Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Page 18
u i > w a ... Á VETRARDACSKRÁ HUÓMALINDAR Tónlist er það heitasta um þessa helgi og Hljómalind stendur fyrir blússandi innflutn- ingi á hæfileikafólki til landsins. Þeir sem fóru á TranS'Am tónleikana í seinustu viku geta staðfest að um gæðavörú er að ræða ... ... Á Airwaves Hin hátíðin er ekki síðri en þar koma ótal- margir talentar fram og hápunkturinn er án efa tónleikar hinnar kynngimögnuðu Sigur Rósar sem hefur haldið fáa en góða tónleika það sem af er árinu. Hægt er að kaupa passa sem tryggir manni aðgang á allar skemmtanir (að Sigur Rós undanskilinni) sem kemur sér vel fyrir tónlistarfrík bæjarins sem geta ráfað stans- laust á milli staða eins og fíklar í leit að nýjum skammti ... F6STIVAL ... Á Nelly’s Þar sem aðgangur á tónlistarhátíðir er ekki fríkeypis er nauðsynlegt að leita á JSdýrari mið þegar ölkneyfingar eru annars vegar. Þar kem- ur Nelly’s sterkur inn, bjór á hálfvirði út mán- uðinn og svo þurfa tónlistarunnendur ekki að missa af neinu þegar þeir skjótast á barinn því Popptíví er alltaf í gangi þarna inni. Alltaf! ... í NUDD Góð leið til að slappa af eftir erfiða tónlistar- hátíð og knæpusetu er að fara í sálarhreinsandi nudd daginn eftir. Sérstaklega er spennandi tæknin sem kínversku nuddaramir beita en þeir eiga það til að hreinlega ganga á bakinu á manni! Þó er ekki mælt með þessu fyrir þá sem hafa sturtað ( sig eilítið hressilegar en hinir kvöldið áður... erða hvar? Flestir kannast við þau leiðindi sem oft fylgja því að þurfa að fara út í sjoppu og stundum er fólk einfaldlega svo illa upp lagt að það nennir ómögulega að leggja á sig það erfiði að standa upp og rölta út í næsta videoleigu. Nú er kominn lausn á þessu máli en félagarn- ir Jón Stefán Einarsson og Ingvar Halldórsson hafa stofnað verslun- ina Netvideo.is þar sem fólk getur farið á Netið, pantað þær vörur sem það vill fá og fengið þær svo sendar um hæl. Sendast me5 sígarettur „Til að gera langa sögu stutta er Netvideo myndbandaleiga, sælgætis' og skyndibitasala á netinu sem er löngu tímabær . nýjung fyrir tæknisinnaða íslendinga. Þetta þýðir að sjálfsögðu aukin þægindi fyrir viðskiptavini, því ekki eru allir í stakk búnir til að rölta sér út í sjoppu hvenær sem er og oftar en ekki erum við Islendingar mjög svo tímabundnir við eitthvað ann- að. Méð þessari þjónustu erum við sem sagt að bjóða einfalda lausn á þessu vandamáli," segir Jón Stefán, einn af eigendum verslunarinnar. Saman reka þeir Ingvar Halldórsson verslun- ina Netvideö.is þar sém að fólk jgetur pantað vörurnar í gegn- um Netið. „Fólk getur líka pantað í gegnum síma ef þannig ber undir“, bætir Ingvar svo við. Fyrst oc fremst videoleiga Þeir félagar reka fyrir aðra verslun en Netvideo.is er nýjasta verslun þeirra félaga og einnig nýjasta viðbótin í skyndi- bitaflóru Islendinga. Þar getur fólk pantað allar þær vörur sem fást í hefðbundnum sölutumum og videoleigum en einnig er hægt að fá sér einhvem góðan skyndibita líkt og hamborgara eða grillaðar samlokur. „Við bjóðum upp á allt helsta sælgætið sem fæst í venjulegri verslun en auk þess getur fólk fengið eitt- hvað af grillinu hjá okkur. Við emm með hamborgara, fransk- ar, heita báta, kjúkling, samlokur og pylsur en að sjálfsögðu emm við líka með gos, snakk og tóbak,“ segir Ingvar en Jón bætir svo við: „Þetta er samt fyrst og fremst videoleiga þar sem að fólk getur valið spóluna á Netinu en svo getur það fengið sér eitthvað að borða í leiðinni og við sendumst svo með allan pakkann upp að dymm hjá fólki. Fólk getur svo skilað spól- unni á næstu bensínstöð Skeljungs eða pantað aðra og látið sendilinn taka þá gömlu.