Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Page 27
Þegar Palace Brothers gáfu út sína fyrstu smáskífu, Ohio River Boat Song, árið 1993 hafði framsæknasti bróðirinn, Will Oldham, lengi verið virkur í leikhúslífi heimabæj- arins Louisville í Kentucky, leikið í bíómyndum, hékk með töffurunum í hljómsveitinni Slint og tók fræga Ijósmynd af þeim sem prýðir umslag meistaraplötunnar Spiderland. Kappinn leikur á tvennum tónleikum hérlendis, dagana 6. og 7. nóvember. Will Oldham I kjölfar þessa fór Oldham að sýna verulega tilburði ( tónlistarátt; árið 1990 lék hann og söng á plötunni Fear- ful Symmetry með dularfullri hljómsveit er kallaði sig Box of Chocolates. Arið 1993 kom svo út önnur dular- full plata, Goat Songs með hljómsveitinni Sundowners, þar sem Oldham kom einnig að máli. 1992 gaf hann hins vegar út epískan kassagítarsöng, For the Mekons et al., undir nafni Palace Brothers. Það lag kom út á safh- plötu á vegum útgáfunnar Drag City í Chicago sem hét því skemmtilega nafhi Hey Drag City. A fyrstu smáskífunni, sem áður er nefnd, var annars vegar að finna titillagið, sem er endurvinnsla og stað- færsla Oldham á skoska þjóðlaginu Loch Tay Boat Song og hins vegar lagið Drinking Woman eftir Oldham sjálf- an. Þessi smáskífa kveikti forvitni margra, aðdáun sumra, undrun annarra, á meðan flestir urðu hennar ekki varir. Fleiri kveiktu á perunni þegar fyrsta stóra platan kom út sama ár. Platan There is No-one What Will Take Care Of You barst reyndar ekki í mínar hendur fyrr en árið eft- ir en áhrifin voru þau sömu. Við fyrstu hlustun hljómuðu lögin ævafom og textarnir ekki síður. Hlustendur voru færðir til guðhræddra og léttgeggjaðra Suðurríkja Banda- ríkjanna ( kringum aldamótin 1900, aðeins með stemm- um og vísuorðum Willa vísundar. Þama sprakk einhver sprengja sem ekki sér fyrir endann á. Eftir á að hyggja er platan ekki með allra bestu verkum Oldham en stórkostlega skemmtileg engu að síður, eink- um lögin Long Before og Riding. I kjölfarið fylgdu plöt- urnar Days in the Wake og Hope (báðar 1994), þá Viva Last Blues (95) og Arise Therefore (96), að ógleymdum fjölmörgum frábærum smáskífum og ep-plötum á borð við Trudy Dies, The Mountain, O how I enjoy the light og Gezundheit. Arið 1997 gaf Oldham út plötuna Joya, 1999 kom meistaraverkið I see a darkness og fyrr í ár var komið að Ease on down the road, enn einu snilldarstykk- inu frá Louisville. Síðustu ár hefur Oldham líka gefið út ógrynni af smáskífum og átt lög á safnplötum. Tónlist Will Oldham er í stöðugri þróun og hver plata er á einhvern hátt öðruvísi eða betri en sú síðasta. Hann hefur samið kvikmyndatónlist, lög við ljóð klassískra ljóð- skálda á borð við D.H. Lawrence og Rabinadrath Tagore. Will hefur unnið með gríðarlegum fjölda listamanna en kjarni samstarfsmanna hans eru æskuvinir hans, bræður og aðrir góðvinir á borð við David Pajo, Britt Walford, Todd Brashear og Brian McMahan úr Slint, Ned og Paul Oldham, Steve Albini, Jim O’Rourke, Jason Molina, Sally Timms, David Grubbs, Liam Hayes, Briana Corrigan, Dirty Three tríóið, Rian Murphy og sjálfur Johnny Cash. Svona mætti lengi telja en Oldham hef- ur sagt að mannabreytingarnar og nafnabreytingarnar (hann hefur m.a. gefið út efni sem Palace Brothers, Palace Songs, Palace Music, Will Oldham, Bonnie ‘Prince’ Billy) séu í samræmi við þróunina í tónlist hans - honum finnst nýtt nafn og nýir samstarfsmenn henta þegar hann vill gera eitthvað nýtt; þannig geti hlustend- ur metið tónlistina á eigin forsendum í stað þess að ein- blína á listamanninn. Þetta virðist hafa gefist þokkalega þv( stöðnunar hefur enn ekki orðið vart í listsköpun Old- ham. Jæja, ef ég mastti loksins koma mér að efninu þá kom Will Oldham til íslands árið 1999, skömmu eftir útkomu I See A Darkness plötunnar. Þá kallaði hann sig Bonnie ‘Prince’ Billy og spilaði á Gauknum með aðstoð þriggja snillinga og vina hans, Matt Sweeney, James Lo og Mike Fellows, sem kölluðu sig Easy Times. Tónleikamir voru stórkostleg upplifun fyrir að- dáendur kappans og nú geta þeir sem misstu af herleg- heitunum á sínum tíma fagnað því gaurinn ætlar að spila á Islandi 6. og 7. nóvember næstkomandi. Hann ku ætla að mæta einn með gítarinn og bæta þannig fyrir vonbrigðin frá í fyrra, þegar hann varð að fresta komu sinni hingað til lands vegna matareitrunar. Þeir sem hafa áhuga á háþróuðu poppi, kántrý eða rokki ættu að útvega sér miða á tónleika Oldham hið snarasta. hramos „Gotneski hópurinn" Pár Lindh Project (PLP) kemur til landsins dagana 9.