Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2001, Blaðsíða 44
52 ___________________________________________________LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 Tilvera DV Minningarmót Jóhanns Þóris Jónssonar: Arnar stelur senunni Jæja, þessu frábæra móti lauk í gær. Friðrik Ólafsson tefldi á efsta borði við Ivan Sokolov sem slapp heldur betur fyrir horn í næstsíð- ustu umferð gegn Amari Gunnars- syni. Hannes Hlífar Stefánsson, Jan Timman og Peter Heine Nielsen eru aðeins hálfum vinningi á eftir Sokolov sem hafði 7 vinninga fyrir síðustu umferð. Staða efstu manna var annars þessi fyrir síðustu um- ferð. Það veltur því á Friðriki að vissu leyti hvort það stefni í íslensk- an sigur á mótinu! Hannes á að tefla við Danann Schandorff og Peter Heine, annar Dani, á að tefla við Norðmanninn Leif Erlend Johannes- sen. Mín spá er sú að 2-4 deili efsta sætinu. En Sokolov getur sigrað á mótinu með sigri á Friðriki. Þetta verður allavega ljóst er þessar línur birtast. Arnar náði sínum öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli eftir jafn- tefli við Sokolov. Annar áfangi Am- ars á 3 mánuðum og það er stutt í þann síðasta. Árangur Hannesar og Arnars stendur upp úr, Hannes lagði Helga Ólafsson í 9. umferð en 10 um- ferðir voru á mótinu. Það er mikil gróska í skáklífinu og á næsta ári bíð- ur alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið í mars. Ungu mennirnir eru á leið á Evrópumót landsliða í skák núna um helgina og ekki kæmi það neinum á óvart þó að einhver þeirra næði sér í lokaáfanga að alþjóðlegum titli. Arnar Gunnarsson fær að stela senunni með tveimur bráðskemmti- legum skákum. Hann á það skilið eft- ir að hafa lagt hart að sér til að ná þessum árangri og ekki skemmir að pilturinn teflir skemmtilega og grimmt. Enda kalla félagar hans hann þessu skrýtna nafni um þessar mundir og hann stendur undir því: „Enginn vandi að rusla þér upp, vin- ur!“ Skemmtilegur og ferskur blær fylgir Arnari þegar honum tekst vel upp. Árnaðaróskir til Arnars og áfanga-titlaveiðara-drengja. Það er alveg hægt að máta þessa karla! (Það hafið þið sýnt líka!) Hvítt: Arnar E. Gunnarsson Svart: Ivan Sokolov Enski leikurinn. Minningarmót Jóhanns Þóris Jónssonar. Reykjavík (9), 01.11. 2001 1. c4 e5 2. Rc3 Bb4 3. Rd5 Bc5 4. Rf3 e4 5. d4 Be7 6. Rd2 c6 7. Rxe7 Dxe7 Þessi skrýtna taflmennska er vörumerki 21. aldarinnar. Keppend- ur fara út úr troðnum slóðum en reyna að flækja taflið! 8. Dc2 Rf6 9. Rb3 0-0 10. Bg5 He8 11. e3 d6 12. Be2 Rbd7 13. 0-0 h6 14. Bh4 Rf8 15. d5 c5 16. Ra5! Heldur niður hugsan- legum aðgerðum svarts á drottning- arvæng. Sokolov er nú þegar kominn með verra tafl. 16.- Rg6 17. Bg3 h5 18. h3 h4 19. Bh2 Dc7 20. b4 Bd7 21. Dd2 Re5 22. bxc5 dxc5 Arnar er óhræddur við að vaða áfram með peð sín, óttast ekki að þau verði veik síð- ar meir. Enda er d6 peðið óþægilegur fleinn í stöðu svarts. 23. d6 Dc8 24. Db2 Rc6 25. Rb3 b6 Eftir hægfara en „taktíska" stöðu- baráttu er kominn tími til að opna taflið fyrir stórskotaliðið. 