Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 7
7
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2001
DV Fréttir
Djúpivogur:
Enginn kenn-
araskortur
Harkaleg afskipti mörlandans af ferðatilburöum gesta leiddu illt af sér í Skagafirði:
Ferðamaður gaf roskn-
um manni kjaftshögg
Lögreglan á Sauðárkróki þurfti að
hafa heldur óvenjuleg afskipti af
samskiptum fransks ferðamanns um
fertugt og roskins íslendings á
þriðjudag, eftir að sá fyrrnefndi
hafði gefið hinum kjaftshögg.
Samkvæmt upplýsingum DV var
það upphaf deilnanna að Frakkinn
og kona hans, sem voru á jeppa,
höfðu farið fram úr bíl Islendingsins
á það miklum hraða að heimamanni
misbauð. Þegar bílarnir komu að
byggðasafninu við Glaumbæ var ís-
lendingurinn greinilega mjög reiður
og skammaði konu Frakkans mjög
ákveðið.
Þegar hinn franski eiginmaður
kom að þar sem skammirnar dundu
á konu hans blandaði hann sér í mál-
ið. Tók íslendingurinn þá í öxl
Frakkans sem brást þannig við að
hann gaf hinum roskna íslendingi
kjaftshögg.
Fór þá íslendingurinn inn á safnið
til að sækja penna til að skrifa niður
númer á bíl Frakkans. Gekk þá
Frakkinn að íslendingnum og hrinti
honum. Greip þá íslenskur rútubil-
stjóri inn í, ók rútu sinni upp að
jeppa Frakkans og lokaði hann inni
þangað til lögreglan kom á staðinn.
Voru báðir mennirnir yfirheyrðir.
Frakkinn mun hafa viðurkennt að
hafa átt frumkvæði að því að beita
ofbeldi en kona hans var drifin inn í
hús og gefið kaffi þar sem hún hafði
komist í mikið uppnám eftir hin
óvæntu en harkalegu samskipti. Þótt
menn hafi verið fremur „heitir" eftir
atburðinn verða engin eftirmál því
íslendingurinn ákvað að leggja ekki
fram kæru. Má því segja að sættir
hafi tekist á endanum.
Samkvæmt upplýsingum DV heyr-
ir það til undantekninga að lögregla
þurfl að hafa afskipti af samskiptum
íslendinga og erlendra ferðamanna.
-Ótt
DV, HORNAFIRDI:
sveitarstjóri dv-mynd júua imsland.
og einnig að Framtíðarfólkið
vel hafi geng- Grunnskólabörn á
ið að fá kenn- Djúpavogi ásamt ein-
ara til bæjar- um kennara s,num■
ins. „Við aug-
lýstum eftir skólastjóra fyrir þetta
ár í fyrravetur og fengum hann
strax og tel ég okkur vel setta í
skólamálum,“ segir Ólafur. Kennar-
ar við grunnskólann eru tólf og heil-
ar kennarastöður ellefu. -JI.
Stórframkvæmdir í Þorlákshöfn:
800 metra
varnar garður
í Þorlákshöfn er verið að byggja
um 800 metra langan flóðvarnar-
garð. Auk þess er verið að lengja
sjóvarnargarðinn um 150-200
metra og lagfæra hann. Þá er
einnig verið að gera sjóvarnar-
garð fyrir framan lúðueldið á
staðnum. Það er Suðurverk frá
Hvolsvelli sem annast um verkið
og á því að ljúka nú í sumar.
Kostnaður er 22 milljónir króna
en í framkvæmdirnar fara 16 þús-
und rúmmetrar af fyllingarefni.
Að sögn Grétars Ólafssonar verk-
Bormaður
Árni S. Magnússon er bormaöur og
sprengir hentugt efni í varnargarð-
ána.
stjóra ganga framkvæmdirnar
mjög vel.
Tilgangur flóðvarnargarðsins er
að verja byggðina fyrir sjógangi
en sjór gengur langt inn á landið í
slæmum veðrum og það má vel
greina þar sem sjórinn hefur sorf-
ið rásir í landið og jarðvegur skol-
ast burt.
í flóðvarnargarðinn er notað
sprengt efni sem er tekið úr námu
rétt hjá bænum. ístak hf. mun
hafa byrjað að taka grjót úr þess-
ari námu fyrir 20-30 árum. Að
sögn Áma S. Magnússonar bor-
manns er borinn, sem notaður er
við borun fyrir sprengiholur,
mjög afkastamikill. Ekki er hægt
að sprengja nema á fjöru vegna
þess að sjór gengur f holurnar
sem eru um 9 metrar á dýpt.
Grjótið er flokkað i stærðir. Fyrst-
ur fer mulningur sem undirlag,
síðan kemur stærra grjót yfir.. í
flóðvarnargarðinum eru steinarn-
ir um 2 tonn á þyngd en í sjóvarn-
argarðinunm allt að 10 tonn á
þyngd. Sjóvarnargarðurinn fram-
an við lúðueldið á að verja eldis-
stöðina en ef menn spá í aðstæður
má greina að sjóinn hefur skolað
burt stórum björgum á land og
sumir steinarnir komið ansi langt
inn á landið.
Suðurverk er einnig að vinna
að sams konar verkefni í Höfn í
Hornfirði og næsta verk fyrirtæk-
isins verður í Grindavík.
RA.Jesp
Vörnin
Svona lítur varnarkerfi Þorlákshafnarbúa út. Mikilvægt er aö mannvirkin
standist hina miklu áraun.
DV-MYNDIR RAGNAR JESPERSEN
800 metra varnarmannvirki
Suöurverk er aö ijúka viö varnargaröa viö Þorlákshöfn. Hér er nýi fióövarnargaröurinn sem vonandi stenst ógnaraft
sjávarins í verstu vetrarveörum.