Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 42
50 Tilvera LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 DV -+ Café Presto Ég kom fyrst á Café Presto í Hlíðar- smára 15 fyrir um það bil ári. Það sem heillar mig við staðinn er að hann býð- ur upp á IUy-kaffi sem ég kynntist á Krít og þykir mjög gott. Ég geröi mér aftur ferð þangað i vikunni sem er að líða og endurnýjaði kynni mín við ELly. Café Presto er rúmgóöur og bjartur staður sem tekur sextíu og fjóra í sæti. Staðurinn er opinn frá kl. 10 á virkum dögum til 23 á kvöldin og um helgar er opið frá 12 til 18. Auk kaffis og meðlætis er boðið upp á súpu og brauð í hádeginu og ýmsa smárétti. Súpan kostar 590 krónur en smáréttir, með súpu, eru á bilinu 890 til 1090 krónur. Einfaldur espresso og cappucino kosta 210 krónur en Svissmocca 270. Að vanda fékk ég mér tvöfaldan espresso sem kostaði 360 krónur, það er allt of dýrt og nóg til að fæla mig frá staðnum þótt kaffið sé gott. Súkkulaði- kakan kostaði 490 krónur sem er svip- að og annars staöar. Ég sé reyndar eft- ir því að hafa ekki smakkað Prestokök- una sem að sögn gengilbeinunnar er stolt hússins. Ég gæti vel hugsað mér að smakka hana næst þegar ég fer á Café Presto en það ætla ég ekki að gera fyrr en búið er að lækka verðið á tvö- földum espresso. -Kip G. Ólafsson & Sandholt Eitt af elstu bakarium landsins, G. Ólafsson & Sandholt á Laugavegi, fékk veglega andlitslyftingu fyrir um það bil ári. Innréttingar voru endumýjaö- ar og litlu kaffihúsi bætt við rekstur- inn sem var fyrir. Kaffihúsið sem tekur um þrjátíu manns í sæti skiptist í tvö hólf og er fyrir innan brauðsöluna. Útsýnið frá borðunum er nokkuð sérstakt því þar getur maður fylgst með bökurum hnoða deig og skreyta kökur. Það var mikið að gera morguninn sem ég leit við í Sandholt og afgreiðsl- an því hæg en þjónustan lipur þegar ég fékk afgreiðslu. Ef ég skildi afgreiðslustúlkuna rétt kostar allt kaffi það sama og ég borgaði 240 krónur fyrir bolla af tvöfóldum espresso. Rúnstykki með osti kostar 290 krónur og súkkulaðiskel 170 kr. Veiting- amar á Sandholt em prýðilega góðar og mikið úrval af kökum í boöi. -Kip Listacafé I Listhúsinu í Laugardal er veitinga- staður, Listacafé. Það fyrsta sem vekur athygli er listrænt yfirbragð hans. Þar er leikið bæði með liti og form. Veggir og bekkir kantaðir en óreglulegir. Til mótvægis em borðin kringlótt og stól- amir rúnnaðir. Stólamir þyrftu eigin- lega sérstakan dálk, þeir era svo þægi- legir, að minnsta kosti fyrir stóra rassa og breið bök! Af veitingum má nefna súpu og salöt. Kaffi og aðrir drykkir era hefðbundnir, meðlæti líka. Samlokur með fersku grænmeti í nokkrum útgáf- um, kleinur, gamaldags snúðar og fáein- ar tegundir af tertum. Kaffi hússins fær þrjár stjömur, minnst. Eplakaka með rjóma reyndist líka góð. Enn eitt ótalið Listacafé til gildis, það er blaðavagninn. Ómetanlegt að komast í kjaftablöðin smástund. -Gun. Hrísgrjón Hrísgrjónaplantan er upprunnin í Aust- ur-Asíu og hefur verið ræktuð þar í yfir 5000 ár. Talið er að um 80.000 afbrigði séu til af henni. Hrísgrjónaræktun barst vestur á bóginn til Evrópu með her Alexanders mikla, að þvi er sögur greina, en Spánverj- ar og Portúgalar hófu ræktun á þeim á 8. öld. Nú orðið lifir stór hluti mannkyns á hrísgrjónum að verulegu leyti og þar eiga þjóðir Asíu stærst- an skerf. í þeim löndum sem neyslan er mest er talið að hver maður borði á annað hundrað kíló á ári. Við ís- lendingar lærðum af Dönum ' að borða hrísgrjón í graut og tiltölulega stutt er síðan við hófum að neyta þeirra í öðru formi. Fjölmargar tegundir eru til af hrísgrjónum, mismunandi að lögun og lit. Við þekkjum best þau ; hvítu og gljáðu en hýðishrís- grjónin eru þeim f hollari. Oft er hrísgrjónum stráð yfir brúðhjón því grjónamergðin á hverju axi plöntunnar er talin merki um frjósemi og hamingju. DV-MYNDIR E.