Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 DV Helgarblað 19 að losa fæturna með því að róta í moldinni með höndunum. Pabbi fékk óstöðvandi hláturskast. Ég var of feimin til að útskýra fyrir honum hvers vegna ég hefði gert þetta og hann grinaðist með þetta lengi á eftir. „Ef þú ætlar að grafa sjálfa þig lif- andi skaltu gera það almennilega. Ég meina, til hvers að vera aö þessu í ein- hverjum hálfkæringi?" Seinna spurði hann móður mina hvers vegna ég hagaði mér svona und- arlega. Hann hafði áhyggjur af þvi að dóttir hans væri að breytast í ein- hvers konar neðanjarðardýr, mold- vörpu sem vildi helst búa í göngum ofan í jörðinni, en mamma útskýrði fyrir honum hvað væri á seyði. Einn dropi í einu Það var hins vegar rétt hjá mömmu að ég gat ekkert gert til að slá á sárs- aukann. Ég skildi það auðvitað ekki þá en tíðablóðið safnaðist fyrir 1 lík- ama mínum á sama hátt og þvagið. Vegna þess að blóörennslið var stöðugt, eða átti að vera það, í nokkra daga í senn myndaði það óbærilegan þrýsting. Blóðið seytlaði út dropa fyr- ir dropa og blæðingarnar stóðu þess vegna oftast yfir í að minnsta kosti tíu daga. Þetta vandamál komst á alvarlegt stig á meðan ég bjó hjá Mohammed frænda. Þetta var snemma morguns og ég hafði útbúið morgunverðinn hans eins og venjulega. Þegar ég var á leiðinni með bakkann úr eldhúsinu inn i borðstofuna, þar sem hann beið eftir mér, Teið fyrirvaralaust.yfir mig og diskarnir skullu í gólfið fyrir neð- an mig. Frændi hljóp til mín óg fór að slá mig utan undir til að reyna að lífga mig við. Ég komst smám saman til meðvitundar og heyrði rödd hans, eins og úr fjarska, kalla: „Mairum! Mairum! Það leið yfir hana!“ Þegar ég rankaöi við mér spurði Mairum frænka mig hvað amaði að mér og ég sagði henni að ég hefði byrj- að á blæðingum þá um morguninn. „Það er nú eitthvað bogið við þetta, við verðum að fara með þig til læknis. Ég skal panta tíma hjá honum seinna í dag.“ Ég sagði lækninum hennar frænku að ég hefði mjög slæmar blæðingar og að það liði oft yfir mig þegar þær væru að byrja. Ég lamaðist af sárs- auka og vissi ekkert hvað ég gæti gert við honum. „Getur þú hjálpað mér? Gerðu það, er eitthvað sem þú getur gert? Ég þoli þetta nefnilega ekki mikið lengur.“ Umskurnin var leyndarmál Ég minntist hins vegar ekki á að ég heföi verið umskorin. Ég vissi ekki einu sinni hvemig ég átti að koma orðum að því. Ég var enn hálfgerður krakki þegar þetta var og fyrir mér einkenndust allar umræður um lík- amlegt ástand mitt af fáfræði, ruglingi og blygðun. Ég var heldur ekki viss um að erfiðleikar mínir hefðu neitt með umskurðinn að gera því að ég hélt að það sem hafði komið fyrir mig hefði komið fyrir allar litlar stúlkur. Móður minni hafði ekki þótt neitt óvenjulegt við kvalir mínar því að all- ar konur sem hún hafði kynnst höfðu verið umskornar og þær höfðu allar mátt þola sömu þjáningarnar. Það var litið á þetta sem hluta af þeirri áþján sem það var aö vera kona. Læknirinn skoðaði mig ekki og komst því aldrei að leyndarmálinu. „Það eina sem ég get gefið þér við sársaukanum eru getnaðarvarnarpill- ur. Þær koma í veg fyrir sársaukann því að ef þú tekur þær færðu ekki blæðingar.“ Hallelúja! Ég fór strax að taka pill- umar þó að mér væri eíginlega hálf- illa við tilhugsunina. Basma frænka hafði sagt mér að þær hefðu slæm áhrif. Innan mánaðar var sársaukinn úr sögunni og ég var nánast hætt að hafa blæðingar. Lyfið fékk líkama minn til að halda að ég væri þunguö og þess vegna gerðist ýmislegt annað og óvænt líka. Brjóstin á mér stækk- uðu, rassinn varð þrýstnari, andlitið Með barni þrátt fyrir limlestingar Waris sést hér komin níu mánuöi á leiö meö soninn Aleeke. varð breiðleitara og ég þyngdist mik- ið. Þessar umfangsmiklu breytingar á líkama mínum þóttu mér mjög furðu- legar og óeðlilegar. Ég ákvað að ég vildi frekar umbera sársaukann og hætti að taka pillumar. Og ég þurfti svo sannarlega að umbera sársauk- ann því að hann kom samstundis aft- ur, enn verri en áður. Nú starfar Waris Dirie sem sérlegur sendifulltrúi Sameinuóu þjóðanna og ferðast víða um heim til að frœóa fólk um kjör afrískra kvenna og berst gegn umskurói kvenna. Umskuróur er misk- unnarlaus athöfn sem skilur eftir sig ör á sál og líkama kvenna og deyóir fjölda þeirra um allan heim. Jamie Oliver: Kokkur án klæða snýr aftur: 3980,- Talandi og syngjandi páfagaukur: 1495,- KARLAKÓRINN STEFNJR SYNGUR OG KYNNIR NÝJAN GEISLADISK STEFNURNAR kvenfélag selja kaffi og með því á sunnudeginum. GARÐHEIMAR Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • www.gardheimar.is Kynníngartilboð um helgína - frábœrar iólagjafir! I HEIMSOKN Á sunnudag kl. 2 NYJA BOKIN ER KOMIN NYTT! Komdu og talaðu viö mig!!! NotaÖir bílar hjá Suzuki bílum hf. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk., skr. 7/98, ek. 89 þús. Verð kr. 1090 þús. Suzuki Baleno GLX, 4 d., 4x4, skr. 6/96, ek. 102 þús. Verð kr. 680 þús. Suzuki Baleno Wagon, ssk., skr. 6/99, ek. 26 þús. Verð kr. 1270 þús. Toyota Avensis, 4 d., bsk., skr. 6/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1220 þús. Subaru Impreza 2,0 4x4, skr. 11/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1580 þús. Renault Mégane Berline, bsk., skr. 10/00, ek. 9 þús. Verð kr. 1490 þús. Daewoo Lanos, 4 d., ssk., skr. 11/99, ek. 45 þús. Verð kr. 990 þús. TILBOÐ kr. 890 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk., skr. 5/97, ek. 109 þús. Verð kr. 990 þús. TILBOÐ kr. 840 þús. )pel Astra station, ssk., skr. 3/98, ek. 33 þús. Verð kr. 1130 þús. TILBOÐ kr. 950 þús. Daihatsu Terios, bsk., skr. 10/99, ek. 35 þús. Verð kr. 1020 þús. TILBOÐ kr. 950 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---✓/// SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.