26. f3 He6 27. Hadl De8 28. f4 Dc8 29. f5 He8 Næsti leikur er óvenjulegur en góð- ur, Ivan óttast peðastorm sem tætir Miklu betri Arnar F. Gunnarsson Hefur náö öörum áfanga aö alþjóölegum melstaratitli. svörtu stöðuna í sig. Það bíður að- eins. 30. Bg4 Da6 31. Df2 Dxc4 32. Dxh4 Re5 33. Bf4 Rd3 34. Bg5 Dc3 Báðir standa gráir fyrir járnum og nú fara í hönd miklar flækjur! Næsti leikur Arnars er stórkostleg- ur, fórnar manni. Ekki nóg með það heldur er svörtu drottningunni hald- ið frá bardaganum. Hér hefur farið um Ivan og hann áttað sig á að hann var ekki að tefla við neinn aukvisa! 35. Rd4! Rxg4 36. f6! Rde5 Hugsan- lega hefði Rge5 veriö betri vamar- möguleiki, en Ivan vill reyna að virkja kellu sína. 37. fxg7 Rg6 Erfitt er að skýra þetta með lítinn tíma seint á nóttu! 38. Dh5 cxd4 39. hxg4 He5 40. Hf5!! Hér væri réttast að birta stöðumynd eftir hvem leik, þessi leikur kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og er góður vitnis- burður um innsæi Arnars. Sannkall- aður ofurstórmeistaraleikur sem gefur góð fyrirheit um að drengur- inn eigi eftir að ná langt í skákinni. Hinn íslenski „Bent Larsen“ er að stimpla sig inn! 40. - Hxf5 41. gxf5 dxe3 42. fxg6 Dxg7 Ævintýraleg staða, hér missir Arn- ar af vinningnum, 43. BfB!! Og vinn- ur! Eftir 43. - DxfB 44. Dh7+ Kf8 45. Hfl Bf5 46. Hxf5 e2 47. Hxffi er fokið í öll skjól. Og 43. - fxg6 44. Dd5+ er ekki betra. Heppnin fylgir þeim sterka? 43. gxf7+ Dxf7 44.De2 Df2+ 1/2-1/2. Sokolov hrósaði Arnari mikið eftir skákina og það er gott og rétt. En skemmtilegra hefði verið að sjá hann tapa og hugsa Arnari þegjandi þörf- ina! „Þessi skák er eitthvað til að segja barnabörnunum frá,“ sagði Arnar sigurglaður. Og hann er ekki óspar á yfirlýsingar likt og Bent Larsen forð- um! Gott sjálfstraust er gott vega- nesti inn í skákframtíðina. Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Arnar Gunnarsson Enski leikurinn. Minningarmót Jóhanns Þóris Jónssonar. Reykjavík (5), 27.10. 2001 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Be7 4. Bg2 0-0 5. 0-0 d5 6. b3 Rbd7 7. Bb2 c6 8. Dc2 b6 9. Rc3 Ba6 10. d3 Hc8 11. a4 Bb7 12. e4 Rc5 13. Hadl a5 14. Hfel He8 15. h4 h6 16. e5 Rfd7 Sævar Bjarnason skrifar um skák Eftir rólegheita byrjun er kominn tími til að setja i gang eitthvað! Friðrik undirbýr kóngssókn, sprengja upp mið- borðið og allt hvað heitir getur. Friðrik hefur líklega áttað sig seint á því að hann væri að tefla við nýjustu árgerð af „Bent Larsen". Bent veitti Friðriki marga skráveifuna, en fékk að vísu nokkrar hefndarskákir líka. Ætli Arnar lendi í því nokkuð? 17. Bcl Ra6 18. d4 Rb4 19. Dbl c5 20. Rb5 Ba6 21. Rh2 Bxb5 22. axb5 Dc7 23. Bf4 Da7 24. Rg4 h5 25. Re3 cxd4 26. Hxd4 Bc5 27. Hd2 Bxe3 28. Hxe3 dxc4 29. bxc4 Hxc4 Arnar sælist í peð. Nú kemur upp þema sem einkennir þessa skák. Drottning Friðriks sveiflast fram og aftur og alltaf er það d7 reiturinn sem er í uppnámi! Og tímahrak líka eins og í gamla daga. Arnar verður slyngari með hverjum deginum í því! 30. Ddl Rf8 31. Dxh5 a4 32. Ha3 Rg6 33. Ddl Rd5 34. Bxd5 exd5 35. Hxd5 Rxf4 36. gxf4 Hxf4. Báðir hafa spennt bogann, en Arnar er yngri og í toppformi. Meistari Friðrik hefur slegið slöku við i skákinni á undanfórnum árum og það tekur sinn toll. En ég er þó á því að báðir hafi skemmt sér konunglega. 37. Hd7 Da5 38. He3 Dxb5 Og nú kemur lokatilraunin! En of mörg peð hafa fallið í valinn. Svörtu frípeðin á drottningarvæng gera út um taflið. 39. e6 Hxe6 40. Hd5 Db2. 0-1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.