Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2001, Qupperneq 31
Steve Atbini þarf vart að kynna fyrir nokkrum manni enda hefur hann
komið nálægt nánast flestu sem hefur verið að gerast í óháða tónlistar-
geiranum síðustu tuttugu ár. Hann hefur tekið upp fjöldann allan af
piötum enda vinnur hann mjög hratt og skipulega. Á góðu ári hefur hann
afrekað að taka upp u.þ.b. hundrað plötur. Steve hefur fengið það orð á
sig að vera hrokafullur og kjaftfor. Maðurinn hefur alls ekki verið feim-
inn við að básúna sínar skoðanir. Án þess að vera neitt að monta sig þá
hefur greinarhöfundur tvisvar hitt Steve og verður hann að segja að
Steve er bara nokkuð kurteis, hlýr og viðkunnanlegur náungi.
STEVE flLBINI
Hvenœr og
hvernig komstu
fyrst nálœgt
hljóöupptökum?
„Sem áhuga-
mál byrjaði
þetta seint á átt-
unda áratugn-
um. Ég var í
hljómsveit [Just Ducky frá Montana] og við tókum
slatta upp með okkur sjálfum. Árið 1980 flutti ég til
Chicago og tók upp demóspólur fyrir hljómsveitir vina
minna og árið 1981 tók ég upp fyrstu plötuna með Big
Black, það var fyrsta alvöruplatan sem ég tók upp.“
Hvaöa upptökumenn hafa haft mest áhrif á þig?
„Iain Burgess, Bob Weston, John Loder, Peter
Deimel, Alan Blumein og Alan Lomax.“
Hljóöver þitt, Electrical Audio, var byggt af pönkur-
um. Er stúdíóið eingöngu œtlaö fólki sem kemur úr
sama tónlistargeira og þú og ef Limp Bizkit myndi
hringja í þig og panta tíma hverju myndir þú svara?
„Hvenær viljið þið byrja?"
Ég hef séð myndir af þér í Electrical Audio-vinnugöll-
um - hver átti hugmyndina að því aö láta starfsliö
hljóöversins ganga í þeim?
„Bill Skibbe, einn þeirra merku manna sem byggðu
hljóðverið, gekk oft í samfestingi. Þeir eru mjög
hentugir og einhverjum datt í hug, ekki mér, að við
skyldum fjárfesta í göllum á alla og núna geng ég i
minum alla daga. Það er slatti af vösum á þessu göll-
um, þeir eru endingargóðir og koma í veg fyrir aö
venjulegu fötin mín óhreinkist eða skemmist.“
Flestar íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn hafa
orðið háð stafrœnum upptökubúnaói og ég held aö
ProTools sé sá vinsœlasti. Eftir því sem ég kemst nœst
þá nota flest hljóðver þennan búnaö. Ég held aö það séu
bara tvö hljóöver sem nota eingöngu segulbandsupp-
tökutœki við upptökur. Er þróunin eitthvaö svipuð inn-
an þess ramma sem þú starfar?
„Nei. Þessi tískubylgja sem þú lýsir er drifin af
ófræðilegu fólki sem vill taka upp tónlist án þess að
vilja eyða tíma og peningum í búnað og læra á hann.
Flest lítil hálffagleg hljóðver eru rekin svona en þetta
er ekki málið með okkur. Það er mikið gagn af
ProTools i faglegum hljóðverum, það felst mest í þeim
hljóðeffektum sem það býður upp á. En þessi búnaður
býður ekki upp á bestu möguleg hljómgæði. Bráðum
munu þessir effektar detta úr tísku og ég held þessi
tíska muni ekki ákvarða hljóðver varanlega. Þegar
trommuheilar komu fyrst á markaðinn var trommu-
leikurum sagt að selja settin sín því að trommuheil-
arnir áttu að leysa þá af hólmi. Þessi sami falski spá-
dómur er í gangi núna með analog-upptökutækin og
ProTools. Þetta er tíska og hún mun hafa einhver var-
anleg áhrif en þessi búnaður mun ekki koma i stað
analog-kerfanna sem eru mun endingarbetri, hljóma
betur og eru mun sveigjanlegri."
Hvers vegna fluttir þú til Chicago, varstu í einhverj-
um hljómsveitum þegar þú fluttir þangaö?
„Ég flutti til Chicago árið 1980 til þess að fara í há-
skóla. Ég var í pönkhljómsveit [Small Irregular Pieces
of Aluminum], síðan í artí-nýbylgjuhljómsveit
[Stations] og svo stofnaði ég Big Black.“
Hvaö er þaö sem þér líkar svo vel viö Chicago?
