Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 DV Eitt sinn fórnarlamb en aldrei aftur - sóm'ölsk kona segir frá reynslu sinni af umskurn í Eyðimerkurblóminu segir frá Waris Dirie sem ólst upp hjá fjöl- skyldu sinni í eyðimörk Sómalíu í hópi hirðingja og sem barn naut hún frelsis víðáttunnar með öllum sínum stórfengleik, hljóðum og ilmi. Fimm ára gömul var hún umskorin á hroða- legan hátt en árlega deyja þúsundir stúlkubarna í heiminum af völdum þessa forneskjulega og grimmdarlega ofbeldisverks gegn konum. Waris greinir ítarlega frá þeim verknaði í bók sinni. Henni var snemma ljós kúgun afrískra kvenna, hræðOegar þjáningar þeirra og erfiði í dagsins önn. Karlmaðurinn tekur allar ákvarðanir og stjómar daglegu lífi íjölskyldunnar, konan kemur þar hvergi nærri, er aðeins þræll í öllu til- liti. Þegar Waris varð 13 ára átti hún að giftast, tími frelsis var liðinn og við blasti þrældómurinn með gömlum kalli. Þá ákveður hún að flýja. Á flóttanum lendir Waris í miklum þrengingum en kemst að lokum til frænku sinnar í Mogadishu. Af ein- skærri tilviljun fær hún vinnu hjá frænda sínum sem er sendiherra Sómalíu í London. Öðruvísi en aðrar konur Umskurðurinn hefur haft djúpstæð áhrif á líf Waris Dirie. Fæstir geta ímyndað sér þann sársauka sem hún hefur gengið í gegnum frá barnsaldri. Ég hafði gert mér ljóst að ég var öðruvísi en aðrar konur, einkum ensku konurnar. Þegar ég settist að í London fór mér smám saman að skilj- ast að það sem hafði verið gert við mig hafði ekki verið gert við allar konur. Á meðan ég bjó heima hjá Mo- hammed frænda fór ég stundum á klósettið með hinum stelpunum. Ég var steinhissa að sjá hvað þær voru fljótar að pissa heilu bununum, á meðan ég var stundum allt að því tíu mínútur að létta á mér. Það komst bara einn og einn dropi i einu út um litla gatið sem hafði verið skilið eftir þegar ég var saumuð saman. „Waris, hvers vegna pissarðu svona, hvað er að þér?“ Ég vildi ekki segja þeim ástæðuna því að ég gerði ráð fyrir því að þær yrðu líka umskornar þegar þær færu aftur til Sómalíu svo að ég hló bara og eyddi talinu. Ég er aö deyja Það var hins vegar ekkert fyndið við tíðablæðingamar hjá mér. Þær voru hreinasta martröð, allt frá því að ég byrjaði að hafa blæðingar þegar ég var ellefu eða tólf ára. Þær hófust einn daginn þegar ég var úti með geit- urnar. Það var óbærilega heitt þenn- an dag og mér leið enn verr en venju- lega því aö ég var með sáran maga- verk. Ég hafði látið fallast niður í skuggann af stóru tré og sat þar hugsi. Hvaðan kemur þessi sársauki? Ætli ég sé kannski ólétt? Kannski er ég að fara að eiga bam. En ég hef ekki ver- ið með karlmanni, svo hvernig get ég verið ólétt? Eftir klukkutíma stóð ég upp til að pissa og sá þá að mér blæddi. Ég hélt að ég væri að deyja. Ég skildi dýrin eftir á beit og hljóp heim, grátandi og veinandi. „Ég er að deyja! Ó, mamma, ég er að deyja!“ „Hvað áttu við?“ „Mér blæðir, mamma, ég er að deyja!“ Hún horfði ákveðin á mig. „Nei, þú ert ekki að deyja. Þetta er allt í lagi. Þú ert byrjuð á blæðing- um.“ Ég hafði aldrei heyrt minnst á blæðingar, ég vissi ekkert um hvað hún var að tala. „Viltu vera svo væn að útskýra þetta fyrir mér, viltu segja mér hvað þú ert að tala um?“ Móðir mín út- skýrði málið fyrir mér þar sem ég lá sárkvalin og hélt um kviðinn. „En hvernig á ég að stöðva þennan sársauka? Mér líður nefnilega eins og ég sé að deyja!“ „Waris, það er ekki hægt að stöðva hann. Þú verður bara að láta þig hafa þetta. Bíddu þangað til hann hættir af sjálfu sér.“ Skreið niöur í holu Ég var nú ekki á því að fallast á þessa niðurstöðu. í örvæntingarfullri leit að einhverju til að lina sársauk- ann fór ég aftur út i eyðimörkina og byrjaði að grafa mér holu i jörðina undir tré. Hreyfingin gerði mér gott og dreifði huganum frá sársaukanum. Ég gróf lengi með spýtu þar til ég var búin að grafa nógu djúpa holu til að hylja allan neðri hluta líkamans. Síð- an skreið ég ofan í holuna og þrýsti moldinni aftur niður í hana; það var svalara þarna ofan í jörðinni svo að þetta var eins og að leggja íspoka við likamann, og þarna hvíldist ég það sem eftir var dagsins. í hverjum mánuði gróf ég holu í jörðina og notaði þessa sömu aðferð til að umbera blæðingarnar. Það er furðulegt til þess að hugsa að ég komst að því