Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2001, Qupperneq 24
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2001 Tilvera 1 í f 1 Ö E F T I R V I N N U Kvöldganga og kúmentínsla X kvöld, þríðjudaginn 28. ágúst, verður farið í síðustu kvöldgöngu sumarsins í Viðey og hefst hún eins og vanalega með siglingu yfir sundið kl. 19.30. Gangan verður með óvenjulegu sniði því ásamt því að fara um vesturhluta eyjunnar og skoða þá leyndardóma sem hún hefur að geyma verður boðið til kúmentínslu. Fólk sem hefur áhuga á tínslunni er því beðið um að koma með skæri og poka til tínslunnar. Þeir sem hafa áhuga á að tína kúmen en komast ekki í kvöld og vita ekki hvernig það lítur út geta haft samband við leiðsögumann og mælt sér mót í tínsluna út vikuna í síma 898- 2570. Fyrir ferðina í kvöld er nauðsynlegt að fólk klæði sig eftir veðri og verði í góðum skóm. Leiðsögnin er án endurgjalds en í ferjuna kostar aðeins kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir börn. Klassík ÞRIÐJUDAGSTONLEIKAR Síðustu þriðjudagstónleikar í sumar- tónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar veröa haldnir i kvöld klukkan 20.30. Þá munu þau Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Valgerður Andrésdóttir píanóleikari flytja verk eftir Louis Spohr, John McCabe, Franz Lachner, Eyþór Stefánsson, Karl 0, Runólfsson, Jón Asgeirsson, Jórunni Viðar og Jón Þórarinsson. Fyrirlestrar FYRIRLESTUR TIL MEISTARA- PROFS I dag kl. 16.15 mun Oskar Halldórsson Holm fiytja fyrirlestur um meistaraþrófsverkefni sitt viö eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands. Fyrirlesturinn, er ber heitiö Varmaeiginleikar segulmagnaðra nifteindastjarna, veröur haldinn í stofu 158 í VR-II, húsi verkfræöi- og raunvísindadeildar Háskóla íslands viö Hjaröarhaga. Hann er öllum opinn. FYRIRLESTUR Á JÖKLASÝNINGU Komið er aö síðasta fyrirlestri sumarsins á,Jöklasýningunni á Höfn í Hornafiröi. í kvöld mun Helgi Björnsson, jöklafræöingur á Raunvísindastofnun HÍ, flytja erindi sem varðar m.a samgöngur í héraðinu. Fyrirlesturinn, sem erí máli og myndum að vanda, fer fram í bíósal Sindrabæjar og hefst kl. 20.00. Aðgangseyrir er kr. 400 og veitir hann auk þess aðgang að sýningunni. Ljóðadagskrá UÓÐADÁGSKRÁ I KÁFFÍ LEIKHUSINU Heim og saman nefnist Ijóðadagskrá í tali og tónum í Kaffileikhúsinu i Hlaövarpanum (Vesturgötu 3 b) í kvöld kl. 21.00. Kristín Bjarnadóttir, Ijóðskáld og söngkonan, og lagahöfundurinn Nína Björk Elíasson bjóöa sýnishorn af því sem þær eru að fást við hvor á stnu sviði og í samvinnu. Kristín les úr Ijóðum sínum og Nína Björk Elíasson flytur spánný lög sín viö Ijóö hennar. Söngkonan Nína Björk mun einnig syngja lög sín viö Ijóð nöfnu sinnar Árnadóttur, svo og Ijóð fleiri íslenskra skálda, m.a. Sigurðar Pálssonar. SJá nánar: Lífið eftir vlnnu á Vísi.is Nafnið er tilfinningamál Aðalbjörgvin, Fryolf, Hnikarr, Jámsíða, Ben, Vídó og Werner eru meðal þeirra karlmannsnafna sem mannanafnanefnd á vegum dóms- málaráðuneytisins hefur hafnað á síðustu árum. Kvenmannsnöfnin Anastasia, Arnapála, Satanía, Axel, Ýri, Veronica og Viborg fengu sama dóm. Á síðasta fundi nefndarinnar hlutu karlmannsnöfnin Príor og Anthony hins vegar náð fyrir aug- um nefndarinnar og hafa nú verið færð á mannanafnaskrá.. En hvemig veit fólk hvaða nöfn það má gefa börnum sínum? Andri Árnason, lög- fræðingur og formaður Manna- nafnanefndar svarar því: „Það er skylda hvers foreldris að athuga hvort það nafn sem það velur barni sínu sé á mannanafnaskrá. Ef svo er ekki leitar það ýmist sjálft til nefnd- arinnar og óskar eftir úrskurði hennar eða til prests sem þá snýr sér til nefndarinnar fyrir hönd for- eldra.