“ Tóbak upp að dyrum Margir munu eflaust taka þessari nýju þjónustu fagnandi enda eru það ófáir sem vakna á sunnudögum ansi þyrstir og margir hverjir tóbakslausir þ.e. ef menn nota slíkt á annað borð. Blaðamann fýsti þá að vita hvort hann gæti t.d. ein- göngu fengið sendar t.d. sígarettur og gos. „Við sendum heim svo framarlega sem fólk pantar fyrir 1000 krónur eða meira, þá skiptir okkur að sjálfsögðu engu máli hvort viðkomandi fær sér tóbak, mat eða videospólu. En við seljum að sjálfsögðu ekki hverjum sem er tóbak því við förum að settum reglum og krefj- um fólk um persónuskilríki ef þess er þörf,“ segir Ingvar. Versl- unin er opin til að miðnættis um helgar og á föstudögum en lokað hálftíma fyrr á virkum dögum og er öllum frjálst að versla hjá þeim, svo framarlega sem viðkomandi er búsettur á höfúðborgarsvæðinu. „Það eina sem að fólk þarf til að geta nýtt sér þjónustu Netvideo.is er aðgangur að Intemetinu, gilt net- fang og heimilisfang svo að hægt sé að senda vömmar. Send- ingin tekur svo allajafna ekki lengri tíma en 40 mínútur og hægt er að greiða með ávísunum, kortum og að sjálfsögðu pen- ingum,“ segir Jón Stefán og bætir við: „ Hvort sem fólk er fast við vinnu, bamapössun, flensu eða hreinlega nennir ekki út í íslenska veðráttu þá getur það alltaf komist á Netið og reddað kvöldinu á netvideo.is." Tónlistog fjöll „Það er nú ekki mikið plan- að fyrir helgina. Nema það að á föstudagskvöldið ætla ég að kíkja á útgáfutónleika á Kaffi Reykjavík. Þar er strákur sem ég þekki ásamt félögum sín- um í sveitinni Stnala- drengimir að halda upp á út- gáfú geisladisks sem þeir gerðu. Restin af helginni er síðan óljós. Ef veður verður gott þá er aldrei að vita nema ég bregði mér upp á fjöll. Annars verð ég að slappa af í rúminu á milli þess sem ég æfi mig á orgelið, sem er það sama og flesta aðra daga.“ Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti. Fagrir kroppar „Eg verð að sjá um fit- nesskeppnina sem fer fram um helgina. Við byrjumí dag í Vetr- argarðinum í Smáralind en þar fer forkeppnin fram og aldrei þessu vant eru fleiri stelpur en strákar sem taka þátt í henni, en það er náttúrlega alveg frábært. Það eru 20 stelpur og 18 strákar sem byrja en svo munu 12 fagrir kroppar af hvoru kyni halda áfram í keppnina á morgun sem fer frarn í íþróttahúsinu í Reykja- nesbæ. Svo verður bara brjálað fitness alla helgina en þetta verð- ur alveg pottþétt skemmtun.11 Hjalti „Úrsus“ Amason, afl- raunamaður og kerfisfræðingur í GÓÐUM GÍR „Eg ætla að fyigja frönskum kunningjum mínum, í góðum gír, um bæði sveit og borg. Einnig mun ég neyta matar, í góðum gír, og sofa tölu- vert um helgina og svo ætla ég eingöngu að tala við fólk sem er með vit í haus. Einnig ætla ég að vera í góðum gír.“ Barði Jóhannsson tónlist- armaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.