Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001 PV_________________________________________________________ Útlönd Sinn Fein hafnar löggæsluumbótum Sinn Fein, pólitískur armur írska lýðveldishersins, hefur hafnað til- lögum stjórnvalda í Bretlandi og á írlandi um umbætur á lögregluliði Norður-írlands. Umbætur á lög- regluliði héraðsins eru eitt af deilu- málum leiðtoga kaþólikka og mót- mælenda sem kemur í veg fyrir að hægt sé að hrinda friðarsamkomu- laginu, kenndu við föstudaginn langa, í framkvæmd. Tillögurnar sem Sinn Fein hafn- aði eru hluti af fleiri miðlunartillög- um frá stjórnvöldum írlands og Bretlands til aö höggva á hnútinn sem deilur sambandsinna og lýð- veldissinna á N-írlandi eru komnar í. Mitchel McLaughlin, formaður Sinn Fein, sagði að tillögumar gengju ekki nógu langt og dygðu ekki til að brúa bilið miili lýðveldis- sinna og sambandssinna. McLaugh- lin telur líka að tillögumar séu í raun ekkert nýtt miðað við það sem áður hafði verið rætt. Hvorugir hafa Lögreglan vöruö viö Omaghsprengjunni Þrjú ár eru síöan 29 manns létu lífiö í sprengingu í bænum Omagh. Hinn sanni írski lýöveldisher stóö á bak við tilræöið. Miklir þurrkar í Hondúras Kornbóndinn Pedro Aguilera, frá þorpinu La Concepcion í suöurhluta Hondúras, horfir hér á skrælnaöan kornakur hjá sér. Miklir þurrkar í landinu eru taldir hafa eyöilagt allt að 92% allrar uppskeru í landinu. Matarbirgöir eru í lágmarki og vonast bændur eftir rigningu á næstunni svo að þeirgeti reynt aö sá því litla sáökorni sem til er. Hermenn Nató til Makedóníu í dag Fyrstu Natóhermennirnir eru væntanlegir til Makedóníu síðdegis í dag. Þar er um að ræða 40 af 400 breskum hermönnum sem munu kanna ástandið í landinu fyrir komu 3500 hermanna. Hlutverk Nató verður að afvopna albanska uppreisnarmenn, með þeirra sam- þykki. Afvopnun uppreisnarmann- anna er lykilatriði i friðarsamningi Albana og slava, sem undirritaður var á mánudag og er ætlað að binda enda á 6 mánaða átök í landinu. Bresku hermennirnir sem koma í dag hefja veru sína í Makedóníu á því að koma upp höfuðstöðvum í Skopje. Þeir munu einnig kanna vilja skæruliðanna til að afvopnast. í dag hittast sendiherrar Nató og ræða hvenær senda á hermennina 3500. Ljóst er að ekki verður úr að- Makedónía Svokallaður lögreglumaöur Makedóníustjórnar fylgist meö al- bönsku þorpi. ild Nató ef vopnahlé verður ekki i gildi. í gær var makedónskur lögreglu- maður skotinn af albanskri leyniskyttu í borginni Tetovo. í kjöl- farið hófust aftur mikil átök í nótt. Frést hefur af smávægilegum brot- um á vopnahléinu á báða bóga, en ástandið er engu að síður mun friðvænlegra en fyrir viku. Ef bresku könnunarsveitirnar telja ástandið ekki vera fullnægj- andi fyrir komu herliðs Nató kemur það ekki. Afvopnunaráætlunin gerir ráð fyrir því að skæruliðarnir safni vopnum sínum sjálfir og aíhendi þau Nató-hermönnum. Ferlið á að taka 30 daga, en það þykir sumum of stutt til þess að tryggja friðinn. reyndar samþykkt að fullu miðlun- artillögupakkann sem settur var fram til að bjarga heimastjórn N-ír- lands sem fulltrúar bæði kaþólikka og mótmælenda sitja í. Norður-írarnir þrír sem handtekn- ir voru í Kólumbíu, grunaðir um að leiðbeina marxískum skæruliðum um meðferð sprengiefnis, hafa neitað öllum tengslum við irska lýðveldis- herinn, IRA. Lögreglan í Kólumbíu segist hafa fengið staðfestingu um hið gagnstæða. Ef tengslin verða sönnuö hefur það slæm áhrif á friðar- viðræður á N-írlandi. Talsmenn inn- an Sinn Fein skilja ekki hvernig at- vik hinum megin á hnettinum geti truflað viðræöurnar. Fyrrverandi leynilögreglumaður á N-írlandi segist hafa látið n-írsku Ulster-lögregluna vita af hættunni á hryðjuverkum í Omagh tveimur dögum áður en sprengja sprakk í götunni. Þrjú ár eru nú liðin síðan að 29 manns létust i Omagh eftir að Hinn sanni írski lýðveldisher sprengdi sprengju þar. Talsmenn Ulster-lögreglunnar segja þessar fullyrðingar rangar. Rannsókn á þessum alvarlegu ásökunum hefur nú þegar verið hafin. Sendimaöur og talebani Ástralskur sendimaður skeggræðir viö talebanskan embættismann. Talebanar: Sendimenn yfir- gefi Afganistan Ríkisstjórn talebana í Afganistan hvetur vestræna sendimenn, sem vilja hitta fangelsaða landa sína í Kabúl, til þess að fara úr landi og fylgjast með framgangi málsins frá Islamabad í Pakistan. Talebanar létu fangelsa 8 þýska, breska og ástralska hjálparstarfsmenn á dög- unum fyrir að boða kristni. Auk þeirra voru 16 Afganar handteknir. Vestrænu sendimennirnir fengu með herkjum vegabréfsáritun í Afganistan í vikutíma. Hún rennur út þann 21. ágúst næstkomandi. Þeir hafa reynt að fá að hitta fang- elsuðu hjálparstarfsmennina í fjóra daga en án árangurs. Það er viður- kennd venja í millirikjasamskiptum að veita sendimönnum ríkja aðgang að fangelsuðum þegnum erlendis. BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að eftirtöldum deili- skipulagsáætlunum í Reykjavík; Skólavörðuholt, deiliskipulag. Skipulagssvæðið afmarkast af Bergþórugötu í norðaustur, Barónstíg í suðaustur og Eiríksgötu suð- og norðvestur. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóð Hallgrímskirkju minnki, lóð Eiríksgötu 5 stækki, bílastæðum á svæðinu fjölgi auk þess sem gerð er grein fyrir frá- gangi bílastæða, gönguleiða og öðrum minniháttar breytingum. Laugarás, Hrafnista, deiliskipulag. Skipulagssvæðið afmarkast af Sæbraut í norður, lóðum húsa við Norðurbrún og Kleppsveg í austur, Brúnavegi og Austurbrún í suður og lóðum húsa við Selvogsgrunn í vestur. Tillagan gerir ráð fyrir töluverðri uppbyggingu á lóðinni m.a. að við Brúnaveg verði heimilt að byggja nýtt hjúkrunarheimili fyrir allt að 60 vistmenn og heilsugæslustöð fyrir svæði 104 auk þess sem heimilt verði að byggja íbúðarhús með 12 íbúðum norð- austurhorni lóðarinnar. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir ýmsum viðbyggingarmöguleikum við eldri byggingar, breytingum á bílastæðum, skilgreiningu lóðarmarka o.fl. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 17. ágúst til 14. september 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflegatil Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 28. september 2001. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillögurnar. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 17. ágúst 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.