“ Endurskírn - Kemur aldrei fyrir að búið sé að skíra barn þegar i ljós kemur að nafnið fæst ekki skráð? „Jú, það kemur fyrir og það er auðvitað versta mál. Þá er fólki nauðugur einn kostur að finna ann- að nafn á barnið." - Er nefndin svo staðföst í trúnni að hún láti aldrei undan þrýstingi? „Nefndin vinnur samkvæmt ákveðnum reglum sem eru ekkert voðalega strangar. Þær hafa verið rýmkaðar frá því sem áður var. Meginreglan varðandi aðainöfn fólks er að þau taki viðunandi eign- arfallsendingu þannig að þau sam- rýmist islenskri málhefð. Stafasam- setningin þarf líka að vera þannig að nöfnin séu rituð samkvæmt ís- lensku málkerfi. Reyndar er til að nöfn hafi unnið sér hefð í íslensku máli þótt þau séu með ci eða séu frá- brugðin íslenskum nöfnum að ein- hverju öðru leyti.“ Andri Árnason, formaður Mannanafnanefndar “Ein vinnureglan sú aö nafniö megi ekki vera nafnþega til ama. “ DV-MYND EJ. - Eru svo ekki einhverjar sérregl- ur um millinöfn? „Jú, þau geta verið lík gömlu ætt- arnöfnunum. Þau mega ekki hafa nefnifallsendingu. Það má skíra Arnfjörð en ekki Arnarfjörð. Endingin aðalþröskuldurinn - Er mikið um að þið fáið til um- sagnar nöfn sem þið getið ekki sætt ykkur við? „Já, nokkuð. Sem dæmi má nefna að fyrstu sex mánuði þessa árs komu 57 nöfn inn á borð nefndar- innar og þar af var 20 hafnað. Segja má að endingin sé oft aðalþröskuld- urinn. Svo má ekki gefa stúlku strákanafn og öfugt. Ein vinnuregl- an er sú að nafnið megi ekki vera nafnþega til ama.“ - Er alltaf eining innan Manna- nafnanefndar þegar fjallað er um ný nöfn? „Vissulega eru oft umræður um hvort einstök nöfn teljist vera fylli- lega í samræmi við lögin.“ Jökla og Jaki - Hvert er fáránlegasta nafnið sem þið hafið fengið inn á ykkar borð? „Nafnaval er tilfinningamál hjá fólki þannig maður gantast ekki með nöfnin sem nefndin fær til úr- skurðar." - En geturðu ekki sagt frá nýjum nöfnum sem hafa verið vel valin að áliti nefndarinnar? „Jú, ég get nefnt kvenmannsnöfn- in Sera og Jökla og karlmannsnafn- ið Jaki. Þetta eru nöfn sem taka ágætlega eignarfallsendingum." - Fáið þið aldrei kvartanir frá fólki sem er óánægt með nöfnin sín? „Nei, vegna þess að það getur auðveldlega skipt með því að sækja um það hjá Hagstofunni." Gun. Eins og hjá ömmu Stofulampar prýdóu sviöiö og gáfu tónleikunum svolítiö heimiiisiegt yfir- bragö. Strengirnir stroknir Hákon Aöalsteinsson gítarleikari sýndi snilldartakta. DV-MYNDIR EINAR J. Seiðmögnuð tónlist Björk Viggósdóttir, hljómborösleikari Lúnu, galdraöi fram ýmis kynjahljóö á tónleikunum. Lúna gefur út sína fyrstu plötu: Tónlist frá tunglinu Hljómsveitin Lúna gaf nýverið út fyrstu plötu sína sem heitir því skemmtilega nafni Leyfðu mér að þegja þögn þinni. Af þessu tilefni hélt hljómsveitin tónleika í Tjamar- biói á fóstudaginn þar sem hún lék af nýju plötunni. Fjöldi manns var á tónleikunum enda hefur Lúna getið sér gott orð í tónlistarheiminum fyrir kröftuga og kynngimagnaða rokktónlist sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.