seinna að Aman systir mín hafði gert það sama. Þessi lækn- ismeðferð hafði þó ýmsa ókosti. Dag einn átti faðir minn leið hjá og kom að dóttur sinni grafmni í jörð að hálfu undir tré. Séð úr fjarlægð var þetta einna líkast því að ég hefði verið skor- in í sundur við mitti og stillt upp á sandinum. Ég reyndi ósjálfrátt að stökkva upp úr holunni þegar ég heyrði rödd hans en ég hafði þrýst moldinni svo þétt upp að mér að ég komst ekki langt. Ég reyndi af alefli 1 frjálsu faili Heimurinn er hommi Þórunn Hrefna skrifar Ég deili skrifstofu með tveimur karlmönnum. Ekki hefur það valdið mér neinum teljandi óþægindum fram að síðustu viku þegar ég fór að taka eftir því að til min er vísað í karlkyni í tíma og ótíma. „Við erum farnir út í mat“ - segja félagar mínir við konurnar á símanum þegar við förum út í hádeginu. „Við erum bún- ir að skila þessu í umbrotið,“ þegar dagsverki okkar allra er lokið og „Við erum nýfluttir á aðra hæðina", þegar þeir spjalla í símann við fólk út í bæ. Ég varð fúl og kvartaði yfir þessu, en helvítin virtust við það færast í aukana frekar en hitt og reyndu að snúa öllu upp í grin. Nú má heyra setningar eins og: „Jæja piltar," með nettu flissi, þegar hópurinn er ávarp- aður. Það er líka sjaldan tekið tillit til mín þegar sagðir eru sóðalegir brandarar, eða sýndar dónalegar myndir þó að ég hafi orð á mér fyrir að vera kolruglaður femínisti. Ég held satt að segja að þeir gleymi því stundum að ég er kona. Og það hefur valdið mér töluverðum heilabrotum. Að hugsa út fyrir eigiö kyn „Heimurinn er hommi," hef ég sagt við strákana til að þagga niðrí þeim og vitna þar með í myndlistar- manninn og rithöfundinn Sigurð Guðmundsson sem sagði þetta i bók sinni, Ósýnilega konan. Hann sagði að ef manneskjan er bæði andleg og líkamleg vera, þá hefur likamlega manneskjan afskaplega mikinn áhuga á gagnstæða kyninu. En í and- lega heiminum, þar með talið listum og trúmálum, þá er hómósexúalism- inn ríkjandi. Mér flnnst þetta hrikalega gáfulegt hjá Sigurði og hef leyft mér að laga hugmyndir hans að þörfum mínum til þess að stinga upp i félaga mína. Hinn andlegi heimur er samkyn- hneigður. Þess vegna gengur jafnrétt- isbaráttan svona brösuglega. Karlar eiga stundum erfítt með að hugsa út fyrir eigið kyn og virðast ekki geta meðtekið til fulls að konur hafi atkvæðisrétt. Viðurkenningin frá öðrum karlmönnum þarf alltaf að vera til staðar. Þeir eiga erfitt með að líta á konur sem vitsmunaverur vegna þess að kynferði þeirra er að þvælast fyrir þeim. Þeir eru klofnir milli hins líkamlega og þess andlega. Þetta er áreiðanlega mjög freudískt allt saman. Bræðurnir í Biblíunni Svo tekið sé mál sem hefur verið í umræðunni, þá er ekki við karl- kyns spjallþáttastjórnendur að sakast þó að þeim detti hreinlega engin kona í hug þegar þeir þurfa að velja greindarlegt og sniðugt fólk í þáttinn sinn. Hugur þeirra snýst ekki á sveif með kvenlegum hugs- „Ég varð fúl og kvartaði yfir þessu, en helvítin virtust við það fœrast í aukana frekar en hitt og reyndu að snúa öllu upp í grín. “ anagangi vegna þess að þeir eru vitsmunalega samkynhneigðir. Þetta má sjá af því að þeir karlar sem birtast i slíkum þáttum eru oft landsþekktir gáfumenn og skemmti- legir karakterar, kynlegir kvistir, spaugarar, kjaftaskar og allt þess á milli. Konur sem mæta í slíka þætti gegna hins vegar oft einhverju starfi sem beinlínis tengist um- ræðuefninu. Ef verið er að ræða ut- anríkismál er t.a.m. valinn kven- kyns deildarstjóri hjá utanrikis- ráðuneytinu - því það liggur jú beinast við. Ef við snúum okkur að trúarleg- um efnum, þá virðast karlar innan kirkjunnar ekki alveg ná því að konum þyki einkennilegt að lesa Biblíuna og vera ávarpaðar „Bræð- ur“ hvað eftir annað. Þeim finnst tilhugsunin um að breyta þessu vera hreinlega út í hött. Það er vegna þess að hin vitsmunalega samkynhneigð er þeim í blóð bor- in. Ég hef útskýrt þetta freudíska mismæli félaga minna - að vísa til mín í karlkyni - á þann veg að karl- ar geti ekki meðtekið að konur hafi einhvern atkvæðisrétt. Ef kona hef- ur jafnan atkvæðisrétt og karl, þá getur hún varla verið kona. Til þess að verða jafnrétthá þeim vitsmuna- lega varð ég að tapa kynferði mínu. Hvort á ég að gleðjast eða gráta?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.