Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Blaðsíða 9
9
ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001
I>V _____________________________________________________________________________Neytendur
Kjúklingabring-
ur með spínat-
fyllingu
Eins og fram kemur hér á síöunni
hefur nýtt fyrirtæki haflö innrás
sína á kjúklingamarkaðinn. í fram-
haldi af því má búast við einhverj-
um verðlækkunum þó ekki sé það
nú alveg víst.
En fari svo er ekki úr vegi að
nota tækifærið og elda kjúkling oft-
ar þvi hann er bæði holiur og góð-
ur. Hér er uppskrift að einum slík-
um rétti sem ætti að kæta sælkera
landsins.
4 beinlausar kjúklingabringur
3 msk. matarolía tU steikingar
Skerið djúpar raufar i hliðarnar
á bringunum svo hægt sé að fyUa
þær. Setjið spínatfyUinguna í,
brúnið siðan bringurnar í heitri
olíu, bragðbætið með salti og pipar,
leggið í eldfast form og ofnsteikið
við 200° C í 20 mínútur. Skerið
hverja bringu í tvennt þegar borið
er fram.
Spínatfylling
100-150 g spinat
1 kjúklingabringa, hamflett
1 eggjahvita
1 dl rjómi
salt og pipar
Skerið kjúklingabringuna í bita
og setjið í matvinnsluvél ásamt
eggjahvítu. Maukið, bætið rjóma
saman við og síðan spínati, salti og
pipar. Setjið bringurnar í lokið.
Sósa og meðlæti
200 g litlir sveppir
200 g spínat
2 laukar
2 dl hvítvín, óáfengt
1 peli rjómi
1 kjúklingateningur frá Knorr
2 msk. maizenamjöl eða
sósujafnari
3 msk. matarolía
Saxið laukinn, skerið stærstu
sveppina í tvennt. Léttbrúnið lauk-
inn í oliunni, bætið sveppunum á
pönnuna og síðan spínatinu. Steikið
áfram í 1-2 mínútur.
Þá er hvítvíni, rjóma og
kjúklingakrafti bætt á pönnuna,
suðan látin koma upp og sósan
þykkt með sósujafnaranum ef með
þarf.
Með þessum rétti er gott að bera
fram gróft brauð.
Úr Ferski og framandi
íslandsfugl, nýtt kjúklingafyrirtæki:
Munum ekki keppa
við sýktar vörur
- segir Auðbjörn Kristinsson framkvæmdastjóri
Kjúklingur rifinn út
íslenskir neytendur kunna vel aö meta kjúkling, ekki síst ef hann er á lágu
veröi. Því kætast þeir ef til veröstríös kemur en nýtt kjúklingafyrirtæki setti
sínar fyrstu vörur á markaö í síöustu viku. Myndin er tekin fyrir nokkru þegar
ódýrir kjúklingar voru til sölu í verslun einni á höfuðborgarsvæöinu.
„Megnið af þeim kjúklingi sem
seldur er frosinn á íslandi í dag er
sýktur af salmonellu eða
campylobacter og við munum ekki
keppa á þeim markaði," segir Auð-
björn Kristinsson, framkvæmda-
stjóri íslandsfugls sem er nýtt fyrir-
tæki á kjúklingamarkaði.
Islandsfugl markaðssetur sig
fyrst og fremst sem fyrirtæki sem
framleiðir gæðavöru og vonast til
að geta boðið lægra verð
en samkeppnisaðilarnir.
Aðspurður hvort verð-
stríð sé i uppsiglingu
segir Auðbjörn að það sé
undir'öðrum komið en
íslandsfugl muni mæta
samkeppninni. „Við ætl-
um hins vegar ekki að
keppa við vöru sem er
ekki í lagi. Því getur vel
verið að hægt verði að fá
ódýrari vöru sem ekki
hefur komist 'í gegnum
heilbrigðisskoðun ein-
hvers staðar en við mun-
um ekki keppa við það.
Það er tvennt ólíkt,
hvort varan er í lagi eða
hvort hún er sýkt.“
Allt kapp verður lagt
á að óæskilegar bakterí-
ur skjóti ekki upp kollin-
um hjá hinum nýja
framleiðanda og því
verður strangt innra
gæðaeftitlit og stífari
heilbrigðis- og sótt-
vamakröfur en lög og
reglur kveða á um í
gangi hjá íslandsfugli.
Þær reglur sem gilda í
dag leyfa sölu á sýktum
kjúklingi ef hann er seld-
ur frosinn. Þannig að
stærstur hluti frysts
fugls er smitaður, segir Auðbjörn,
en tekur fram að eina kjúklingabú-
ið sem hann viti um og hefur verið
að frysta fugl án þess að hann sé
smitaður sé ísfugl.
