Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 I>V Fréttir Holjgnskt par segist hafa orðið að halda vel á spilunum til að komast af í Rekavík: Orvænting og vonleysi við bágan kost í 8 daga -segist kannski fara seinna til Hornstranda eftir að hafa verið bjargað DV. VESTFJORÐUM:_________ „Við þurftum að hafa okkur öll við til að komast af. Veðrið var vont og landið erfitt. Stundum greip okkur örvænting. Þá fórum við gjarnan í hollenska orðaleiki og aðra leiki til að dreifa huganum. Við reyndum ýmsar leiðir úr Hvannadal, en allar reyndust þær of erfiðar, ýmist varð að klifra bratta kletta eða synda fyrir ófærur," sagði Nel dem Breejen, lista- kona frá Hollandi, sem dvaldi ásamt manni sínum, Frank van Wijk kenn- ara, í átta sólarhringa, löngum við ill- an kost í Rekavík bak Hafnar á Horn- ströndum. Matur af skornum skammti DV varð vitni að fagnaðarfundum á bryggjunni í ísafirði í gær þegar þau Frank og Nel hittu þá Jón Hall- dór Pálmason, skipstjóra á Skutli ÍS- 16, og Ægi Hrannar Thorarensen sem björguðu þeim daginn áður úr Reka- vík. Hollenska parið hóf Horn- strandafór sína frá Hesteyri þann 15. ágúst er þau gengu þaðan til Homvík- ur. Ætlunin var síðan að taka bát frá Aðalvík til ísafjarðar þann 23. ágúst eða á fimmtudag. Þá gerði hið versta Unglingateiti í vesturbæ: Lagt hald á haglabyssur Lögreglan í Reykjavík varð að leysa upp unglingateiti í heimahúsi í vesturbænum um miðnætti á sunnudagskvöld. Sex ungmennum, sem flest voru um fjórtán ára göm- ul, var ekið heim. Á sama stað lagði lögregla hald á tvær haglabyssur og 150 haglaskot sem lágu á glámbekk í húsinu. Lögregla telur það ábyrgðarhluta þegar foreldrar samþykkja slík veisluhöld ungmenna án þess að nokkur fullorðinn sé viðstaddur. -aþ Tunguháls: Stórtækir sæl- gætisþjófar Brotist var inn í sendibíl, i eigu lakkrísgeröarinnar Kóluss við Tunguháls í gær. Að sögn lögreglu höfðu þjófarnir á brott með sér mik- ið magn af sælgæti en verðmæti þess er taliö nema um 330 þúsund krónum. Auk þess voru nokkrar skemmdir unnar á sendibílnum.-aþ DV-MYND HARI Á Kjarvalsstöðum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, heilsar Gary Doer, forsætis- ráðherra Manitoba í Kanada, á Kjar- valsstöðum í gær. Doer opnaði form- lega málverkasýningu á verkum Vest- ur-íslendingsins G. N. Louise Jonas- son og við það tilefni færöi hann ís- lensku þjóðinni tuttugu málverk sýn- ingarinnar að gjöf. Doer er staddur hérlendis í boöi Davíös Oddssonar for- sætisráöherra. Hann átti fund meö ráðherrum í gær og sat hádegisverð á Bessastöðum. í dag er feröinni heitið í Vesturfarasetrið á Hofsósi. DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON Þakkarstund fyrir lífgjöf á bryggjunni á ísafiröi. Frá vinstri, Ægir Hrannar Thorarensen og Jón Halldór Páimason, skipstjóri á Skutli, með þeim Frank van Wijk og Nel den Breejen sem þeir drðgu upp úr sjónum á Hornströndum. Fólkið hittist á ný við skipshlið í gær eftir giftusamlega björgun á sunnudag. veður, norðaust- an hvassviðri með kalsarign- ingu og þoku til fjalla. Mjög erfitt er yfirferðar á þess- um slóðum, og Nel hrasaði í ein- stigi vegna hvass- viðrisins. Ákváðu þau þá að halda til baka í Hvannadal, sem er ofan Rekavík- ur. Þar dvöldu þau í tjaldi þar til þeim var bjargað. Matur var af skornum skammti og byrj- uðu þau að skammta hann. Veifuðum og kölluðu en þeir sáu okkur ekki „Þegar við vöknuðum í fögru veðri á sunnudaginn sögðum við hvort við annað: „Þetta er dagurinn okkar, í dag komumst við í burtu.