-10. nóvember næstkom- andi og leika í MH. Tónlist PLP er beint framhald framúrstefnunnar, prógressífa rokksins, sem hljóm- sveitir eins og King Crimson, Emer- son, Lake and Paimer (ELP), Yes, iethro Tull, Genesis, Gentle Giant, Focus, Pink Floyd, Tangerine - PLP Dream og Kraftverk mótuðu um og upp úr 1970, - eftir að Bítlarnir höfðu undirbúið eyrun. Par Lindh Project Þessi tónlistarstefna gengur undir gælu- nafninu „prog“ á ensku og þá kannski „progg“ á íslensku. Proggið sótti kraftinn í rokkið, bygginguna í klassíkina og frelsið í djassinn. Þetta var einstök tilraun til að brúa bilið undarlega milli „alvörulausrar“ og „al- varlegrar“ tónlistar, popps og klassíkur. Auk þess að vera fullgilt sjálfstætt tónlistarform sem ekki þarf að réttlæta með brúarbygging- um. PLP em hvað fremst í flokki þeirra sem nú stunda progg-rokk. Þeim er einkum líkt við ELP og frumgerð King Crimson. Tón- listin er með klassískum blæ, borin uppi af glæsilegum hljómborðsleik höfuðpaursins Par Lindh sem hefur að baki langt pfanó-, sembal- og orgelnám (sjá umsögn í ramma). Par semur megnið af tónlistinni og spannar hún allt ffá ljóðrænum laglínum ( endurreisnar- og þjóð- lagastíl yfir í yfirgengi- legar EMERSON- skar árásir. Ollu listi- lega fyrir komið í sin- fónískri byggingu sem getur tekið allt upp í hálftíma í flutningi. Annað megineinkenni PLP er tær og til- gerðarlaus rödd söngkonunnar Magdalenu Hagberg, stundum í harðri baráttu við ómælt rafmagn, stundum studd sembal. Astsamlegt sambland blíðu og stríðu, progg eins og það gerist best samofið úr mótsagna- kenndum þáttum sem fléttast saman í ster- ka heild. Og flutt af einstakri innlifún og krafti. Hermann Þórisson, www.hi.is/~her- mann Nattfari Ef hægt er að tala um réttnefni í tónlist leikur enginn vafi á að hljómsveitin Náttfari hefur valið sér nafh við hæfi. Þessi fjögurra manna rokksveit, skipuð þeim Halla, Nóa, Andra og Rúnari, hefur nefhilega læðst um í myrkrinu undanfama mánuði og lftið látið á sér kræla. Þeir hafa því kannski ekki náð til margra ennþá en áhrifin sem þeir hafa haft á hvem og einn þessara fáu em hins vegar þeim mun meiri. Allir geta verið sammála um að hér sé á ferðinni sveit sem hefúr alla burði til að gera það gott og þó því sé reyndar haldið ffam nær undantekningarlaust þegar íslenskar hljómsveitir koma fram á sjónarsviðið er það einfald- lega staðreynd (þessu tilfelli. Eitt helsta vopn Náttfara er ólíkir áhrifavaldar þeirra félaga og því verður tónlistin aldrei einsleit eða fyrirsjáanleg. Seiðkraffurinn er aftur á móti gríðarlegur enda tónlistin yfirhöfúð í rólegri kantinum þó svo að epískar rokk-orgíumar taki einnig völdin af naumhyggjunni öðm hvom með áhrifúm sem fa hárin svo sannarlega til að rísa. Það er því vel við hæfi að sveitin, sem fagnar ársafmæli sínu um þessar mundir, spili á undan Low og kynni þannig fólki þau lög sem munu að öllum líkindum rata inn á væntanlega breiðskífú. Luna Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum jaðarrokkurum að hljómsveitin Lúna gaf út sína fyrstu breiðskífu nú síðla sumars. Viðtökurnar voru almennt hlýjar enda engin ástæða til annars þar sem platan „Leyfðu mér að þegja þögn þinni“ gaf fögur fyrirheit u segja að hún hafi verið nokkurs konar uppgjör við fortíðina því lög hennar voru flest samin á árunum 1998 til 2000. Þrátt fyrir ungan aldur er meðlimum Lúnu, þeim Björk, Hákoni, Guðmundi og Heimi, margt til lista lagt og nú þegar fyrsta platan er að baki hefur rýmið fyrir alls kon- ar tilraunamennsku aukist og því skyldi engan undra þó næsta plata yrði enn athyglis- verðari. Þetta er einfaldlega spurning um að halda rétt á spöðunum og fara frekar hæg- ar í hlutina, líkt og Lúna gerir í tónverkum sínum. Tónleikarnir með Low marka að vissu leyti nýtt upphaf því sveitin er með slatta af nýju efni í farteskinu og getur varla beðið eftir því að leika eitthvað af því fyrir áhorfendur, sem að öllum líkindum eru alveg jafnspenntir. 19. október 2001 vetrardagskrá hljómalindar 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.