Góð sala í vikunni
íslandsfugl hóf starfsemi i febrú-
ar og fyrir skömmu komu fyrstu af-
urðir þess á markað. Fyrirtækið er
í Dalvíkurbyggð og gert er ráð fyrir
að slátrað verði um 14 tonnum af
kjúklingum á viku og ársframleiðsl-
an verði um 6-700 tonn sem er um
20% af markaðnum. Starfsemin fer
fram á þremur stöðum, varpstöð er
á Árskógsströnd, eldishús í landi
Ytra-Holts og sláturhús, vinnslustöð
og útungunarstöð á Dalvík.
Auðbjörn segir að ef neytendur
taki fyrirækinu vel muni þeir njóta
þess í verði. „Salan fyrstu vikuna
var mjög góð þannig að þetta lítur
allt ljómandi vel út og viðbrögðin
hafa verið slík aö við erum þegar
komnir með áform um stækkun á
starfseminni til að geta mætt þörf
markaðarins. 1 siðustu viku seldum
við eingöngu heila kjúklinga en í
þessari viku koma bitar á markað.
Verðiö verður ívíð betra en verið
hefur á slikri vöru hingað til.“
Kílóverðið á ferskum kjúklingum
frá íslandsfugli hefur verið 399 kr.
og hefur hann eingöngu verið seld-
ur í Hagkaupi en von er á honum í
fleiri verslanir á næstunni. Þá verð-
ur verðið væntanlega eitthvað
hærra. Þrátt fyrir það er kjúklingur
orðinn eitthvert ódýrasta kjötið sem
islenskum neytendum býðst í dag.
„Það á að vera hægt að framleiða
gæðakjúkling á góðu verði og það er
skylda framleiðendanna að skila því
til neytenda,“ segir Auðbjörn. -ÓSB
Kjúklingar á búi
Nokkra slíka þarf til aö uppfylla þörf íslenska
markaðsins en hún fer sífellt vaxandi. Kjúklinga-
kjöt er hollt og gott auk þess sem veröiö er af-
skaplega hagstætt miöaö viö aörar kjötvörur.
Fréttatilkynning frá Manneldisráði:
Svali kemur ekki í staðinn fyrir grænmeti og ávexti
Undanfarna daga
hafa foreldrar ungra
skólabarna fengið í
hendur bréf frá fyrir-
tækinu Vífilfelli, þar
sem koma fram alvar-
legar rangfærslur um
hollustu sykraðra
svaladrykkja. í bréf-
inu er foreldrum talin
trú um að Svali eða
aðrir sykraðir svala-
drykkir geti komið i
staðinn fyrir ávexti í
fæði bama og að Svali
í nestisboxinu sé því
ágæt lausn fyrir for-
eldra sem vilja senda böm með
ávexti í skólann. Til að bæta gráu
ofan á svart er tvívegis vísað í
Manneldisráð í bréfinu og þannig
gefið í skyn að ráðið sé sammála
þessum staðhæfingum. Þarna er
heldur betur hallað réttu máli því
Manneldisráð hefur þvert á móti
hvatt til þess að börn borði ávexti
en drekki helst vatn eða léttmjólk í
skólanum - ekki sykraða svala-
drykki.
Kannanir Manneldisráðs hafa
sýnt að íslensk böm borða óvenju-
lítið af grænmeti og ávöxtum. Þess-
ar matvörur hafa að geyma
mikið af hollustuefnum
sem skipta máli fyrir
heilsu barna til framtíðar.
Hins vegar innbyrða þau
kynstrin öll af sykri og
mun meira en jafnaldrar
þeirra í nágrannalöndun-
um. Þar sem Svali er tveir
þriðju hlutar sykrað og
bragðbætt vatn en aðeins
einn þriðji ávaxtasafi er
hann síður en svo ákjósan-
leg leið til að auka neyslu
barna á ávaxtavörum. Syk-
urneysla íslenskra barna
er miklu meiri en góðu
hóíl gegnir. Gosdrykkir og sykraðir
svaladrykkir eiga þar drjúgan hlut
að máli og þvi er síst af öllu ástæða
til að hvetja til neyslu sætra
drykkja undir hollustumerkjum.
ffte§ts íírvel |gnáffii»s uí kt'MmméMm. a líí é tih t v gl u i:
inðvörur
í úrvali
cr
Vi5 Fellsmúla
Simi 588 7332
www.heildsoluverslunin.is
OPK>:
Mónud. - föstud. kl. 9-18
Laugord. kl. 10-14
IHW fjil