„Þetta er borg fjöldaframleiðslu þannig að þar er
mjög auðvelt að nálgast allt sem maður þarfnast: járn-
vöru, hráan efnivið og svo framvegis. Hún er mjög
miðsvæðis þannig að tónleikaferðir og samgöngur eru
frekar auðveldar. Ég hef komið til margra annarra
staða og ég get ekki hugsað mér að búa annars staðar
og vinna alla þessa vinnu.“
í borgum eins og Chicago, Washington DC, Olympia
og Louisville viröist vera allt annaö tónlistarlegt við-
horf en í skemmtanabransaborgum eins og New York
og Los Angeles. Hverjar heldur þú aö ástœöurnar séu
fyrir því?
„Fólkið hérna, og í þeim borgum sem þú nefndir, er
héma til þess fyrst og fremst að sinna daglegu lífi en
ekki vegna einhvers skemmtanabransa þannig áð tón-
list, listir og aðrar skapandi iðjur eru framkvæmdar
vegna ástríðu og félagsskapar, frekar en í von um
frægð og frama. Framagirni hefur í för með sér ljóta
hegðun og íhaldssemi."
Hver er munurinn á því aö taka upp Shellac og aör-
ar hljómsveitir?
„Það er mun auðveldara. Við erum ekki byrjendur
og höfum raunsæjar væntingar um hvað getur gerst i
hljóðverinu þannig að við ölum ekki með okkur
draumóra um að „galdrar" muni heyrast á plötum
okkar."
Ég las viötal viö þig þar sem þú varst aó tala um
hversu mikiö þér mislíkaöi Lollapalooza-tónlistarhátíö-
in en sagðir þó aö ef þú vœrir aö halda slíka hátíð þá
myndir þú velja hljómsveitir eins og Slint, Fugazi, The
Jesus Lizard og The Melvins. Nú veröur Shellac í for-
svari fyrir nœstu All Tomorrow’s Parties á Englandi.
Þiö hafið þegar boöiö Fugazi aó koma. Slint og The
Jesus Lizard eru, eins og flestir vita, hœttir. Helduröu
að The Melvins myndu passa á listann yfir þœr hljóm-
sveitir sem munu koma fram?
„Ég held að ég myndi ekki velja The Melvins. Þessi
nöfn voru á sínum tíma dæmi um hljómsveitir sem
hefðu verið upplýsandi fyrir áhorfendur frekar en að
falla einungis inn i síns tíma væntingar. Við höfum
reynt að nota þetta viðhorf sem vegvísi fyrir okkur til
þess að velja hljómsveitir á AU Tomorrow’s Parties."
Hvaöa merkingu hefur þaö fyrir ykkur aö vera í for-
svari fyrir viöburð eins og All Tomorrow’s Parties?
„Það er okkur mikill heiður og við vonum að við
getum metið það að verðleikum."
Samband þitt viö Corey Rusk og Touch and Go-
hljómplötuútgáfuna hefur varaö þó nokkuö lengi -
hverjir eru kostir þess aö vinna meó manni eins og hon-
um?
„Hann er hreinskilinn, heiðarlegur og vel að sér.
Hann stingur hvorki upp á vitlausum hugmyndum i
tómri fávisku né sýnir græðgi eða óraunsæjar vænt-
ingar. Hann kemur fram við hljómsveitir eins og vini
sina og það er það sem allar hljómsveitir myndu von-
ast eftir. Hann er einnig mjög náinn vinur okkar og
við getum treyst á hann eins og sólarupprásina."
Vildir þú aldrei gera Ruthless-útgáfuna aö þínu lifi-
brauöi? [Ruthless var útgáfa sem gaf m.a. út Big Black
og Naked Raygun.j
„Nei. Útgáfan var aðeins hliðarverkefni sem skýrir
það kannski að ég náði ekki árangri með hana. Ég
hafði hvorki skap né þolinmæði til að halda útgáfunni
gangandi og ég hætti áður en ég skapaði röð von-
brigða.“
Á 1000 Hurts fœr maöur aö heyra hluti sem ekki hafa
heyrst á Shellac-plötu áöur, hluti eins og útvarpstrufl-
anirnar í QRJ, söng Todds í New Number Order og
„gítarsóló“ í Canaveral. Eruö þið alltaf að reyna aö
beygja þá hugmynd sem þið hafiö um rokktónlist og
hvernig hún á aö hljóma?
„Við höfum ekkert almennt ok fyrir hljómsveitina
annað en það að gera tónlist sem við höfum áhuga á.
Þegar hlutir eru frumlegir þá er það vegna þess að við
uppgötvuðum þá fyrir slysni eða með tilraunum."
Hafió þió eitthvaö pœlt í því aö nota önnur hljóðfœri
í tónlistarsköpun ykkar, eins og til dœmis trompet? Bob
hefur spilaö á trompet með hljómsveitum eins og Di-
anogah, Barry Black, Chestnut Station, Superchunk og
þykir mér hann bara nokkuð góöur.
