sama tíma og störfum í fiskvinnslu
hefur verið að fækka á landinu öllu
hefur slíkum störfum fiölgað á Dalvík
og ég held því fram Dalvík sé hlut-
fallslega mesti fiskvinnslustaöur á
landinu."
Svanfrlöur Jónasdóttir, alþingismaöur
á Samfylkingarvefnum
' 1
.,.:.,, s ■: , ,,
Ríkharður Jónsson,
fyrrverandi knattspymukappi:
Gagnrýni
ekki þjálfara
„Mitt svar er það að ég hef
aldrei haft meira vit á knatt-
spyrnu en landsliðsþjálfarinn.
Ég er búinn að vera viðloðandi þetta í rúmlega
hálfa öld og hef aldrei gagnrýnt landsliðsþjálfar-
ann og mun aldrei gera. Þess vegna svara ég þér
alveg eins og ég meina, að ég hef aldrei haft meira
vit á þessu en landsliðsþjálfarinn. Ég hef aldrei
tekið undir gagnrýni á nokkurn þjálfara sem ég
hef verið hjá, hvort sem það hefur verið hjá fé-
lagsliði eða hjá landsliðinu. Ef Atli væri farinn
frá og umræður væru um störf hans þá myndi ég
taka þátt i þeim. En hann hefur sýnt það, t.d. hjá
KR, að hann hefur veriö góður þjálfari."
Island gerði jafntefli, 1-1, gegn Póllandl. Nú eru fram undan mikilvægir leikir hjá landsliöinu í forkeppni helmsmeistarakeppninnar.
4"
Með bros á vör
Ríkisvaldið verðlaunar
happdrættin og lottóin með
algjöru skattfrelsi. Hnykkt er
á fríðindunum með því að
gera vinningana líka skatt-
frjálsa. Lottóin þakka fyrir
sig með því að stórhækka
verð á röðum sínum og
spenna þar með upp vísitöl-
una sem aftur veldur aukinni
verðbólgu og hækkun verð-
tryggðra skulda. Mogginn
reiknar út að síðasta hækkun
lottóanna valdi nær milljarðs
hækkun á skuldum lands-
manna. Hækkunin lendir að
mestu leyti á skuldum heimilanna.
íbúðaeigendur geta því þakkað
gróðafiklum lottóanna að veðskuldir
þeirra hækka umtalsvert eftir sið-
ustu verðbólgubylgjuna.
Eins og venjulega gapa eyðsluklær
fiárveitingavaldsins máttvana yfir
þróuninni og hugga sig við að dýrtíð-
arskrúfan fari að vinda ofan af sér af
óútskýrðum orsökum á enn dular-
fyllra tímaskeiði. Sömu framapotar-
ar og þykjast vera að stjóma efna-
hagsmálum halda sérstakri verndar-
hendi yfir happdrættum, lottóum og
mannskemmandi spilakössum.
Þegar ríkisstjórnin ákveður að
stíga á bremsur og heimta að ráðu-
neytin leggi fram sérstakar sparn-
aðartillögur til að sporna við verð-
bólguþróuninni gera
lottóin sér lítið fyrir
og og æsa upp verð-
bólguna og auka á
skuldabagga þeirra
sem síst mega við
auknum byrðum.
Hvort einhver vit-
glóra er í því að
reikna lottóverðið inn
í vísitöluna er önnur
saga.
Oddur Olafsson
skrifar:
lang-
í flestum velmeg-
unalöndum eru happ-
drætti og lottó rekin af
ríkinu. Þessu er ekki
sleppt í hendur einka-
framtaks eða félaga. í
Bandaríkjunum eru lottó-
in til dæmis rekin af ríkj-
unum og er ágóðinn, sem
er gífurlegur, yfirleitt
eymamerktur sem fram-
lög til mennta- og heil-
brigðismála, enda hafa
þeir málaflokkar stóreflst
■■"þar sem sá háttur er hafð-
ur á.
Mafíur fá aftur á móti að reka
spilavítin og verða að standa skil á
drjúgum skattgreiðslum af þeirri
starfsemi þótt gangsteramir hafi lag
á að svíkja eitthvað undan, eins og
gerist raunar víðar.
Hér er bannað að reka spilavíti,
sem ríkið gæti haft góðar skatttekjur
af, en happdrætti, lottó og spilakassar
leika lausum hala í efnahagslífmu og
valda því jafhvel alvarlegum búsifi-
um, eins og nýlegt dæmi sannar.
Brengluð efnahagsþróun
Endur fyrir löngu var þeirri hug-
mynd hreyft að ríkið tæki lottóið að
sér og hefði af því beinar tekjur. Þá
mundu lottófiklar borga skatta sína
með bros á vör í stað þess að
kveinka sér undan álagningu skatt-
stjóranna og telja greiddan skatt tap-
að fé. Vel væri hægt að lækka beina
skatta ef lottógróðinn rynni óskiptur
í ríkissjóð. Eins er sjálfsagt að láta
greiða skatta af stórvinningum
lottóa og happdrætta. Annað er siö-
leysi sem viðgengst aðeins hjá sið-
blindu fólki.
Launafólk er hundelt af skattayfir-
völdum og lagðar á það þungar refs-
ingar ef flókin framtöl stemma ekki
upp á krónu. En löggjafinn telur
sjálfsagt að himinháir vinningar í
lögildum fiárglæfraspilum séu skatt-
frjálsir. Engu er likara en að misrétt-
ið sé keppikefli þeirra sem fara með
fiármálastjórn í umboði kjósenda.
Enda er það lið jafnara en aðrir á
skiptavellinum.
En þá fyrst kastar tólfunum þegar
græðgi einkaleyfishafa lottósins er
farin að brengla efnahagsþróunina
og vinna gegn hagsmunum þjóðar-
heildarinnar, svo ekki sé talaö um
áhrifin á skuldsetningu heimilanna.
Stundum er talað um að ásýnd lýð-
veldisins minni á happdrættisþjóðfé-
lag. Það er áreiðanlega rétt. Þá er
líka rétt að hafa í huga aö í happ-
drættum vinna aðeins örfáir en fiöl-
margir tapa. Og sjaldan tapa eins
margir eins miklu og þegar lottóið
skaðar samfélagið með með allsendis
óþarfri hækkun á söluverði raðanna
Sérþarfahópar
Spilafíflin stjórna
ríkisvaldinu á beinan
og óbeinan hátt. Gróð-
inn af lottóum og pen-
ingakössum skilar sér
í flestar hirslur aðrar
en I ríkissjóð. Látið er
heita að allt fari þetta
í að styrkja góö mál-
efni sem er umdeilan-
legt ef betur er aö gáð.
Sannleikurinn er sá
að allt þetta óinn-
heimta skattfé fer
fram hjá sameiginleg-
um sjóðum lands-
manna og er varið í
gæluverkefni og kaup-
greiðslur handa sér-
þarfahópum.
Hér er bannað að reka spilavíti sem ríkið gæti haft góðar skatttekjur
af en happdrætti, lottó og mannskemmandi spilakassar leika lausum
hala í efnahagslifinu og valda því jafnvel þungum búsifjum.