“ Við pökk- uðum niður og vorum í þann veginn að leggja af stað þegar við komum auga á þrjá báta á sjónum fyrir neðan okkur. EVrst héldum við að þetta væru björgunarskip sem væru komin til að leita að okkur. Við veifuðum og kölluðum, en þeir sáu okkur ekki. Þá sáum við að þetta voru fiskibátar. Frank veifaði þá rauðum lóðabelg, sem við höfðum fundið í fiörunni, og þá sáu sjómennirnir okkur. Við ætl- uðum að æða niður klettana ofan í fjöru, en sjómennirnir bentu okkur á að fara yfir i Rekavík, því að þar er fjara,“ segir Nel. Skutul tók niðri rétt við land og urðu þau Frank og Nel því að vaða allt upp undir axlir til að ná til báts- ins. „Það var stórkostlegt að sjá bát- ana og að vera síðan komin um borð. Eftir að þeir Jón og Ægir höfðu dreg- ið mig um borð þá hugsaði ég að þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég kem um borð í fiskibát," sagði Nel og hló. Köld og hungruð Hollenska fólkið var blautt, kalt og hungrað þegar um borð var komið. Þeir Jón og Ægir hlúðu að þeim eftir fóngum, gáfu þeim samloku og kók en þau voru orðin slæm í maga eftir rýr- an kost í marga daga. En þau Nel og Frank höfðu tekið gleði sína á ný eftir hrakningamar. „Við komum aftur til Islands, jafnvel til Hornstranda," sögðu þau. Parið heldur heim til Hollands á laugardag. -VH/Ótt DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Erfitt að hýsa Skaftfelling / gær var unnið hörðum höndum við að koma gamla Skaftfellingi í hús í Vík. Fjöldi Víkurbúa og ferðamanna fylgdist með þegar tveir stórir kranar tóku bátinn af dráttarvagninum sem hann var fluttur á til Víkur. Þokkalega gekk að koma skipinu inn í húsið en því er samt ekki að fullu lokið þegar þetta er skrifaö. Vinna við Smáralind samkvæmt áætlun: Um 800 manns að störfum - innrétting verslana að komast á skrið Um 800 manns eru nú að störf- um á byggingarsvæði Smáralind- ar. Vinna er hafin á næturvöktum við einstaka þætti verksins og að sögn byggingarstjóri gengur allt samkvæmt áætlun. Völsun álsins í síðasta áfanga klæðningar þaks Smáralindar er lokið og er verið að leggja það á þakið. Búið er aö malbika um 70% þess sem þarf að malbika á bíla- stæðum. Þá er innrétting verslana að komast á fullt skrið. Fyrir framan stórt innitorg sem er undir gleri í byggingunni og kallast Vetrargarður er Sumar- garðurinn. Þar er unnið af krafti að grásteinshleðslu en alls verða hlaðnir um 350 fermetrar. Þar fer lítið fyrir stórvirkum vinnuvélum eða nýjasta tæknibúnaði. í slíkri DV-MYND H.KR, Með hamar og meitil að vopni Grjóthieösiumennirnir Björn og Guðni sjá fyrir sér mörg hamars- höggin áöur en frágangi Sumar- garðsins við Smáralind lýkur. vinnu er notast við ævafomar að- ferðir og handbragðið sótt aftur til steinaldar. Unnið er með meitli og sleggju en hver maður nær að hlaöa um 2-3 fermetra