Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Page 28
Spaum ekki f framtfsina Low var stofnuð 1993 en þið Alan höfðuð þekkst nokkuð lengi fyrir þann tíma, ekki satt? „Við vorum níu ára þegar við kynntumst en Alan var þá nýfluttur til hins litla heimabæjar mín. Þar sem við tilheyrðum hópi aðeins 30 nemenda var það í raun óum' flýjanlegt að kynnast hvort öðru. Ó, já - síðan giftum við okkur.“ Fæðing frumburðar ykkar hlýtur að hafa valdið miklum straumhvörfum í lífi ykkar en hvemig áhrif hafði hún á tóm listina? „Hollis breytti miklu f lífi okkar. Allt sem við tökum okkur fyrir hendur er skipulagt með hana í huga. Tón- listarlega séð held ég að áhrifin sjáist mest á mér sjálfri og á Things We Lost in the Fire, eru tvö lög, In Metal og Embrace, einmitt sungin beint til hennar. Ég held að hún hafi haft gríðarleg áhrif á hugsunarhátt okkar því það er ómögulegt að breytast ekkert við að sjá svona mikla fegurð og kærleika á hverjum degi. Sem mann- eskjur erum við ef til vill jákvæðari en það skilar sér þó ekkert endilega í tónlistinni." Pið spiluðuð hérna fyrir tveimur árum og þekkið því ágæ t- lega til landsins. Hafið þið hugsað ykkur að gera eitthvað annað en að halda tónleika þegar þið komið hingað í nóvem- ber? „Okkur þykir afar vænt um Island en gafst því miður fá tækifæri til að skoða landið f síðustu heimsókn. V6 reynum kannski að sjá aðeins meira í þetta sinn. Hvað tónleikana sjálfa varðar þá efast ég um að uppbyggingin verði eitthvað frábrugðin. Við munum leika lög af Things We Lost in the Fire í bland við eldra efni. Alan er alltaf að vinna að nýju efni og ég reikna fastlega með að spila eitthvað af því.“ Segðu okkur aðeins frá túmum sem þið eruð að fara á... „ísland er fyrsti viðkomustaður okkar. Því miður er Alan með dagskrána og hann er ekki heima eins og stendur. Ef mig minnir rétt ætlum við að halda nokkra tónleika á Bretlandi og fara síðan til Hollands, Frakk- lands og Belgíu... ég biðst afsökunar á því að vera ekki alveg með röðina á hreinu. Þessi túr verður í styttra lagi. Vonandi mun heimurinn leggjast á eitt með okkur og forða okkur frá því að lenda f háska. Þetta eru mjög hættulegir tímar sem við lifum á.“ Þið virðist geta töfrað fram frábærar plötur eins og ekkert sé. Hver er galdurinn þar á bak við? „Takk fyrir hrósið! Ég vildi að það væri einhver ein leið til að búa til góða plötu en svo er ekki. Það má því eiginlega segja að við skjótum bara í myrkrinu. Við erum með ýmsar hugmyndir í kollinum og óskum þess að þær öðlist líf í höndum okkar. Við reynum að semja góð lög og ef öll lykilatriðin eru fyrir hendi eru vaxandi líkur á því að útkoman verði einnig góð. Síðan höfum við unn- ið með mörgum frábærum upptökustjórum og tækni- mönnum sem hafa skipt miklu máli fyrir okkur.“ Fyrir mér virðast þið og Steve Albini smellpassa saman en hvemig er samstarfi ykkar á bak við tjöldin háttað. Eg get ímyndað mér að hann líti lífið allt öðrum augum en þið. „Kemur góður þá getið er... Það hefur verið frábært að vinna með Steve og það kemur vel í ljós þar sem við höf- um svo oft leitt saman hesta okkar. Sem upptökustjóri er hann ekki með puttana ofan í öllu og vill meira að ál Low leikur nóvember. Islandi 15. og 16. segja frekar vera kallaður tækni- maður heldur en upptökustjóri. Það er hverju orði sannara. Töfrarnir felast í vali á hljóðnemum, staðsetn- ingu þeirra og svo framvegis. Hann kann sitt fag og þó að við virðumst ólík á yfirborðinu eigum við mjög margt sameiginlegt." Hljómsveitir eins og Ida, Rivulets og Songs-.Ohia eru all- ar undir áhrifum Low en hvað listamenn eru hins vegar í mestum metum hjá ykkur? „Eg held að ég geti svarað þessari spurningu fyrir okk- ur öll. Sem hljómsveit höfum við helst litið til Nick Cave, Joy Division, Neil Young, Johnny Cash og svo framvegis. Aðalástæðan er lfklega andinn sem þessir listamenn hafa í kringum sig og svo eru þeir allir gædd- ir miklum hæfileikum. Ég held að við kunnum