ðL. OG BRINK Hilmar Sigurjónsson, matreiðslumaöur hjá Nings Svört grjón eru bragðmeiri en þau Ijósu og stífari undir tönn. Uppistaða í aðalrétti og meðlæti með mat Hrísgrjónarétt- ur með rækjum Sneiðið 1 stóran lauk og 2 hvítlauksrif í þunnar sneiðar og steikið í 1/2 dl olíu. Hrærið i. Bætið 2 1/2 dl af hrísgrjónum út í og steikið um stund. Bætið 3 dl af soði út í. Setjið 2 msk. af tómatmauki út í. Saltið. Látið hrísgrjónin malla við vægan hita. Bætið soði í eftir þörfum. 2 grænar paprikur sneiddar og settar á pönnuna. Bætið 300 g af rækjum út í rétt áöur en réttur- inn er borinn fram. Ris a l’amande Ein msk. af smjöri er brædd í potti. 7 dl af mjólk hellt í og hún hituð upp að suðu. 1/2 vanillu- stöng sett út í. 1 dl af hrisgrjón- um er bætt í. Þegar suðan er komin upp eru grjónin látin malla við mjög hægan hita í 45 mínútur. Hrært í öðru hvoru og mjólk bætt í eftir þörfum. Pott- urinn tekinn af hellunni, vanillustöngin fjarlægð og 1/2 tesk. af salti bætt í. Látið kólna. Þegar grauturinn er kaldur er 4 dl af rjóma (þeyttum), 2 msk. af sykri, i msk. af sérrí (má sleppa) og 50 g af söxuðum möndlum bætt í. Kælt vel og borið fram með berjum eða saft. Hvítlaukskrydd- aö hrísgrjóna- buff 1/2 laukur, smátt saxaður, látinn malla í 25 g af smjöri. Þá eru 2 1/2 dl hrís- grjón sett jftk út í og “ hrært. Eftir nokkrar mínútur er 1 dl af þurru hvftvíni hellt yfir og hrært í. Nokkrum mínútum síð- ar er 11 af sjóðandi ‘‘ vatni heUt út í í smáskömmtum. Soðið þar til grjónin eru meyr. Kælt. 50 g af nýrifnum parmigiano osti, 1 msk. af hvítlauksmauki, 1/2 tsk. oregano, stein- selju, ásamt salti og nýmöluðum pipar hrært saman við. Grjónin mótuð í buff sem velt er upp úr hveiti og steikt í smjöri á pönnu við vægan hita. Borin fram ein og sér með bragðmikiUi sósu. „Hrísgrjón henta sem uppistaða í aðalrétti, með alls konar grænmeti og kryddi og svo líka sem meðlæti með mat,“ segir Hilmar Sigurjóns- son, matreiðslumaður hjá Nings á Suðurlandsbraut. Hann kveðst nota svokölluð jasmíngrjón með mat og brún grjón í rétti eins og þann sem hann gefur okkur uppskrift að. Þau eru lífrænt ræktuð. Svört grjón not- ar hann líka stundum. Þau verður að leggja í bleyti og samt þurfa þau lengri suðu en hvítu grjónin. Svo eru þau líka bragðmeiri en þau ljósu og stífari undir tönn, segir hann. En hver er galdurinn við að sjóða hvitu hrísgrjónin? Því svarar Hilmar: „Þumalputtareglan er sú að nota tvo hluta vatns á móti einum af grjónum. Samt er það misjafnt eftir tegundum. Best er að koma upp suðunni á vatninu fyrst og setja svo grjónin út í en mikilvægt er að skola þau áður. Maður hrærir af og til í fyrstu tíu mínúturnar. Þá tekur maður pottinn af hitanum, setur lokið á og lætur grjónin standa í 10 mínútur." Rétturinn hans Hllmars Hollur og góöur. Ristuö, brún grjón meö tofu, Pac-coy og grænmeti 150 g af tofu er skoriö í sneiðar, steikt ca mínútu á hvorri hlið. Kryddað eftir smekk. Lagt til hlið- ar. 2 egg_________ salt og pipar lítið eitt af olíu Best er að útbúa réttinn í vokpönnu. Byrjað er á að setja olíu á pönnuna og steikja tvö egg. Þau eru lamin í sundur meöan þau eru að steikjast, tekin af pönnunni og lögð til hlið- ar um stund. Síðan er grænmetið tekið og skorið mjög smátt. 01- iusletta er sett aftur á vokpönnuna og græn- metið steikt í henni í 2-3 mínútur. Þá er eggjunum bætt í og síðan fara grjónin út í, ásamt kryddinu. Þetta er snúið saman í 4-5 mínútur og svo er réttur- inn til. Vissulega má nota hvaða grænmeti sem er og eins er upplagt að setja kjúkling eða annað létt kjöt, fisk, rækjur eða nánast hvað sem er út í. Rétturinn er borinn fram eins og hann kemur fyrir, tofuið sett ofan á og kálið til hliöar. Með þessu er mjög gott að borða Thai choice- sósu úr dós sem er þá blönduð til helminga með kókosmjólk. Það er sett í pott og hitað að suðu. Gun. Pac-coy-kál er gufusoðið í 1-2 mínútur. 200 g soðin brún hrísgrjón 3 stk. gulrætur 1 græn paprika 1 rauð paprika 1 tesk. ferskur chili 1 vorlaukur Næringargildi Hrisgrjón eru mjög misjafnlega næringarrík, eftlr því hvort þau eru fægð eða með hýði. Hér er miðaö við innlhald hýðishrísgrjóna. Efnainnihald í hundrað grömmum er: Hitaeiningar 352 E-vítamín 0,82 mg Kalk 11 mg Prótein 7,5 g Bl-vítamín Ó,48 Járn 1,30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.