„Okkar venjulega hljóðfæraskipan hefur nógu stórt
tjáningarrými. Þess vegna finnst mér réttara að tak-
marka innleiðingu hljóðfæra heldur en hitt. Okkar
skoðun er sú aö tónlistarmenn eigi ekki að reyna að
takmarka sitt tjáningarsvið og við höfum lært að
þekkja það. Ég held að enginn hafi enn náð því að
þurrausa það tónsvið sem hefðbundin rokktónlist hef-
ur að geyma en fólk vill oft á tíðum verða þrælar sinn-
ar einföldu tækni. Þaö er miklu verðugra að vera með-
vitaður um hvað maður getur og nota alla sína eigin-
leika heldur en að gripa einhver hljóð af handahófi og
innleiða þau í von um að það auki fjölbreytni. Við úti-
lokum ekki að við munum einhvern tíma nota önnur
hljóðfæri, okkur hefur einfaldlega ekki langað til
þess.“
Þú hefur hrœrst í neðanjarðarsamfélagi tónlistar-
geirans í meira en tuttugu ár, hefur þú fundiöfyrir ein-
hverjum breytingum á því í gegnum tíöina?
„Nei. Viðhorfið hefur alltaf verið nokkuð stööugt. Þó
er alltaf fólk sem ekki er hérna vitandi vits, fólk með
stórar væntingar og drauma. Ég er fullkomlega ánægð-
ur að semja tónlist í hennar eigin þágu og fyrir þann
hlustendahóp sem hefur áhuga á að nálgast hana.“
Hvaöa tónlistarmenn og plötur eru í uppáhaldi hjá
þér þessa dagana?
„Nina Nastasia, High Dependency Unit, The
Southern Journey-sería Alan Lomax, Robbie Fulks,
Bill Withers, Judd Judd, Dead Meadow, Willie Nelson,
Dolly Parton, gamla Crazy Horse-efnið, Dead Moon ...
ég gæti haldið áfram í allt kvöld."
Hefuröu einhver ráö fyrir unga upptökumenn og þau
sem eru aö taka upp sjálf?
„Lesið allt sem þið getið fundið um tæknilega hlið
hljóðupptaka og prófið svo. Gerið tilraunir á ykkur
sjálfum fyrst svo þið gerið ekki mistök á upptökum
annarra. Efist um ríkjandi vitneskju nema þið getið
sannað annað. Vitið hvað þið eruð að reyna áður en
þið gerið það. Að snúa tökkum af handahófi er álíka
líklegt til árangurs og að sletta málningu á vegg með
bundið fyrir augun í þeirri von að úr verði fallegt mál-
verk.“
... en fyrir ungar hljómsveitir með hœfileika?
„Leitið að því fólki sem hugsar eins og þið og hald-
ið ykkur við það. Semjið eingöngu tónlist sem er ykk-
ur hjartfólgin. Vinnið með fólki sem ykkur likar og þið
treystið. Ekki skrifa undir neitt.“
Eru einhverjar plötur sem þú hefur hlustaö á og
hugsaö með sjálfum þér: „vá, mikið vildi ég hafa tekiö
þessa upp“?
„Ekki vegna þess ég vildi gera betur heldur að ég
hefði aldrei getað gert neitt svona vel: Crazy Horse -
Zuma, allt gamla efnið með ZZ Top, AC/DC og Bill
Withers, Patsy Cline - Crazy, Slint - Spiderland, The
Pop Group - We are Time og The Fall - Slates."
Skrifaröu enn þá í blöó eins og þú gerðir áöur þegar
þú varst fastur penni hjá Forced Exposure?
„Endrum og eins, ég hef ekki eins mikinn tíma í það
og ég vildi. Ég held að ég eigi ekki skilið að eiga ræðu-
stól lengur. Ég er líka alltaf upptekinn í minni vinnu.
Að vera hávær blaðurskjóða höfðar ekki eins mikið til
mín og þegar ég var yngri og með þá æskuímyndun að
ég væri gáfaðri en allir aðrir.“
Nokkrar góðar plötur sem
Steve HEFUR TEKIÐ UPP:
Slint - Tweez
Pixies - Surfer Rosa
The Jesus Lizard - Head, Goat, Pure, Down og Liar
Jon Spencer Blues Explosion - Crypt Style og Acme
Breeders - Pod
Tortoise - Tortoise
Nirvana - In Utero
Dianogah - Battle Champions og As Seen From Above
The Ex - Starters Alternators og Dizzie Spells
The New Year - Newness Ends
Bedhead - Transaction De Novo
Low - Things You Lost in the Fire, Secret Name og
Songs for a Dead Pilot
Palace - Arise Therefore
Neurosis - Times of Grace
19. október 2001 vetrardagskrá
11