að meta hæfni þeirra til að koma fram og skemmta fólki og ósk- um að við getum náð fram svipuðum áhrifum." Hverju megum við búast við afLow í framtíðinni? „Við leggjum aldrei í að spá fyrir um framtíðina. Það er öruggt að við munum halda áfram eins lengi og okkur þykir réttast. Við höfum þegar samið nokkur ný lög. Eft- ir að við eignuðumst Hollis hefur það verið mun flóknara að túra og því gæturn við þurft að draga aðeins úr því. Það er yndislegt að vera í hljómsveit og við höfum áorkað meiru en okkur óraði nokkurn tímann fyrir og ef við get- um haldið því áfram verðum við afar þakklát... Aðdáend- umir okkar eru þeir allra bestu.“ Fyrsta hluta Vetrardagskrár Hljómalindar lýkur 19. nóvem- ber með heimsókn Wolfs nokk- urs Colonels. Lo-fi tónlist í hæsta gæðaflokki. Óreiðu- kennd Idg- stemning Vetrardagskrá Hljómalindar lýkur á ljúfu nótunum þegar Wolf Colonel mætir á klakann með gítarinn og tek- ur nokkur lög. Umgjörð þessara tón- leika verður öll afar lágstemmd og í fullkomnu samræmi við hugsunarhátt indierokkaranna og um leið mannsins á bak við Wolf Colonel, Jasons And- ersons. Þegar Jason er ekki að spila og semja lög á gítarinn sinn lemur hann húðir í sveimrokksveitinni Yume Bitsu sem er á mála hjá K Records. Sömu sögu er að segja af Wolf Colon- el, sem hefur gefið út tvær breiðskífur til þessa auk einnar sjö tommu. Fyrri platan nefndist Vikings of Mint og leit dagsins ljós í byrjun ársins 2000 og seinna um haustið fylgdi The Castle í kjölfarið. Andstæðurnar á þeim voru sérstak- lega áberandi, annars vegar hinn óreiðukenndi lo-fi hljómur og hins vegar einfaldar og sjarmerandi laglín- urnar sem gerði það að verkum að tón- listin hljómaði eins og Dinosaur Jr. væri að spila nokkur vel valin Bítla- lög. Guided By Voices og Elliott Smith hafa einnig haft sitt að segja en sjálfur segist Anderson einfaldlega vera undir miklum áhrifum frá þeirri tónlist sem foreldrar hans hlustuðu á auk þess sem hann bætir ýmsu við eftir sínu höfði. Melódískt kassagítar- spönk er líklega besta lýsingin og það er einmitt það sem við fáum að sjá og heyra þegar þessi hógværi tóníista- maður byrjar að plokka strengina þann 19. nóvember. Úlpa Olpan þeirra Bjama, Magnúsar, Haraldar og Ar- ons hefur á undanförnum misserum verið að smeygja sér yfir axlir fleiri og fleiri rokkunnenda um leið og spennan í kringum fyrstu breiðskífu hennar hefur magnast. Eftirvæntingin var gríðarleg eins og glögg- lega mátti sjá á viðtökum smáskífunnar Dinzl sem kom út ekki alls fyrir löngu og fór rak- leiðis f eitt af efstu sætum Radíó-X listans. Platan sjálf, sem ber heitið Mea Culpa, kom síðan út 12. október en tveimur dögum áður hitaði sveitin einmitt upp fyrir Trans Am í annað sinn á rúmu ári. Sem tónleikasveit er Ulpa fyrir löngu búin að sanna gildi sitt og það er alls engin til- viljun að hún var fengin til að hita upp fyrir Trans Am, Stephen Malkmus og Blonde Redhead. Þar fyrir utan hefur sveitin haldið fjölmarga tónleika upp á eigin spýtur og óhætt er að segja að hún verði jafnvel enn betri í hvert sinn sem hún spilar, þrátt fyrir að vera fjandi góð fyrir, nánar tiltekið ein sú allra besta á landinu. Singapore Sling Það er engum blöðum um það að fletta að Singa pore Sling er ein mesta töffararokksveit landsin og þvf ekki nema eðlilegt að hún spili á undan sjálfum ofur-töffurunum í Trans Am. Hljómsveitin, sem hefur tekið gagngerum mannabreytingum frá stofnun hennar, hef- ur verið dugleg við lagasmíðar undanfarið og hyggst því gefa tónleikagestum smáfor- smekk að því sem koma skal í framtíðinni. Það er nánar tiltekið eitt stykki plata sem kemur vonandi út áður en langt um líður. Það hafa jú allir gott af smárokki með stóru R-i og því er um að gera að skella smágeli í hárið, setja upp sólgleraugun og koma sér í réttu stellingarnar fyrir einhverja svölustu tónleika síðustu ára. 8 vetrardagskrá hljómalindar 19. október 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.