á dag. Steinssmiðirnir Björn og Gunni voru þar önnum kafnir þegar blaðamann DV bar að garði fyrir helgina. Þeir sögðu að það væru mörg tonnin af grjóti og mörg hamarshöggin sem færu í þetta verk. Hellulögn í eyjum á bílastæðum er komin langt á veg og einnig hellulagning og lagning snjó- bræðsluröra meðfram miðhúsi að sunnanverðu. Alls verða hellulagðir um 8.000 fermetrar og malbikaðir um 70.000 fermetrar á svæðinu við Smáralind. -HKr. Verðlagning gagnaflutninga Samgönguráð- herra hefur skipað starfshóp til að fara yfir kostnað við gagnaflutninga og efl- ingu fjarskiptaneta og Qarskiptaþjónstu á íslandi. Notendur gagnaflutningsþjón- ustu hafa gagnrýnt verðlagningu fyrir gagnaflutning og leigulínur þrátt fýrir ítrekaðar yfirlýsingar stjómvalda og Alþingis um það markmið að tryggja beri ódýran aðgang að nægjanlegri flutningsgetu um allt land. M Hagnaöur Símans Rekstrarhagnaður Símans fyrir af- skriftir var 3.551 milljón króna en var 3.337 milljónir fyrir sama tímabil í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 2.638 milljónum króna en 2.734 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Nýr forstjóri Nýr forstjóri tekur við hjá flugfélag- inu Atlanta 1. september. Hafþór Haf- steinsson tekur þá við forstjórastarf- inu af Amgrími Jóhannssyni. Hafþór hefur verið flugmaður og flugrekstrar- stjóri hjá Atlanta frá 1992 og fram- kvæmdastjóri markaðssviðs siðan í fyrra. Um 900 kærur Breytt reglugerð um húsbréf og hús- bréfaviðskipti, sem Páll Pétursson félags- málaráðherra kynnti í gærmorgun, veldur vonbrigðum, segir Guðrún Ámadóttir, formaður Félags fast- eignasala. Á niunda hundrað kærar hafa borist Fasteignamati ríkisins vegna branabótamats frá miðjun júní og vilja íbúðaeigendur fá hækkað mat. - RÚV greindi frá. Blómin á haugana Miklu magni af blómum er hent í viku hverri og er þar um að ræða um- framframeiðslu sem ekki fæst seld lægra verði frá heildsölum tfl blóma- sala. - Fréttablaðið greindi frá. Samgöngu ráöherrar funda Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra situr nú fund samgönguráðherra Norðurlandanna í Bjömeborg í Finn- landi. Jafnframt hittast nú í fyrsta skipti samgönguráðherrar Norður- landanna og samgönguráðherrar Eystrarsaltsríkjanna og ræða ýmis sameiginleg hagsmunamál þjóðanna á sviði samgangna. Lánshlutfall hækkað Samkvæmt nýrri reglugerð félagsmála- ráðherra lánar íbúðalánasjóður nú 65% eða 70% af kaup- verði íbúðar en þó aldrei meira en sem nemur 85% af bruna- bótamati. Þessi breyting á að vega upp misgengi á markaðsverði og lánum vegna nýs brunabótamats sem tekur gildi um miðjan september. Ætla að kæra Á fundi stjómar Afls, starfsgreinafé- lags Austurlands, í gær var samþykkt að kæra til umhverfisráðherra úr- skurð Skipulagsstofnunar um Kára- hnjúkavirkjun. - RÚV greindi frá. Tímamótasamningur Ólafur Kjartan Sigurðarson var í gær fyrsti söngvarinn tfl þess að und- irrita fastráðningarsamning við Is- lensku óperuna. Samningurinn mark- ar tímamót í íslensku tónlistarlífi en þetta er í fyrsta sinn sem gerður er slíkur samningur við söngvara hér á landi. -HKr./aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.